Þjóðviljinn - 03.05.1991, Page 1

Þjóðviljinn - 03.05.1991, Page 1
QJCiMU Fánaborg Alþýöubandalagsins á Lækjartorgi á 1. mal fundinum. Mynd Kristinn. pfp W j /: g .m M ij f;Í i Fjölmennir útifundir 1* maí Mun fleiri mættu á Lækjartorg á útifund fulitrúaráðs verka- lýðsfélaganna en und- anfarin ár. Taldi lögreglan að um 5000 manns hefðu mætt á fund- inn. Svipaða sögu var að segja annars staðar að af landinu. Ræðumenn dagsins lögðu allir áherslu á að í komandi samningum yrði að leiðrétta lægstu launin og á Húsavík lagði Ásmundur Stefáns- son forseti ASÍ áherslu á að í samningana yrði að koma ákveðin kaupmáttartrygging. Ögmundur Jónasson formaður BSRB benti á að nú væri fyrir hendi innistæða í þjóðarbúinu, innistæða sem launafólk hefði búið til og að sú innistæða yrði sótt í komandi samningum. Mikið fjölmenni var einnig i 1. maí kafii hjá verkalýðsfélögunum og sömu sögu er að segja um 1. maí kaffi Alþýðubandalagsfélaga víða um land, mun fleiri en undan- farin ár. Fjöldi manna notaði einn- ig daginn til þess að ganga í Al- þýðubandalagið. -Sáf Sjá síðu 6 Veruleg vaxta- hækkun fyrir- sjáanleg Davíð Oddsson for- sætisráðherra lýsti því yfir eftir ríkisstjórnarfund í gær að vextir á ríkisskuldabréfum myndu hækka. Þá aftók hann ekki að erlend lán yrðu tekin til þess að mæta halla ríkissjóðs. „Það er ljóst að húsbréfa- markaðurinn er kominn með vext- ina upp í 8,4 prósent sem er tölu- vert yfir því sem almennt gerist hjá bönkum og sparisjóðum," sagði Ásmundur Stefánsson forseti Al- þýðusambands íslands í samtali við Þjóðviljann í gær. Prósentutalan sem hann nefndi er núverandi ávöxtunarkrafa bréf- anna. Ásmundur sagði að allar for- sendur mikillar vaxtahækkunar væru fyrir hendi þar sem stjómvöld ættu eftir að afla fjár til að mæta auknum halla rikissjóðs það sem af er ársins auk þess sem húsbréfa- kerfið kallaði á mikið fé. „Aðstæðurnar virðast allar stefna í það að hið opinbera sé að knýja upp vexti,“ sagði Ásmundur. En eitt fyrsta verk hins nýja forsætisráðherra landsins Davíðs Oddssonar var að boða hækkun vaxta. Davíð sagðist þó eiga von á því að vextir myndu aftur lækka þegar tekið yrði á ríkisfjármálunum en bætti við að vextimir hefðu í raun og vem hækkað nú þegar þar sem þeim væri haldið niðri sem fæ- list meðal annars í því að ríkisbréf seldust ekki vegna þess að vextim- ir væm lægri en annars staðar. Einar Oddur Kristjánsson for- maður Vinnuveitendasambands Is- lands sagðist fastlega vonast til þess að stjómvöld næðu tökum á stjóm peningamála en sagði að vaxtahækkun nú, af tvennu illu, væri betri kostur en að sjá efna- hagslífið gliðna í sundur. „Vaxta- hækkanir em mjög bagalegar fyrir atvinnulífið því þær skerða sam- keppniskjörin og skerða möguleika fyrirtækjanna til að borga betra kaup,“ sagði Einar Oddur. Hann sagði að fyrirtækin væm afskap- lega misjafnlega undir vaxtahækk- un búin en að stórar greinar eins og sjávarútvegurinn yrðu ekki fyrir miklum áhrifum af vaxtahækicun þar sem stór hluti rekstrarins byggði á erlendu fé. „En þetta hef- ur mjög slæm áhrif á samkeppnis- aðstöðu mjög margra," sagði Einar Oddur. „Það er ljóst að ríkið fer fyrir í vaxtahækkunum og það er ríkið sem tekur til sín þá peninga sem fara á markaðinn,“ sagði Ásmund- ur. Tvær leiðir em til að ná tökum á ríkisfjármálunum, annars vegar skattahækkun til að auka tekjumar, hinsvegar niðurskurður útgjalda. Hin nýja rikisstjóm ætlar ekki að hækka skattana og er þá eftir niður- skurðurinn. Hvorki náðist í Davíð Oddsson né Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra í gær en hugsanlegt er að farið verði út f erlendar lán- tökur til að létta á fjármagnsmark- aðnum innanlands áður en niður- skurðurinn hefst. Ásmundur benti þó á að erlendar lántökur væm seðlaprentun í sjálfu sér og gætu hafl aðrar óheppilegar afleiðingar. - Þetta em hinar verstu ógöng- ur, sagði Ásmundur „en það er ljóst að vaxtahækkun gerir erfiðar fyrir um allt framhald á þjóðarsátt og gerð kjarasamninga í haust“. -gpm

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.