Þjóðviljinn - 09.05.1991, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.05.1991, Blaðsíða 1
86. tölublað Fimmtudagur 8. maí 1991 56. árgangur sSm jSÍjWÍ iVáé;. ' t UHHÉ 'f , u v: ! vV'y v' Hrein torg, fögur borg... Ljósmyndari Þjóðviljans rakst á þennan haug af alls kyns drasli og leifar af amer- ískum kagga í hjarta borgarinnar á annars fögrum degi í gær. Mynd: Jim Smart. Alfreð með landsliðinu á ný Flest virðist benda til þess að Alfreð Gíslason handknatt- leiksmaður gefí kost á sér í íslenska landsliðið á ný og taki þátt í æfingaferð liðsins til Danmerkur og Svíþjóðar í byrj- un júlí. Þorbergur Aðalsteinsson lands- liðsþjálfari segir að Alfreð hafí tekið mjög jákvætt í það að vera með á nýjan leik, enda yrði það liðinu mitíll styrkur. Æfingaleik- imir við Dani og Svía í júlí er upp- hafið að lokaspretti liðsins fyrir B- keppnina sem hefst í Austurríki þann 18. mars á næsta ári. Stefnt er að því að íslenska iiðið leiki allt að tuttugu og fimm landsleiki áður en að alvörunni kemur. Meðal þeirra landsleikja sem þegar hafa verið ákveðnir má nefna að Tékkar koma hingað til lands um miðjan september, í nóvember tekur ís- lenska liðið þátt í sterku móti í Ungverjalandi, Svíar koma hingað til lands í byijun næsta árs, mót í Austurríki í seinnihluta janúar og Júgóslavar eru síðan væntanlegir hingað í marsbyrjun. Seinnihluta þessa_ mánaðar verður haldið þing HSI og liggja fyrir því alls fjörutíu og fimm breytingartillögur og þar á meðal um breytta skipan lslandsmótsins. Reiknað er með að, allt að mánað- arhlé verði gert á Islandsmótinu í handknattleik vegna B-keppninnar í Austurríki. -grh Atlaga stjómar að þjóðar- sáttinni Vaxtahækkanir ríkis- stjórnarinnar stefna þjóðarsáttinni í voða, en fram til þessa hafa markmið kjara- samninganna staðist. Kjararannsóknarnefnd hefur sent frá sér tilkynningu um nið- urstöður nefndarinnar fyrir fyrri hluta samningtímabils Þjóðar- sáttarsamninganna. í niðurstöð- unum kemur fram að kaupmátt- ur hafi staðið í stað fyrstu þrjá ársfjórðungana, en aukist á þeim fjórða. Kjararannsóknarnefnd telur þetta í samræmi við þau markmið sem sett voru með gerð samninganna. Leifur Guöjónsson hjá Verðlagseftirliti verkalýðsfé- laganna segir að þetta séu ánægjuleg tíðindi, en Leifur er hræddur um að kaupmáttur fari minnkandi núna þegar vextirnir fara hækkandi. Kjararannsóknamefnd sendi í gær ffá sér niðurstöður nefndarinn- ar ffá fyrri hluta samningtímabils Þjóðarsáttarsamninganna. Þar kemur fram að þróun kaupmáttar á árinu 1990 hafi verið með þeim hætti að hann hélst svo til óbreyttur fyrstu þrjá ársfjórðungana og jókst nokkuð á þeim fjórða. Kjararann- sóknamefnd segir þetta vera i fúllu samræmi við það sem stefnt var að við gerð samninganna. Laun landverkafólks í Alþýðu- sambandinu hækkuðu að meðaltali um 6% frá fjórða ársfjórðungi 1989 til fjórða ársfjórðungs 1990. Á sama tíma hækkaði framfærsluvísi- talan um 8%. Kjararannsóknar- nefnd segir að þetta séu áhrif ffá fjórða ársfjórðungi 1989, því þá var kaupmáttarrýrnunin um tæplega 2%. Breyting á mánaðartekjum sama hóps (þ.e. mánaðartekjur með yfirvinnu) ffá fjórða ársfjórðungi 1989 til sama tíma 1990, er sú að launin hafa hækkað um 6%. Kaup- máttur heildartekna hefur því einn- ig lækkað um 2%. Meðalvinnutími hjá landverkafólki innan ASI stytt- ist um hálfa klukkustund á viku að meðaltali á sama tímabili. Kaupmáttur launa á fjórða árs- fjórðungi 1990, hefur hækkað 2,1%, ef miðað er við paraðan sam- anburð. Paraður samanburður byggir á því að útreikningur launa- hækkana miðast einungis við laun þeirra einstaklinga sem koma fyrir á tveimur ársfjórðungum í röð. Leifur Guðjónsson hjá Verð- lagseftirliti verkalýðsfélaganna sagði að kjararannsóknir væru ekki alveg algildar, - þó verða menn að taka ákveðið mark á þeim. Þær eru þó stundum dálítið sveiflukenndar, sagði Leifur. Leifur sagði að Þjóðarsáttin hafi staðist mun betur en búast hafi mátt við. Og þessar niðurstöður Kjara- rannsóknamefndar séu vísbending um það. - En við verðum að hafa það í huga að ýmsir aðilar hafa ver- ið að hækka gjaldskrár sínar, og þá hafa ýmis sveitarfélög verið erfið í sambandi við hækkanir, sagði Leif- ur. Launþegahreyfingar hafa að undanfomu verið að vara stjómvöld við vaxtahækkunum. Nýlega sam- þykkti aðalfúndur Iðju og stjóm Dagsbrúnar harðorðar ályktanir þar sem félögin vömðu við hækkun vaxta. Leifúr sagði að nú þegar rik- ið hafi komið með fordæmið og hækkað vextina hjá sér væri allt eins víst að bankamir kæmu næstir með sínar hækkanir. „Þetta er ein skrúfa og þegar hún fer að snúast, þá held ég að það verði illa ráðið við það sem við köllum verð- bólgu," sagði Leifur. „Viðskiptin em þannig að verslanir fá lán til að kaupa vömr, ef vextimir hækka kemur það niður á vömverði. Einn- ig þarf fólk sem er með lán á herð- unum að borga af þeim og ef vext- imir hækka verða afborganir hærri. Það segir sig því sjálft að svona ferli þýðir ekkert annað en kaup- máttartap," sagði Leifur Guðjóns- son. -sþ Spennandi viðureign Jóhanns við Kasparov / Helgi Olafsson skrifar um OÍafur Ragnar Grímsson í brennidepli mótið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.