Þjóðviljinn - 02.08.1990, Page 1
Guttormsson: Ekki hœgt að útiloka stjórnarslit
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra vill ekki bíða
lengur en til ríkisstjórnarfundar í
dag með að setja bráðabirgðalög
vegna 4,5% launahækkunar
Bandalags háskólamanna. For-
sætisráðherra sagði að loknum
ríkisstjórnarfundi í gær að hann
hefði sett fram tvo kosti til
lausnar deilunni. Ólafur Ragnar
Grímsson fjármálaráðherra
sagði enga úrslitakosti hafa verið
setta í ríkisstjórn. En að kröfu
Alþýðubandalagsins verður rætt
í dag við þá aðila á vinnumarkaði
sem enn eru með lausa samninga.
Forsætisráðherra virðist vera
farinn að ókyrrast og vill greini-
lega lagasetningu sem fyrst. Að
loknum ríkisstjórnarfundi í gær,
sagðist hann hafa orðið við ósk
ráðherra Alþýðubandalagsins
Berjaspretta
Víðast
vænt í
móum
Heimildarmönnum Þjóðviljans
á landsbyggðinni ber saman um
það að berjaspretta verði góð í
haust. Fyrir norðan og austan
lítur hún einna best út enda tíð-
arfar þar verið með eindæmum
gott. Bændur á Austurlandi
sögðu mikið af grænjöxlum sjást
á þúfutoppum, sérstaklega í
fjörðum. I Eyjafirði er víða ríf-
andi spretta, krækiber þegar orð-
in nokkuð vel þroskuð og jafnvel
bláber. Á Vestfjörðum virðist
sprettan vera í meðallagi sem og á
Vesturlandi. í Borgarfirði er far-
ið að sortna eilítið í móum en ber
þó enn smá. í Lundareykjardal
og Skorradal er sprettan einna
best eins og svo oft áður.
Á Suðurlandi er sprettan ekki
eins góð en þó í meðallagi. Þó
ekki sjáist mikið af berjum eru
hrafnarnir sestir í móana og það
veit jú alltaf á berin blá. e|
um að fresta endanlegri ákvörð-
un til ríkisstjórnarfundar klukk-
an þrjú í dag. Fram hefðu komið
eindregnar óskir um að fá að
skoða nánar viss ákvæði í þeirri
tillögu sem hann lagði fram í gær.
„Það sem við erum að tala um
er að þessi 4,5% hækkun BHMR
verði ekki almenn í þjóðfélaginu,
með öllum þeim afleiðingum sem
það hefði,“ sagði forsætisráð-
herra. Afleiðingarnar væru nán-
ast ófyrirsjáanlegar og myndu
ma. leiða til hækkunar búvöru-
verðs og fleira. Sagðist forsætis-
ráðherra binda miklar vonir við
að Alþýðubandalagið samþykkti
annan tveggja kosta hans.
Að loknum seinni þingflokks-
fundi Alþýðubandalagsins í gær
sagði Ólafur Ragnar, að forsætis-
ráðherra hefði sett fram aðra
hugmynd en lá fyrir í gærmorgun.
Þessi hugmynd væri mótuð af
hugmynd sem ráðherrar Alþýðu-
bandalagsins hefðu reifað áður.
„Þingflokkurinn fjallaði um þess-
ar hugmyndir og ákveðið var að
vinna áfram á þessum grundvelli
og bæta við ýmsum atriðum sem
við höfum verið að vinna að,“
sagði Ólafur Ragnar. Viðbótar-
hugmyndir þingflokksins voru
síðan kynntar samstarfsflokkun-
um í gærkvöldi og áfram í dag.
Að sögn Hjörleifs Guttorms-
sonar fela hugmyndir forsætis-
ráðherra ma. í sér að bráða-
birgðalög nái ekki til þeirra sem
enn eiga ósamið. Þingflokkurinn
hefði í framhaldi af því gert þá
tillögu að aðilar vinnumarkaðar-
ins yrðu kallaðir til ríkissátta-
semjara sem setti fram sáttatil-
lögu. Að því búnu yrði sú tillaga
borin upp til atkvæða hjá aðilum
vinnumarkaðarins. Hjörleifur
sagði alls ekki hægt að útiloka að
iþetta mál verði banabiti ríkis-
stjórnarinnar, en hann er alfarið
á móti hvers kyns lagasetningu.
Aðspurður um frest forsætis-
ráðherra til ríkisstjórnarfundar í
dag sagði Ólafur Ragnar:
„Auðvitað eru allir orðnir óþol-
inmóðir eftir lausn á þessu máli.
Aðalatriðið er að ná efnislegri
samstöðu. Það hefur ekki staðið
á þingflokki Alþýðubandalagsins
að vernda þjóðarsáttina og stuðla
að efnhagslegum stöðugleika."
Flokkurinn vildi hins vegar ná
Forsætisráðherra segir ekki hægt að bíða lengur með aðgerðir vegna 4,5% launahækkunar BHMR. Mynd:
Kristinn.
þessu með aðferðum sem væru
raunhæfar og í samræmi við lýð-
ræðislegar hefðir. Þingflokkur-
inn teldi ekki rétt að setja lög á þá
sem ekki hefðu gert kjarasamn-
inga og rétt væri að ræða við þá
aðila, eins Sjómannasamtökin,
Kennarasamband Islands og
fleiri. „Ríkisstjórninni hefur
hingað til tekist að komast að
sameiginlegri lausn í erfiðum
málum,“ sagði Ólafur Ragnar,
aðspurður um hvort hann hefði
trú á að ríkisstjórnin tilkynnti um
aðgerðir í dag.
-hmp
Félagsmálastofnun
Skjólstæðingum flölgar geysilega
Skjólstœðingum FélagsmálastofnunarReykjavíkur hefurfjölgað um
30 % fráþvíífyrra. Langtgengið áfjárveitingu stofnunarinnar. Sveinn
Ragnarsson félagsmálastjóri: Þjóðfélagsástandinu um að kenna
Ljóst er að skjólstæðingum Fé-
lagsmálastofnunar fjölgar
stöðugt og um 30% aukning er frá
þvi í fyrra. Staerstu hóparnir eru
sem fyrr einstæðir foreldrar,
sjúklingar, öryrkjar og aldraðir,
en þó hefur borið á því að aðrir
hópar biðji um aðstoð. Hinn al-
menni borgari, sem svo er kallað,
er í auknum mæli farinn að leita
til Félagsmálastofnunar.
Að sögn Sveins Ragnarssonar
félagsmálastjóra er ástæða þessa
þjóðfélagsástandið í heild. Vax-
andi fjöldi skjólstæðinga beri
þessi vitni að enn sé að síga á
ógæfuhliðina og að um erfiðar
aðstæður sé að ræða. Þótt
atvinnuleysi mælist ekki mikið á
íslandi miðað við nágranna-
löndin, þá er meira atvinnuleysi
hér en áður, sér í lagi síðustu tvö
ár.
Mjög langt er gengið á fjár-
veitingu Félagsmálastofnunar,
og að sögn Sveins er greinilegt að
stutt er í að farið verði fram úr
henni. Ekki gat Sveinn sagt til um
hvort beðið yrði um aukafjár-
veitingu, en á fundi félagsmála-
ráðs í dag verður fjallað um mál-
ið. Á fundinum verða reifaðar
hugmyndir um stöðu Fél-
agsmálastofnunar og framhald
starfseminnar.
ns.
Norðurland Eystra
KEA greiðir
113 miljónir
Kaupfélag Eyfirðinga, Akur-
eyri greiðir langhæstu heildar-
gjöld lögaðila í Norðurlandsum-
dæmi eystra eða 113 milljónir
króna. Álafoss hf. á Akureyri
grciðir tæpar 80 milljónir, Ut-
gerðarfélag Norður - Þingeyinga
á Þórshöfn greiðir 68,5 milljónir,
Manville hf. á Húsavík 37,8
milljónir og Útgerðarfélag Akur-
eyringa 36,6 milljónir.
Oddur Carl Thorarensen á Ak-
ureyri er gjaldhæstur einstak-
linga með 5,3 milljónir króna.
Önundur Kristjánsson á Raufar-
höfn greiðir 4,3 milljónir, Stefán
Óskarsson á Rein í öngulstaða-
hreppi 4 milljónir, Pétur Bjarna-
son á Akureyri 3,7 milljónir og
Þorsteinn Thorlacius á Ákureyri
3,4 milljónir. ej