Þjóðviljinn - 02.08.1990, Side 11

Þjóðviljinn - 02.08.1990, Side 11
I DAG Sovéttískan lætur öllum illum látum Þaö brýst fram með ýmsum hætti aö Sovétmenn eru mjög önnum kafnir viö það aö vera eins og allir aðrir. Geta það sem aðrir geta. Til dæmis með því að sýna að þeir eigi sér ekki feimnari tískufrömuði en þeir á Vestur- löndum. Eða þá að þeir eigi sér poppara merka og stúlkur fagrar sem geti plumað sig í fegurðar- keppni hvar sem er. Eins og að líkum lætur eru ekki all jafn hrifnir af óðagoti sem þessu fylgir og segja sem svo: til lítils fengum við málfrelsi og margskonar frelsi annað, ef það. er fyrst og síðast notað til að gera okkur að einskonar undanrennu af öllu því sem mönnum dettur í hug á Vesturlöndum. Þrætur af þessu tagi blandast svo saman við gamlan og nýjan ágreining í rússnesku samfélagi: hver eru okkar sérkenni? Og hvað eigum við að læra af Vestr- inu og hverju eigum við að hafna? Um þetta byrjuðu menn að rífast á nítjándu öld og engin niðurstaða er enn fengin. Þetta má nú segja að hafi allt verið ljótur draumur fyrir litlu efni: semsagt því að í Rigan, höf- uðborg Lettlands, komu saman 28 framúrstefnufatahönnuðir og sýndu hugmyndir sínar. Nokkrir erlendir hönnuðir tóku þátt í þessari uppákomu sem bar nafn- ið Forum-21. En flestir voru sov- éskir. Tilgangur þessarar sérstæðu sýningar átti ekki síst að vera sá, að samræma það óhefðbundna og það frumlega og einstaklings- bundna. Og ef við tökum mark á myndinni sem hér fylgir og sýnir framlag Armenans Sergejs Gaumjans til sýningarinnar í Rigu - þá er óþarft að kenna inn- byggjurum Sovétríkjanna neitt um þá kúnst að fríka út... Það er Vitið þið hvernig á því stendur, að menn finna til sterkra og dá- leiðandi þæginda þegar verið er að klippa þá eða snyrta hár þeirra með öðrum hætti? Nei, það er kannski ekki von. En nú er fundið vísindalegt svar við þessari spurningu. Breskir vísindamenn, sem í Cambridge sitja, telja að hér sé um það að ræða, að snertingin þægilega í rakarastólnum leysi úr læðingi efni í heilanum sem líkj- ast ópíum að gerð og áhrifum. Vísindamennirnir hafa rann- sakað ítarlega hóp apa og efna- skipti þau sem fram fara í heila- búi þeirra þegar þeir eru að snyrta hver annan og leita hver öðrum lúsa. Vísindamennirnir gátu skráð verulega aukningu á beta-endorfíni í heila þeirra þeg- ar hinar vinsamlegu og félagslegu snertingar fóru fram. En hér er um að ræða efni sem líkaminn framleiðir sjálfur, og getur í nokkrum mæli vakið svipaða þægindakennd og ópíum og morfín. Með öðrum orðum: heil- ans eiginn vímugjafi. Ef sprautað var í apana efni sem kom í veg fyrir að endorfínin virkuðu, þá urðu þeir gramir og hömuðust enn meir í lúsaleitinni hver hjá öðrum eins og þeir vildu bæta sér upp sem fyrst efnaskort- inn. En ef þeir fengu vægan morf- Ijúft að leita lúsa.. ínskammt í sprautu - þá hættu lögum sínum, strjúka þeim og þeir um leið að skipta sér af fé- leita þeim lúsa. ÞJOÐVILJINN FYRIR 50 ÁRUM 75% af flugvélabensíni Japana var f rá Bandaríkjunum. T alsmað- ur japanska f lotans spáir alþjóð- legum árekstrum í kjölfar ákvörð- unar Roosevelts Bandaríkjafor- seta að banna útflutning á flug- vélabensíni frá Bandaríkjunum til annarraheimsálfa. Fyrirhuguð myrkvun Reykja- víkur, sem blaðið greindi frá ( gær, var rædd á borgarstjórnar- fundi. Fram kom að kostnaðar- auki yrði mikill við myrkvun og tekjuminnkun tilfinnanleg fyrir bæinn sem leiddi til þess að hækka yrði taxtafyrir rafmagnið. 2. ágúst fimmtudagur, 214. dagur ársins í 16. viku sumars. Sólarupprás í Reykjavík kl. 4.36 - sólarlag kl. 22.29. VIÐBURÐIR Þjóðhátíð 1874. - Fyrst flogið yfir Atlantshaf til íslands 1924.-7. þing Komintern, Alþjóðasam- bands kommúnista, snýr við blaðinu og samþykkir samfylk- ingarstefnuna, - þjóðfylkingu gegnfasisma1935. DAGBOK APOTEK Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúða vikuna 27. júlí til 2. ágúst er í Garðs Apóteki og Lytjabúðinni Iðunni. Fyrmefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á frídögum). Síðarr.efnda apó- tekiö er opið á kvöldin kl. 18 tíl 22 virka daga og á laugardögum kl. 9 til 22 sam- hliða hinu fyrmefnda. LOGGAN Reykjavík................n 1 11 66 Kópavogur................n 4 12 00 Seitjamames..............n 1 84 55 Hafnarflörður............n 5 11 66 Garðabær................rt 5 11 66 Akuneyri.................n 2 32 22 Slökkvilið og sjúkrabílar Reykjavfk................n 1 11 00 Kópavogur................n 1 11 00 Seltjamames..............n 1 11 00 Hafnarfjöröur............n 5 11 00 Garðabær..................« 511 00 Akureyri.................n 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fyrír Reykjavík, Seltjamar- nes og Kópavog er í Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl.17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sól- arhringinn. Vitjanabeiönir, simaráðlegg- ingar og tímapantanir i n 21230. Upplýs- ingar um lækna- og lytjaþjónustu ern gefnar í símsvara 18888. BorgarspitaF inn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eöa ná ekki til hans. Landspitalinn: Göngudeild- in eropinfrá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspítalans er opin allan sólarhring- inn, n 696600. Hafnarfjöröur: Dagvakt, Heilsugæslan, n 53722. Næturvakt lækna, n 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garöaflöþ n 656066, upplýsingar um vakttækna, O 51100. Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Lækna- miöstöðinni, « 22311, hjá Akureyrar Apóteki, n 22445. Nætur- og helgidaga- vakt læknis frá kl 17 til 8 985-23221 (farsími). Keflavík: Dagvakt, upplýsingar I « 14000. Vestmannaeyjar: Neyöarvakt lækna, n 11966. SJUKRAHUS Heimsóknartimar: Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spitalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomu- lagi. Fæðingardeild Landspitalans: Alla daga kl. 15 til 16, feðnatími kl. 19:30 til 20:30. Fæöingarheimili Reykjavikur v/Eiríksgötu: Almennurtími kl. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatimi kl. 20-21 alla daga. Öldrunaríækningadeild Land- spítalans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsuvemdar- stööin við Barónsstíg: Alla daga W. 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspítali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Bamadeild: Heimsóknir annarra en for- eldra kl. 16 til 17 alla daga. SL Jósefs- spítali Hafnarfiröi: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspitalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkra- hús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsið Húsavik: Alla daga kl. 15 tS 16 og 19:30 til 20. YMISLEGT Hjálparstöð RKf: Neyöarathvarffyrir unglinga, Tjarnargötu 35, n 622266, opiö allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er I upplýsinga- og ráögjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21 til 23. Símsvari á öðnjm tímum. n 91-28539. Sálfræðistöðin: Ráögjöf i sálfræðilegum efnum, n 687075. Lögfræölaðstoð Orators, félags laganema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagið, Álandi 13: Opið virka daga frá kl. 8 til 17, n 688620. „Opið hús" fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra í Skógartilíð 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra i n 91-2240 og þar er svarað alla virka daga. Upplýsingar um eyðni: n 622280, beint samband viö lækni/hjúkrunarfræöing á miövikudögum kl. 18 til 19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf: n 21205, húsaskjól og aöstoð viö konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fýrir nauðgun. Kvennaráðgjöfín Hlaövarpa, Vesturgötu 3: Opiö þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtu- daga ki. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22, n 21500, simsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem oröiö hafa fýrir sifjaspellum: tr 21500, símsvari. Vinnuhópur um siQaspellsmál: n 21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Sb'gamót, miöstöö fýrir konur og böm sem oröið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vesturgötu 3, rr 91-626868 og 91-626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: tr 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt í tr 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt « 652936. GENGIÐ 31. júlí 1990 kl. 9.15 KAUP SALA T0LLGENGI Dollar .. 57.680 57.840 58.050 Pund ..105.561 106.857 106.902 Kan.dollar.... .. 49.972 50.110 50.419 Dönsk kr .. 9.4133 9.4394 9.4390 Norsk kr .. 9.3107 9.3366 9.3388 Sænsk kr .. 9.8480 9.8754 9.8750 Fi.mark .. 15.3099 15.3524 15.3470 Fra.franki.... .. 10.7187 10.7484 10.7323 Belg.frank.... .. 1.7463 1.7511 1.7477 Sviss.franki.. .. 42.3650 42.4826 42.5368 Holl.gyllini... .. 31.8560 31.9443 31.9061 V-þ.mark .. 35.9187 36.0183 35.9721 ít.lira .. 0.04906 0.04919 0.04912 Aust.sch .. 5.1033 5.1175 5.1116 Port.escudo.. .. 0.4076 0.4088 0.4092 Spá.peseti.... .. 0.5836 0.5852 0.5844 Jap.yen .. 0.39185 0.39294 0.39061 Irsktpund .. 96.282 96.549 96.482 SDR .. 78.5377 78.7555 78.7355 ECU .. 74.4678 W.6743 74.6030 KROSSGATA p Lárétt: 1 pína4ójafnr 6 niðlmur 7 kássa 9 gagnslaus12félagai skemmd15hress16 vöðvi 19óhljóð20ilm 21 myndarskapur Lóðrétt:2egg3dreit 4 þroska 5 fönn 7 þun 8 lifandi 10tær11 þjói 13pinni17spíra18lá bragð Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 öfug4æska rót7kápa9lóna12ís tak 14más 15 yls 16 kænur 19 gaur 20 gríð 21 rugga Lóðrétt: 2 frá 3 gras 4 ætla 5 kyn 7 kámugt 8 pískur 10 ókyrra 11 ansaði13tón17æru 18ugg Fimmtudagur 2. ágúst 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.