Þjóðviljinn - 18.08.1990, Blaðsíða 11
í DAG
Glæsilegur tennis-
völlur Þróttara
Nokkur tonn afsandifrá Sahara borin í völlinn
Þróttardagurinn 1990 verSur
haldinn á morgun og verður há-
punktur dagsins vígsla hins nýja
og glæsiiega tennisvallar félags-
ins.
Logi Úlfljótsson, fram-
kvæmdastjóri Þróttar, segir að
unnið hafi verið við völlinn síðan
í fyrrasumar og sé heildarkostn-
aður 14 miljónir króna.
- Svæðið er lagt gervigrasi ofan
á nokkur mismunandi þykk og
gróf lög af malar- og sandefnum.
Ofan í gervigrasið eru síðan borin
nokkur tonn af sandi frá Sahara
eyðimörkinni í Afríku, um 40
kíló af sandi á fermetra.
Afhverju sandur frá Sahara?
- Hann fýkur ekki eins og ís-
lenski sandurinn og loðir ekki við
boltann þegar rignir. Sandurinnl
er mjög mjúkur og sker því ekki I
trefjar gervigrassins og eykur
þannig endingu þess. Völlurinn
er allur mun mýkri en malbikaðir
vellir eða venjulegt gervigras, t.d
eins og í Laugardalnum. Þar er
bara malbik undir gervigrasinu
og ekkert borið ofan í völlinn.
Geta allir komið og spilað á
vellinum?
- Já, fólk getur gengið í félagið
eða keypt staka tíma. Árgjaldið
er 12 þúsund fyrir einstaklinginn
og 16 þúsund fyrir alla fjölskyld-
una. Við viljum fá sem flesta inn í
félagið, þá getur fólk komið og
spilað hvenær sem er og það
verður á allan hátt ódýrara og
skemmtilegra. Klukkutími á vell-
inum fyrir fólk utan félagsins
kostar 1000 krónur.
Verður hœgt að spila árið um
kring?
- Það eru hitalagnir undir vell-
inum og hér er skjólsælt, vellirnir
eru girtir með grófri girðingu og
innan á henni er fínt net sem
dregur verulega úr vindinum.
Það ætti því að vera hægt að leika
hér mestan hluta ársins nema
veður sé þeim mun vitlausara.
Þetta er vœntanlega mikil lyfti-
stöng fyrir tennisíþróttina á ís-
landi?
- Já, þetta er tvímælalaust
fullkomnasta aðstaða á landinu
og verður vonandi til að fjölga
iðkendum. Margir byrja að
stunda tennis erlendis en gefast
upp þegar heim er komið vegna
aðstöðuleysis.
Eru fleiri framkvæmdir í
deiglunni hjá Þrótti?
- Við erum núna að vinna við
svæðið kringum vellina, reyna að
gera það huggulegt. Eins á að
setja upp flóðlýsingu á tennisvöl-
linn en við erum nú þegar með
flóðlýsingu á malarvellinum.
Draumurinn er síðan að setja
gervigras ofan á malarvöllinn.
Það er mikill uppgangur í fé-
laginu og á næsta ári verður von-
andi lokið við stúkuna við gras-
völlinn. Við látum byggingu
iþróttahúss hinsvegar bíða.
Dagskrá Þróttardagsins hefst
kl. 14:00 á morgun og munu for-
vígismenn félagsins og íþrótta-
hreyfingarinnar flytja stutt
ávörp. Á eftir hefst síðan vígslu-
leikur vallarins og munu tveir af
fremstu tennisleikurum landsins
leika, þeir Atli Þorbjörnsson og
Christian Staub. Að leiknum
loknum verður kaffisamsæti og
knattspyrnuleikir hjá yngri flokk-
um félagsins. Kl. 16:20 hefst svo
stórmerkilegur blakleikur á tenn-
isvellinum og mun blaklið félags-
ins etja kappi við knattspyrnu-
menn. Á sama tíma og blakl-
eikurinn fer fram heyja drengir í
4. flokki vítaspymukeppni og
mun Guðmundur Erlingsson,
markvörður meistaraflokks,
standa í markinu. Að lokum leika
svo leikmenn 3. flokks Þróttar og
aðalstjórn félagsins.
el
________í VIKULOKIN____
í sumarfrii heima
Jæja. Sumarfríið búið og flestir komnir til vinnu
aftur. Eðlilegt ástand að skapast á ný á vinnustöð-
um og lífið gengur sinn gang. Sumir búnir að vera í
útiöndunum og brúnkan þegar farin að föina; budd-
an tóm. Aðrirfóru bara í sumarbústað stéttarfélags-
ins í viku og eyddu hinum vikunum tveimur heima
við. Kynntust börnunum sínum aftur, sem annars
eyða megninu af sínum vökutíma hjá dagmömmum
og fóstrum. Litlu krúttin, sem eru svo sæt þegar þau
sofa, reyndust kannski ívið fyrirferðarmeiri en okkur
minnti frá sumarfríinu í fyrra og það tók tíma að
venjast þeim aftur. Merkilegt annars, hve mikil orka
getur búið í svo litlum kroppum.
Dagurinn hefst á því að ræsa foreldrana í bítið og
drösla þeim í eldhúsið svo þeir geti útbúið morgun-
matinn. Púlsverk út af fyrir sig, hjá sumum a.m.k.
Síðan, þegar morgunverðarborðið er rutt, í orðanna
fyllstu merkingu, er hlaupið út og oftar en ekki á
hvað sem fyrir verður svo það þarf að hlaupa inn
aftur, gráta svolítið, fá plástur og koss á meiddin. Út
aftur (sandkassann eða rólurnar, inn aftur að sækja
vatn í fötuna til að drullumalla fínar kökur. Út með
vatnið, æ, það sullaðist aðeins niður. Mamma
þurrkar upp, pabbi ygglir sig.
Úti er hundur eða stórir krakkar að hrekkja og
segja Ijótt, inn aftur að klaga og láta hugga sig. Út á
ný, inn aftur, „aðeins að ná í srnádót.1' Mamma
stingur upp á að útihurðin verði baratekin af hjörun-
um, það virðist hvort sem er enginn vita til hvers hún
er lengur og erum við að hita upp allan heiminn, eða
hvað?! Börnin í næsta húsi reynast eiga ótrúlega
geðgóða og gjafmilda foreldra sem eru alltaf að
splæsa ís og nammiblandi (poka og þá verða allir
að fá. „Annars er órétt!" Laugardagsnammið dettur
úr gildi í sumarfríinu, annað er ekki hægt. „Eruð þið
ekki góðari en pabbinn hennar Möggu?! Hún fékk
frostpinna áðan!"
Svo koma sólardagarnir langþráðu og pabbi og
mamma, sem ekki áttu aur fyrir útlendri brúnku, fara
út í garð með teppin, grillið og sóltjaldið og bækurn-
ar sem lengi hefur staðið til að lesa. Krakkarnir
hvessa augun á hvíta skankana á foreldrunum sem
komnir eru á stuttbuxunum á yfirráðasvæði þeirra.
„Pabbi, þú situr á eldidótinu mínu, ég var að gera
sullimall þarna!"
Ógn og skelfingar utan dyra eru fleiri en áður var
vitað. Auk hunda, stórra krakka og annarra hremm-
inga í nágrenninu, eru stórar hrossaflugur og rand-
aflugur á sveimi og börnin veina af skelfingu þegar
saklaus kónguló trítlar eftir húsvegg. „Hvuss lags!"
stynur pabbi mæðulega og kremur hrossaflugur og
önnur skrímsli af skordýraætt í óða önn til að bjarga
lífi erfingjanna.
Litla systir er bara þriggja og kann ekki neitt segir
sú stóra sem byrjar í skóla í haust og stingur af í
snú-snú með stelpunum í næsta húsi. Þær reynast
óttaleg kvikindi og vilja ekki lofa henni að sjá barna-
tímann á Stöð 2 heima hjá sér. „ Af hverju er allt bilað
í barnatímanum hjá okkur?!" spyr hún gremjulega
eftir að haf a reynt að horfa á ruglaða teiknimynd inni
í stofu.
Litla systir ullar, tínir stjúpmæður ( næsta garði
fyrir mömmu, og skvettir vatni á nýju hjólabuxurnar
hennar stóru systur. Mamma gengur á milli og lofar
að tala aldrei aftur um hvað dagmamman hefur góð
laun, hún á þau örugglega skilin...
Háttatímar allir í rugli, það er bjart úti og allir
ennþá úti að leika og pabbinn hennar Möggu er víst
góðari en þið!
Undir lokin í fríinu eru allir farnir að venjast og það
gerir ekki svo mikið til þótt (búðin líti út eins og
vígvöllur. „Við erum í fríi," segir mamma og brosir
blítt þegar konan uppi kíkir í kaffi og virðir undrandi
fyrir sér fótsporin á gólfinu, leikfangahrúgurnar á
ganginum og leirtauið í vaskinum. Bráðum hefst
vinnan á ný, dagmamman hringdi í gær, skólinn
byrjar eftir mánuð og svolítill söknuður fyllir hjörtu
lúinna foreldra þegar litið er inn (barnaherbergið um
miðnættið. Þau eru svo sæt þegar þau sofa, ekki
satt?
-vd.
ÞJ0ÐVILJINN
FYRIR 50 ÁRUM
Almennarkosningartil þjóðþinga
Eystrasaltsríkjanna þriggja, Eist-
lands, Lettlandsog Litháensfóru
fram 14. og 15. júlí. Samkvæmt
bráðabirgðatölum unnu alþýðu-
fylkingar landanna stórsigur í
öllum ríkjunum. í Eistlandi fékk
alþýðufylkingin 92,9% greiddra
atkvæða, í Lettlandi hlaut hún
90,6% og í Litháen 90,9%.
18. aprfl
laugardagur. 230. dagurársins,
18. vikasumars. Sólarupprás í
Reykjavík kl. 5.24- sólarlag kl.
21.34.
Viðburðir
Reykjavík fær kaupstaðarréttindi
1786 og er því 204 ára.
J
DAGBÓK
APÓTEK
Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lyfla-
búða vikuna 10. til 16. ágúst er I Lyfja-
bergi og Ingólfs Apóteki.
Fyrmefnda apótekið er opið um helgar
og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til
9 (til 10 á fridögum). Síðamefnda apó-
tekið eropið á kvöldin kl. 18 til 22 virka
daga og á laugardögum kl. 9 til 22 sam-
hliða hinu fyrmefnda.
LOGGAN
Reykjavik......................n 1 11 66
Kópavogur...................« 4 12 00
Seltjamames..................® 1 84 55
Hafnarljörður.............» 5 11 66
Garðabær..................n 511 66
Akureyri.................. * 2 32 22
Slökkvilið og sjúkrabílar
Reykjavik......................n 1 11 00
Kópavogur...................« 1 11 00
Seltjamames....................w 1 11 00
Hafnarfjöröur............« 5 11 00
Garðabær.......................« 5 11 00
Akureyri.....................n 2 22 22
LCKNAR
Læknavakt fyrir Reykjavfk, Seltjamar-
nes og Kópavog er I Heilsuvemdarstöö
Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 8,
á laugardögum og helgidögum allan sól-
arhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðlegg-
ingar og timapantanir [ n 21230. Upplýs-
ingar um lækna- og lyfjaþjónustu eni
gefriar f simsvara 18888. BorgarspítaL
mn: Vakt virka daga ffá kl. 8 til 17 og fyrir
þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná
ekki til hans. Landspítalinn: Göngudeild-
in er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild
Borgarspltalans er opin allan sólarhring-
inn, n 696600.
Hafnarfjöröur: Dagvakt, Heilsugæslan,
« 53722. Naeturvakt lækna,« 51100.
Garðabær Heilsugæslan GarðaflöL
n 656066, upplýsingar um vaktlækna,
n 51100.
Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Lækna-
miðstöðinni, n 22311, hjá Akureyrar
Apóteki, n 22445. Nætur- og helgidaga-
vakt læknis ftá kl 17 til 8 985-23221
(farsimi).
Keflavfk: Dagvakt, upplýsingar (
n 14000.
Vestmannaeyjar. Neyðarvakt lækna,
n 11966.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknartímar Landspftalinn: Alla
daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar-
spftallnn: Virka daga W. 18:30 til 19:30,
um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomu-
lagi. Fæðlngardelld Landspítalans: Alla
daga Id. 15 til 16, feðratími kl. 19:30 til
20:30. Fæðingarheimili Reykjavfkur
v/Eiriksgötu: Almennurtfmi kl. 15-16 alla
daga, feðra- og systkinatfmi kl. 20-21 alla
daga. Öldrunariækningadeild Land-
spitalans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til
20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild
Borgarspltala: Virka daga kl. 16 til 19, um
helgar kl. 14 til 19:30. Heilsuvemdar-
stöðin við Barónsstig: Alla daga kl. 15 til
16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspítali:
Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19.
Bamadeild: Heimsóknir annarra en for-
eldra kl. 16 til 17 alla daga. SL Jósefs-
spftali Hafnarfirði: Alla daga Id. 15 til 16
og 19 til 19:30. Kieppsspitalinn: Alla
daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkra-
hús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til
16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness:
AJIa daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30.
Sjúkrahúsið Húsavfk: Alla daga kl. 15 tð
16 og 19:30 0 20.
ÝMISLEGT
Hjálparstöð RKÍ: Neyðarathvarf fyrir
unglinga, Tjamargötu 35, n 91-622266,
opiö allan sólarhringinn.
Samtökin 78: Svarað er I upplýsinga- og
ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á
mánudags- og fimmtudagskvoldum kl. 21
til 23. Simsvari á öðrum tlmum.
« 91-28539.
Sálfræðistöðln: Ráðgjöf I sálfræðilegum
efnum, n 91-687075.
Lögfræðiaðstoð Orators, félags
laganema, erveitt I sima 91-11012 milli
kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum.
MS-félagið, Álandi 13: Opið virka daga
frá Id. 8 til 17, » 91-688620.
„Opiö hús" fyrir krabbameinssjúklinga
og aðstandendur þeirra í Skógartilíð 8 á
fimmtudögum Id. 17 til 19.
Samtök áhugafólks um alnæmlsvand-
ann sem vilja styðja smitaða og sjúka og
aðstandendur þeina f» 91-22400 og þar
er svarað alla virka daga.
Upplýsingar um eyðni: n 91-622280,
beint samband við íækni/hjúkrunarfræð-
ing á miðvikudögum kl. 18 0 19, annars
slmsvari.
Samtök um kvennaathvarf:» 91-
21205, húsaskiól og aðstoð við konur
sem beittar haía verið ofbeldi eða orðið
fýrir nauðgun.
Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vestur-
götu 3: Opið þriðjudaga Id. 20 til 22,
fimmtudaga Id. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til
22, n 91-21500, sfmsvari.
Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa
fyrir sifiaspellum: n 91-21500, slmsvari.
Vinnuhópur um siQaspellsmál:
W 91-21260 alla virka daga k). 13 til 17.
Sfa'gamót, miðstöð fyrir konur og böm
sem oröið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi.
Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vesturgötu
3, * 91-626868 og 91-626878 allan
sólarhringinn.
Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu:
n 27311. Rafmagnsvefta: Bilanavakt I
tr 686230.
Rafveita Hafnarfjarðar BilanavakL
« 652936.
GENGIÐ
14. ágúst 1990 Sala
Bandarikjadollar.............57,18000
Steriingspund...............107,81300
Kanadadollar.................49,85000
Dönsk króna...................9,49910
Norsk króna...................9,36230
Sænsk króna...................9,86710
Finnskt mark.................15,38540
Franskur franki...............10,79780
Belgískurfranki...............1,76160
Svissneskur firanki..........43,44980
Hollenskt gyflini............32,18600
Vesturþýskt mark..............36,25760
Itölsk lira...................0,04937
Austumskur sch................5,15530
Portúgalskur escudo.......... 0,41150
Spánskur peseti...............0,59060
Japansktjen...................0,38214
Irskt pund...................97,30000
KROSSGÁTA
Lárótt: 1 ritfæri 4 áfall 6
vökvi 7 birta 9 mið 12
tæpt14brún15bók16
staðfesti 19gabb20
stétt 21 söngli
Lóðrétt: 2 kvendýr 3
þreytta 4 dökk 5 fugla-
hópur7losna8kari-
mannsnafn 10þáttur
11 flát 13 planta 17
munda18mál
Lausn á sfðustu
krossgátu
Lárétt: 1 fall4bása6
æsi7rist9sina12kis-
an 14 tau 15 nag 16
tvist 19 afli 20 óaöi 21
atvik
Lóðrótt: 2 ami 3 Iæti4
bisa5son7roðnar8
skutla10inntak11 at-
geir13sái17vit18sói
Laugardagur 18. ágúst 1990 ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA11