Þjóðviljinn - 21.06.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.06.1990, Blaðsíða 9
MINNING Sigursveinn D. Kristinsson Fœddur 24. 4. 1911 - Dáinn 2. 5. 1990 Við þetta er engu að bæta, nema því sem alþjóð veit. Nokkrar minningar frá œsku- árum okkar Sigursveins. Sigursveinn dvaldi langdvölum i æsku á heimili foreldra minna Sæmundar Dúasonar og Guðrún- ar Þorláksdóttur að Krakavöllum í Flókadal. Þegar við unglingarnir vorum ekki að læra tungumál eða annað hjá föður mínum, vorum við oft við allskonar föndur. Sigursveinn tók þátt í þessu af miklum áhuga og kenndi okkur margt sem við kunnum ekki áður, svo sem undirstöðuatriði við margskonar útskurð. Sigursveinn var lista- maður í höhdunum og bjó til marga listmuni um þetta leyti. Sigursveinn hafði með sér fiölu, sem hann spilaði á daglega og söng með. Hann fékk aðra til þess að raula með líka, það var Sigursveinn sem sá um söng og gleði á heimilinu, sá eini okkar sem ekki gekk heill til skógar. í*á er mér ekki síður minnis- stætt, með hvflíkri atorku hann þjálfaði þann hluta líkamans sem heilbrigður var. Einkum útivið á sumrin. Hann vildi fylgjast með og taka þátt í sem flestum störfum utan- húss. T.d. smíðaði hann sér hrífu með stuttu skafti og rakaði hey uppi á túni. Færði sig til með höndunum á milli hrífufara. Af öllu þessu varð hann mjög sterk- ur í höndunum og handleggjun- um. Þá er ógetið mesta afreks hans á þessu sviði, sem má kallast of- urmannlegt. Hann fór upp háa og bratta fjallshlíð alveg upp á Brún og niður aftur. Þetta dró hann sig á höndunum. Með honum fór Sæmundur Baldvinsson, fóstur- bróðir minn þá unglingur, en hann mátti ekkert hjálpa honum, bara fylgjast með. Sigursveinn var oft búinn að tala um að sig langaði til að fara upp á Brún. Faðir minn var ekki hrifinn af þessari ferðaáætlun, en þá fór Sigursveinn bara þegar faðir minn var ekki heima og fékk Sæmund með sér eins og fyrr segir. Sigursveinn lét ógjarnan af því sem hann ætlaði sér. Minningin lifir. Magna Sæmundsdóttir FLÓAMARKAÐURINN SMÁAUGLÝSINGAR Þegar Sigursveinn frændi minn varð 50 ára, skrifaði ég smá greinarkorn og ætlaði að birta í riti Sjálfsbjargar. Sigursveinn bannaði það, sagðist ekki vilja láta birta neitt um sig, fyrr en hann væri allur eí einhvers væri þá að minnast. Hann komst þó ekki hjá því að hans yrði síðar getið að verð- leikum, bæði í blöðum og í öðrum fjölmiðlum. Ég geymdi þetta greinarkorn og hugsaði mér að birta það, ef ég lifði Sigursvein. Hér kemur það. Hann heitir Sigursveinn D. Kristinsson maðurinn sem gekkst fyrir stofnun Sjálfsbjargar félags fatlaðra. Fæddur er hann 24. apríl 1911 í Fljótum í Skagafirði, sonur Helgu Grímsdóttur og Kristins Jónssonar. Þau fluttu til Ólafs- fjarðar og þar ólst Sigursveinn upp. Þar veiktist hann af lömun- arveiki og lamaðist mikið, aðeins 13 ára. Sigursveinn er orðinn þjóð- kunnur maður fyrir tónlistarstarf sitt og tónsmíðar. Og nú ekki síður fyrir starf sitt fyrir fatlað fólk. Að því hefur hann gengið með sömu óþrjótandi eljunni og dugnaðinum eins og öllu öðru sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hefur staðið að stofnun allra deilda félagsins sem stofn- aðar hafa verið og mun eflaust ekki láta hér staðar numið. Kona hans er Ólöf Þorláks- dóttir og eru þau hjón mjög sam- hent og heimili þeirra sem annað heimili allra þeirra sem Sigur- sveinn starfar fyrir og með. Félagar: Lítið á Sigursvein og sjáið hverju hægt er að áorka ef aldrei er gefist upp, en sótt mark- visst og stöðugt á brattann. Tll sölu VW bjalla árg. 1974. Einnig sterkbyggö barnakerra. Uppl. í síma 15045. Varahlutlr Til sölu ódýrir í Skoda, svo sem startari, alternator, head og rafeindakveikja. Upp- lýsingar í síma 75619 ettir kl. 17. íbúð óskast Ungt par með 3 ára barn hefur áhuga á aö taka á leigu 3-4 herbergja íbúö í Reykjavík frá 1. september 1990. Upplýsingar í síma 10333. Þór Túlinfus. Sumarbústaðalóölr til leigu Sumarbústaðalóðir til leigu í kjarrivöxnum hraunjaðri í Borgarfirði. Rómuð náttúrufe- gurð á svæðinu. Uppl. í slma 93-51198. Tll sölu Til sölu er lítið drengjareiðhjól á kr. 3000, lítið telpnareiðhjól á kr. 3500, svalavagn með burðarrúmi á kr. 3000 og dúkkuvagn, sem nýr, á kr. 3000. Uppl. í sfma 74212 eftir kl. 17. Hókus-pókus Hókus-pókus stóll óskast keyptur. Uppl. í sima 74304. Sumarbústaðir til lelgu Til leigu eru 2 fjögurra manna sumarbú- staðir fram til 27. júlf. Rafmangsupphitun, sturta, ísskápur og gaseldun. Gisting og fæði í heimahúsi á sama stað. Uppl. f síma 93-51198. Sumarfrf I Barcelona Islensk-spænsk fjölskylda býður íbúð f Barcelona i skiptum fyrir íbúð í mið- eða vesturbæ Reykjavíkur í júlí. Uppl. í síma 23927 á kvöldin og um helgar. Garðsláttur Viltu láta slá garöinn þinn fyrir sanngjarnt verð? Við erum röskir skólastrákar og erum vanir að slá og hirða garða. Hringdu f sfma 84023. Einstaklingsfbúð óskast Helst 1 herbergi, eldhús og bað, eða lítil 2ja herbergja íbúð. Uppl. [ síma 678028. Græðandi Ifna - Banana Boat Banana Boat E-gel, græðir exem, sóriasis. Græðandi og nærandi Body Lotion, sól- krem, svitaeyðir, hárvörur og næturkrem úr töfrajurtinni Aloe Vera. (sl. bæklingur. Heilsuval, Barónsstig 20, póstkr.s. 626275, Baulan, Borgarf., Apótek Isafj., Ferska, Sauðárkr., Hlíðarsól Sigr. H., Ol- afsfj., Heilsuhornið, Akureyri, Hilma, Húsa- vík, Sólskin, Vestm.eyjum, Heilsuhomið, Selfossi, Sólarlampinn, Margr. Helgad., Vogum, Bláa lónið, Heilsubúðin, Hafnarf., Bergval, Kópav., Árbæjarapótek, Samt. sóriasis & exemsjúkl. Einnig í Heilsuvali: Hárrækt m.leisi, rafn., „akupunktur", svæðanudd, megrun, orkumæling, vítam- fngreining. s. 11275. Alvöru BMX-hJól til sölu. Peugeot. Uppl. í slma 21784 eftir kl. 5. Lærið skrautskrfft á tveimur kvöldum hjá vönum kennara. Upplagt fyrir félagasamtök eða vinahópa. Uppl. í sima 21784 eftir kl. 5. Kerllngafjöll Eitt pláss i unglingahópnum 12. ágúst i Kerlingafjöllum, til sölu vegna sérstakra ástæðna. Búið er að greiða staðfestingar- gjald. Uppl. í síma 674263. HJónarúm til sölu Sænskt hjónarúm úr massfvri furu með springdýnum til sölu. Stærð 2x1.85 m. Selst á 40 þúsund kr. Sími 50261. Garðvlnna Tökum að okkur garðslátt og snyrtingu á beðum ef óskað er. önnur verkefni koma til greina. Vinnum frá kl. 19 alla virka daga og frá kl. 9-15 á laugardögum. Höfum öll nauðsynleg verkfæri. Uppl. og tfmapant- anir í síma 37920, Tómas Helgi, og 670461, Vigfús Gíslason. Volvo 244 árg. 78 til sölu. Sjálfskiptur, nýskoðaður. Uppl. í sima 10335 eftir kl. 18. (búð óskast f Barcelona Við erum tvær sem óskum eftir íbúð í Barcelona í þrjár vikur, á tfmabilinu ágúst til september. Allar upplýsingar vel þegnar. Vala í síma 15521 og Frfða f sfma 25732. Til sölu sjónvarp 18 tommu Fergusson sjónvarp til sðlu, einnig lampaskermur og hjónarúm með tveimur náttborðum. Uppl. í síma 20833 eftir kl. 19. Fjögur dekk tll sölu Stærð 13“ 165. Selst á 1000,- kr. stykkið. Uppl. f síma 79215. Auglýsing um umsóknir um eldislánatryggingu Samkvæmt lögum nr. 17 1990 hefur Ábyrgöa- deild fiskeldislána tekiö til starfa innan Ríkis- ábyrgöasjóös. Ábyrgðadeildin mun yfirtaka ábyrgðir Trygg- ingasjóös fiskeldislána eigi síðar en 1. júlí nk. Þau fyrirtæki sem óska eftir sjálfskuldarábyrgð ábyrgöadeildarinnar þurfa aö sækja um þaö á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem fást hjá Ríkisábyrgðasjóði, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík. Reykjavík, 19. júní 1990 Stjórnarnefnd Ábyrgðardeildar fiskeldislána ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Fundur miðstjórnar Alþýðubandalagsins haldinn á Egilsstöðum dagana 29. júní til 1. júlí næstkomandi Föstudagur 29. Júní kl. 20.30 1. Fundurinn settur I húsakynnum Menntaskólans á Egilsstöðum 2. Stjórnmálaumræður 2.1. Störf ríkisstjórnarinnar / Árangur I efnahagsmálum. 2.2. Urslit sveitarstjórnarkosninga / Stjórnmálaástandið staða flokksins. Laugardagur 30. júní kl. 9.00 Framhald stjórnmálaumræðna. 3. Flokksstarfið - Undirbúningur Alþingiskosninga. 4. Sjávarútvegsmál. 5. Landbúnaðarmál. 6. Önnur mál. Um kl. 16 á laugardag verður gert hlé á fundarstörfum og farið I heimsókn til Neskaupstaðar. Þar verður staðurinn skoðaður og kvöldinu síðan eytt í boði heimamanna. Sunnudagur 1. júlí kl. 10.00 Framhald umræðna Afgreiðsla mála. Fundi lýkur eigi síðar en kl. 15.00. Að loknum fundi á sunnudag býðst fundarmönnum að fara I skoðunarferð um nágrennið. Flug og gisting Ferðamiðstöð Austurlands hf. sér um skráningu I flug til Eg- ilsstaða og í gistingu. Nauðsynlegt er að miðstjórnarmenn skrái sig sem fyrst og I síðasta lagi 25. júní. Síminn I Ferðamiðstöð Austurlands er 97-12000. Steingrímur J. Sigfússon formaður miðstjórnar Alþýðubandalagsins Alþýðubandalagið Suðurlandi Fundur kjördæmisráðs og fulltrúa í miðstjórn Alþýðubandalagsfé- laganna á Suðurlandi verður haldinn á Selfossi, I húsi Alþýðu- bandalagsins, föstudaginn 22. júní kl. 18. Fundarefni: Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins á Egilsstöð- um um mánaðamótin. Áríðandi að allir komi. Stjórn kjordæmisráðs Jónsmessu-sumarferð Alþydubanda- lagsins í fíeykjavík um Snæfellsnes Dagskrá sumarferðar ABR 23. - 24. júní n.k. Verð kr. 2.800.- Bíll + gisting I svefnpokaplássi. Laugardagur 23. júní Lagt af stað frá Hverfisgötu 105 kl. 10.00. Ekið sem leið liggur vestur I Staðarsveit. Séra Rögnvaldur Finn- bogason, sem tekur á móti okkur á Staðastað segir frá ferð sinni til Palestínu. Undir leiðsögn Skúla Alexanderssonar ökum við svo yfir jökul. Gist verður að Gimli á Hellissandi. Sunnudagur 24. júní Hress og endurnærð förum við frá Hellissandi kl. 10.00. Félagar frá Grundarfirði koma til móts við okkur og segja frá sínum kenni- leitum. Við kveðjum þá I Berserkjahrauninu og höldum heim og verðum I Reykjavík kl. 16.00 - 18.00. Takið með hlý föt og nesti, svefnpokann, söngbækur og góða skapið. Tekið á móti pöntunum I ferðina á skrifstofu ABR, síma 17500, hjá Guðrúnu B. síma 25549 eða Guðrúnu Ó. síma 15874/681150 til hádegis á föstudag 22. júní. Ferðanefnd ABR Fimmtudagur 21. júní 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Úr einni sumarferð AB á Austurlandi. (Ljósm. H.G.) Alþýðubandalagið á Austurlandi Sumarferð laugardaginn 7. júlí 1990 um Reyðarfjarðarhrepp hinn forna Búðareyri - Hólmanes - Eskifjörður - Breiðavík - Vöðlavík Rútur leggja af stað sem hér segir: ★ Frá Egilsstöðum (Söluskála KHB) kl. 09.00. ★ Frá Neskaupstað (Söluskála Skeljungs) kl. 08.30. ★ Frá Breiðdalsvík (Hótel Bláfelli) kl. 08.00. Safnast verður saman undir Grænafelli innst í Reyðarfirði kl.09.30 á laugardagsmorgni. Skoðaðar minjar um herstöðvar á Reyðar- firði, gengið um friðland á Hólmanesi, litið á sjóminjar á Eskifirði, silfurbergsnámu við Helgustaði, heimsóttur einokunarkaupstaður á Útstekk við Breiðuvík og ekið um Víkurheiði til Vöðlavíkur. Ferðalok um kl. 19. Staðkunnugir leiðsögumenn (Helgi Seljan, Hilmar Bjarnason o.fl.) lýsa söguslóðum og náttúru. Fararstjóri: Hjörleifur Guttormsson. Þátttakendur skrái sig sem fyrst hjá Ferðamiðstöð Austur- lands, Egilsstöðum, sími 12000. Hafið meðferðis nesti og gönguskó. Allir velkomnir. Kjördæmlsráð AB Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Halldór Laxdal forstjórl til heimilis að Löngubrekku 12, Kópavogi sem lést 16. júní sl. verður jarðsunginn frá Langholts- kirkju þriðjudaginn 26. júni kl. 13.30. Sigríður Axelsdóttir Laxdal, börn, tengdabörn og barnabörn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.