Þjóðviljinn - 03.10.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.10.1990, Blaðsíða 5
VIÐHORF Lágmarkskröfur í álsamningum Mikið hefur verið rætt og ritað um Atlantal álbræðsluna og er það næsta sorglegt hvað sú um- ræða hefur verið byggð upp á lé- legum upplýsingum og forsend- um þar sem skilyrðislaust hefði átt að ganga frá hverjar hinar efnahags- og viðskiptalegu for- sendur voru strax í upphafi, þannig að ekki gæti komið til þess að fyrirsjáanlegt tap yrði á samn- ingnum, ef að yrði. Umræðan hefur hins vegar nálega eingöngu verið um hugsanlega staðsetn- ingu og menn verið hafðir þar að fíflum í stórum stíl miðað við síð- ustu fregnir. Falskir arðsemis- utreikningar Látið hefur verið í veðri vaka að fjárfesting íslendinga í orku- mannvirkjum vegna þessarar hugsanlegu álbræðslu yrði ekki nema um 26-30 milljarðar króna, en nú eru að koma fram upplýs- ingar um að kostnaður verði að líkum allt að 47 milljarðar kr. sem þýðir að umræðan hefur í raun verið háð á röngum forsend- um og hvað skyldi þetta þýða í hugsanlegri „arðsemi“? Til að standa í skilum með vexti og afborganir af 47 milljarða kr. fjárfestingu þarf að mínu mati 11,5% affjárfestingarupphæð pr. ár sem þýðir að til að standa í skilum þarf 5,4 milljarða í auknar tekjur pr. ár. f dollurum talið eru þessar upphæðir 840 milljónir $ stofnkostnaður og 96 milljónir í greiðslur á ári í afborgunum og vöxtum. Bjarni Hannesson skrifar Svívirðileg framsetning „ábyrgra aðila“ Nálega aldrei hafa komið fram í fjölmiðlum hvaða heildar- greiðslur hafa átt að koma fyrir Napur raunveruleiki Það sem ég tel réttast miðað við þær flugufregnir sem þetta mál varðar er eftirgreint, að því er varðar fregnir frá Atlantal hagsmunaaðilunum. áltonni fái Islendingar 285 $ af hverju tonni af ársframleiðslunni yrðu það 57 milljón $. Niðurstaðan er í báðum dæm- um um 57 M $ sem gerir á $ gengi 56,5 kr. um 3.220 milljónir kr. pr. ár. „Þetta er hinn napri veruleiki að íslendingar eru að rœða um og rífast um valkost sem er alveg Ijóst að er það óhagkvœmur að enginn œtti við honum að líta eða sækjast eftir. “ BÆKUR Ný Ijóðabók Árni Ibsen hefur sent frá sér nýja ljóðabók, Vort skarða líf. Par eru prentuð fimmtíu ljóð ort á árunum 1976 til 1990. Á bóka- rkápu segir m.a.: „Vort skarða líf er önnur ljóða- bók Árna Ibsens og eru fimmtán ár síðan sú fyrri kom út. Á þeim tíma hafa miídar breytingar orðið á ljóðstíl hans. Lítið er nú um löng ljóð og orðmargar lýsingar en þeim mun meira ber á knöppu ljóðformi af margvíslegu tagi. Áð sama skapi verða ljóðlína oig hrynjandi æ mikilvægari þættir ljóðanna. Inntak ljóðanna hefur einnig breyst með árunum eins og nærri má geta. Þó enn sé hér að finna fögnuð yfir undrum og skringileik sköpunarverksins sækja á skáldið margskonar efa- semdir, og uggur er algengur hugblær ljóðanna. Hver eru þá helstu gildi lífsins? Þau eru vin- átta, trúnaður - og skáldskapur. Skáldskapur er lífsnauðsyn: það er dýpsta sannfæring þessarar bókar.“ Árni Ibsen hefur auk ljóða áður sent frá sér leikritin Skjald- bakan kemst þangað líka og At- sakið hlé,sem samin voru fyrii Eggleikhúsið. Nýjasta leikrit hans er útvarpsleikritið Ský, sem verður tekið upp í Ríkisútvarpinu nú í nóvember. Pá hefur hanr þýtt u.þ.b. 20 leikrit fyrir öll at- vinnuleikhúsin, skáldsögunt Hörkutól stíga ekki dans, eftii Norman Mailer, ljóð eftir bresl og bandarísk skáld, og safnritic Samuel Beckett: Sögur, leikrit ljóð sem kom út 1987. Vort skarða líf er 80 blaðsíður prentuð í prensmiðjunni Eddu Messíana Tómasdóttir gerð kápumynd, en Handafl í Hafnar firði gefur út. Tataraþulur í íslenskri þýðingu Hjá bókaútgáfunni Leshúsi er komin út íslensk þýðing Þorgeirs Þorgeirsonar á hinum mikla kvæðabálki Romancero Gitano eftir Federico García Lorca, sem væntanlega er óþarft að kynna nánar því mörg leikrita hans hafa verið sýnd hér á landi og fjölda- mörg ljóða hans þýdd á íslensku. Þýðandinn nefnir bálkinn Tat- araþulur og vill með því vísa til þess að rómansan hefur einlægt verið alþýðlegra kveðskaparform á Spáni en annars staðar í Evrópu - eitthvað í líkingu við þuluna ís- lensku. Tataraþulur innihalda 15 viða- mikil kvæði sem öll fjalla með einhverjum hætti um líf, örlög, hugmyndir, tilfinningar og kjör tataranna. Á frummálinu, spönsku, kom þessi Ijóðabálkur fyrst út árið 1928 og flaug þá beint inní þjóð- arsálina. Síðan hafa þessi ljóð verið nokkurskonar tuttugustu aldar þjóðkvæði á Spáni. Tataraþulur og aðrar útgáfu- bækur frá Leshúsi má panta skrif- lega. Áskrift forlagsins er: Les- hús - pósthólf 7021 -127 Reykja- vík. Tataraþulur er 100 blaðsíður að stærð og kostar kr. 1250.- heimsend. selda raforku pr. ár, hins vegar hafa heyrst samlíkingar við önnur verðmæti og þ. á m. að álbræðslan gæfi íslendingum álíka tekjur og 200.000 þús. tonn af þorski, reiknaði þá annar að nær lagi væri að nefna afrakstur af 20 þús. tonnum og hefur það að líkum verið nær lagi, því þetta heyrðist ekki meir um talað eða skrifað, enda næsta lítið fyrir 47 milljarða fjárfestingu. En lítið hefur farið fyrir gáfu- legri umfjöllun um þetta mál, enda eru þeir aðilar sem í raun vita um hinar réttu tölur ekki að gefa þær upp, því þær eru svo svívirðilega lágar að allt þetta mál væri þar með steindautt til sóknar fyrir ætlaða hagsmunaaðila Atl- antal verkefnisins. Fyrsti valkostur, álbræðslan greiði 15-19,5 mills pr. kw. Annar valkostur, álbræðslan greiði 15-18% af álverði miðað við 1900 $ pr. tonn af áli á heimsmarkaði. Hvað skyldu þessir kostir þýða í raungreiðslum á ári hverju fyrir selda raforku sem nemur um 2900 Gíga Wst. á ári? Dæmi 1. Greiðslur séu 19,5 mills pr. Kw. það þýðir 19.500 $ pr. selda Gíga Wst. sem gerir 56,5 milljónir dollara á ári. Dæmi 2. Greiðslur séu 15% af álverði miðað við 1900 $ pr. tonn sem þýðir að af hverju „seldu“ Milljarða tap á ári! Þar sem ljóst er að heildarfjár- festing í orkumannvirkjum er um 47 milljarðar og vextir og afborg- anir af þeirri upphæð er um 5,4 milljarðar pr. ár er eftirgreint ljóst að greiðsluflæðislegt tap orkusala á ári hverju er mismun- ur vaxta og afborgana af fjárfest- ingum í orkumannvirkjum og greiðslna frá Atlantal mismunur sem er um 2.2 milljarðar pr. ár. í dollurum talið er það 40 milljónir $ og sést því glöggt hversu fávísleg fyrrgreind verð eru fyrir selda orku sem í umræð- unni eru og hafa verið. Þetta er hinn napri veruleiki að íslendingar eru að ræða um og rífast um valkost sem er alveg Ijóst að er það óhagkvæmur að enginn ætti við honum að líta eða sækjast eftir. Einnig er hægt að setja þessi greiðsluviðmið upp sem hlutfall af heildarfjárfestingu í orku- mannvirkjum og þá er fyrri val- kosturinn 19,5 mills með greiðsluhlutfallið 6.72% en síðari valkosturinn 15% af álverði með hlutfallið 6.78%. Niðurstaða mín er sú að ef ís- lendingar eiga ekki að tapa á orkusölu til Atlantal þarf greiðsluhlutfallið pr. ár að vera 11,5% pr. ár af heildarfjárfest- ingu. Smækka má það dæmi og setja fram þá hliðstæðu að ef ein- staklingur tæki 10 milljón kr. lán þá þyrfti sá hinn sami að hafa tryggar 1150 þús. kr. árlegar tekj- ur til að standa skil á vöxtum og afborgunum og er það gáfulegra en dæmið um 200.000 þús. þorsk- tonn. Skilyrðislaus krafa hlýtur því að verða sú að Atlantal álbræðsl- an greiði árlega eigi lægri upphæð fyrir raforkuna en sem nemur 11,5% af stofnkostnaði þeirra orkumannvirkja sem þarf að byggja til að sjá bræðslunni fyrir orku. Allar lægri hlutfallsgreiðslur eru ávísun á taprekstur. Ritað 30/9 1990 Bjarni Hannesson Minnispuntar um Atlantal Kostnaður við orkuver og flutningslínur, verðlag 1989-90 m.f. um síðara mal þegar fyllstu gögn og skýiingar liggja fyrir. Stofnkostnaður með vöxtum á byggingaitíma. I Hcildarskuldir Landsvirkjunar Blönduvirkjun I'ijótsdalsvirkjun Nesjavallavirkjun Búrfellsvirkjun Háspennulínur 12,500 19.777 2.436 6.636 4-6.000 47.348 840 milljarðar. Samtals 47.348 Milljarðar kr. í dollurum —II— 840 Milljónir dollara. Árleg greiðslubyrði og kostnaður við rekstur verður að metast að lágmarki til 11,5% af stofnkostnaði sem tekinn er að láni, er þýðir að greiðslubyrði af fjárfestingum er eftirgreind. Af 47.348 milljörðum króna. 5.445 milljarðar króna pr. ár. Af 840 milljónum $. 96,6 milljónir dollarar pr. ár. Til þcss að þcssi upphæð náist þarf vcrð pr. mill. að vera 33,35 mill. pr kw scm er 33.350 þús $ pr GígaWst x 2900 GígaWxt í notkun í álbræðslunni, scm gcrir 96,7 milljónir dollara pr. ár Sömu forsendur gagnvart hlutfalli af álvcrði, sc það áætlað á 1900 $ pr. tonn þá þarf 25,4% af álvcröi, upphæð scm cr 96.5 miljónir $ af 380 milljón $ söluveröi á 200.000 þús tonnum af áli á ári. Náist þessi vcrð ckki, bcr skilyröislaust að vcra á móti hvcrskyns raforkusölu til Atlantal vcrkcfnisins. Eftir að hafa yfirfarið ársskýrslur Landsvirkjunar frá 1982 til 1989 og athugað heildarskuldastöðu fyrirtækisins þá hafa þær fremur hækkað en lækkað (Mynd 1. )í dollurum talið, eftir að stórvirkjunum var hætt um 1983. hvaða forsendur eru fyrir því er erfitt að gera sér grein fyriren mun þó að hluta til vera að stýring álántökum hefír verið að líkum mjög misráðin þar sem að lánabreytingar úr dollar yfir í yen og vestur þýsk mörk hafa verið framkvæmdar eftir að fyrirsjáanlegt var að dollar færi að falla en hinir gjaldmiðlamir fóru að stíga í hlutfalli við $ 15 Myndrit 2. 3. 4. 5. skýra þessa þróun að hluta. Myndrit 6. sýnir áætlaða heildarskuldaslöðu Landsvirkjunar ef að farið yrði í framkvæmdirr við byggingu orkuvera fyrir Atlantal álbræðsluna. Forsendumar eru þær að talið er að orkuver og línur muni kostaalltað840m.$og verður þvíheildarskuldastaðal^ndsvirkjunaraðþcimframkvæmdumloknumum 1.5 milljarðurr x dollara cf samningar yröu á þeim forscndum scm látiö cr í veöri vaka aö ckki yrði greitt fyrir kw ncma 19,5 mills eða 15% af áætluöu álvcröi þá hleðst upp tap og skuldir hækka en ef gerð er krafa um 11,5% grciðslu á ári fyrir kostnaðarverð rakorkuframkvæmdana er hægt að lækka skuldimar og 11,5% viðmiðið skiptir sköpum 10 um hvort skuldir hækka eða lækka frá ári til árs á raunviröi. Hér er yfirlit um fyrri feril í greiðslu afborgana af lánum Landsvirkjunar og sannar að skilyrðislaus lágmarkskrafa veiður að vera 11,5% af höfuðstól skuldar vegna fjárfest- o ingarí orkumannvirkjum. ( Heimildir ársskýrslur Landsvirkjunar 1982-89 ) 1 Milljónir dollara 1982 83 84 85 86 87 88 89 Dollar % af heildarlánum 1982 83 84 85 86 87 88 89 4 Japanskt Yen % af heildarlánum 1982 83 84 85 86 87 88 89 5 Þýskt mark % af heildarlánum Ár Verðlag hvers árs Veiðlag hvers árs Afborganir Erlendir Mcðalvextir Höfuðstóll skuldar Afborganir Á árinu Prósent pr.ár 1982 6.172.179 108.800 1.8% 11,5 1983 12.617.327 227.200 1.8% 10,1 1984 17.011.588 482.400 2.8% 10,5 1985 20.527.154 1.177.000 5.7% 9,2 1986 23.334.982 1.138.000 4.9% 9,1 1987 24.212.515 806.000 3.3% 8,2 1988 29.324.697 838.000 2.9% 8.1 1989 37.759.300 1.389.000 3.7% Flármálatlftmdi 199( 84 85 86 87 88 89 Atlantal 198990 91 92 93 94 95 96 »7 98 9Í2000 Heildarskuldir Landsvirkjunar í $ /extii- Milljónir dollara Krafan er 11,5% af kostnaðarverði orkumannvirkja Mlðvlkudagur 3. október 1990 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.