Þjóðviljinn - 24.07.1990, Side 5

Þjóðviljinn - 24.07.1990, Side 5
VIÐHORF Þegar húseign er boðin upp Gísli Þór Gunnarsson skrifar Það setti í mig hroll, er ég komst að því að Jón Eysteinsson bæjarfógeti í Keflavík hafði látið bjóða upp húseign mína í Grinda- vík, að mér forspurðum, vegna ógreidds fasteignaskatts og af- borgunar á húsnæðisstjórnarláni. Ég kom af fjöllum í bókstaflegri merkingu, því ég hafði dvalið yfir vetrarmánuðina í Himalayafjöll- um. Fyrir réttu ári síðan hafði ég staðið skil á ógreiddum vanskila- skuldum, sem höfðu hrannast upp hjá fýrri ábúendum í þrjú ár, án þess að húsið væri boðið upp á nauðungaruppboði. Þar af leiðandi hélt ég ótrauður í 5 mán- aða Indlandsreisu þar sem ég hugðist lifa spart til að geta látið þýðingarstyrk frá Menntamála- ráðuneyti endast á meðan ég ynni að þýðingu á verki Jerzy Kosin- skiis „Pinbair. Reyndar gerði ég heiðarlega tilraun til að standa skil á afborgun minni til Hús- næðismálastjórnar sem átti að falla í gjalddaga 1. nóvember 1989, en mér var tjáð af afgreiðs- lufólki að það tíðkaðist ekki hjá þeirri stofnun að leyfa fólki að komast upp með að borga af- borganir áður en gíróseðill hefði verið útbúinn. Afgreiðsludaman talaði niður til mín, eins og ég hlyti að vera fífl, að láta mér koma til hugar að ég ætti inni ein- hver liðlegheit hjá stofnuninni, þó ég væri á förum til Indlands. Húseign mín að Vesturbraut 16 í Grindavík er elsta húsið í plássinu, og umkringt tjörnum og túnum. Hafði ég dyttað að húsinu og komið mér vel fyrir áður en ég lenti í ferðalögum. Árni B. Björnsson (Hafur- björn) veitingamaður í Grinda- vík og eiginkona hans Pancho tóku húsið á leigu meðan ég var fjarverandi og framlengdu þau leigusamninginn eftir heimkomu mína í vor. Árni Björn tók á móti öllum pósti sem var stílaður á mig, en þar var hvergi að finna allir eftir þessu máli, því þeir sögðu það algjört einsdæmi uppá íslandi að húseign væri seld á nauðungaruppboði vegna jafn lítilla vanskila. Þeim Bakkab- ræðrum fannst þetta fyndið (á „Hvers á maðurað gjalda að vera ólögfróður maður í landi þarsem háskólamenntaðir fantar vaða uppimeð valdníðslu?“ neina gíróseðla frá Húsnæðis- málastjórn né tilkynningar um uppboð. Þannig að mér krossbrá er Árni Björn hringdi í mig fyrir u.þ.b. viku síðan og tjáði mér að kunningi sinn hefði verið við- staddur uppboð í Keflavík þar sem Landsbanki íslands hafði slegið eign sinni á hús mitt að Vesturbraut 16 í Grindavík (oft nefnt Vesturbær því það er vest- asta húsið í bænum). Næsta mánudag hringdi ég í bæjarfógetann í Keflavík og fékk þetta staðfest, en uppboðshald- arinn sagði léttilega að þetta væri ekkert mál, því að ég gæti með ærnum kostnaði látið afturkalla uppboðið. Hann sagði mér að tala við lögfræðinga veðdeildar Landsbanka íslands, þá Gísla, Eirík og Helga, því þeir vissu allt um þetta mál. Gísli, Eiríkur og Helgi mundu minn kostnað) þegar þeir lögðu eignina undir hamarinn og sigð- ina hans Ólafs R. Grímssonar á sínum tíma. Þeir kváðu það augljóst að þegar eign væri seld á nauðungaruppboðin innan árs frá gjaldfalli skulda þá væri augljóst að um persónulega óvild væri að ræða. „Hverjum er svona illa við mig og hvers vegna?“ gat ég stunið upp á milli hlátraskallana, því svona nokkuð finnst lögfræðing- um á íslandi fyndið, því þeir vita að þeir eru alltaf í rétti gagnvart sauðsvörtum almúganum. „Spurðu Jóhannes Jóhannes- sen hjá lögfræðingadeild Lands- bankans. Hann var viðstaddur uppboðið fyrir okkar hönd þegar hann keypti húsið fyrir hönd kröfuhafa. Hann veit allt um þetta mál. Hann á meira að segja að vita uppá hár hvað þú skuldar okkur mikið fyrir lögleysustörf- in.“ Það var orðið áliðið dags en mér tókst að króa Jóhannes Jó- hannessen lögfræðing Lands- bankans af áður en hann fór að kitla konuna sína undir hökunni. Þegar ég hafði borið upp erindi mitt með miklu offorsi, því það var auðséð að maðurinn hafði margt þarfara við tfmann að gera en að spjalla við mig um nauðungaruppboð sem komu honum ekkert við, þó hann hefði umboð til að sölsa undir sig eignir í nafni Húsnæðismálastjórnar, þá brást lögfræðingurinn hinn versti við og hann sakaði mig um ólög- mæta heift og hefndarhug sem ætti illa við á opinberum stöðum. „Bíddu hægur,“ sagði ég. „Ég veit ekki betur en að það sé ólög- mætt að selja eignir ofan af fólki án þess að margtilkynna það í blöðum, skeytum og ábyrgðar- bréfum. Ert þú viss um að þú sért ekki sekur um embættisglöp?“ Jóhannes Jóhannessen lög- maður umturnaðist. Hann greip um stólinn líkt og ungabarn um kopp og sagði hásum rómi: „Það tekur enginn þennan stól af mér. Ég er búinn að sitja hér svo lengi." Þegar mesta offorsið var yfir- staðið ræddum við saman í mesta bróðerni og þá kom í ljós að hann hélt að ég væri sokkinn í botn- lausa óreglu og því stæði mér nokk á sama um einhvern kumb- alda suður með sjó. Óreglan er orðin svo svakaleg á íslandi á síð- ustu og verstu tímum að fólk borgar helst ekki neitt nema selt sé ofan af því. Hann bauðst til að hringja í Jón Eysteinsson bæjar- fógeta, þann annálaða heiðurs- mann, strax í fyrramálið og þá myndi öllu verða kippt í liðinn. Ýmsar áleitnar spurningar vöknuðu upp hjá mér eftir þessa viðureign við ötula innheimtu- menn banka og bæjarfélaga. Það stóð ekki á svörum þó þau væru á engan veginn fullnægjandi. í ís- lensku þjóðfélagi þarfekki lögum samkvæmt að senda út rukkunar- bréf út af skuldabréfum og það er ekki talin ástæða til að breyta um nafn og kennitölu skuldara sem yfirtekur skuldir annarra. Þar af leiðandi vissu meðlimir mannmargrar fjölskyldu minnar ekkert um þetta mál fyrr en Landsbanki Islands hafði kastað eign sinni á húsið. Samkvæmt upplýsingum fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Lögmannafélags- ins er ekki grundvöllur fyrir lög- sókn nema ég geti fundið sök hjá framkvæmdaaðilum löggjafar- valdsins. Hvers á maður að gjalda að vera ólögfróður maður með ríka réttlætiskennd á landi þar sem háskólamenntaðir fantar vaða uppi með valdníðslu og skepnu- skap? Neskaupstaður Skólaverkefnin auðvelda skoðunina Heimsókn í Náttúrugripasafnið í Neskaupstað Það var Hjörleifur Guttorms- son, líffræðingur og alþingismað- ur, sem lagði grundvöllinn að Náttúrugripasafninu í Neskaup- stað og var það raunar um langa hríð til húsa í kjallaranum hjá honum sjálfum. En nú hefur safn- ið fengið eigið húsnæði í Mið- stræti, í fyrrum íbúðarhúsi, og var opnað þar 17. júní 1989. í tengslum við miðstjórnarf- und Alþýðubandalagsins á Egils- stöðum um síðustu mánaðamót var fundarfulltrúm boðið í kynn- isferð til Neskaupstaðar og einn liðurinn í henni var heimsókn í N áttúrugripasafnið. Einar Þórarinsson, jarðfræð- ingur og kennari við Verk- menntaskólann, hefur verið for- stöðumaður Náttúrugripa- safnsins frá 1980. - Hvaða starfsemi önnur fer fram á vegum safnsins en sú að hafa það til sýnis og í röð og reglu? - Söfnun gripa heldur auðvitað áfram og skráning þeirra. Síðan höfum við annast ýmsar um- hverfisrannsóknir og þær fara eftir þeim framkvæmdum og verkeftium sem eru á döfinni. Nú blasa m.a. við frekari athuganir vegna virkjanaáforma á Fljót- sdal. Síðan önnumst við eftirlit með mannvirkjagerð fyrir Nátt- úruverndarráð. Að þessu leyti má líkja þessu við hlutverk Nátt- úrugripasafnsins á Akureyri í þessum efnum, þótt umfang okk- ar starfssvæðis sé nú langtum minna. I raun höfum við ekki nema 1/4 úr stöðu hérna við safn- ið. - Hvað finnst þér sjálfum merkilegast hér á safninu? - Mér finnst nú margt merki- legt. Steinasafnið höfðar auðvit- að ekki síst til mín, sem jarðfræð- ings. Þetta er að meginhluta steinasafn Jóhanns Sigmunds- sonar, sem var fært Náttúrugripa- safninu að gjöf 1988. Hér eru mörg og góð sýni. Það er vonlaust að vera með eintök af öllum fugl- um, fiskum og gróðri, svo dæmi séu tekin, en við höfum valið þá leið að reyna að sýna sérkenni- lega, sjaldgæfa fiska, auk þess að vera með hefðbundna nytjafiska. Við stílum safnið dálítið upp á skólana, að þeir geti notað það sem hjálpartæki við kennsluna. Skólarnir hér í bænum nota það reglulega og fella það inn í kennslu sína, bæði Grunnskólinn og Verkmenntaskólinn. Mennta- skólinn á Egilsstöðum hefur not- að safnið mikið sem og grunn- skólarnir í nágrannabyggðunum í talsverðum mæli. Kennararnir við skólana hér hafa útbúið sérstök verkefni sem nemendur leysa í tengslum við heimsóknir á safnið. Skólar á öðrum svæðum hafa svo fengið að nota þessi verkefni og sjálfir lagt eitthvað í púkkið. Heimsóknirnar hafa sveigst í mestum mæli inn á þessa braut. Börn og unglingar skoða safnið miklu markvissar ef þessi aðferð er viðhöfð. Kristinn V. Jóhannsson, fyrrum forseti bæjarstjórnar í Neskaupstað, býður Hrefnu Magnúsdóttur af Hellissandi velkomna í heimsókn á Náttúrugripasafníð. Myndir: ÓHT. „Þetta er glæsilegt steinasafn, ekki síst kvartsið," segir jarðfræðingur- inn Steingrímur J. Sigfússon, sem nýtur hér leiðsagnar kollega síns, Einars Þórarinssonar, forstöðumanns Náttúrugripasafnins Hjörleifur Guttormsson, al- þingismaður, guðfaðir Náttúru- gripasafnsins í Neskaupstað, var formaður þingnefndar sem skilaði í mars s.l. tillögu að lagafr- umvarpi um Náttúrufræðistofn-. un íslands og náttúrustofur. í því er gert ráð fyrir því að ríkið geti átt aðild að rekstri náttúrustofu í hverju kjördæmi og m.a. launað forstöðumann. Stofurnar verði í eigu heimamanna, sem sjái um rekstur, og annist m.a. heimilda- söfnun um náttúrufar og styðji við umhverfisvernd og náttúru- rannsóknir í viðkomandi lands- hluta. Hins vegar skulu sýningar- söfn hafa aðskilinn fjárhag frá þeim, en náttúrustofunum ætlað að stoða við fræðslu og gerð sýn- inga. Gert er ráð fyrir að náttúru- stofurnar vaxi upp úr núverandi náttúrugripasöfnum landsfjórð- unganna. OHT Þriðjudagur 24. júií 1990 ÞJÓÐVILJiNN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.