Þjóðviljinn - 18.08.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.08.1990, Blaðsíða 4
þJÓPVIUINH Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Hennangið Hermangiö og starfsemi íslenskra aöalverktaka hafa undanfarna áratugi verið öröugt viðfangsefni ítarlegrar umræðu vegna samtryggingar og leyndar sem hefur lok- ist um fyrirtækið. Eða eins og DV orðar það tæpitungu- laust í forystugrein í gær: „Hermangið hefur verið eitt best geymda leyndarmál þjóðarinnar". Þetta stórveldi í efna- hagslífinu og eigendur þess hafa þreytt sína mögnuðu kafbátssiglingu furðu óáreitt. Almenningur hefur aldrei numið af starfsemi hermangaranna óþef líkan þeim sem stafar af hergagnaframleiðendum, þótt eðlishlutverk framkvæmdaaðila fyrir stríðsmenn sé vitanlega eitt og hið sama. Og segja má með nokkrum rétti, að huliðshjúpur- inn um hermangið hafi verið hluti af því að gera veru hersins eins lítt sjáanlega og heyranlega og unnt hefur verið og um leið etv. ásættanlegri fyrir almenning í landinu. Óbein aðild stjórnmálaflokkanna og hagsmunir liðs- manna og fyrirtækja þeirra vegna rekstrar íslenskra aðal- verktaka hafa löngum verið besta tryggingin gegn ein- hverri beittri gagnrýni á þjónustuaðila þennan við vígbún- að og varnarkerfi. Alþýðubandalagið og Þjóðviljinn hafa ævinlega markað sér sérstöðu í þessu efni í samræmi við það baráttumál að koma hernum úr landi. Sú gagnrýni byggðist á tveim forsendum, annars vegar almennri and- stöðu við notkun á íslensku landi og aðstöðu til hernaðar og hins vegar fordæmingu á þeim forréttindum sem þröngum hópi fjölskyldna og fyrirtækja voru veitt til að hagnast á veru varnarliðsins. En tímarnir breytast. Nú er svo komið til dæmis, að bæði Morgunblaðið og Dagblaðið Vísir hafatekið hraust- lega undir síðari liðinn. í tilefni af skipulagsbreytingunum á eignaraðild að íslenskum aðalverktökum hafa bæði þessi blöð í forystugreinum ráðist einarðlega gegn her- mangsaðlinum. Morgunblaðið ítrekaði í forystugrein sinni í gær ummæli sem þar birtust fyrir rúmu ári: „...það er óeðlilegt með öllu, að tiltölulega fámennur hópur einstak- linga, um 150 fyrirtæki og einstaklingar, skv. skýrslu utan- ríkisráðherra 1984, svo og SÍS hafi slíka einokunarað- stöðu á framkvæmdum af þessu tagi áratugum sarnan". Blaðið fagnar síðan að nú skuli ríkisvaldið hafa stigið fyrstu skrefin til að brjóta upp það kerfi sem ríkt hefur í verklegum framkvæmdum fyrir bandaríska herinn, en gagnrýnir eins og fleiri að ríkið skuli vera með meirihluta í verktakastarfsemi þessari, til að mynda þeir talsmenn Kvennalistans sem hafa tjáð sig um tíðindin. Morgunblaðið setur vitaskuld ekkert spurningarmerki við það hvort æskilegt sé að Islendingar hafa nú sívax- andi tekjur af veru varnarliðsins, eins og staðreynd er, heldur vill tryggja að hermangið skiptist réttlátar milli þegnanna, því þá getur, eins og segir í forystugreininni í gær: „...þjóðin öll notið fjárhagslegs styrkleika þess í framtíðinni eins og hefði átt að vera frá upphafi". Dagblaðið Vísir er gagnrýnna heldur en Morgunblaðið í orðafari í forystugrein sinni í gær, en hefur einnig mestar áhyggjur af því að of lítill hópur hafi.makað krókinn og malað gull...Margar sögur, sumar sannar, aðrar ýktar, hafa verið sagðar af vellystingum þess fólks sem setið hefur að þessum forréttindum". Það er ánægjulegt að málgögn hliðholl Sjálfstæðis- flokknum skuli loksins þora að gagnrýna hermangið opin- skátt. En hvorugt þeirra nefnir grundvallaratriðið, að manginu og óþef þess linnir aldrei nema með brottför hersins. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra snertir þennan tvískinnung herstöðvasinna hins vegar í samtali við Þjóðviljann í gær, þegar hann bendir á að hermangar- arnir„...töluðu háttog mikið um nauðsyn ávörnum lands- ins en virtust hafa mestan áhuga á að tryggja sér miljarða hagnað af framkvæmdum..." Hann leggureinnig áherslu á að eitt helsta verkefni næstu ára sé að skipuleggja ráðstöfun á mannvirkjum herstöðvanna á íslandi „þegar þær verða lagðar miður og hvernig gróðamaskínunni sem tengst hefur svokölluðum vörnum verður komið út úr heiminum". Getur það verið að enginn á hægri væng stjórnmálanna hafi æðri hugsjón en þá sem birtist í for- ystugreinum og viðtölum, að færa arðinn af hermanginu til á milli aðila? ÓHT íraksforseti og olíuverðið Þegar Saddam Hussein og forverar hans á forsetastóli i Bagdad hafa á liðnum árum og áratugum verið að murka lífið úr löndum sínum af þjóð Kúrda, þá hefur heimsbyggðin látið sér fátt um finnast. En þegar Hussein leggur undir sig Kúvæt er gripið til víðtækra gagnaaðgerða - að sjálfsögðu ekki vegna þess að menn séu alltof hrifnir af hinu skrýtna einveldi olíufurstaættar þar í landi, heldur vegna þess að menn geta ekki sætt sig við að þrjótur eins og Iraksforseti ráði olíuverði í heiminum. Svo fara menn að velta því fyrir sér fram og aftur, hver áhrif- in af brölti Husseins á oliuverðið verði. Eins og er getum við einna helst fundið huggunartón í frétta- skýringunum: þetta verður ekki eins slæmt og menn héldu. En aðrir hrökkva upp af standinum í sínum olíutaugastrekkingi og tala þá skrýtnum tungum. Til dæmis mátti lesa eftirfarandi klausu í leiðara Morgunblaðsins á dögun- um: Meiningarleysa f Morg- unblaðinu „Olíuverðshækkunin kemur niður á öllum þjóðfélagsþegnum. Bæði fyrirtæki og einstaklingar hafa óvenju lítið bolmagn til þess að standa undir þessum hækkun- um nú. Þess vegna á ríkisstjómin að ganga á undan með góðu for- dæmi og skera niður kostnað í op- inberum rekstri á móti þeim út- gjaldaauka, sem þjóðarbúið verð- ur fyrir vegna hækkunar olíu- verðs.” Það er verst við klausur af þessu tagi að innihaldið i þeim er svosem ekki neitt. Eins og allir vita er það auðveldasta tillaga í heimi að ieggja það til að ríkið skeri niður útgjöld sín. Það em allir sammála þeirri hugmynd fyr- irfram. Eða þangað til segja þarf, hvað það er sem skera á niður. Þá verða menn klumsa hver um ann- an þveran. Þessvegna er það að segja að rikið eigi að skera niður útgjöld til að landsmenn geti keyrt um á óbreyttu bensínverði það sama og að segja ekki neitt. Ummælin em stjómarandstöðu- kækur af aumasta tagi. Eða halda menn að Þorsteinn Pálsson á stóli forsætisráðherra eða fjármálaráð- herra ryki til og færi á miðju fjár- lagaári að hræra í ríkisútgjöldum, sem að mjög vemlegu leyti em bundin í bak og fyrir - til þess eins að tryggja óbreytt olíuverð? Honum kæmi það að sjálfsögðu ekki til hugar. Fyrirtæki íhækkunarham Aftur á móti dettur hinum og þessum fyrirtækjum strax í hug að hækka sína þjónustu. Farm- gjöld hjá Eimskip þurfa að hækka, segja menn. Flugfargjöld þurfa að hækka. Ferðaskrifstofur vilja nú þegar hækka sólarlanda- ferðir um 2,5% - til að mæta hækkunum sem enn em ekki á skollnar. Og þar fram eftir götum. Og hvað sem Morgunblaðið vill í slíkum málum er það í fyrirfram klemmu þegar komið er að hegð- un fyrirtækja: er það ekki í anda þess viðskiptafrelsis sem blaðið boðar að hver og einn fari eins hátt með sína verðlagningu og hann treystir sér til að komast? Sparnaður um tíma Það má reyndar segja um olíukreppur eins og flest annað: fátt er svo með öllu illt... Olíu- kreppan fyrsta leiddi til þess að í- búar vel stæðra iðnríkja fóm í fýrsta skipti að hugsa um það í al- vöm, að það væri reyndar ekki sjálfsagður hlutur um alla fram- tíð, að þeir gætu sólundað olíu eins og fara gerði vegna þess hve ódýr hún var. Menn fóm að hugsa um einangmn húsa og umbætur á kyndibúnaði og aflvélum skipa, menn höfðu samflot í vinnuna ef langt var að fara, bílaframleið- endur gerðu spameytni að höfuð- dyggð. Þetta var um margt nauð- synleg hugarfarsbreyting sem kom furðu víða ffam í verki. En þetta stóð ekki lengi. Versta kreppan leið hjá, olíuverð lækkaði nokkuð aftur. Menn gleymdu smám saman spamaðar- áformunum góðu, enda er í neyslufreku þjóðfélagi að finna griðarlega sterkt afl sem gerir spamað púkalegan, leiðinlegan og allt að því skaðlegan í augum fólks. Islendingar réðust í hita- veituframkvæmdir sem skám nið- ur stórlega olíukaup til húshitun- ar. En því miður: um leið stækk- uðu þeir flota sinn svo mikið og settu í skipin svo öflugar vélar og eltu hvert tonn af fiski lengur um sjóinn: það mátti lesa það í frétt- um á dögunum, að aukin olíu- brennsla flotans hefði nú étið upp þann spamað sem þjóðarbúið hafði tryggt sér með hitaveitunum góðu. Bensínverð íBandaríkjunum Engir hafa þó staðið sig jafnilla í olíuspamaðarmálum og Bandaríkjamenn. Þetta kemur ffam í því, að stjómmálamenn þar í landi hafa ekki hugrekki til að hækka bensínverð. Það er ekki langt síðan bensinverðið þar í landi var svipað og verið hafði fyrir daga olíukreppunnar fyrstu. Og það var haft meira en helm- ingi lægra en bensínverð t.d. í Japan og Vestur-Þýskalandi. Bandaríkjamenn hafa stunið sáran yfir því hve háðir þeir em olíuinnflutningi. Margir menn á- gætir hafa reifað það, hve nauð- synlegt það sé að olíuverð þar hækki til að fjárfestingar í öðrum orkugjöfum verði fysilegri kost- ur. Sumir menn hafa leyft sér að segja, að að það sé í rauninni greiðfærasta leiðin til að skera niður þann halla á ríkisbúskapn- um, sem er allt að drepa í Banda- ríkjunum, að hækka bensínskatta eitthvað smávegis. En allt kemur fyrir ekki. Stjómmálamenn em svo hræddir við akstursvenjur þess helmings landsmanna sem enn nenna á kjörstað, að þeir þora ekki fyrir sitt litla líf að breyta um orkustefnu. Sumir halda að það eina sem gæti leitt til pólitiskra ó- eirða í Bandaríkjunum sé það, að bensíngallónið (3,78 lítrar) færi yfir tvo dollara. Ekki vitum við neitt um það. Hitt má lesa í viku- ritinu Time, að lögð var fyrir úr- tak Bandaríkjamanna þessi spum- ing: Ertu með eða á móti sterkum aðgerðum gegn Irak ef þær hafa í för með sér þann kostnað fyrir bandaríska þegna að - í fyrsta lagi: bensínverð hækkar í tvo dollara gallón eða meir? 42% þeirra sem spurðir vom svömðu þessari spumingu játandi. 52% fannst þessi verðhækkun svo skelfileg að þeir sögðu nei - og liggur þá beint við að álykta sem svo, að meirihluti Bandaríkja- manna kjósi heldur að láta Saddam Hussein komast upp með landarán en að eiga það á hættu að bensínreikningurinn hækki pínulítið. þjÓÐUILIINN Síðumúla 37 —108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Bergdls Blertsdóttir, Dagur Þorieifsson, Bías Mar (pr.), Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, HSdur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Vilborg Davíðsdóttir, Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjórí: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristin Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingimundardóttir. Útbreiöslu- og afgrelðslustjóri: Guðrún Glsladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bilstjórí: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgneiðsla, ritstjóm, auglýsingar: Siðumúla 37, Rvík. Síml: 681333. Símfax: 681935. Auglýsingan 681310, 681331. Umbrot og setnlng: Prenlsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð I lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. ágúst 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.