Þjóðviljinn - 23.01.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.01.1991, Blaðsíða 3
FRETTIR Dagsbrúnarkosningar Ágreiningur um lög og lægstu laun Síjórnarkosningar í Dagsbrún hefjast á föstudaginn. Mótframboðið sakar núverandi stjórn um linkind í kjarabaráttunni og heitirþví að breyta lögum félagsins Kosningabaráttan vegna stjórnarkosninganna í Verkamannafélaginu Dagsbrún stendur nú sem hæst, enda hefst kjörfundur eftir hádegið á föstu- dag. Asakanir um óheilindi og óhróður hafa komið fram á báða bóga, en mótframboðið sakar núverandi stjórn einkum um lin- kind í baráttunni fyrir hags- munum þeirra lægst launuðu. Fulltrúar framboðanna tveggja heimsækja vinnustaði þessa dagana og síðdegis í dag verður framboðsfundur í Bíó- borginni. Kosningar til stjómar og trún- aðarmannaráðs hafa ekki farið fram í Dagsbrún síðan árið 1972. Jóhannes Guðnason, for- mannsefni mótframboðsins, segir við Þjóðviljann að það sé nauð- Evstrasaltsríkin Skipst verði á sendinefndum Jón Baldvin Hannibalsson: Þjóðþingin eru helsta lýðrœðistákn þjóðanna Engar ákvarðanir voru tekn- ar í gær um viðbrögð ríkis- stjórnar og Alþingis vegna ástandsins í Eystrasaltsríkjun- um, þrátt fyrir mikla tillögu- gerð um ýmsar leiðir til mót- mæla síðustu daga. Utanrikismálanefhd kemur saman í dag fyrir hádegi og mun ræða þá hugmynd að sendinefhd þingsins heimsæki þjóðþing ríkj- anna og dvelji þar um hríð. Einn- ig mun ríkisstjómin koma aftur saman til að ræða til hvaða ráða verði gripið en i gærmorgun vom hinar ýmsu tillögur ræddar í rikis- stjóminni. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra gaf sameinuðu þingi í gær skýrslu um ástandið í löndunum en hann var þar á ferð um og íyrir helgina. Hann ræddi við forseta, forsætisráðherra og aðra forystumenn ríkjanna þriggja og sagði að það væri sam- eiginlegt mat þeirra að Sovét- menn ynnu eftir kerfisbundinni áætlun sem kæmi úr innsta hring sovétstjómarinnar. Markmiðið væri að valda glundroða í ríkjun- um svo kalla mætti á herinn, reka þjóðþingin heim og koma á lepp- stjómum. Það væm helst hörð viðbrögð á Vesturlöndum og hót- Stjórn fiskveiða Stefnan endurskoðuð Þorvaldur Garðar Kristjánsson: Nýtt við- horf í stjórnun fisk- veiða Lögð var fram á þingi í gær þingsályktunartillaga um að fiskveiðistefnan verði endur- skoðuð. Það eru 15 þingmenn úr öllum flokkum sem standa að tillögunni. Lagt er til að sjö-manna þing- nefnd verði kosin er hafi það hlut- verk að endurskoða stefnuna með það að markmiði að tryggja vemdun fiskstofna, að atgervi þeirra er stunda sjóinn fái að njóta sín og að sjávarútvegurinn geti lagað sig að landsháttum, fiski- miðum og hagsmunum byggðar- laga. Nefndin skal samkvæmt til- lögunni semja ffumvarp er meðal annars komi á stjóm stærðar fiski- skipastólsins og sóknarstýringu á veiðitíma. -gpm anir um að hætta efnahagslegri aðstoð sem hefðu komið í veg fyr- ir þetta. Jón Baldvin taldi helst koma til greina að Island gerði likt og sum Austur-Evrópuríki og kæmi upp fastafulltrúum hjá þjóðþingum ríkjanna þrigga. 01- afur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra var með tillögu í svipaða vem í umræðum á þingi á mánu- dag. Jón Baldvin sagði að það væru mikil vandkvæði á því að taka upp stjómmálasamband við Litháen en það eina ríki hefúr lýst yfir sjálfstæði sínu meðan Eist- land og Lettland hafa gefið út viljayfirlýsingar um sjálfstæði. Jón taldi sendinefndir þing- manna vera bestu leiðina til að- stoðar sjálfstæðisbaráttunni þar sem þjóðþingin væm helsta lýð- ræðistákn Eystrasaltsríkjanna. Hann sagði að forystumennimir sem hann hefði rætt við hefðu einnig lagt áherslu á að Sovét- mönnum yrði haldið við efnið um að standa við skuldbindingar sín- ar varðandi Helsinki-sáttmálaim, Parísaryfirlýsinguna óg aðra al- þjóðasamninga sem t.d fela í sér kafla um sjálfsákvörðunarrétt þjóða. Einnig var lögð áhersla á að mál ríkjanna yrði tekið upp á vettvangi Sameinuðu þjóðanna t.d. með því að kalla saman al- þjóðlega ráðstefhu um málið, sagði Jón. Eins var hvatt til að allri efnahagsaðstoð yrði hætt við Sovétríkin. Jón sagði að hætti Efnahags- bandalagið við að styðja Sovét- ríkin efnahagslega hefði það gíf- urleg áhrif. En EB tók þá ákvörð- un í gær að fara sér hægt varðandi skammtímaaðstoð og leggja lang- tímaáætlanir um aðstoð á hilluna að sinni. Jón Baldvin sagði einnig að Boris Jeltsín hefði boðað fúnd rússneska ríkisins, Hvíta- Rúss- lands, Ukraínu og Kákasus þar sem rætt yrði sérstakt ríkjasam- band þessara íjögurra ríkja Sovét- ríkjanna er hefðu sama þjóðhöfð- ingja og sameiginleg utanríkismál en þó hvert sinn her. Að lokum sagði Jón Baldvin að hér á landi væri vilji til að fara sáttaleið og því yrði ítrekað boð íslendinga um að Reykjavík verði aðsetur samninga milli deiluaðil- anna. Seint í gærkvöldi var von á formanni utanríkismálanefhdar þjóðþings Litháa, Emannelis Zin- geris. Kollegi hans Jóhann Ein- varðsson tók á móti honum og mun hann sitja fúnd utanríkis- málanefndar í dag. Hann er hér í synlegt að veita forystu félagsins aðhald, enda telur hann að félagið hafi ekki beitt sér af nægum krafti i því að lyfta lægstu laununum. Jóhannes segist telja að núverandi stjóm hafi staðnað. Mótffamboðið, sem býður ffam B- listann í þessum kosning- um, hefur heitið því að láta það verða sitt fyrsta verk að breyta lögum félagsins þannig að mót- framboð þurfi ekki að leggja fram 120 manna lista. Þeir sem standa að framboðinu vilja að kosið verði hlutfallskosningu í stjóm og trúnaðarmannaráð. Að sögn Jó- hannesar mun mótframboðið jafnframt beita sér fyrir því að fé- lagsmenn verði virkari í starfi fé- lagsins og að meiriháttar ákvarð- anir verði bomar undir fleiri en nú er gert. - Ef við töpum þessum kosn- ingum munum við standa að baki þeim sem vinna og ætlumst til þess sama ef við vinnum, segir Jóhannes. Núverandi stjóm og trúnaðar- mannaráð bjóða ffam A- listann. Halldór Bjömsson, varafor- maður Dagsbrúnar, sakar mót- framboðið um að hafa farið með ósannindi og óhróður í áróðri sín- um. Hann minnir á að lög félags- ins em ekki verk núverandi stjómar, heldur hafa þau verið í gildi síðan 1906. Hann segist alls ekki telja að lagaákvæði geri mönnum of erfitt um vik að skipta um forystu í félaginu. - Hér er um að ræða stórt fé- lag sem hefúr verið mjög afger- andi í gegnum tiðina. Það er eðli- legt að menn þurfi að hafa fyrir því að sanna ágæti sitt, segir Hall- dór. - Það er vissulega mikilvægt að veita forystu félagsins aðhald, en þeir í mótframboðinu hafa ekki bent á eitt atriði til stuðnings málflutningi sínum um linkind núverandi stjómar. Við höfúm ekki legið á þvi að lægstu launin em allt of lág, en ég held að það sé ekki hægt að skamma Dags- brún fyrir að hafa verið dauf í kjarabaráttunni, segir Halldór Bjömsson. -gg lii | Ansi er hann nú gimilegur þorramaturinn f bakkanum sem Matthías Sigurðsson heldur á, þó svo að ekkert sé á honum hvalrengið vegna hvalveiðibannsins. Rengi er fituríkur sinavefur á kviði hvala. Mynd: Jim Smart Þorrabakkar Hvalrengi vantar ví miður er ekki hvalrengi í þorrabökkum i ár; það hefur ekki fengist frá því í fyrravor, sagði Matthías Sigurðsson hjá Matvöruverslun. Austurvers. Þorri gengur í garð á föstudag og er þegar orðin mikil eftirspum eflir þorramat hjá Matvömversl- uninni og víðar. Matthías segir að á síðustu ár- um hafi unga fólkið tekið við sér og kunni vel að meta þennan mat sem tilbreytingu við það sem það borðar hvundags. -grh Miðvikudagur 23. janúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.