Þjóðviljinn - 27.06.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.06.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR Hrefna Oljóst um framhaldið ^ Sjávarútvegsráðherra: Vantrúaður á veiðar ísumar. Munurn vinnaaf alefli aðþvíað hrefnuveiðar verði leyfðar enda lokið úttektá stofninum. Ólafur Halldórsson: Klárir íslaginn fyrirtæksins. Nú er þar unnin vestur á ísafirði og bíð þess eins nýjan leik,“ sagði Ölafur Hall- rækjaenégorðinnsjoppueigandi að við fáum að veiða hrefnu á dórsson. -grh Sumarbros í Árbæjarsafni. A góðviðrisdögum eins og þeim sem verið hafa hér á höfuðborgar- svæðinu að undanförnu er vinsælt að koma við í Árbæjarsafni, sér til skemmtunar og fróðleiks. Þar er einnig hægt að staldra við og fá sér kaffi og með því eða þá að gæða sér á nestinu sínu við Dillonshús. Mynd: Kristinn. Herinn Fá að vera úti á nóttunni Breytingar á reglum um útiveru lægstsettu undirforingjanna Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra segist vera van- trúaður á að hægt verði að hefja hrefnuveiðar í sumar, en segir að íslensk stjórnvöld muni vinna að því af alefli innan Alþjóða hval- veiðiráðsins að veiðar verði leyfðar úr þeim hvalastofnum sem lokið er úttekt á. Ólafur Halldórsson hjá Flóka hf. á Brjánslæk segir hinsvegar að þeir séu klárir í slaginn og ekkert að vanbúnaði að hefja veiðar nú þegar, fái þeir heimild til þess. En hrefnuveiðar hafa ekki verið stundaðar hér við land frá því sumarið 1985. Á fundi vísindanefndar Al- þjóðahvalveiðiráðsins sem lauk nú fyrir skömmu, lagði íslenska sendinefndin fram athuganir sínar sem sýna að hægt er að veiða úr hrefnustofninum án þess að það bitni á stofnstærð hans. Á þetta sjónarmið íslensku fulltrú- anna, sem er í samræmi við fyrri niðurstöður þeirra, féllst vísinda- nefndin. Alþjóða hvalveiðiráðið kemur saman til fundar í Hollandi í næstu viku og að sögn sjávarút- vegsráðherra er óljóst hvað gerist á þeim fundi. Þar verður meðal annars Konráð Eggertsson fyrir hönd hrefnuveiðimanna. Halldór sagði að sumir væru þeirrar skoð- unar að fram þyfti að fara úttekt á öllum hvalastofnum áður en leyfi yrði veitt til veiða á einstökum tegundum, sem væri að hans mati algjör firra. Hinsvegar mundu ís- lensk stjórnvöld sækja það fast að veiðar verði leyfðar úr hrefnu- stofninum enda úttekt á honum lokið. Ólafur Halldórsson hjá Flóka sagði að síðasta sumarið sem hrefna var veidd hér við land hafi sú útgerð aðallega verið stunduð frá Brjánslæk og Árskógsströnd. Þá hafi þeir hjá Flóka verið með þrjá báta við veiðarnar og fengið á sumri hverju um 45-60 hrefnur. Veiðarnar hafi útvegað 30-35 manns vinnu og verið mikil lyfti- stöng fyrir atvinnulífið á Brjáns- læk og í nærsveitum. „Eftir að við urðum að hætta hrefnuveiðum og snúa okkur að fiskvinnslu varð tap á rekstri Islensk stjórnvöld hafa leyft rýmri reglur um útiveru bandarískra hermanna að nætur- lagi. Nýju reglurnar gilda um þá sem bera fimmtu lægstu tignar- gráðu undirmanna, en þeir munu vera undirforingjar. Reglur eru óbreyttar um þá sem standa enn neðar í metorðastiganum. Þessar nýju reglur tóku gildi fyrsta júní og eiga að gilda til reynslu í þrjá mánuði. Reglur um útivist hermanna að næturlagi hafa verið rýmkaðar talsvert á undanförnum árum. Reglumar um útiveru þeirra sem bera fjórar neðstu tignar- gráðurnar gilda um þá hermenn sem eru hér án maka sinna eða eru einhleypir. Þeim er ekki heimilt að vera utan vallarsvæðis- ins eftir miðnætti nema á skemmtistað í salarkynnum hót- els sem þeir dvelja á. Þessari kvöð hefur nú að ósk hersins verið létt af þeim sem bera fimmtu tignargráðu. Þess má geta að tignargráður undir- manna í hernum era níu talsins og tignargráður yfirmanna eru sex. Takmarkanir á veru hermanna utan vallarsvæðis eru til komnar vegna óska íslenskra stjórnvalda og munu strangari en tíðkast ann- ars staðar þar sem Bandaríkja- menn hafa herstöðvar. -gg Norðurland Fannhvítjörð Fannhvít jörð blasti við Mý- vetningum í gærmorgun þegar þeir risu úr rekkju en þar snjóaði í fyrrinótt. Þá var þungfært yfir Öxarfjarðarheiði og hálka á Möðrudalsöræfum. Veðurstofan spáir minnkandi norðanátt en svalt verður þó áfram fyrir norðan og austan. Guðrún Sigurðardóttir hótel- stýra í Hótel Reykjahlíð sagði í gærmorgun að snjóinn hefði þó tekið fljótt upp þegar líða tók á daginn. Engu að síður hefðu ferðamenn tekið sig upp og hald- ið á brott þá um morguninn vegna snjókomunnar og kuldans. Karl Asgrímsson hjá Vegaeft- irlitinu sagði að það kæmi sem betur fer sjaldan fyrir að hann snjóaði á þessum árstíma en þó væri það ekkert einsdæmi. Karl sagði að þessi óvenjulega tíð mundi engin áhrif hafa á opnun fjallvega. Þegar er búið að opna Kjalveg og í vikunni verða Uxa- hryggur og Kaldidalur opnaður fyrir umferð. Það er mun fyrr en í fyrra en ámóta og var sumarið þar á undan. -grh A-Þjóðverjar þurfi ekki áritanir Stjórn Ferðamálaráðs skorar á utanríkisráðherra að kanna hvort ekki sé hægt að endurskoða þær reglur sem nú eru í gildi um vegabréfsáritanir með það að markmiði að auðvelda íbúum annarra landa að heimsækja Is- land. Sérstaklega skorar Ferðamála- ráð á ráðherrann að hann beiti sér fyrir því að felld verði úr gildi krafa um vegabréfsáritanir íbúa Austur-Þýskalands til að heimsækja ísland, en skrifstofu Ferðamálaráðs í Frankfurt hafa borist á annað þúsund fyrirspurn- ir um íslandsferðir frá íbúum A- Þýskalands á síðustu vikum. Þeir íbúar A-Þýskalands sem hyggjast heimsækja ísland verða að sækja um vegabréfsáritanir til sendiráðs íslands í Moskvu, en það gerir þeim mjög erfitt fyrir. Ferðamálaráð telur því eðlilegt að fella úr gildi reglur um vega- bréfsáritanir nú þegar fyrsta skrefið er stigið í sameiningu þýsku ríkjanna og ljóst að A- Þjóðverjar hyggjast notfæra sér langþráð frelsi til ferðalaga. -Sáf 4 nýjar Uglur íslenski kiljuklúbburinn hefur sent frá sér fjórar nýjar bækur: Fyrra bindi Fávitans eftir Fjodor Dostojevski, sem kom út í Rúss- landi 1868. Ingibjörg Haralds- dóttir þýddi söguna úr rússnesku og hlaut fyrir þýðinguna Menn- ingarverðlaun DV árið 1986. Bókin er 341 blaðsíður. í Unu- húsi eftir Þórberg Þórðarson, sem byggð er á frásögnum Stef- áns frá Hvítadal af veru hans í hinu fræga Unuhúsi. Bókin er 79 síður. Papalangi-Hvíti maðurinn, sem er að formi til ferðafrásögn frá Evrópu, sögð af Samóahöfð- ingjanum Tuiavii. Bókin kom rst út í Þýskalandi árið 1920. rni Sigurjónsson þýddi. Bókin er 128 síður. Litla systir eftir reyfarahöfundinn Raymond Chandler, en þetta er önnur saga hans sem þýdd er á íslensku. Bókin fjallar um hinn þekkta einkaspæjara Philip Marlowe. Þorbergur Þórsson þýddi. Bókin er 249 síður. íslenskar bókmenntir í Opnu húsi Heimir Pálsson, cand. mag., verður næsti fyrirlesari í Opnu húsi í Norræna húsinu á fimmtu- dagskvöld kl. 20.30. Hann mun ræða um íslenskar bókmenntir og þjóðlíf á íslandi gegnum aldirnar. Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku og nefnist „Liv och litter- atur pá Island“. Eftir kaffihlé verður sýnd kvikmynd Osvaldar Knudsens „Surtur fer sunnan“. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir í Norræna húsið. Námskeið fyrir Reykjavíkur- maraþon Forvarnar- og endurhæfingar- stöðin Máttur ásamt fleiri aðilum stendur fyrir undirbúningsnám- skeiði fyrir þá sem hyggjast taka þátt í Reykjavíkur-maraþoni. Námskeiðið er fyrir alla, frá skemmtiskokkurum til mara- þonhlaupara. Námskeiðið hefst mánudaginn 2. júlí og stendur í 6 vikur. Þátttakendur hafa ótak- markaðan aðgang að tækjasölum og leikfimitímum stöðvarinnar, en auk þess er veitt allslags ráð- gjöf og æfingar. íþróttafræðingar frá Mætti og langhlauparar leiðbeina þátttakendum 3-4 sinn- um í viku við hlaupaþjálfunina. Skráning er hjá Mætti, Faxafeni 14, eða í síma 689915. Hátíðamessa í Víðistaðakirkju Sunnudaginn 1. júlí verður hátíð- amessa í Víðistaoakirkju í Skaga- SEPTEMBER OKtÓBER f Út er komið afmælisdagatal sem er hvorki bundið við ártal né viku- daga. Slík afmælisdagatöl tíðk- ast víða erlendis en eru nýjung hér. Sex pastelmyndir eftir Söru Vilbergsdóttur prýða almanakið og er það prentað í Odda. Afmæl- isdagatalið fæst í bókaverslun- um. Útgefandi er R&S. firði þar sem sr. Páls Jónssonar sálmaskálds verður minnst. Hann var prestur í Viðvík síðustu ár sín oe j afnan kenndur við þann stað. Aður var hann prestur að Myrká og síðar á Völlum. Hann lést 8. desember 1889 og er nú minnst 100 ára ártíðar hans. Sr. Páll var sálmaskáld ágætt en kunnustu sálmar hans eru „Ó, Jesú, bróðir besti" og páskasálm- urinn „Sigurhátíð sæl og blíð“. í sálmabókinni nú eru 16 sálmar eftir sr. Pál. Helga Hauksdóttir leikur á fiðlu, organisti verður Stefán R. Gíslason söngstjóri og tónlistarkennari í Varmahlíð. Sr. Sigurður Guðmundsson vígslu- biskup predikar og þjónar fyrir altari. í messunni verða eingöngu sungnir sálmar eftir sr. Pál. UMFÍ á Danska landsmótinu 28 manna hópur frá Ung- mennafélagi íslands er meðal þátttakenda á Danska landsmót- inu í Horsens á Jótlandi í Dan- mörku sem hefst laugardaginn 29. júní og lýkur sunnudaginn 1. júlí. Á mótinu verða 30 þúsund þátttakendur víðsvegar að úr Danmörku en auk þess gestir frá 25 þjóðum. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.