Þjóðviljinn - 24.07.1990, Side 12

Þjóðviljinn - 24.07.1990, Side 12
Árni Páll Einarsson, sölumaður: Já, með öðrum mat, en ekki ein- tómt. ■SPURNINGIN- Boröarðu grænmeti? Þröstur Ingvason, sjómaður: Einstaka sinnum en ég hef aldrei talið það hollt. Þórir Björnsson, sjómaður: Já, svona í flestum tilfellum með öðrum mat. Björn Jónsson, barþjónn: Nei, ég er úr sveit og þar sem að beljur borða grænmeti borða ég það ekki. Menn eiga ekki að borða það sama og dýr. Menn eiga að borða dýr. Kristjana Stefánsdóttir, söngnemi: Jahá, á hverjum degi því það er svo gott fyrir meltinguna. Þeir sem eru með meltingartruflanir ættu að éta grænmeti. Alþingi samþykkti í fyrra fimm ára áætlun um uppbyggingu Bessastaða. Nú hyllir undir að framkvæmdum við Bessastaðastofu Ijúki. Myndir: Jim Smart. r-.ii, Endurbœtur Bessastaðastofa sem ný Guðmundur Jónsson: Endurbyggingin hefurgengið vel. Stefntaðþví að Ijúka viðgerðum í haust h að er styfnt að því að embætti * forseta Islands fái Bessastaða- stofu til afnota í nóvember. Fram- kvæmdir hér hafa gengið vel, sagði Guðmundur Jónsson verk- stjóri hjá ístak en hann hefur haft umsjón með endurbyggingu Bessastaðastofu frá því fram- kvæmdir hófust í september i fyrra. - Húsið var í raun miklu verr farið en ráðmenn höfðu gert ráð fyrir. Það má segja að við höfum endurbyggt húsið að miklu leyti. Burðarvirkið, eins og sperrur í þaki hússins, var gersamlega ónýtt vegna fúa og í raun var það orðið spurning hvenær þakið myndi hrynja. Það sama má segja um veggi hússins sem hlaðnir voru úr grágrýti og límdir með kalki. Þessir veggir voru allir meira og minna sprungnir vegna raka sem hefur komist í þá. Við alla endurgerð hússins hef- ur verið reynt að fylgja uppruna- legri gerð þess. Þannig var kvist- ur á framhliðinni nú endurgerður úr sama efni og sjálft húsið. Einn- ig var stór kvistur, sem sneri út í húsagarðinn, fjarlægðurogminni kvistir settir í staðinn, sagði Guð- mundur, og bætti við að þeir endurnýttu allt það timbur sem hægt var úr húsinu. Það sem þurf- ti til viðbótar var pantað frá Þýskalandi úr sama skógi og timbur í Bessastaðstofu kom upphaflega frá. Einn nýju kvistanna sem settur hefur verið á Bessastaðastofu. Guðmundur sagði að gerð hefði verið rannsókn á öðrum húsakosti á Bessastöðum með hliðsjón af hvort rífa ætti þau hús eða endurgera. Hann sagði að líklegast yrð húsin, sem stæðu austan og vestan megin við Bessastaðastofu, rifin þar sem skoðun á þeim hefði leitt í ljós að þau væru það illa farin að ekki tæki því að endurgera þau. Alþingi samþykkti í fyrra fimm ára áætlun um endurreisn Bessastaða, bæði hvað varðar jörð og húsakynni. Guðmundur sagði að forsætisráðuneytið ætti eftir að taka ákvörðun um fram- haldið. Nú þegar er tilbúin áætl- un um byggingu í beinu framhaldi af móttökusal sem reisur var við Bessastaðastofu árið 1941. í þess- ari nýju byggingu er fyrirhugað aðsetja upp borðstofu, gamla borðstofan sem er á staðnum rú- maði aðeins nítján manns í mat. Varðandi aðrar byggingar- framkvæmdir er gert ráð fyrir að reist verið þjónustuhús sem á að hýsa eldhús og aðstöðu fyrir starfsfólk. Einnig væri á áætlun að norðan megin við húsagarðinn verði reist hús fyrir forsetann, en samkvæmt lögum um embætti forseta íslands er gert ráð fyrir að hann búi á Bessastöðum, en að sögn Guðmundar hefur Vigdís ekki búið þar undanfarin ár vegna slæms ástands húsakynn- anna á þessum sögufræga stað. -*g

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.