Þjóðviljinn - 24.07.1990, Síða 4

Þjóðviljinn - 24.07.1990, Síða 4
þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Leiðtoginn, Flokkurinn Morgunblaöiö og DV eiga þaö sameiginlegt að þessi blöð eru bæði holl Sjálfstæðisflokknum en misjafnlega trúuð eða vantrúuð á einstaka forystumenn hans. Morg- unblaðið situr þó oftast á strák sínum í nafni flokkslegrar einingar, meðan þeir á DV leyfa sér í forystumálum ýmis- leg stílræn rassaköst, sem stundum kann að vera erfitt að greina, hvort spretta af almennu tíðindaleysi á blöðum eða úthugsuðum pólitískum ásetningi. Nú síðast eru leiðarahöfundar þessara tveggja sjálf- stæðisblaða komnir í hár saman út af forystumálum. Ástæðan er sú, að DV skrifaði leiðara þar sem því er stíft fram haldið, að Þorsteinn Pálsson geti ekki stýrt Sjálf- stæðisflokknum (ein röksemdin sem á að styðja það er hlálegt tímanna tákn: Þorsteinn, segir leiðarinn, er „ós- annfærandi í sjónvarpsþáttum"). Morgunblaðið tekur þessa atlögu að formanninum óstinnt upp nú á sunnu- daginn: segir að hún sé ómakleg, Þorsteinn hafi staðið sig vel, sameinað flokkinn aftur eftir Albertsupphlaupið og sé hann áreiðanlega „hæfari til þess að takast á við þau verkefni sem bíða hans á næstu missserum“. Einkum vegna þess að hann hafi sjálfan Davíð Oddsson sér við hlið. Gagnrýni DV á Þorstein Pálsson er reyndar út í hött stundum. Eins og þegar kvartað er yfir því, að hann komi ekki í veg fyrir innbyrðis slagsmál Sjálfstæðismanna á ísafirði og í Vestmannaeyjum. önnur gagnrýni er miklu raunhæfari, eins og þegar DV fer ósköp svipuðum orðum um stjórnarsetu formannsins og við höfum haft hér í Þjóðviljanum: „Hann sat að völdum í mesta góðæri síð- ustu ára. Samt varð þá gífurlegur halli á ríkissjóði, halli 'sem kostaði verðbólgu og óheyrilega erlenda skulda- söfnun. Þetta var slæm stjórn“. Og við þessu á Morgun- blaðið aðeins næsta daufleg svör, eins og vonlegt er. En hvort sem þetta orðaskak er rakið lengur eða skemur: það er ekki auðvelt fyrir utanaðkomandi að ráða í það, hvort hér fer eitthvað það sem máli skiptir. Er þetta ekki barasta endurómur af því sem allir vita; að drjúgur hluti Sjálfstæðismanna trúir því að best sé að skipta um formann sem fyrst? Meðan Morgunblaðið kýs að láta sem forystumálin séu í góðu lagi. Ef til vill. En það er annað inntak í þessu forystuhjali sem vert er að gefa nokkurn gaum. En það er sá sári söknuður eftir sterkum foringja sem það endurspeglar. DV leikur stíft á þá strengi, allt hafði annan róm áður í páfadóm - eða eins og segir í leiðaranum: „Nú er enginn Bjarni Benediktsson eða Ólafur Thors til að stýra stærsta flokki þjóðarinnar". Það er í þessum söknuði sem hin hlálega tenging við heimilisböl Sjálfstæðismanna á ísafirði og í Vestmanna- eyjum skýrist: ef hinn sterki maður réði flokknum, þá mundu allir flokksmenn vera þægir og góðir. Og að von- um er svo klykkt út með því að andvarpa eins og menn gera jafnan í ráðleysi: „Einmitt nú þörfnust við leiðtoga". Hjá Morgunblaðinu fer svo nokkru minna fyrir foringja- trúnni en þeim mun meirafyrirtrúnni á Flokkinn eina. Hún kemurfram í þessari lýsingu leiðara blaðsins á Sjálfstæð- isflokknum: „í þeim flokki koma fram meira og minna öll helstu hagsmunaöfl þessa þjóðfélags. Þar takast þau á og í því m.a. er styrkur Sjálfstæðisflokksins fólginn". Þessi orð minna á það hve sterk sú hneigð er í Sjálfstæð- isflokknum að líta svo á að önnur stjórnmálaöfl séu hálf- gerður óþarfi: það er innan aðalflokksins sem menn eiga að ráða ráðum samfélagsins, þar er „vettvangur mála- miðlana í þjóðfélaginu" eins og Morgunblaðið hefur einn- ig sagt. Það er ekki að furða þótt fréttaritara Morgun- blaðsins í Moskvu hafi á dögunum verið mjög hugsað til Sjálfstæðisflokksins, þegar hann heyrði gamla kommún- ista vera að harma þá þróun sem tekur nú af Flokknum eina það hlutverk hans að „vera forystuafl í öllum sam- tökum og stofnunum ríkisins", eins og það var orðað þar eystra. KLIPPT OG SKORIÐ Bresku kratarnir ekki búnir Rétt eins og á fslandi eru menn í Bretlandi - og reyndar víða um lönd - að glíma við það viðfangs- efni núna, hvaða skipulag félags- hyggjumenn eigi helst að að hafa á fíokkum sínum og fylkingum. Shirley Willams, sem var formað- ur Sósíaldemókrataflokksins breska á árunum 1982-1988, ritar yfirlitsgrein um stöðu flokksins í kaþólska þjóðmálaritið The Tab- let 14. júlí sl. Heiti greinarinnar má þýða „Málstaður miðjunn- ar“, og tilefnið er að einn áhrifa- mesti forystumaður þessarar samfylkingar krata og frjáls- lyndra, David Owen, hefur lýst því yfir að flokkurinn sé í raun fyrir bí og nota verði aðrar leiðir til að koma hugsjónum hans á framfæri. Shirley Willams mót- mælir þessari niðurstöðu í greininni. „Fjórmenningaklíkan" var sá hópur oft kallaður sem klauf sig frá breska Verkamannaflokkn- um árið 1981 og stofnaði Sósíald- emókrataflokkinn (The Social Democrats). Uppnefnið vísaði til stjórnmálanna í Kína á sínum tíma. En hugmynd samfylkingar- manna var sú að endurnýja breska flokkakerfið og margir vinstri sinnar héldu að mikið gott mundi leiða af þeirri samvinnu við Frjálslynda flokkinn sem upp var tekin. En nú hefur David Owen sprungið á limminu og gef- ið í skyn að hann muni etv. ganga aftur í Verkamannaflokkinn. Draumurinn sé búinn. Hins veg- ar er allstór hópur miðjumanna sem starfar enn í anda 1988- samkomulagsins við Frjálslynda flokkinn. Og Shirley Williams telur að stefna af þessu tagi sé einmitt sú sem breskir kjósendur vilji og þurfi - og nú sé lífsnauð- syn að þrauka og reisa við fall- andi merki. Fylgi Sósíaldemókrataflokks- ins og hugmynda hans má ráða af því, að í sveitarstjórnarkosning- num í maí sl. fékk hann nær 20% atkvæða. Hins vegar hefur sá draumur stofnendanna ekki ræst, að á einum áratug tækist flokkn- um að koma í stað Verkamanna- flokksins sem aðalstjórnarand- staðan og síðan stjórnarflokkur- inn. Samt leit þetta glæsilega út um tíma, síðla árs 1981 og árið 1982 náði bandalag Frjálslynda flokksins og Sósíaldemókratanna yfir 40% fylgi í skoðanakönnun- um. Og í þingkosningunum 1983 rétt marði Verkamannaflokkur- inn sigur f atkvæðatölum yfir bandalaginu. Hins vegar gefur breska einmenningskjördæma- kerfið ekki þingmenn í hlutfalli við atkvæðatölu eins og menn vita, og því varð þingstyrkur bandalagsins ekki í neinu sam- ræmi við atkvæðamagnið. Bæði 1983 og 1987 fékk það um 25% atkvæða á Bretlandseyjum, en náði minna en 5% þingmanna út á þau. Og reyndar er það athygl- isvert, að síðan 1964 hefur engin rikisstjórn Bretlands haft meiri- hluta kjósenda á bak við sig. Hver er munurinn? Shirley Williams bendir á, samfylkingarhugmyndinni til stuðnings, að í grundvallar- stefnumiðum stjómmálanna greini sósíaldemókrata og frjáls- lynda ekki á, og samkomulag þeirra hafi heldur ekki byggst á einhverri loðmullumiðju. Hins vegar reynir hún að skilgreina muninn á þeim í ýmsum útfærslu- leiðum og menningarefnum, en sá ágreiningur hefur orðið til þess að David Owen og fleiri telja að nú sé fullreynt án árangurs. Hún lýsir hugmyndum sósíal- demókrata og frjálslyndra þann- ig, að kratarnir séu stjórnlyndari, veikir fyrir sterkri leiðtogadýrk- un, hrapi að ákvörðunum og sæki stíft á að komast í stjórn. Frjáls- lyndir hafi hins vegar lifað á því að semja sig inn á miðjuna, alveg niður f grasræturnar, taki forystu- mönnum með varúð, eyði mikl- um tíma í málefnaumfjöllun, vantreysti stjórnvöldum og séu þar að auki ekki vissir um að þeir vilji vera í stjórn yfirleitt. David Owen hafi loks þótt þessar and- stæður ósættanlegar. Hann hafi verið innilokaður í þinginu, losn- að úr tengslum við fólkið í landinu og ekki áttað sig á þeirri bjartsýni sem ríkti hjá nýkjörn- um fulltrúum Frjálslynda flokks- ins í sveitarstjórnum víðs vegar, þar sem þeir hafa nú komist að í fyrsta sinn um áratugaskeið. Samstaðan brýnni nú Shirley Williams telur hins veg- ar að verkefni samfylkingarinnar séu brýnni nú en nokkru sinni fyrr, ekki síst í ljósi Evrópuþró- unarinnar. Verkamannaflokkur- inn gangi fagnandi til kerfis með sameiginlegri mynt, en hafi lítið fram að færa annað. Kratar og frjálslyndir séu hins vegar meiri Evrópusinnar, sérstaklega ef hægt sé að sjá í þróuninni mögu- leika til þess að flytja meiri völd út í byggðarlögin. Stóru flokkarnir hafa haft lítinn áhuga á stjórnarskrármál- um í Bretlandi, en bandalag krata og frjálslyndra taldi brýnt að ráð- ast í stórverkefni á því sviði. Verkamannaflokkurinn hefur t.d. ekki lagt neina áherslu á tryggingu mannréttinda í stjórnarskrá, né heldur að færa ákvæði Mannréttindayfirlýsingar Evrópu inn í breska lagasafnið. Og íhaldsflokkurinn hefur ekki beitt sér fyrir neinu slíku á 11 ára valdaferli. Á hinn bóginn hafi hann í raun aukið valdbeitingu ríkisins, lagst bæði á háskólana og útvarpsreksturinn með alls konar afskiptasemi og innígrip- um. Og hvorki Verkamannaíl- okkurinn né íhaldsflokkurinn hafi viljað auka útsvarstekjur sveitarfélaga, vegna þess áð slíkt mundi gera þau sjálfstæðari og erfiðari viðfangs í því kerfi mið- stýringar sem báðir stóru flokk- arnir vilja viðhalda. í ljósi alls þessa telur Shirley Williams að í kjarna stefnumála Sósíaldemókrataflokksins sé það fólgið sem meirihluti breskra kjósenda vilji að nái fram að ganga; árangursríkt markað- skerfi ásamt góðri félagslegri þjónustu, þar sem allir axli ein- hverja ábyrgð á velferð samb- ræðra sinna og systra. Williams spáir því að enginn flokkanna fái yfirgnæfandi mikið fylgi í næstu kosningum á Bretlandi. Og tapi Verkamannaflokkurinn fjórðu kosningunum í röð, hljóti sú spurning að knýja enn fastar á, með hvaða ráðum megi koma í veg fyrir áframhaldandi stjórn íhaldsmanna. Og þá muni bar- áttumál Sósíaldemókrata sem snúast um réttlátari kosninga- skipan og stjórnarskrárefni heyrast nógu víða til að flokkur- inn sópi að sér fylgi á ný. Athafnamaðurinn Össur Morgunblaðið helgar reyndar einum skemmtilegasta félaga breska Verkamannaflokksins, Össuri Skarphéðinssyni, fyrrum ritstjóra Þjóðviljans, heiðurs- plássið í síðasta sunnudagsblaði og kemur hann víða við í ævisögu sinni og hugmyndaþróun undir viðtalsfyrirsögninni „Hamskipti hugsjónamanns". Össurernú að- stoðarforstjóri Reykvískrar endurtryggingar, skilgreinir sig sem athafnamann og lýkur 4 síðna viðtali við hann svona: „Um stundarsakir kynni að vera æskilegt að samstarf tækist með hinni nýju kynslóð Sjálfstæðis- flokksins og nýjum jafnaðar- mannaflokki, til að framkvæma þann uppskurð á þjóðfélaginu sem þarf. Spurningin er hins veg- ar hvort hún hefur kjarkinn - og hvort við höfum kjarkinn, segir Össur Skarphéðinsson, athafna- og hugsjónamaður." Skýrt er mælt. ÓHT þJÓOVILJINN Síöumúla 37 —108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Ugáfuféiag Þjóöviijans. Framkvæmdastjórl: Haliur Páll Jónsson. Rítstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttastjórf: Sigurður A. Friðtóófsson. Áðrfr blaðamenn: Bengdls Élertsdóttir, Dagur Þorieifsson, Blas Mar (pr.), Garðar Guöiónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttír (pr.), Jim Smart (Ijósm ), Kristinn Irtgvarsson (Ijósm.), Vilborg Davlðsdóttir, Þröstur Haraldsson. Skrtfstofustjórf: Sigrún Gunnarsdóttr. Skrtfstofa: Guðrún GeirsdótBr, Kristln Pélursdóttir. Augrj'slngastjórl: Steinar Haröarson. Augtýsingar Guðmunda KristinsdóUir, Svanheiður IngimuTdardóttir. íilbroiðslu- og afgrelðslustjórf: Guðrún Glsladóttir. Afgreiðsia: Bára Sigurðandóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefria Magnúsdótt'r, Þorgeróur Sigurðardóttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. ■ -.krifstofa, afgrefðsla, rftstjóm, auglýslngar ."jlðumúla 37, Rvfk. aíml: 681333. Simfax: 681935. Auglýsingar 681310,681331. Umbrot og setnlng: Prerrtsmiðja ÞjóðvHjans hf. Prentun: Oddi hf. Verö I lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Askrfftarverð ð mánuðl: 1100 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Þriðjudagur 24. júlí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.