Þjóðviljinn - 26.01.1991, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 26.01.1991, Blaðsíða 15
MINNING I DAG Sigfús Jónsson Tryggvason Fæddur 28. maí 1923 - Dáinn 14.janúar 1991 Hann andaðist eftir langvar- andi veikindi í Landspítalanum 14. jan. og var jarðsunginn frá Kópavogskirkju fostudaginn 18. janúar kl. 3:00. Faðir: Tryggvi f. 2/11 1892 d. í des. 1984, ffá Þórshöfn á Langanesi, útvegsbóndi þar, en síðar verkamaður í Reykjavík. Sonur Sigfúsar f. 16/6 1865 að Hermundarfelli í Þistilflrði, Jónssonar bónda þar Gíslasonar er bjó á Hermundarfelli 1855 með konu sinni Lilju Pétursdótt- ur. Móðir Sigfúsar og kona Jóns var Ingunn f. 1829 Guðmunds- dóttir f. um 1805, Þorsteinssonar bónda í Svalbarðsseli í Þistilfirði 1845 og konu hans Rósu Péturs- dóttur f. 1793. Móðir Tryggva var Guðrún f. 25.4. 1864 i Sand- fellshaga í Axarfirði Guðmunds- dóttir, bónda f. 1834, Þorgrims- sonar og konu hans Sigríðar Jónsdótturf. 1829. Móðir: Stefanía Sigurbjörg Kristjánsdóttir f. 16/11 1983, d. 1/11 1981, ffá Leifsstöðum í Vopnafirði. Móðir hennar var Signý Sigurlaug Davíðsdóttir frá Höfn á Strönd Sigmundssonar af Tjömesi og Guðrúnar Jónsdótt- ur. Faðir hennar var af Fjalla- bræðraætt Gunnar Kristján Jak- obsson, Sveinssonar á Djúpalæk og konu hans Hólmffíðar Guð- mundsdóttur. Stefanía og Tryggvi gengu í hjónaband 19/9 1919. Tryggvi vann áfram við útgerð foður síns, hann var góður verkmaður og afbragðs skytta og sjósóknari. Að vera virtur útvegsbóndi í sjávarþorpi var líkt og að vera konungur í ríki sínu á þessum ár- um. Utgerðin á Skálum stóð þá með miklum blóma og Þórshöfn var uppgangspláss og nokkurs konar höfuðstaður Langaness. Þá var líkt og nú, að sjávarút- vegurinn réð mestu um afkomu ibúanna. Á fyrri hluta aldarinnar fiskaðist vel þama norður ffá, ef gaf á sjó, og það rétt við land- steina. Á þessum ámm vora gerðir út 2 bátar frá heimili þeirra, og mannaðir að nokkru með Færey- ingum, sem þáðu kost og aðsetur á heimili þeirra. Það segir sig sjálft að á æskuheimili Sigfúsar var alltaf mannmargt og oft glatt á hjalla. Það var spilað á hljóðfæri og sungið og þegar slegið var í Lomber þá var nú líf í tuskunum. Menn þurftu að leggja hart að sér við vinnuna, en hvað var það, þeir voru ffjálsir. Þessi stóra útvegsheimili kröfðust líka mikillar vinnu af öllum sem vettlingi gátu valdið. Sigfús var vart kominn af bams- aldri þegar hann var farinn að standa við beitningu. Þegar heimsstyrjöldin síðari barst hingað upp að landsteinum í kjölfar kreppunnar miklu, herti enn að litlu sjávarþorpunum. Tundurduflin flutu rétt fyrir utan flæðarmálið, svo illt var að elta þann gula, og sjórinn nær allur uppurinn af fiski vegna erlendra fiskiskipa. En þó að Sigfús væri ungur að áram, varla tvítugur, var hann farinn að gera út eigin bát. Hann hafði lært það af foður sínum, að til þess að stunda sjó á opnum bátum, var það eflirtektin sem sagði allt. Sjólagið þurfti að þekkja og vita hvemig bregðast ætti við hverjum vanda. Þá vora ekki talstöðvar eða önnur örygg- istæki í litlum trillum. Stefanía og Tryggvi höfðu eignast 13 böm, og þó að þau kæmust ekki öll til manns var það fyrir séð að þeirra biðu fá at- vinnutækifæri í Þórshöfn. Haustið 1944 flutti öll fjöl- skyldan að norðan og settist að í Kópavogi. Þeim tókst með sam- stilltu átaki að koma sér upp þaki yfir höfúðið, þá vora ekki lyftar- ar eða önnur stórvirk tæki komin til sögunnar. En það var Sigfús sem lyfti Grettistakinu sem allir aðrir höfðu gengið frá. Sigfús hafði komið suður ári fyrr og stundað sjóróðra ffá Suðumesj- um. Þar fannst honum dapurleg vistin, sofið var í óupphitaðri verbúð og viðurværið var eftir þvi. Næstu árin var hann svo við sjóróðra á ýmsum bátum. Systkini Sigfúsar urðu 13 talsins. 5 þeirra dóu í bemsku, en þau sem upp komust voru: Guðrún f. 22/4 1920 hús- ffeyja á Þurrstöðum í Borgar- hreppi. M. Helgi Helgason, hann er látinn, böm 3. Helga f. 1/6 1924 húsmóðir. M. Pétur Hraunfjörð, skilin, böm 10. Jakob Sveinbjöm f. 11/10 1926. M. Guðlaug Ingvarsdóttir, hún er látin, böm 3. Ólafúrf. 19/3 1929.M.Hall- dóra Jóhannesdóttir, böm 2. Sverrir f. 25/3 1930. M. Sig- ríður Þorsteinsdóttir, böm 3. Ingólfur f. 7/5 1934. M. Ág- ústa Waage. Signý Sigurlaug f. 8/10 1936. M. Haukur Þórðarson, böm 6. Alffeð Bjömsson f. 15/7 1915. M. Hulda Pétursdóttir, böm 4. 26/11 1955 gekk Sigfús að eiga Guðlaugu Pétursdóttur f. 20/4 1930 í Reykjavík, Hraun- fjörð f. 14/5 1885 að Valabjörg- um í Helgafellssveit, og Ásta Kristjánsdóttir f. 6/6 1891 í Stekkjartröð í Eyrarsveit. Ungu hjónin bjuggu fyrst á heimili foreldra Guðlaugar að Sogabletti 17 í Sogamýri, en fluttu í Kópavog árið 1960 og hafa búið þar síðan. Sigfús var góður heimilisfaðir. Honum fannst ekkert of gott fyrir bömin og heimilið. Böm þeirra era: Tryggvi f. 21/3 1956, strætis- vagnastjóri. M. Helga Jónsdóttir. Sturla f. 20/6 1958 vélstjóri. M. Anna Guðmundsdóttir hjúkr- unarff., böm 3. Örvar f. 21/1 1960, stúdent. Álfheiður f. 15/11 1961, versl,- og tölvumenntuð. M. Er- lingur Erlingsson bakari, böm 2. Ásta f. 27/10 1963 hús- mæðraskólagengin. M. Jökull Gunnarsson, nemur tækniffæði. Böm 2. Ómar Hafsteinsson stjúpson- ur f. 2/8 1953, rafvirki. Meðan að bömin vora enn í æsku veiktist Sigfús og varð að dvelja á Vífilsstöðum í einangr- un frá heimili sínu. Það voru erf- iðir timar og lítið gert fyrir bam- mörg heimili. Honum var það mikið áfall að geta ekki séð heimili sínu farborða, og eflaust hefði batinn komið fyrr ef hann hefði ekki verið svona áhyggju- fullur vegna bamanna. En Guð- laug kona hans studdi hann eftir mætti á þessum erfiðu tímum, hún útvegaði sér vinnu á Kópa- vogshæli, í eldhúsinu, og þó hún hafi verið búin að vera 9 mánuði i húsmæðraskóla og húsmóðir í 15 ár varð hún að byija á byrj- endakaupi. Sigfús var starfsmaður hjá Kópavogskaupstað s.l. 10 ár. Hann var vinur vina sinna, og alltaf boðinn og búinn til þess að gera öðrum greiða og hirti lítt um þó ekki kæmi borgun fýrir. Hann vann alla tíð hörðum hönd- um, bæði til sjós og lands og var vel látinn í hveiju starfi. Ég hef þekkt Sigfús frá því að ég kom inn í þessa fjölskyldu og ekki hef ég kynnst traustari manni. Það er óhætt að gefa hon- um sömu ummæli og höfð vora um afa hans, Sigfús: „Hann var rammur að afli og fylginn sér við hvað eina, nærgætinn og hjálp- samur.“ Þeir sem áttu bágt á einn eða annan hátt vora alla tíð vel- komnir á heimili þeirra. Margur bitinn og sopinn hefur farið í gest og gangandi. Mörg bömin eru það sem þau hafa tekið upp á arma sína um lengri eða skemmri tíma. Þegar bróðir Guðlaugar missti konuna á besta aldri frá 10 bömum, sumum enn í æsku, var ekkert sjálfsagðara en þau kæmu inn á heimili þeirra og nytu þess sama og þeirra böm. Fyrir 5 árum veiktist Sigfús af krabbameini og fór i aðgerð. Allt virtist hafa farið á betri veg og hann komst til starfa aftur, en var ósköp þróttlaus. Á síðasta ári tók meinsemdin sig aftur upp. Hann hafði lengi þráð að geta veitt sér tómstundir, siglt út á fló- ann i bát sínum, veitt fisk og not- ið samverustunda með bama- bömunum er lífeyrisaldrinum væri náð, en margt fer öðra vísi en ætlað er. Við hjónin vottum eiginkonu og bömum innilega samúð. Friður Guðs veri með hon- um. Hulda Pétursdóttir, Útkoti A iS&J Utideild 57 í Kópavogi óskar að ráða starfsmann í hálft stöðugildi. Starfið er fjölbreytt með sveigjanlegum vinnutíma, aðallega á kvöldin og um helgar. Reynsla og/eða menntun skilyrði. Umsóknarfrestur er til 7. febrúar nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Félagsmálastofnunar Kópavogs. Nánari upplýsingar veitir unglingafulltrúi í síma 45700. Félagsmálastofnun Kópavogs, Fannborg 4. ÞJÓÐVILJINN FYRIR 50 ÁRUM Skjalfestar upplýsingar fengnar um þjófnaðartilraunir í sambandi við útborgun i Bretavinnunni. Þeir sem raunveruiega bera ábyrgð á öllum þjófnuðum, svikum og rán- um, sem framin hafa verið I Dags- bnin siðasta ár skiptast niður á lista atvinnurekenda I Dagsbrún: Héðinn fékk Gísla Guðnason - Haraldur fékk Jón S. J... og Torfa Þorbjarnarson. Burt með völd at- vinnurekendanna og svindlaranna I Dagsbrún. Kjósið C-listann. At- vinnurekendur berjast með hnúum og hnefum fyrir kosningu Héðins og inntöku hans i íhaldið. En allir heiðariegir verkamenn hafa snúið baki við þessum pólitíska föru- manni. 26. janúar laugardagur. 26. dagur ársins. 14. vika vetrar byrjar. Solarupprás ( Reykjavik kl. 10.27 - sólarlag kl. 16.54. Viðburðir ÞjóðhátiðardagurÁstrallu og Ind- lands. Bátaábyrgðarfélag Vest- mannaeyja, elsta tryggingarfélag landsins, stofnað 1862. Verka- mannafélagið Dagsbrún stofnað 1906. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúða vikuna 18 til 24. janúar er í . Haaleitis Apóteki og Vesturb. Apóteki. Fyrmefnda apótekiö er opiö um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á frídögum). Siðarnefnda apótekið er opið á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögum kl. 9 til 22 samhliöa hinu fyrmefnda. LÖGGAN Reykjavlk........« 1 11 66 Kópavogur. Selljamames Hafnarfjörður. «4 12 00 « 1 84 55 «511 66 « 5 11 66 « 2 32 22 Slökkvið og sjúkrabðar Reykjavik « 1 11 00 Kópavogur. « 1 11 00 Seltjamames « 1 11 00 Hafnarfjörður. « 5 11 00 Garðabær. « 5 11 00 Akureyri.....................« 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er f Heilsuverndar- stöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, simaráðleggingar og timapantanir ( « 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjaþjónustu eru gefnar í simsvara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daaa frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspitalinn: Göngudeildin er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarsplt- alans er opin allan sólarhringinn, tr 696600. Neiðarvakt Tannlæknafélags islands er starfræktumhelgar og stórhátiöir. Simsvari 681041. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæsl- an, * 53722. Næturvakt lækna, tr 51100. Garöabær: Heilsugæslan Garðaflöt, ■n 656066, upplýsingar um vaktlækni «51100. Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Læknamiöstööinni, « 22311, hjá Akureyrar Apóteki, « 22445. Nætur- og helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985- 23221 (farslmi). Keflavik: Dagvakt, upplýsingar I « 14000. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna, « 11966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartimar: Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spitalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Land- spltalans: Alla daga kl. 15 til 16, feðra- tími kl. 19:30 til 20:30. Fæðingar- heimili Reykjavíkurv/Eiríksgötu: Al- mennur timi kl. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatimi kl. 20-21 alla daga. Öldrunarlæknlngadelld Landspital- ans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspitala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsu- vemdarstöðin við Barónsstig: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspitali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Bamadeild: Heim- sóknir annarra en foreldra kl. 16 til 17 alla daga. St. Jósefsspítali Hafnar- firði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspitalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkrahús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsið Húsavík: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Rauða kross húsið: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjarnargötu 35, « 91-622266, opið allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er I upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbla og homma á mánudags- og fimmtudags- kvöldum kl. 21 til 23. Slmsvari á öörum timum. « 91-28539. Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sáifræöi- legum efnum,« 91-687075. Logfræðiaðstoð Orators, félags laganema, er veitt I slma 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félaglð, Álandi 13: Opiö virka daga frákl. 8 til 17, «91-688620. „Opið hús" fyrir krabbameinssjúk- linga og aðstandendur þeirra i Skóg- arhlið 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmls- vandann sem vilja styðja smitaöa og sjúka og aðstandendur þeirra i « 91- 22400 og þar er svaraö alla virka daga. Upplýslngar um eyðnl: « 91-622280, beint samband við lækni/hjúkrunar- fræðing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars simsvari. Samtök um kvennaathvarf: « 91- 21205, húsaskjól og aðstoö við konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vestur-götu 3: Opið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22, « 91-21500, simsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum: « 91-21500, simsvari. Vinnuhópur um sifjaspellsmál: «91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Stigamót, miðstöð fyrir konur og böm sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vesturgötu 3, « 91-626868 og 91- 626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: « 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt I « 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt, « 652936. GENGHE) 25. Janúar1991 Sala Bandarikjadollar...........54,74000 Sterlingspund.............107,14000 Kanadadollar...............47,15500 Dönsk króna.................9,56070 Norsk króna.................9,40070 Sænsk króna.................9,83560 Finnskt mark...............15,19920 Franskurfranki.............10,82570 Belglskurfranki............ 1,78570 Svissneskur franki.........43,53250 Hollenskt gyllini..........32,64060 Vesturþýskt mark...........36,79510 Itölsk lira.................0,04893 Austuniskur sch.............5,22830 Portúgalskur escudo........ 0,41470 Spánskur peseti.............0,58550 Japanskt jen................0,41391 Irskt pund.................98,02000 KROSSGÁTA Lárétt: 1 leiði 4 sorg- bitin 6 fæða 7 espi 9 höfuð 12 votir 14 fugl 15 fikt 16 seinka 19 sá 20 kvæði 21 bölvi Lóðrétt: 2 hrædd 3 þöglir 4 jafningi 5 blett 7 króks 8 tóftir 10 gat 11 heilt 12 spök 17 borða 18 karimannsnafn Lausn á siöustu krossgátu Lárétt: 1 koks 4 sorg 6 kák 7 masi 9 espa 12 klökk 14 ger 15 rot 16 eigra 19 reið 20 ópin 21 parta Lóörétt: 2 oka 3 skil 4 skek 5 ráp 7 mag- urt 8 skreip 10 skrapa 11 aftann 12 örg 17 iða 18 rót Laugardagur 26. janúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.