Þjóðviljinn - 09.05.1991, Page 7

Þjóðviljinn - 09.05.1991, Page 7
FMÉT3HR Meðalverð á útfluttum salt- fiski hækkaði um 35 prósent & síðastliðnu ári flutti ^ Sölusamband ís- lenskra flskframleið- enda út tœp 49 þúsund tonn af saltfiski fyrir 12,5 miljarða króna, cif sem er 9% minna magn en árið áður þegar flutt voru út 56 þúsund tonn fyrir 10,6 miljarða. Verðmætaaukningin í krónum varð 22% og meðalverð á útfluttum saltflski hækkaði um 35% í krónum á milli áranna 1989 og 1990. Þetta kom fram á aðalfundi SÍF sem haldinn var í gær. I ræðu Dag- bjarts Einarssonar stjómarformanns kom fram að í haust hafi saltfisk- vinnslan verið rekin með 4,5% hagn- aði, en um þessar mundir með nokkm tapi sé litið til hins fræga meðaltals. Að mati stjómarfor- mannsins hefur hátt hráefhisverð valdið mestu i þessum umskiptum þó aðrir þættir eigi þar sinn þátt ss. óhagstæð gengisþróun, greiðslur í Verðjöfnunarsjóð og lítilsháttar hækkun á launakostnaði. Dagbjartur sagði að hráefniskostnaður í saltfisk- verkun væri nú að meðaltali um 65% af tekjum, en var fyrir fáum árum um 50%. Hinsvegar væri þorri fram- leiðenda að veija allt að 75% og jafhvel 80% af afurðaverðinu til hrá- efniskaupa. Af þeim sökum lagði stjómarformaðurinn það til við sína menn að þeir ættu að láta spjaldið á fiskmörkuðunum falla fyrr en þeir gerðu og líta fyrst og ffemst í eigin barm til að finna ástæðuna fyrir versnandi rekstrarskilyrðum í salt- fiskvinnslunni. Af einstökum saltfiskmörkuðum er Portúgal þeirra stærstur, en Spánn sá verðmætasti. Til Portúgals vom seld 15 þúsund tonn sem er töluvert minna en þegar það var mest árið 1988 þegar þangað fóm 37 þúsimd tonn. Til Spánar vom seld tæp 14 þúsund tonn sem er aukning um tæp 4 þúsund tonn ffá fyrra ári. Saltfiskbirgðir í landinu vom litl- ar allt síðasta ár og afskipanir mjög örar jafnffamt því sem greiðslur til ffamleiðenda vom hraðari en nokkm sinni fyrr. Eftirspum eftir saltfiski var mun meiri en ffamboðið og því var erfitt að svara eftirspum fastra viðskiptavina hvað þá heldur að taka nýja í viðskipti. Af heildarbotnfisk- afla Islendinga í fyrra, 675 þúsund tonnum fóm 128 þúsund tonn í salt eða 19%. Hefur hlutur söltunar í botnfiskafla ekki verið minni siðan 1984. Þess ber þó að geta að 15 þús- imd tonn af botnfiski upp úr sjó vom flutt út á síðasta ári sem flattur, ferskur botnfiskur til söltunar erlend- is. Á síðasta ári stofnaði SÍF fyrsta erlenda dótturfyrirtækið sitt, Union Islandia i Barcelona á Spáni, auk þess sem SÍF festi kaup á Nord Mome saltfiskverksmiðju í Frakk- landi jafnffamt sem opnuð var ný söluskrifstofa í Milanó. grh Nýjung ( saltfiskmati. Á aðalfundi SlF kynnti Marel fyrir saltfiskframleiðendum nýtt staðlað matsborð sem litgreinir salt- fiskinn og auðveldar þvf alla gæðaflokkun. Auk þess gerir borðið það að verkum að saltfiskur verður metinn við sömu aðstæður hvar sem er á landinu. Nýja matsborðið vakti að vonum athygli framleiðenda og hér em þrtr þungavigtarmenn 1 bransanum að ræða kosti þess. Þeir em f.v. Kristján Guðmundsson frá Rifi, Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri SlF og Finnbogi Jónsson framkvæmdastjóri Slldarvinnslunnar hf. I Neskaupstað. Mynd: Kristinn. Hluti af undirbúningsnefnd að stofnun Úrvaisklúbbsins og framkvæmdaaðilar frá Urval/Utsýn. Fremstur á myndinni með boltann er Halldór Einarsson for- maður Undirbúningsnefndar og fyrir aftan hann f.v. Hörður Hilmarsson, Magn- ús Haraldsson, Keflavlk og Þórir Jónsson. Mynd: Kristinn. ✓ Urvals- klúbbur KSÍ ann 15. maí, nokkru áður en flautað verður til Ieiks í viðureign Manchester Utd. og Barcelona í úrslitaleiknum í Evrópukeppni bikarhafa i Rott- erdam, verður stofnaður sér- stakur Úrvalsklúbbur Knatt- spyrnusambands íslands í húsa- kynnum Úrvals/Útsýnar við Álfabakka. Hér er um að ræða stofnun fé- lagsskapar áhugamanna um knatt- spymu sem ætlunin er að verði sérstakur stuðningsklúbbur við ís- lenska landsliðið í knattspymu. Tilvonandi félagar í þessum klúbbi verða fyrrverandi lykilmenn ís- lenskrar knattspymu, leikmenn jafnt sem forystumenn svo og aðrir áhugamenn og velunnarar, auk for- ystumanna úr styrktarfyrirtækjum KSÍ. Gert er ráð fyrir að í þessum félagsskap verði á annað hundrað manns. Hér er því öðrum þræði verið að stofna til sameiginlegs vettvangs áhrifamanna í íslenskum fótbolta. Klúbburinn verður rekinn í samvinnu við Úrval/Utsýn sem er einn af styrktaraðilum Knatt- spymusambandsins. Ekki er gert ráð fyrir að klúbbmeðlimir vinni að fjáröflun fyrir KSÍ, né klúbbinn á neinn hátt. Félagsgjald fyrir ein- staklinga hefur verið ákveðið krón- ur 15 þúsund og 25 þúsund fyrir fyrirtæki. Innifalið í árgjaldinu er aðgöngumiði á alla landsleiki ís- lands á Laugardalsvelli í frátekin sæti, auk annarra fh'ðinda. -grh Landsvirkjun bíður eftir niður- stöðu samningalotunnar í maí Ef uppúr slitnaði myndum við söðla um og draga i land með all- an frekari undirbúning og stöðva allar fjárfestingar í þágu virkjanaundirbúnings, sagði Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar í gær í samtali við Þjóðviljann varðandi þá frétt Sjónvarpsins á þriðjudagkvöld að Paui Drack forstóri Alumax teldi ekki nema helmingslíkur á því að samningar tækjust um bygg- ingu álvers hér á landi á vegum Atlantsálshópsins. Halldór sagði að það væri næsta ljóst að ekki yrði farið útí fullar virkjanframkvæmdir nú í ár, en að Landsvirkjun hefði heimild til að nota 800 miljónir króna til undirbúnings eftir því hvemig framvinda samninga yrði metin. Þegar er búið að nota um 220 miljónir króna. Nú bíður Lands- virkjun eftir niðurstöðu samning- lotunnar sem er fyrirhuguð að hefj- ist nú um miðjan mánuðinn. Verði hún jákvæð verður farið út í undir- búningsframkvæmdir bæði vegna Fljótsdalsvirkjunar og stækkunar Búrfellsvirkjunar. Halldór sagði að dregið gæti til úrslita í samningun- um nú og að í lok lotunnar yrði að minnsta kosti ljóst hvert stefiidi. Hluti af undirbúningsverkinu er vinna við jarðgöng í Fljótsdal og þyrfti að nýta sumarið til þeirra framkvæmda og því ljóst að ef illa gengur í maí er hugsanlegt að ekki verði hægt að tryggja orku til ál- versins fyrr en einhvem tima eftir janúar 1995 sem nú er stefnt að. Tilboðin sem opnuð vom á dögunum í þijá verkhluta Fljóts- dalsvirkjunar samsvara tveim þriðju af áætluðum verktakakostn- aði virkjunarinnar, sagði Halldór. Hann sagði að eftir væri að opna tilboð í vélar og rafbúnað stöðvar- hússins sem gert verður 17. maí. Öll þessi tilboð gilda í 180 daga og ekki annað að gera en að fram- lengja þau með því að semja við lægstbjóðendur ef ekki verður hægt að slá til, einsog Halldór orð- aði það. En verkin em boðin út til að halda opnum öllum möguleik- um ef ske kynni að hægt yrði að fara í fullar ffamkvæmdir. „Þessi tilboð myndu renna út dauð og ómerk ef ekki semdist,“ sagði Halldór og bætti við að þá þyrfti að róa á önnur mið varðandi orkusölu. -gpm Aölögun að innri markaðiEvrópu talin óhjákvæmileg Heildaráhrif af aðlögun íslensks efnahagslífs að evrópska markaðn- um myndu líklega verða jákvæð fyrir afkomu ríkis- sjóðs, telja höfundar nýlegrar skýrslu fjármálaráðuneytisins um Evrópu 1992 og ríkisfjár- málin. Höfundarnir reikna með að áhrifin gætu mælst á bilinu 4- 6 miljarðar króna sem samsvar- ar einu til einu og hálfu prósenti af landsframleiðslu. Ástæðurnar telja þeir helst vera aukin umsvif í efnahagslífinu og sparnaður í ríkisútgjöldum. I skýrslunni kemur ffam að við aðlögun að hinum evrópska mark- aði með til dæmis EES-samningi myndi verða dregið úr ríkisút- gjöldum sem kæmi ffam í auknu aðhaldi á ríkisstyrkjum til atvinnu- vega, einkum ívilnunum á sviði skattamála og Iánafyrirgreiðslu. Þá reikna höfundamir með að aukið frelsi í viðskiptum með landbúnað- arvörur og meiri hagkvæmni í búr- ekstri myndi lækka verð búvara og minnka þörf rikisins fyrir niður- greiðslur. Þó er bent á að þessi áhrif séu afar óviss enda eru til dæmis landbúnaðarmálin einsog er ekki til umræðu í EES-samningun- um. Þá er búist við að vextir hér á landi lækki þegar ffam í sækir vegna áhrifa innri markaðarins í EB og að opnun íslensks fjár- magnsmarkaðar hafi sömu áhrif. Lægri vextir þýða betri afkomu fyrir ríkissjóð. Skýrsluhöfundar telja aðlögun að innri markaði EB óhjákvæmi- lega hvort sem það verður gert með EES eða inngöngu í EB, þótt ekki sé tekin afstaða til hvors möguleikans fyrir sig. Hinsvegar er varað við þvi að ef engin aðlög- un eigi sér stað þá sé hætta á stöðnun f íslensku atvinnulífi, samskonar stöðnun og leiddi til 1992-áætlunarinnar innan EB. í raun er aðlögunin þegar hafin innan skattakerfisins með því að vægi tekjuskatts einstaklinga hefur verið aukið og vægi veltuskatta minnkað til samræmis við það sem gerist innan EB. Frekari aðlögun felur í sér lækkun tekjuskatts fyrir- tækja með breikkun á skattstofni auk endurskoðunar á aðstöðugjaldi og frekari samræmingu launa- tengdra gjalda. Þá er reiknað með upptöku fjármagnsskatts samfara endurskoðun á álagningu eigna- skatts. Lokaskrefið, segja höfund- amir, væri að lækka neysluskattana en þar vegur virðisaukaskatturinn þyngst. Hversu mikið það verður ræðst af vilja stjómvalda og hversu langt þau treysta sér f að hækka aðra skatta og/eða lækka útgjöld rfkissjóð, segir í skýrslu fjármála- ráðuneytisins. Margt fleira , kemur fram í skýrslunni; gengi ísland til dæmis í Evrópubandalagið myndi verð á áfengi hér á landi lækka gífurlega mikið og rikissjóður yrði af allt að 4,5 miljarða króna tekjum auk tekjutaps af virðisaukaskatti. Til dæmis myndi sterkvínsflaska lækka úr 2.100 krónum í 620 krón- ur, kemur ffarn í skýrslunni. Skýrt skal þó tekið ffam að innganga Is- lands í EB er ekki á dagskrá og í samningum um evrópskt efhahags- svæði mun rikisvaldið áffam geta skattlagt áfengi og tóbak að vild. Lækki skattlagning á áfengi og tóbaki um 33 til 70 prósent til sam- ræmis við tillögur Efnahagsbanda- lagsins um álagningu myndi létt- vínsflaska lækka úr 750 krónum í 275 krónur og sex flöskur af bjór myndu lækka úr 800 krónum í 440 krónur. Sigarettupakki myndi lækka úr 208 krónum í 139 krónur. -gpm Slða 7 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. maí 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.