Þjóðviljinn - 08.11.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR
Gróðurhúsaáhrifin
Treyst á hreinni tækni
Júlíus Sólnes: Stöndum við yfirlýsinguna um
koldíoxíð þrátt fyrir aukningu vegna álvers
Við eigum að geta staðið við
yfirlýsingu ráðstefnunnar
um koldíoxíð þótt við byggjum
álver sem eykur þessa mengun.
Fyrst og fremst má draga úr
henni með hreinni tækni. Um
leið og ég kem heim mun ég
setja saman starfshóp til þess
að skilgreina ástandið og vinna
að langtímaáætlun um að ná
þessu markmiði, segir Júlíus
Sólnes umhverfismálaráðherra
við Þjóðviijann.
Ráðstefnu 137 ríkja um lofts-
lag heimsins lauk í Genf í gær, en
þar gáfu fjölmörg ríki yfirlýsingu
um að árið 2000 skuli losun gróð-
urhúsaefna út í andrúmsloftið
ekki vera meiri en hún er í dag.
íslendingar standa að þessari
yfirlýsingu, en eins og komið hef-
ur fram í Þjóðviljanum mun
rekstur 200 þúsund tonna álvers
auka koldíoxíðmengun um 12-17
af hundraði.
Koldíoxíð er það efni sem
helst er talið valda gróðurhúsa-
áhrifúnum sem talið er að muni
leiða til breytinga á loftslagi. Kol-
díoxíð kemur einkum frá bílum,
skipum, flugvélum og verksmiðj-
um hér á landi.
Júlíus neitar því að tvískinn-
ungur sé fólginn í að standa að yf-
irlýsingunni en leggja jafnframt
blessun sína yfir byggingu álvers
sem eykur koldíoxíðmengun.
Hann segir að einmitt hafi verið
um það rætt á ráðstefnunni að
taka verði tillit til þjóða sem
skammt eru á veg komnar í iðn-
væðingu, enda hljóti þar að koma
tímabundnir toppar samfara iðn-
væðingu.
Bandarikjamenn og Sovét-
menn eiga sök á stórum hluta þess
koldíoxíðs sem berst út í and-
rúmsloftið. Þessar þjóðir hafa
ekki skuldbundið sig til þess að
draga úr þessari mengun þrátt fyr-
ir að önnur ríki þrýsti mjög á um
það. -gg
Heilbrigðisráðuneytið
Dauðinn á þingi
Maður telst látinn þegar heilastarfsemin
er hætt
Guðmundur Bjarnason
mælti fyrir tveimur frum-
vörpum um dauðaskiigreiningu
og brottnám líffæra og krufn-
ingu í neðri deild Alþingis í gær.
í frumvarpinu um ákvörðun
dauða kemur fram að maður
telst látinn þegar heilastarfsemi
hans er hætt og engin ráð eru til
þess að heilinn starfi á ný.
í íslenskri löggjöf er hvergi að
finna skilgreiningu á því hvenær
maður telst látinn og segir í grein-
argerð frumvarpsins að við
ákvörðun dauða hingað til hafi
verið stuðst við hina hefðbundnu
dauðaskilgreiningu um stöðvun
hjartsláttar og öndunar. Það kom
Happdrætti Þióðvilians
Dregið í gær
Dregið var í happdrætti Þjóð-
viljans í gær. Vinningsnúmer
voru innsigluð og verða í varð-
veislu borgarfógeta þar til fulln-
aðarskil hafa borist frá umboðs-
mönnum og innheimtumönn-
um.
Þeir sem af einhveijum ástæð-
um áttu eftir að greiða heimsenda
gíróseðla og þeir aðrir sem eiga
eftir að freista gæfunnar með
miðakaupum, geta keypt happ-
drættismiða næstu daga. Stefnt er
að því að birta vinningsnúmer fyr-
ir lok þessa mánaðar. -sáf
frarn í máli heilbrigðisráðherra að
í vestrænum löndum væru það
einungis Danir og íslendingar
sem ekki hefðu breytt löggjöf
sinni að þessu leyti.
Hitt frumvarpið lögfestir skýr
ákvæði um brottnám líffæra til
ígræðslu og skýrir ákvæði um
krufningu. Samkvæmt ffumvarp-
inu verður heimilt að fjarlægja líf-
færi eða lífræn efni úr líkama lát-
ins manns hafi viðkomandi áður
veitt til þess samþykki sitt; liggi
ekkert fyrir um samþykki dugir
samþykki nánasta vandamanns.
Bæði þessi frumvörp tengjast
auknum líffæraígræðslum og auð-
veldar að íslendingar geti gefið úr
sér líffærin. Það kom ffam hjá
Guðmundi að 50 nýru hefðu verið
grædd í 46 Islendinga, þrír hafa
þegið hjarta og jafnmargir lifúr.
Ein meginregla líffæraflutninga
er að sem skemmstur tími líði ffá
því að hjarta hætti að slá og þar til
líffæri er numið úr manninum.
„Lög sem miða dauða við að
heilastarfsemi sé hætt og heimila
að líffæri til ígræðslu séu fjarlægð
úr látnum áður en slökkt er á önd-
unarvélum eru þannig líffæra-
ígræðslum til mikils ffamdráttar,“
segir í greinagerð frumvarpsins,
og er ætlast til þess að frumvörpin
tvö verði þessu til framdráttar.
Þetta kemur í framhaldi af sam-
þykktum Kirkjuþings um sama
efni.
-gpm
Skák
Mjölnir endurvakinn
Akveðið hefur verið að end-
urvekja skákfélagið Mjölni
í Reykjavík. Félagið var upp-
haflega stofnað 8. september
1975 og varð þá íslandsmeistari
í sveitakeppni, og er Mjölnir því
eina íslenska félagið sem hefur
sigrað Taflfélag Reykjavíkur í
sveitakeppni.
Að sögn Svavars Guðna
Svavarssonar fyrsta formanns
Mjölnis hefur félagið alla tíð ver-
ið lifandi, en ekki verið meðlimur
í Skáksambandi íslands. Nú íhuga
félagsmenn hinsvegar að sækja
um aðild aflur, en þeir eru um 30
til 40.
Svavar Guðni sagði að svo al-
mennur skákáhugi væri í Reykja-
vík að full þörf væri fyrir fleiri en
eitt félag. Hann vildi að það kæmi
skýrt fram að félagið ætlaði ekki
að sækja um neina opinbera
styrki. „Við munum hafa okkar
eigin samskot og eigum eigin tafl-
borð,“ sagði Svavar Guðni.
Þeir sem hafa áhuga á að ger-
ast félagar í Mjölni geta haft sam-
band við Svavar Guðna í síma
21508 .-Sáf
Fimmtudagur 8. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Fyrirhuguö göng undir Hvalfjörð munu hafa ýmsar breytingar í för með sér. Meðal annars er gert ráð
fyrir að rekstur Akraborgar muni leggjast af. Mynd gg.
Hvalfiarðargöng
Talin þjóðhagslega
arðbær
Jarðgöng undir utanverðan
Hvalfjörð eru þjóðhagslega
arðbær framkvæmd. Hag-
kvæmast er að gera jarðgöng
milli Kiðafells og Galtavíkur, en
kostnaðaráætlun fyrir þá fram-
kvæmd hljóðar upp á um fjóra
miljarða króna. Einnig er talið
koma til greina að fara svokali-
aða Hnausaskersleið, en hún er
talin dýrari.
Þetta kemur fram í nýrri
skýrslu Vegagerðar ríkisins um
vegtengingu um utanverðan
Hvalíjörð. Skýrslan var kynnt nú í
vikunni þegar fúlltrúar Akranes-
kaupstaðar, Sementsverksmiðju
ríkisins og Islenska jámblendifé-
lagsins hittu fúlltrúa samgöngu-
ráðuneytisins. Viðræður þessara
aðila eru sagðar ganga vel og er
áformað að þeir hittist að nýju að
hálfum mánuði liðnum.
Samkomulag
fljótlega
- Þessar viðræður ganga
prýðilega. Ég reikna með að það
verði gert samkomulag fljótlega,
segir Olafur Steinar Valdimars-
son, ráðuneytisstjóri samgöngu-
ráðuneytisins, við Þjóðviljann
Akraneskaupstaður, Jám-
blendifélagið og Sementsverk-
smiðjan hafa hug á að fá aðila til
liðs við sig um stofnun hlutafé-
lags um gerð ganga undir Hval-
fjörð. En áður þarf að ganga frá
samkomulagi við ríkisvaldið um
undirbúningsrannsóknir, heimild
til innheimtu veggjalds og fleira.
Sem stendur er gert ráð fyrir
að framlag ríkisins til rannsókna
verði það sem Vegagerð ríkisins
hefur lagt út nú þegar, en það em
8-10 miljónir króna að sögn Olafs
Steinars. Heildarkostnaður við
rannsóknir er talinn verða um 80
miljónir króna.
Gísli Gíslason, bæjarstjóri á
Akranesi, segist bjartsýnn á fram-
gang málsins.
- Mér sýnist í fljótu bragði að
skýrsla Vegagerðarinnar sé já-
kvæð. Ef allt gengur að óskum er
ekki óhugsandi að framkvæmdir
við göng geti hafist sumarið 1992,
segir hann.
Þess má geta að arðsemisút-
reikningar Vegagerðarinnar mið-
í BRENNIDEPLI
Göng um Kiðafellsleið
stytta leiðina frá
Reykjavík til Akraness
um nœr helming.
Akstursleiðin er nú
109 kílómetrar, en
verður innan við 60
kílómetrar eftir að
göng hafa verið
gerð.
ast við að framkvæmdir hefjist
þegar á næsta ári og að þeim ljúki
árið 1995.
Samgöngubót
Ráðgert er að fyrirhugað
hlutafélag sjái um gerð ganganna
og að kostnaður vegna þeirra
verði greiddur með innheimtu
veggjalds í ákveðinn tíma eftir að
göngin hafa verið tekin í notkun.
Göng undir Hvalfjörð verða
talsverð samgöngubót, en jafn-
framt er ljóst að ýmsir munu
missa spón úr aski sínum vegna
þeirra.
Göng um Kiðafellsleið stytta
leiðina frá Reykjavík til Akraness
um nær helming. Akstursleiðin er
nú 109 kílómetrar, en verður inn-
an við 60 kilómetrar eftir að göng
hafa verið gerð. Um leið losna
ökumenn við hina viðsjárverðari
staði á þessari leið með tilliti til
hvassviðris og hálku.
Akranes og stórfyrirtækin tvö
verða nánari hluti af atvinnu- og
þjónustusvæðinu í Reykjavík og
nágrenni. Þetta hefúr ótvíræða
kosti fyrir fyrirtækin tvö.
Skoðanir eru hins vegar skipt-
ar um hvemig þetta muni koma út
fyrir Akranes. Meðal annars hefúr
verið bent á að göng geri Akur-
nesingum auðveldara að sækja
ýmsa þjónustu til Reykjavíkur.
Hið sama gildir um Borgnesinga.
Efasemdir
Um leið er ljóst að rekstur
Akraborgar mun leggjast niður.
Helgi Ibsen, framkvæmdastjóri
Skallagríms, hefúr þegar lýst yfir
því að gerð ganga boði endalok
þeirrar útgerðar.
Hvalfjarðarstrandarhreppur er
nú í alfaraleið og þar eru reknir
þrír áningarstaðir þegar ferða-
menn era helst á ferð.
Séra Jón Einarsson, oddviti
hreppsins, segist ekki halda að
rekstur þessara staða muni leggj-
ast af, en hreppurinn hefúr veru-
legar tekjur af þeim nú.
- Hvalljarðarstrandarhreppur
verður meira jaðarsvæði ef göng
verða gerð, segir séra Jón.
Hann hefúr miklar efasemdir
um byggingu ganga og bendir
meðal annars á að nú er loks kom-
inn góður vegur fýrir Hvalfjörð.
- Ég er ekki á móti göngum,
en held að það liggi ekki á þeim.
Samgöngubætur annars staðar á
landinu eiga að hafa forgang. Og
ef Akranes og þessi tvö stórfyrir-
tæki era svona fjáð, finnst mér að
þau eigi heldur að stuðla að upp-
byggingu atvinnulífs á þessu
svæði. Eg er alls ekki sannfærður
um að göng muni efla byggð á
þessu svæði, segir séra Jón við
Þjóðviljann.
-gg