Þjóðviljinn - 26.01.1991, Page 4
ÞJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Menningar-
landhelgi
Nokkrar umræður hafa sprottið af þeirri ákvörðun
Svavars Gestssonar menntamálaráðherra að rýmka
reglur um eriendar sjónvarpssendingar á (slandi og
benda margir sem vonlegt er á þá hættu sem íslenskri
menningu og tungu stafi af erlendu óþýddu sjónvarpi á
hverju heimili, jafnvel allan sólarhringinn. Virðist þá gert
ráð fyrir að breytingin þýði upphaf þess að menningar-
landhelgin verði galopnuð erlendum sjónvarpsstöðvum,
með skelfilegum afleiðingum.
Útvarpsréttarnefnd úrskurðaði að útsending Stöðvar
2 á sendingum bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN
hafi verið ólögleg og er engin ástæða til að vefengja að
úrskurður nefndarinnar hafi verið réttur.
Útsendingarnar eru umdeilanlegar einnig eftir að
reglugerð hefur verið breytt og þeim gert kleift að stunda
þessa starfsemi. Þær eru til komnar vegna stríðsins við
Persaflóa og eru sérstaklega umdeilanlegar vegna þess
að fréttirnar sem þannig fást af stríðinu eru fullkomlega
ritskoðaðar. Til að mynda hlýtur hver athugull áhorfandi,
sem fylgst getur með, fljótt að rekast á þá undarlegu
„staðreynd" að það er eins og næstum engir meiði sig í
þessu stríði. Fréttaflutninguraf þessu tagi, sem innlendu
stöðvarnar gera að sínum, á þess vegna lítið skylt við
frjálsa fjölmiðlun. Með þeim er ekki verið að auka raun-
verulegar upplýsingar til fólks, heldur þylja sömu ritskoð-
uðu frásagnirnar aftur og aftur, án þess að geta þess um
leið með hvaða hætti fréttirnar eru til komnar. Við þá
mynd sem hinar erlendu stöðvar skapa gera íslensku
stöðvarnar naumast nokkrar athugasemdir.
Hvort sú ákvörðun að rýmka reglurnar núna leiðir til
þess að íslensk menningarlandhelgi verði varanlega rof-
in og það sem innan hennar er bíði stóran skaða af, er
allt annað mál. Hættan á að það gerist ræðst af mörgum
atriðum. Meðal þess er metnaður stöðvanna og geta til
að halda uppi íslenskri dagsskrá sem sjálfkrafa ryður
hinum erlendu út af skjánum. Ef þær ætluðu að færa sig
upp á það skaftið að demba yfir landslýð óþýddu er-
lendu sjónvarpsefni mikinn hluta sólarhringsins, jafnvel
einnig inni í því sem kalla má þeirra eigin dagskrá, þá
þýddi auðvitað ekkert annað en að breyta reglunum aft-
ur og krefjast þýðingar eða texta á öllu efni um leið og
það er flutt.
Innan tíðar verður fjarskipta- og gervihnattabyltingin
komin á það stig að allir geta fengið sér móttökubúnað
og tekið á móti mörgum erlendum sjónvarpsstöðvum,
móttökubúnaðurinn verður sífellt ódýrari og einfaldari.
Vissulega er mikill munur á því að innlendar sjónvarps-
stöðvar sendi út efni annarra eða því að hver sjónvarp-
snotandi eða hópar notenda þurfi sjálfir að verða sér úti
um móttökubúnað. Eigi að síður er nauðsynlegt að gera
sér grein fyrir þeim veruleika sem blasir við og haga sér
í samræmi við það. Menningarlandhelgin verður með
öðrum orðum aldrei girt eða varin með reglugerðum ein-
um saman. Það sem sker úr um val áhorfandans að lok-
um er það efni sem honum stendur til boða. Öflugar ís-
lenskar sjónvarpsstöðvar, sem hafa bæði getu og metn-
að til að bera, eru þess vegna langöruggasta vörnin og
sú ein sem dugirtil frambúðar.
í þessu efni bera stjórnvöld og ríkisútvarpið sérstaka
ábyrgð. Á ríkisútvarpið er lögð sú skylda að vera forystu-
aðili í Ijósvakaljölmiðlun í landinu. Að gera ríkisútvarpið
illa í stakk búið til að standast innlenda og erlenda sam-
keppni er því margfalt alvarlegra mál en tiltölulega rúm
reglugerð um þýðingarskyldu.
Það sem nú er að gerast kallar því á að sett verði ný
útvarps- eða fjölmiðlalöggjöf sem verði til þess að ríkis-
útvarpið geti staðið við skyldur sínar með myndugum
hætti og starfsskilyrði annarra fjölmiðla verði bætt. Óflug
og fjölskrúðug innlend fjölmiðlun er raunhæfasta svarið
við þeim breytingum sem eru að eiga sér stað.
hágé.
Norðurlandaráð:
Sami fær bókmennta-
verðlaunin
Nils-Aslak Valkeapaa verðlaunaður fyrir Ijóðabókina
„Faðir minn, sólin(< (Beaivi, áhcázan)
snjór þiðnar og regn fellur,
vonir deyja og draumar ruglast
í brjósti ber ég
kalinn fugl
sem kliðar, jojkar
í hjarta nem ég
ýlfur vindsins,
andvörp kotanna í
skammdegismyrkri
jojkið hljóðnar,
jojkarar þagna
Dómnefnd bókmenntaverðlauna Norð-
urlandaráðs tilkynnti á blaðamannafundi í
Tromsö í Noregi í gær að samíski rithöf-
undurinn Nils-Aslak Valkeapaa hlyti Bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs 1991
fyrir ljóðasafnið Beaivi, áhcázan (Faðir
minn, sólin), sem nú var tilnefnd til verð-
launanna í annað sinn vegna þess að þýð-
ing hennar á önnur norræn mál Iá ekki fyr-
ir þegar hún var tilnefnd til verðlaunanna í
fyrra.
Ljóðabókin Faðir minn, sólin þykir at-
hyglisverð vegna þess að í henni tengir höf-
undurinn saman ljóð og gamlar og nýjar ljós-
myndir af sömum og þjóðlífi þeirra, þannig
að mynd og texti tala saman í bókinni.
Nafn bókarinnar er sótt í goðsöguheim
sama sem segir þjóðina vera bam sólarinnar
(sólin er karlkyns í flestum tuungumálum), en
myndefninu hefur höfundurinn safnað víðs-
vegar um Norðurlönd, í Evrópu og Bandaríkj-
unum.
í úrskurði dómnefndar em færð eftirfar-
andi rök fyrir valinu á bók Valkeapaa:
„1 verki sínu tengir höfundur saman fortíð
og nútíð, heimildir og skáldskap, á nýskap-
andi og áður óþekktan hátt. Bókin tjáir sam-
íska menningarsögu, og lesandinn fær innsýn
í auðlegð samískrar tungu. Tvíræðni og marg-
ræðni orðanna hvetur lesandann til íhugunar,
vekur sömum trú á mál sitt og stolt yfir því,
um leið og höfúndurinn vinnur gegn hvers
konar tilhneigingu til einfoldunar skáldmáls-
ins.“
Bókmenntafræðingurinn Harald Gaski
segir um bók Valkeapaa, að bókin sé fyrst og
fremst skrifuð með samíska lesendur í huga,
og því leyfi höfúndurinn sér að reyna á þanþol
málsins bæði hvað varðar hljóð, hljóm, ná-
kvæmni, hliðarmerkingar og málgildrur, auk
þess sem leikið sé á tóneðli og jojkhefð sam-
ískunnar.
Sem dæmi um aðferð skáldsins má nefna
áð í einu kvæða hans (nr. 272) er orðum dreift
um síðuna án þess að á milli þeirra sjáist
Nils-Aslak Valkeapaa fremur jojk, sem er þjóðar-
sönglist sama.
nokkurt samband við fyrstu sýn. En kunnugir
átti sig síðan á að orðin tákna heila hreindýra-
hjörð, þar sem hvert hreindýr er nefnt með
ákveðnu nafni - því samar eiga óteljandi orð
til að lýsa hreinum með tilliti til kyns, aldurs,
litar, vaxtarlags o.s.frv. I þýðingu geta nöfn
þessi hins vegar ekki gefíð nema hugboð um
dýpt samískunnar á þessu sviði.
Einar Bragi skáld hefúr þýtt nokkur ljóð
eftir Nils-Aslak Valkeapaa á íslensku og er
eitt þeirra birt í Ijóðasafni hans, sem kom út
1983. Það heitir Þannig líða dagamir og er
birt hér með leyfi þýðandans:
Þannig líða dagamir
Þannig líða dagarnir,
vikur skunda hjá, árin hverfa
Forslöan á Ijóðabókinni Beaivi, áhcázan.
vindarnir sópa
svellið í hjarta mér.
ÞJOÐVIUINN
Síðumúla 37 — 108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Utgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson
Ólafur H. Torfason.
Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson.
Aðrir blaðamenn: Bergdis Ellertsdóttir, Dagur
Þorleifsson, Elías Mar (pr.), G. Pétur Matthíasson,
Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
Heimir Már Pélursson, Hildur Finnsdóttir (pr.X, Jim
Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Ólafur
Gíslason, Sævar Guöbjörsson.
Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson.
Auglýsingar: Sigríður Siguröardóttir, Svanheiður
Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Hrefna Magnúsdóttir:
Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Halla Pálsdóttir,
Þorgerður Sigurðardóttir, Þórunn Aradóttir.
Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Skrifstofa, afgreiðsla, ritstjóm, auglýsingar:
Síðumúla 37, Rvík.
Simi: 681333.
Simfax: 681935.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Öddi hf.
Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr.
Áskriftarverð á mánuöi: 1100 kr.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. janúar 1991