Þjóðviljinn - 03.05.1991, Side 11

Þjóðviljinn - 03.05.1991, Side 11
[iSMAFRETTIR Vorhapp- drætti Krabba- meinsfélags- ins Miðar í vorhappdrætti Krabbameinsfélagsins hafa verið sendir ( póst til viðtak- enda um allt land. Nú er í fyrsta sinn í 36 ára sögu fé- lagsins eigöngu sent til karlmanna, enda fá þeir í leiðinni nýjan tólf síðna fræðslubækling sem þeim er sérstaklega ætlaður. Konurnar fá miða í haust. Vinningar að þessu sinni eru 104 talsins að veðmæti samtals 15,6 miljónir króna. Aðalvinningar eru bifreiðar. Félagið hvetur karlmenn til þess að kynna sér fræðslu- bæklinginn vandlega. Spilakvöld Eldri borgara Þriðja umferð í þriggja kvölda spilakeppni Félags eldri borgara í Kópavogi verður að Auðbrekku 25 í kvöld, föstudag, kl. 20.30. Dans á eftir að venju. Gullbrúöhjónin Finnur Einarsson og Elln Guömundsdóttir. Gullbrúðkaup í Ðorgarnesi Hjónin Elín Guðmunds- dóttir og Finnur Einarsson, Ánahlíð 2, Borgarnesi, eiga gullbrúðkaup á morgun, laugardaginn 4. maí. Þau taka á móti gestum í Fé- lagsbæ, Borgarnesi, frá kl. 15 til 18 á laugardag. Vinnumiölun í Vitanum Vinnumiðlun unglinga tók til starfa í gær, í Vitan- um, Strandgötu 1 í Hafnar- firði. Það er æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar sem rekur vinnumiðlunina. Ailir sem eru í leit að starfi eða á höttunum eftir starfs- kröftum eru hvattir til að hafa samband við miðlun- ina í síma 50299. Opnunar- tími er frá kl. 10 til 12 og frá kl. 14 til 16 alla virka daga. Vorverk í Gerðubergi Kjartan Mogesen lands- lagsarkitekt og garðyrkju- meistaramir Axel Knútsson og Samson B. Harðarson halda fyrirlestur og verða með sýnikennslu í Gerðu- bergi mánudaginn 6. maí kl. 20. Tekið verður fyrir klippingar, áburðargjöf, uppbindingar á trjám og plöntum o.fl. Kjörið tækifæri fyrir áhugamenn um garð-\ rækt að fá leiðsögn fag- manns. Aðgangur ókeypis, en þátttakendur þurfa að hafa með sér stígvél og klippur. Fmétter Við höfum búið til þessa innistæðu og látum ekki hafa hana af okkur. Ögmundur Jónasson formaður BSRB flytur ræðu s(na á útifundinum, 1. ma(. Nú er fyrir hendi inni- stæða, fyrir auknum kaupmætti. Og það er- um við sem höfum bú- ið til þessa innistæðu, fólkið í landinu, ekki af fórnarlund held- ur hyggindum. Og þessa inni- stæðu ætlum við ekki að láta hafa af okkur. Svo fórust Ögmundi Jónassyni orð m.a. í ræðu sem hann hélt á útifundi Fulltrúaráðs verkalýðsfé- laganna í Reykjavík á Lækjartorgi íyrsta maí. Ögmundur hóf mál sitt á þvi að vitna til orða nýs forsætisráðherra um að íslenskt launafólk hefði orð- ið að sæta 15% kjaraskerðingu. Og hefði verið á honum að skilja að þetta stafaði af fómarlund verka- fólks. Annar forystumaður nýrrar ríkisstjómar hefði hinsvegar sagt að nú færi í hönd batnandi tíð með auknum hagnaði fyrirtækja og hagstæðari viðskiptakjörum. Ut af þessu lagði Ögmundur á þessa leið: „Ég veit að ég mæii fýrir munn margra þegar ég ífábið allt tal um fómir. Við höfum engu fómað. Launafólk hefur enga fómarlund sýnt. Við höfúm hins vegar gert það sem við töldum hyggilegast. Til þess að treysta kjör okkar, til að ná ffam eins miklum árangri og kostur er. Og okkur tókst það sem við ætluðum. Við sögðum að við ætl- uðum að kveða niður verðbólgu og við bmtum niður verðbólgu. Við sögðum að við ætluðum að koma í veg fyrir atvinnuleysi og það gerð- um við. Við ætluðum að tryggja kaupmátt og einnig það tókst okk- ur. En þótt við frábiðjum okkur tal um fómarlund þá er hitt rétt hjá rikisstjóminni að nú er fýrir hendi innistæða - innistæða fýrir auknum kaupmætti. Og það emm við sem höfum búið til þessa innistæðu, fólkið í landinu, ekki af fómarlund heldur hyggindum. Og þessa inni- stæðu ætlum við ekki að láta hafa af okkur.“ Ögmundur rifjaði síðan upp kjarasamninga fyrir um það bil tveim ámm, þegar áhersla var á það lögð að semja gegn kjararým- un og atvinnuleysi. Atvinnurek- endur sögðu þá að við blasti hmn atvinnuveganna vegna okurvaxta, óhagstæðs verðlags á afurðum ofl. „Þeir þyrftu umtalsverðan við- skiptakjarabata inní fýrirtækin til að reisa þau við - og það fengu þeir. Jafhvel þegar batinn reyndist meiri en þessu nam, þá féllumst við á að hann færi í verðjöfnunar- sjóð, þar sem hann yrði geymdur að hætti hygginna manna. Ef verð- fall yrði á mörkuðum þá ætti þjóð- in varasjóð upp á að hlaupa.“ Okkar megin borðs, sagði Ög- mundur var á það bent að hjá tugu- þúsundum heimila væri kaupmátt- ur óbærilega lítill og þverrandi. Úr þessu mætti bæta með réttlátari tekjuskiptingu og með þvi að sýna ráðdeild og hagræða þar sem nú væri sóað: „A þessum gmnni gerðum við þjóðarsátt. Smám saman tókst okk- ur að snúa vöm í sókn. Sumir vildu ekki vera með. Þeir sáu eftir verð- bólgunni. í skjóli hennar höfðu þeir getað skarað eld að sinni köku. Aðrir vildu að vísu að verð- bólgan færi niður, en án þess að þeir sjálfir þyrftu að leggja eitt- hvað af mörkum. Þetta er ekkert nýtt. Þeir sem mest hafa vilja jafn- an klóra til sín meira. En eitt skulu menn vita, að þótt okkur hafi enn ekki tekist nema að takmörkuðu leyti að setja stór- gróðaliðinu stólinn fyrir dymar þá var það ekki af fómarlund. Það var ekki af fómarlund að við höfúm horft á banka og fjármagnsfyrir- tæki raka til sín miljörðum á okkar kostnað, það er ekki af fómarlund að við höfum horft upp á forstjór- ana í stórfýrirtækjunum og fýlgi- sveina þeirra taka til sín mörg hundmð þúsund krónur á mánuði, miljónir, meðan aðrir ná ekki end- um saman vegna lágra launa. Það er ekki af fómarlund sem við höf- um látið þetta yfir okkur ganga. Heldur vegna hins að við höfum ekki verið nógu samstillt til að veita reiði okkar farveg og stöðva þessa ósvinnu. En kemur dagur eftir þennan dag.“ Síðan vék Ögmundur að þvt sem áunnist hefur: verðbólgan er komin níður í 5%, efnahagslíftð á uppleið, safnað hefur verið í sjóði: „En hvað gerist þá? Það er haf- in undirskriftasöfnun meðal at- vinnurekenda. Þið hafið séð það í blöðunum. Og þeir ræddu þetta í Viðey. Daginn sem þeir töluðu um maí-stjömuna. Atvinnurekendur vilja að verðjöfnunarsjóður sjávar- útvegs verði lagður niður og þeir fjármunir sem þar em látnir renna í þeirra vasa. Þeir fái þetta allt til sín. Ofan á allan gróðann. Og svo tala þeir um þjóðarsátt. Það er ekki þetta sem við áttum við með þjóðarsátt. Um þetta verð- ur engin þjóðarsátt." Þessu næst vék Ögmundur að þeim fféttum „að sérfræðingar í efnahagsmálum“ hefðu komist að samkomulagi um að nú væri fram- undan nýtt hávaxtaskeið. Við þvf væri ekkert að gera, segðu lögmál- in, og notuðu þeir orðfæri helgirita til að réttlæta gróðafíkn: „Þeir tala um hinn góða hirði, það er okrarinn, sá sem ávaxtar sitt pund, sá sem hirðir arðinn, og því meiri arður því betri hirðir. Og þegar stjómmálamennimir boða að nú skuli okrað samkvæmt lögmál- inu þá segjum við: Það var ekki þetta sem við áttum við með þjóð- arsátt. Um þetta verður engin þjóð- arsátt.“ Nú em sérfræðingar hafðir fýr- ir því að nú þurfi „svona hirði“ til að annast ríkissjóð, ekki til að byggja upp, heldur rífa niður, sagði Ögmundur ennfremur. Og þá spyijum við: Hvað á að skera nið- ur? Allir viljum við ráðdeild og spamað: ,,En hvað á að skera niður? A að skera niður velferðarkerfi sjúklinga eða velferðarkerfi sér- firæðinga? Við viljum svör. Við eigum heimtingu á svari. Því þetta er okk- ar sjóður. Og fýrir þá sem ekki vita, þá mun engin maí-stjama blika á niðurskurðarhníf. Því það er ekki þetta sem við eigum við með þjóðarsátt. Um þetta verður engin þjóðarsátt... Nú em kosningar liðnar og við blasir vemleikinn. Menn skulu ekki láta ofmetnast á valdastólum. Það kann að vera auðvelt fýrir aug- lýsingastofúna að finna að frelsið sé í A-flokki og mannúð heyri til bókstafnum D. En í veruleikanum,inni á vinnustaðnum og við eldhúsborð- ið, þar verður ekki spurt um um- búðir og auglýsingaskrum. Það verður spurt um innihald, um sann- gimi og eflingu velferðar. Þar verður spurt um þá innistæðu sem við eigum, um aukinn kaupmátt, þar verður spurt um efndir þjóðar- sáttar. Um uppskemna sem er okkar, uppskeruna sem íslenska verka- lýðshreyfingin, við öll, ætlum að tiyggja að verði okkar.“ MMMNG Kveðja frá Rauða krossi Benedikt Blöndal hæstaréttar- dómari er látinn, 56 ára að aldri. Hans er hér minnst sem ötuls og úrræðagóðs rauðakrossfélaga og forystumanns Rauða kross íslands. Benedikt sat í aðalstjóm RKI á ámnum 1973-1986, þar af formað- ur árin 1982-1986. Benedikt hélt áffam tryggð við rauðakrossstarfið eftir að hann lét af formennsku með þátttöku í aðalfundum félags- ins. Sjálfúr kynntist ég Benedikt á þeim ámm er hann var formaður RKJ. Þá kom Benedikt á þeirri skipan sem síðan hefur haldist að ffamkvæmdaráðið, sem í eiga sæti auk formanns, tveir aðrir stjómar- menn, kæmu saman ásamt fram- kvæmdarstjóra í býti dags áður en hver héldi til sinnar vinnu. Þessara morgunfunda og Benedikts sér- staklega minnist ég með ánægju, ekki hvað síst vegna „utandag- skrárumræðna" um menn og mál- efni. í þeirri umræðu kom vel í Ijós víðtæk þekking og reynsla Bene- dikts. Það var ekki alltaf auðvelt fyrir mikilsmetinn lögmann með um- fangsmikla starfsemi á eigin stofu auk annarra verkefna að gegna jafnframt ábyrgðarstarfi sem sjálf- boðaliði. Einlægur áhugi Bene- dikts og trú á hugsjónir Rauða krossins var honum næg hvatning. í stjómarstörfum leitaðist hann við að sætta ólík sjónarmið og ná fram samstöðu. Hann gat verið fastur fýrir, en tók vel öllum rök- um og gat auðveldlega gert þau að sínum ef svo bar við. Eg gladdist því er Benedikt var skipaður Benedikt Blöndal hæstaréttardómari Islands hæstaréttardómari, annars vegar vegna þess að ég vissi að til þess stóðu vonir hans og hins vegar taldi ég tvímælalaust að reynsla hans og dómgreind kæmu þar að miklum notum. Sá tími er hans naut þar við varð hins vegar mun skemmri en nokkum óraði fýrir. Rauðakrossfólk syrgir góðan fé- laga og þakkar vel unnin störf í þágu mannúðar. Ekkju Benedikts, Guðrúnu Karlsdóttur og bömum þeirra, Karli, Lámsi og Önnu svo og öðr- um ættingjum votta ég fýrir hönd Rauða kross Islands innilega sam- úð og bið góðan guð að styrkja þau í mikilli sorg þeirra. Guðjón Magnússon, formaður Rauða kross íslands Síða 11 ÞJÓÐVILJINN Föstudagur3. maí 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.