Þjóðviljinn - 21.06.1990, Side 7

Þjóðviljinn - 21.06.1990, Side 7
FRETTIR „Það eru ekki til reglur um í hve miklu magni fyrirtæki mega losa ákveðin efni í holræsakerfið. Islenska kerfið byggir raunverulega á þeirri grundvallarreglu að mönnum sé heimilt að menga umhverfið nema sérstaklega sé kveðið á um annað. Erlendis er þessu öfugt farið." Stefán Hannesson t dælustöðinni við Laugalæk. Þar verður hann óþyrmi- lega var við mengunina frá iðnaði I borginni. Þar er leysiefnalyktin sterkari en skítalyktin og skolpið tekur á sig ýmsa liti þegar málning er losuð I holræsa- kerfið. Myndir Kristinn. Iholræsum borgarinnar er stöðug leysiefnalykt og skolpið kemur í öllum regnbog- ans litum. Skolpið sem fer í sjó- inn við Reykjavík er ekki bara venjulegt skolp, í því virðist vera verulegt magn skaðlegra efna og eiturefna. Eftirlit með losun fyrirtækja á eiturefnum er erfitt, enda hefur ríkið ekki sett sér markmið og reglur í þessum efnum nema í mjög tak- mörkuðum mæli. Auk þess eru mælingar á innihaldi skolpsins nær engar. Stefán Hannesson, verkstjóri hjá gatnamálastjóra, leiddi Þjóð- viljann um skolpdælustöðina við Laugalæk i gær. Aðkoman að dælustöðinni er ekki síðri en hjá snyrtilegu matvælafyrirtæki. En innan dyra mætir manni vanda- mál sem litið sem ekkert er gert til þess að íyrirbyggja. Um þessa stöð renna þúsund rúmmetra af skolpi frá heimilum og fyrirtækj- um í gegn á klukkustund. Þaðan fer það í sjóinn um 30 metrum frá landi. Þar sem skolpið kemur upp á yfirborðið una mávamir sér vel. Mengandi iðnaður Þegar Þjóðviljamaður er þama á ferð gerist ekkert óvenju- legt. Vatnsmagnið er lítið og skoipið lítur út eins og venjulegt skoip. Þegar farið er oní stöð þar sem skolp fer um búast líklega flestir við venjulegri skítalykt, en hún er varla merkjanleg þama niðri. Hins vegar er þar greinileg lykt af leysiefnum og olíum. Stefán segir stöðuga leysi- efnalyktina yfirleitt yfirgnæfa skítalyktina. Hann segir jafnframt að skolpið sé ekki alltaf skolp- leitt, það kemur í öllum regnbog- ans litum þegar málning kemst í holræsakerfið. Leysiefnamagnið og málningin kemur ekki nema í litlu magni frá heimilum, það er iðnaðurinn í borginni sem lætur þetta frá sér fara og stórskaðar þannig lífrikið í sjónum. Engar reglur Tryggvi Þórðarson hjá Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur segir yfirvöld kannast við vandann, en kveður eftirlit erfitt af ýmsum or- sökum. „Þessi efhi koma frá smáiðn- aði í borginni. Þessi iðnaður er nefnilega mengandi þótt sumir geri sér ekki grein fyrir því. Við eigum að hafa eftirlit með þessum iðnaði, en það sem fyrst og ffemst gerir þetta eftirlit erfitt er sú staðreynd að við höfúm ekk- ert bakland. Það eru ekki til regl- ur um í hve miklu magni fyrirtæki mega losa ákveðin efni í holræsa- kerfið. íslenska kerfið byggir raunverulega á þeirri grundvallar- reglu að mönnum sé heimilt að menga umhverfið nema sérstak- lega sé kveðið á um annað. Er- lendis er þessu öfugt farið. Þar er bannað að menga umhverfið nema með sérstökum undanþág- um yfirvalda. Það eru engar reglur til um takmarkanir á frárennsli ffá fyrir- tækjum. Það stendur til að setja leiðbeiningar, en á meðan við höfum ekki reglur höfum við raunverulega lítið í höndunum gagnvart mengurum. Við höfum ekkert til þess að framfylgja,” segir Tryggvi. Vonir við umhverfis- verndarráðuneyti Starfsemi fyrirtækja annarra en stóriðjufyrirtækja og þeirra sem krefjast sérhæfðs eftirlits, er háð starfsleyfi heilbrigðisnefnda á hverjum stað. Heilbrigðisnefnd getur sett ákveðin skilyrði fyrir starfsleyfi og séu þau ekki upp- fyllt, er hægt að svipta fyrirtækið ieyfinu. „Það er að mínu mati mikill galli að það séu hvorki til ákveðin skilyrði fyrir starfsleyfúm né á- kveðin markmið í reglugerðar- formi um hvemig ástand mála ætti að vera,” segir Tryggvi. „Við bindum miklar vonir við starfsemi umhverfisráðuneytis- ins. Ríkið hefur hingað til brugð- ist í þessum efnum, það hefúr ekki sett markmið um losun skað- legra efna og mengunarvamir,” segir Tryggvi. í BRENNIDEPLI Mælingar nauðsynlegar Hann kannast ekki við efna- greiningu eða mælingar á inni- haldi skolps síðan árið 1970. Það er því engin nákvæm vitneskja til um innihaldið. En að sögn Tryggva er mjög mikilvægt að þekkja umfang vandans. „Það væri mjög mikilvægt skref að vita hve umfangsmikill vandinn er. Við mælingar gætu fundist efni í skolpinu sem alls ekki ættu að vera þar. Eg geri ráð fyrir að með því að taka upp reglubundnar mælingar með sjálfvirkum sýnatökum væri jafn- vel hægt að rekja losun eiturefna til afmarkaðra svæða og jafnvel fyrirtækja. Mælingar myndu stuðla að virkara eftirliti,” segir Tryggvi. Átak í holræsamálum Uppbygging dælustöðva er hluti af miklu átaki Reykjavíkur- borgar í hreinsun strandlengjunn- ar, átaki sem er engu líkt í Is- landssögunni. Innan fárra ára verður öllu skolpi Reykvíkinga dælt út í strauma og dýpi að und- angenginni hreinsun. Þar með losnar lífríkið i vogum og víkum við óþverrann. Þessar framkvæmdir eiga að kosta um fjóra miljarða króna og á að vera lokið um aldamótin, en það eina sem deilur hafa staðið um í þessu sambandi er fram- kvæmdahraðinn. En fyrirhugaður hreinsibún- aður snertir ekki á hinum raun- verulega mengunarvanda. Raunar kemur ekki svo mikið magn venjulegs skolps frá Reykvíking- um að náttúran ráði ekki við það, svo það telst ágæt lausn að dæla því út í straum. Þannig losnar strandlengjan að minnsta kosti við áþján skolpsins. Með fortölur að vopni Skuggahliðin á skolpinu er efnaúrgangurinn frá heimilum og þó fyrst og fremst fýrirtækjum. Það verður því að leysa vandann í fyrirtækjunum sjálfum með því að koma í veg fýrir að efnin fari þaðan og út í holræsakerfið. „Það eru þessi efni sem mikil- vægast er að huga að og eina lausnin á þessum vanda er að koma í veg fyrir losun. Til þess þarf mengunarvamir og ákveðnar reglur um takmarkanir á losun. Við stöndum oft frammi fýrir því að hafa ekki önnur ráð en fortölur í baráttunni gegn mengun og þær duga ekki alltaf,” segir Tryggvi Þórðarson. Á meðan litlar eða engar for- vamir eru unnar halda skaðleg efni áfram að streyma um hol- ræsakerfi borgarinnar og út í líf- ríkið í sjónum. Stelán Hannesson mætir á- fram leysicfnalyktinni og hann getur áfram búist við að sjá skolp- ið koma í óvæntum litum. -gg Fimmtudagur 21. júní 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.