Þjóðviljinn - 24.07.1990, Page 2

Þjóðviljinn - 24.07.1990, Page 2
FRÉTTIR Happdrætti heyrnarlausra Dregið var í Vorhappdrætti heyrnarlausra 16. júlí s.l. og komu vinningar upp á eftirfar- andi númer: 1) 19951, 2) 10456, 3) 22988, 4) 18162, 5) 6109, 6) 8752, 8) 4718, 9) 14735, 10) 18364, 11) 17925, 12) 15853, 13) 18880, 14) 22347, 15) 21671, 16) 24515, 17) 11969, 18) 1426, 19) 22898, 20) 1416. Vinninga má vitja á skrifstofu Félags heyrnar- lausra, Klapparstíg 28, alla virka daga, sími 91-13560. ísafjarðar- flugvelli lokað ísafjarðarflugvöllur verður lok- aður frá 7. ágúst n.k. þegar lagn- ing bundins slitlags á flugbrautina hefst. Gert er ráð fyrir að vinnan taki 10 daga. Þann tíma flytja Flugleiðir Isafjarðarfarþega um flugvöllinn á Þingeyri og aka þeim endurgjaldslaust milli Þing- eyrar og ísafjarðar. Flugbrautin á ísafirði verður klædd olíumöl, með svipuðum hætti og þegar hefur verið gert á Höfn í Horna- firði. Flugvöllurinn á ísafirði hef- ur oft lokast vegna aurbleytu en með þessu verður það vandamál úr sögunni. Taflfélag Reykja- víkur 90 ára Taflfélag Reykjavíkur verður 90 ára í haust, en félagið var stofnað 6. október 1900. í tilefni afmælis- ins mun félagið halda mikla hátíð helgina 6.-7. október. Laugar- daginn 6. október fer fram mót og er stefnt að því að það verði fjölmennasta skákmót sem hald- ið hefur verið hér á landi. Vonast er til að um 2000 skákmenn taki þátt í því. Annars vegar munu skólabörn tefla og hins vegar verður almennt hraðskákmót. Sunnudaginn 7. október verður haldin ráðstefna þar sem rædd verður staða skákarinnar í dag. Leiðrétting Þau mistök áttu sér stað í mynda- texta á forsíðu laugardags-laðsins að drengurinn á myndinni var sagður heita Davíð Karlsson. Hið rétta er að pilturinn heitir Ari Karlsson og er hann beðinn vel- virðingar á mistökunum. Aldraðir Francois-Xavier Dillmann kemurfrá París og Olga Smirnickaja kemur frá Moskvu til að flytja erindi á Snorrastefnunni. Mynd: Jim Smart. Rannsóknir Goðafræði á Við viljum með þessari ráð- stefnu reyna að auka áhuga á norrænni goðafræði, en það má segja að áhugi á þeim fræðum hafi legið í dái frá því eftir síðari heimsstyrjöld, sagði Úlfar Braga- son forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordal. Á miðvikudaginn hefst á veg- um stofnunarinnar alþjóðleg ráð- stefna, sem hlotið hefur nafnið Snorrastefna, en viðfangsefni hennar er norræn goðafræði og Snorra-Edda. Snorrastefnu - Við höfum boðið níu fyrirles- urum víðsvegar að til að halda fyrirlestra á þessari námsstefnu. Sá, sem kemur lengst að, kemur frá Ástralíu. Hann sagði að nú þegar hafi um áttatíu manns tilkynnt þátt- töku sína en gera mætti ráð fyrir að mun fleiri muni sæki náms- stefnuna. Ráðstefnan hefst á miðviku- daginn og fer fram í Odda, hug- vísindahúsi Háskólans, og stend- ur fram á föstudag. sg G-samtökin Vilja þingmenn í samráðshóp G-samtökin óska eftirþingmönnum ísamráðshóp umhugsanlegar leiðir til úrbóta á núverandi ástandi. Guðbjörn Jónssonframkvœmda- stjóri: Vœnti þess að menn taki á þessum málum af alvöru Starfandi stjórnmálaöfl á Al- þingi hafa fengið sent bréf frá G-samtökunum þar sem farið er fram á að þau tilnefni fulltrúa í samráðshóp með samtökunum. Að sögn Guðbjörns Jónssonar framkvæmdastjóra G-samtak- anna myndi sá hópur fjalla um hugsanlegar leiðir til úrbóta á því ófremdarástandi sem ríkir í þjóðfélaginu, og aðgerðir til varnaðar í framtíðinni. „Við höfum talað mikið við bæði þingmenn og ráðherra, en við eins og flestir aðrir sem tala við þá erum að kafna úr velvilja. Lögfræðingar taka slíkt bara ekki gilt,“ sagði Guðbjörn. „Ég skrif- aði Steingrími Hermannssyni for- sætisráðherra snemma í vor og fór fram á viðræður við stjórnvöld um ástandið í þjóðfé- laginu og hvað væri hugsanlega til úrbóta. Við höfum ekki fengið svar við því bréfi ennþá,“ sagði Guðbjörn. LÍN Núverandi kerfi verður áfram r | skýrslu, sem nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins hef- ur jnnið um Lánasjóð íslenskra námsmanna, kemur fram að rétt sé að núverandi námslánakerfi haldi áfram í lítt breyttri mynd. Forsenda fyrir því að kerfið eigi að geta staðist til frambúðar er að það fái svipuð rikisframlög og verið hefur að raunvirði, enda verði fjölgun námsmanna ekki meiri en 2,5% á ári að meðaltali næstu árin. Nefnd þessi var skipuð í októ- ber 1989 og starfaði hún undir forystu Björns Rúnars Guð- mundssonar hagfræðings. í nefndinni voru fulltrúar náms- mannahreyfinganna og allra stjórnmálaflokka nema Sjálf- stæðisflokksins og Samtaka um kvennalista. Skýrslan verður höfð til hliðsjónar við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1991. Hugmyndin er, að sögn Guð- björns, að fá fólkið í flokkunum til að fjalla um málið, en ekki endilega þingflokkana sjálfa. Þar gæti skapast breiður hópur fólks sem hugsanlega myndi vilja standa saman að einhverjum til- Iögum til úrbóta. „Ástandið í þjóðfélaginu er orðið skuggalegt. Brýnast held ég sé að bæði stjórnvöld og peningastofnanir opni augun fyrir því ástandi sem er í dag. Það er stór hluti af þjóð- inni í virkilegri neyð og fari fram sem horfir verða í lok næsta árs á milli 15 og 20% þjóðarinnar gjaldþrota," sagði Guðbjörn. Samtök um jafnrétti og félags- hyggju og Kvennalistinn hafa svarað G-samtökunum og ætla að tilnefna fulltrúa í samráðshóp- inn, en að sögn Guðbjörns er hann bjartsýnn á að aðrir flokkar gerði það einnig. „Ég vænti þess að menn taki á þessum málum af alvöru, því ekkert stjórnmálafl sem vill láta taka sig alvarlega, getur setið hjá aðgerðalaust í svona ástandi,“ sagði Guðbjörn Jónsson. ns. Fósturnám um allt land Menntamálaráðuneytið hefur skipað nefnd til þess að annast undirbúning að sveigjanlegri fósturmenntun, en þar er átt við að námið sé unnt að stunda víða á landinu. Gert er ráð fyrir að nám- ið geti hafist á haustönn 1991. Gyðu Jóhannsdóttur skólastjóra Fósturskóla íslands og þremur kennurum skólans hefur verið fa- linn undirbúningur og með þeim mun starfa Berit Johansen cand. polit, sem ráðin hefur verið í hlut- astarf. Gert er ráð fyrir dreifða og sveigjanlega fósturmenntun sem verði sambærileg að innihaldi við hefðbundið fósturnám á hverjum tíma. Námið verður skipulagt í námskeiðum / áföngum. Verður það í formi staðbundinnar kennslu og fjarkennslu og einnig er gert ráð fyrir möguleika á námssamningum. í frumvarpi til laga um leikskóla sem mennta- málaráðherra lagði fram á Al- þingi s.l. vetur er gert ráð fyrir mikilli aukningu leikskólarýmis í landinu á næstu 10 árum. Gert er ráð fyrir að bæta þurfi við milli 4 og 5 þúsund heilsdagsrýmum og verði heilsdagsrými þá rúmlega 10 þúsund. Til að svo megi verða þarf að stórauka fjölda þeirra Forsetinn í Grimsby Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, heimsótti dótturfyrirtæki Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna í Grimsby, Icelandic Freezing Plants Ltd, laugardaginn 14. júlí s.l. þegar hún var í opinberri heimsókn í borginni. Þann dag var einskonar sjómannadagur í Grimsby og setti forsetinn hátíðina. Á myndinni er Vigdís Finnbogadóttir að skoða fiskrétti frá Icelandic Freezing Plants í Grimsby. Á myndinni eru Jón Olgeirsson, Hervör Jónasdóttir, Vigdís Finnbogadóttir og Helgi Ág- ústsson. sem ljúka fósturnámi og er þetta liður í því. Inntökuskilyrði verða sveigjanleg og hver einstaklingur metinn í ljósi menntunar sinnar og reynslu. Lagt er til að starfs- menn dagvistarstofnana, sem taka vilja þátt í náminu, fái leyfi á launum a.m.k. á meðan á stað- bundna náminu stendur, og einn- ig er talið mikilvægt að dagleg vinnuskylda verði styttri hjá fólki í fullu starfi. Sinnaskipti Sjálf stæðisflokksins Meirihluti íbúðafyriraldraða við Lindargötu verða leiguíbúðir og hlutdeildaríbúðir. Neyðarlisti borgarinnar kominní516manns. Engin sérhönnuð leiguíbúð hefur verið tekin í notkun síðan vorið 1986 leiguíbúða, enda hefur einungís hluti þeirra, sem eru á biðlistum Félagsmálastofnunar, tök á að kaupa íbúð. Þá benda minnihlut- aflokkarnir á að mikill fjöldi sö- luíbúða sé í byggingu á vegum félagasamtaka í borginni. Leiguíbúðir og svokallaðar hlutdeildaríbúðir verða í meirihluta þeirra 96 íbúða fyrir aldraða sem Reykjavíkurborg hyggst byggja við Lindargötu. Sérhannaðar leiguíbúðir fyrir aldraða í Reykjavík hafa ekki verið teknar í notkun síðan skömmu fyrir kosningar 1986, en nú er svo komið að 516 manns eru taldir vera í brýnum forgangi á rúmlega 1300 manna biðlista eftir einhvers konar úrræðum í hús- næðismálum. Forgangshópurinn hefur stækkað verulega síðan í septémber í fyrra. tíyggíhgarnefnd aldraðra kem- ur saman tíTfondar í fyrramálið og segir formaður nefndarinnar, Páll Gíslason, að par muni koma fram tillaga um að's^öluíbúðir verði í minnihluta íbúðhnna við Lindargötu. Páll vildi upplýsa nánar um fyrirhu^ hlutfall söluíbúða og leiguíbúða. Ágreiningur hefur verið á milli minnihluta og meirihluta í borg- arstjórn um hvort borgin skuli einbeita sér að byggingu sölu- íbúða eða leiguíbúða. Minnihlut- inn hefur lagt áherslu á byggingu Hlutdeildaribúð er nokkurs konar millistig leiguíbúðar og söluíbúðar. Einstaklingur getur lagt andvirði eldri íbúðar upp í söluverð slíkrar íbúðar og eignast þannig hlutdeild í henni, án þess að kaupa hana að fullu. -gg 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 24. júlí 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.