Þjóðviljinn - 21.06.1990, Side 6

Þjóðviljinn - 21.06.1990, Side 6
ERLENDAR FRETTIR Lígatsjov „Samveldi sósíalismans hrunid“ Ihaldsmennmeðtögloghagldiráráðstefnukommúnista, sem varð vettvangur gagnrýni gegn stjórn Gorbatsjovs Jegor Lígatsjov, leiðtogi íhalds- manna í sovéska kommúnista- flokknum, réðist í gær harka- legar en nokkru sinni fyrr að Míkhaíl Gorbatsjov, Sovétríkja- forseta, og gerðist það á ráð- stefnu rússneskra kommúnista í Kreml. Höfðu íhaldsmenn tögl og hagldir á ráðstefnunni og er svo að sjá á fréttum að ræðuhöldin þar hafí að mestu verið hörð gagnrýni gegn Gorbatsjov og stjórn hans. Lígatsjov gaf meðal annars í skyn, að hann vildi að Gorbat- sjov léti af embætti aðalritara Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna, en því embætti gegnir Gor- batsjov ásamt forsetaembættinu. Kvað Lígatsjov stjórn Gorbat- sjovs vera farna að sniðganga stjórnmálaráð og miðnefnd, helstu stofnanir flokksins, þannig hefðu nefndir þessar ekki fengið að fjalla um efnahagsmálafrum- varp það um innleiðslu markaðs- búskapar, er æðstaráðið samþyk- kti nýlega, né heldur breyting- arnar í Austur-Evrópu og Þýskal- andsmál. Lígatsjov sagði nú vera í fullum gangi andsósíalísk öfl, sem hann kenndi perestrojku um að hafa vakið upp, og væri ætlun þeirra að tortíma Kommúnistaflokkn- um innan frá og sundra Sovétríkj- unum sjálfum. Um ástandið í utanríkis- og alþjóðamálum hafði Lígatsjov það að segja að „sam- veldi sósíalismans" væri „hrunið" og „staða heimsvaldastefnunnar hefði styrkst ótrúlega mikið“. Annar ræðumaður sakaði Gor- batsjov um að koma upp persón- udýrkun á sjálfum sér og sá þriðji sakaði flokksforustuna um unda- nhald fyrir „andsósíalistum". Ræðumaður þessi, ívan Osatsíj að nafni sem var í undirbúnings- nefnd ráðstefnunnar, gaf í skyn að hann teldi sovéska kommún- istaflokkinn vera að breytast í „sósíaldemókratískan, endur- skoðunarsinnaðan þingræðis- flokk“. í ræðu, sem Gorbatsjov flutti á ráðstefnunni, boðaði hann að á 28. þingi sovéska kommúnista- flokksins, sem stendur fyrir dyr- um, yrði fjallað um tillögur um breytingar á stefnuskrá hans, með það fyrir augum að gera rót- tæka endurskipulagningu hans mögulega í samræmi við breytt hlutverk hans í þjóðfélaginu og að auka lýðræði innan hans. Rússland Stofnun kommún- istaflokks sam- þykkt Ráðstefna rússneskra komm- únista í Kreml samþykkti í gær með 2316 atkvæðum gegn 171 að stofna sérstakan rússneskan kommúnistaflokk. Sá flokkur verður innan vébanda Kommún- istaflokks Sovétríkjanna. Talið var í gær að þá þegar yrði hinn nýi flokkur stofnaður form- lega. Er úrslit höfðu verið til- kynnt, reis þingheimur úr sætum og fagnaði. Flestir fulltrúa á ráð- stefnunni eru sagðir íhaldsmenn, mótfallnir því að horfið sé frá hefðbundnum sovétkommún- isma. Kontrar afvopnaðir Mikill meirihluti kontraliðsins svokallaða, sem í átta ár háði með stuðningi Bandaríkjanna stríð gegn sandinistastjórn Níkar- agva, hefur nú að sögn verið af- vopnaður. Gekk það hægar fyrir sig en áætlað hafði verið og enn eru um 2000 kontrar undir vopn- um. Búist er við hörðum átökum íhaldsmanna, miðjumanna og róttækra á flokksþinginu, sem hefst í byrjun júlí, og er því Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, segir í viðtali sem birt- ist í Pravda í gær að hann sé hálft í hvoru að hugsa um að ganga úr Kommúnistaflokki Sovétríkj- anna. Kvað Jeltsín vera mega að jafnvel haldið fram að þá muni framtíð flokksins og Gorbatsjovs sem stjórnmálamanns ráðin. Róttækir hafa hótað að kljúfa sig hann yrði færari um að gegna hlutverki sínu sem leiðtogi allra Rússa ef hann væri ekki háður neinum stjórnmálaflokki. Geri hann alvöru úr þessu, verður það úr flokknum á þinginu og stofna nýjan flokk, fái þeir ekki vissum kröfum framgengt. Reuter/-APN/-dþ. í fyrsta sinn sem háttsettur so- véskur stjórnmálamaður yfirgef- ur Kommúnistaflokkinn, sem til skamms tíma var alráður þar- lendis, af frjálsum vilja. Usbekistan lýsiryfir lúllveldi Úsbekistan, það fjölmennasta af sovétlýðveldunum í Mið-Asíu, lýsti yfír fullveldi sínu í gær, sam- kvæmt fréttum frá Tass og Úztag, hinni opinberu fréttastofu lands- ins. Samþykkti þing lýðveldisins yfírlýsingu um fullveldi eftir snarpar umræður. Lýst er yfir að lög Úsbekistans verði héreftir öllum lögum æðri þarlendis. Tekið er fram að Ús- bekar segi sig ekki úr Sovétríkj- unum, en fram kemur að þing þeirra ætlast til að sambönd so- vétlýðveldanna sín á milli og við miðstjórnina verði tekin til gagngerrar endurskoðunar. Eystrasaltslýðveldin þrjú og Rússland hafa áður lýst eigin lög æðri sovéskum lögum í löndum þessum. Af þeim hefur Litháen gengið lengst og lýst yfir fullu sjálfstæði. Reuter/-dþ. Jeltsín meðal stuðningsmanna - vill vera leiðtogi allra Rússa. Jeltsín úr flokknum? Eiturgas íraks Samkvæmt vilja Allah og Kóransins Yfirlýsing ráðstefnu íslamsklerka. Bandarískir og breskir „heimsvaldasinnar“ fordœmdir fyrir stuðning við ísrael Klerkar frá 70 íslamslöndum kölluðu í gær Saddam Huss- ein, íraksforseta, „helgan kappa íraks“ og kváðu hann vigbúa ríki sitt, sem hefur yfir að ráða efna- vopnum og er ef til vill að koma sér upp kjarnavopnum, sam- kvæmt fyrirmælum Allah og Kór- ansins. Klerkar þessir, sem undan- farna daga hafa verið á ráðstefnu í Bagdað, höfuðborg íraks, ásamt með ráðherrum og fleiri háttsettum mönnum frá ís- lamsríkjum, gáfu fyrrgreint álit sitt til kynna í yfirlýsingu, sem beint er til alls klerkdóms íslams. Eru klerkar íslamslanda í yfirlýs- ingunni hvattir til að styrkja Hussein í þeirri viðleitni hans að koma sér upp „fælingarherstyrk, samkvæmt boðum Allah, skráðum í helgri bók hans, til að hræða óvini Allah og múslíma.“ Ennfremur segir í yfirlýsingunni að nýta verði þennan herstyrk til „varnar (araba)þjóðinni og löndum hennar, trúuðu fólki og helgidómum gegn hinum glæp- samlegu síonistum og þeim óvin- um íslams sem þá styðja." íraksstjórn kvaddi til ráðstefnu þessarar til að afla sér stuðnings annarra íslamsríkja gegn Vestur- löndum, er látið hafa í ljós áhyggjur af vopnabúnaði íraks, sem er meiri en nokkurs annars arabaríkis. írak er vel birgt af eiturgasi og er grunað um að vera að koma sér upp kjarnavopnum, en því neitar Iraksstjórn. Hótanir Husseins um að beita ef til stríðs við ísrael kæmi öllum þeim vopnum, er hann hefði yfir að ráða hafa átt drjúgan þátt í að nú horfir með ófriðvænlegasta móti í samskiptum arabaríkja og ísraels. Á þessu ári hafa vestur- landaríki gert upptæka hluti, framleidda af vestrænum fyrir- tækjum fyrir írak, vegna þess að líklegt þótti að nota mætti þá í kjarnasprengjur eða risafallbyss- ur. Hefur þetta valdið verulegri þykkju milli Vesturlanda og Ir- aks. Ofan á það bættist að í mars var Farzad Bazoft, kúrdneskur blaðamaður sem starfaði fyrir breska fjölmiðla, tekinn af lífi í írak að undangengnum vafa- sömum réttarhöldum. í yfirlýsingunni er fsrael sakað um illskuþrunginn áróður gegn írak og „heimsvaldasinnar“ í Bandaríkjunum og Bretlandi um Japan er allra þróaðra ríkja best í stakkinn búið til að standa sig í samkeppninni á heimsmarkaðnum, hvort heldur er um að ræða sölu á vörum eða þjónustu. Næsthæfast til þess er Sviss og í þriðja sæti eru Banda- ríkin. Vestur-Þýskaland er fjórða ríkið í röðinni hvað þesskonar samkeppnishæfni varðar og Kan- ada það fímmta. Þetta stendur í ársskýrslu um þessi efni frá tveimur alþjóða- stofnunum með bækistöðvar í Sviss, Alþjóðastofnun um stjórn- unarþróun (International Instit- ute for Management Develop- ment) og Heimsvettvangi efna- Lothar de Maiziere, forsætis- ráðherra Austur-Þýskalands, sagði í gær að Atlantshafsbanda- lagið yrði að gera róttækar breytingar á sjálfu sér svo að So- vétríkin sæu sér fært að sam- þykkja að sameinað Þýskaland yrði aðili að því. De Maiziere kvað Nató verða að breyta gagngert skipulagi sínu og hernaðarmarkmiðum í sam- ræmi við það að kalda stríðið væri úr sögunni og benti á að Varsjár- bandalagið hefði fyrir tveimur vikum lýst yfir, að það ætlaði sér stuðning við það háttalag ísraela. ísraelski flugherinn lagði í eyði 1981 kjarnorkuver, sem var í byggingu í frak, af ótta við að írakar ætluðu að framleiða þar kjarnavopn. Þótti Hussein það mikil auðmýking og þar að auki hagsmála (World Economic For- um). Við að meta samkeppnis- hæfni ríkja á heimsmarkaðnum eru athuguð ekki færri en 326 atr- iði, þar á meðal launakostnaður, viðskiptakjör, framleiðni, gæði varnings, hagvöxtur, ríkisaf- skipti, menntun og ástand í stjórn- og félagsmálum. I skýrslunni er alls fjallað um 33 ríki, sem að mati áðurnefndra stofnana eru öðrum líklegri til ár- angurs á heimsmarkaðnum. 23 þeirra eru í skýrslunni skilgreind sem „þróuð“ og „iðnvædd" en hin tíu eru samkvæmt skil- greiningunni „að þróast“ og „iðn- væðast.“ Af þeim síðarnefndu, tíu tals- að verða bandalag byggt á jafnræði og lýðræðislegum meg- inreglum. I hermálum er megin- atriði hjá Nató að hugsanlegri innrás Varsjárbandalagsins í Vestur-Evrópu sé svarað með beitingu kjarnavopna að fyrra bragði, teljist það nauðsynlegt til að takist að stöðva sókn óvinar- ins. Bandaríkin hafa til þessa ver- ið treg til að hverfa frá þessu, enda þótt yfirleitt sé út frá því gengið núorðið að meint hætta á umræddri innrás Varsjárbandal- agsins sé ekki lengur fyrir hendi. má vera að hann óttist að ísraelar geri á ríki hans fleiri slíkar árásir til að lama hátæknivígbúnað hans, ekki síst nú þegar komin er til valda mesta harðlínustjóm í sögu ísraelsríkis hins nýja. Reuter/-dþ. ins sem fyrr segir, eru sjö Suðaustur-Ásíuríki, eitt Suður- Asíuríki (Indland) og tvö róm- anskamerísk (Mexíkó og Brasil- ía). I þremur efstu sætunum með- al þeirra eru þrjú byggð Kínverj- um, Singapúr, Taívan og Hong- kong. Það fjórða er Suður-Kórea og hin Suðaustur-Asíuríkin, sem á blað komust, eru Malajsía, Taí- land og Indónesía. I sjötta sæti meðal þróuðu ríkj- anna er Svíþjóð og þar á eftir í sjöunda, áttunda og níunda sæti Finnland, Danmörk og Noregur. Ungverjaland, fyrsta Austur- Evrópuríkið sem kemst á blað í skýrslum þessum, er hér í neðsta sæti og næstneðst eru Grikkland og Tyrkland. Meðal þróuðu ríkjanna er Vestur-Þýskaland greinilega á uppleið, og er það þakkað mörkuðum sem eru að opnast því í Austur-Evrópu. Vestur- Þýskaland og Holland, sem er í tíunda sæti meðal þróuðu ríkj- anna, fá í skýrslunni hrós fyrir að greiða fyrir samkeppnishæfni með lagabreytingum, en Banda- ríkin, Belgía, Danmörk, Ítalía og Spánn þykja aftur á móti heldur sein til þess. Um Hongkong er þess getið að hún sé heldur á nið- urleið, og er það kennt kvíða þar eftir aðfarir kínverskra stjórn- valda gegn lýðræðishreyfingunni þarlendis s.l. ár. Reuter/-dþ. Samkeppnishœfni á heimsmarkaði Japan efst Sviss, Bandaríkin og Vestur-Þýskaland koma næst. Suðaustur- Asíulönd ríkjandi í „öðrum flokki“ iðnvæddra ríkja Gagngerra breytinga þörf á Nató 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. júní 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.