Þjóðviljinn - 22.05.1991, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 22.05.1991, Qupperneq 4
A Umsión: Dapur Þorleifsson Eklendam FIÉTHK Willi Stoph handtekinn Stoph á forsætisráðherraáainum - var einn helstu ráðamanna austurþýska rfk- isins nær allan aldur þess. Tilkynnt var í Berlín í gær að tveir af helstu ráðamönnum austur- þýska ríkisins, sem formlega var lagt niður s.I. haust, hefðu verið handtekn- ir. Eru þeir Willi Stoph, fyrrum forsætisráðherra og Heinz Kessl- er, fyrrverandi varnarmálaráð- herra. Það voru stjómvöld Berlínar, sem nú er fylki í sameinuðu Þýska- landi, sem ákváðu handtökumar. Tilkynnti Jutta Limbach, dómsmál- asenator (- ráðherra) Berlínar, í gær að þeir Stoph og Kessler væm ákærðir fyrir að hafa hvatt til manndrápa. Er með því átt við meinta hlutdeild þeirra í skipun um að skjóta til bana alla þá, er reyndu að flýja yfír Berlínarmúr og landa- mæri Austur- og Vestur- Þýska- lands. Tveir aðrir lægra settir emb- ættismenn hins fyirverandi ríkis vom handteknir um leið og þeir Stoph og Kessler. Þeir tveir em þeir háttsettustu af ráðamönnum austurþýska ríkis- ins sem handteknir hafa verið ffá því að íhaldssamri kommúnískri forustu þess var steypt af stóli með friðsamlegri byltingu haustið 1989. Stoph, sem nú er 76 ára, var í hópi helstu valdhafa þess ríkis nærfellt allan aldur þess. Hann var innan- ríkisráðherra 1952- 55 og varð 1956 fyrsti vamarmálaráðherra Austur- Þýskalands. Forseti var hann 1973- 76, forsætisráðherra 1964-73 og aftur frá 1976 þangað til í nóv. 1989, er stjórn hans neyddist til að segja af sér. Skömmu áður, í okt., hafði Stoph gengist fyrir því að Erich Honecker, aðalráðamaður um langt skeið, segði af sér í von um að al- menningur, sem bar ffam kröfur og mótmæli á útifundum, gerði sig ánægðan með það. Kessler, sem er rúmlega sjötug- ur, varð vamarmálaráðherra Aust- ur- Þýskalands 1985. Hann er sagður náinn vinur Honeckers og mun hafa verið kommúnisti ffá æskuárum. í heimsstyrjöldinni síð- ari barðist hann með Rauða hem- um, eins og sovéski herinn hét þá, gegn löndum sínum Þjóðveijum, sem þá lutu stjóm nasista. Að sögn Juttu Limbach ákváðu yfirvöld Berlínar handtökumar eft- ir að þau höfðu heyrt að Kessler væri í þann veginn að flýja til Sov- étríkjanna. Sovétmenn fluttu Honecker þangað í mars svo lítið bar á og er nú ólíklegt að honum verði nokkm sinni stefnt fyrir rétt í Þýskalandi. Harry Tisch, fyrram forseti austurþýska alþýðusam- bandsins, er sá eini af fyrrverandi ráðamönnum Austur- Þýskalands sem enn hefur verið stefnt fyrir rétt. Er hann ákærður um misferli í fjármálum. Voldugasti fjármálamaður Evrópu lætur af starfi Fyrir helgina staðfesti Karl Otto Pöhl, aðalbankastjóri þýska seðlabankans (Bundesbank), að hann væri í þann veginn að láta af því starfi. Vekur þetta allmikla at- hygli, þar eð sem æðsti banka- maður eins af mestu efnahags- veldum heims hefur Pöhl verið einn af áhrifamestu fjármála- mönnum í heimi og einn voldug- ustu manna Evrópu. Pöhl segist láta af starfi þessu af einkaástæðum fyrst og fremst, en neitar því ekki að aðrar ástæður séu með í myndinni. Vitað er að ágreiningur hefur verið með hon- um og þýsku stjóminni í mikilvæg- um málum, enda þótt Pöhl hafi gert sitt besta til að gera lítið úr þeim ágreiningi. Þannig er vitað að hann taldi að sameiningu þýsku ríkjanna hefði verið flýtt um of til þess að það væri hollt efnahag þeirra sem heildar. Helmut Kohl, sambandskansl- ari, tilkynnti að gjaldmiðlar ríkj- anna yrðu sameinaðir 1. júlí s.l. ár án þess að hafa fyrir því að orða það við Pöhl fyrst. Þegar kanslar- inn tilkynnti þetta var Pöhl í flug- vél á leið frá viðræðum við ráða- menn í austurþýska rikisbankanum, þar sem samkomulag hafði náðst um að gjaldmiðlasameiningin færi fram á miklu lengri tíma. Pöhl ætl- aði ekki að trúa eigin eyrum, þegar flugvélin lenti og honum var sagt frá ákvörðun Kohls. Hann brást þó við af stillingu, en sagði með áherslu að þetta væri pólitísk (en ekki efhahagsleg) ákvörðun. Pöhl hefur síðar látið að þvi liggja að hann telji að hrakspár sin- ar um afleiðingar hraðrar samein- ingar fyrir efnahag hinna fyrrver- andi tveggja ríkja hafi komið fram. Þar að auki er sagt að honum finn- ist stjómmálamennimir í Bonn fara alltof geyst og óvarlega í fyrirætl- unum um sameiningu gjaldmiðla Evrópubandalagsins og stofnun evrópsks seðlabanka. Vill hann að slíkur banki hafi þýska Bundes- bank að fyrirmynd og verði óháður bæði stjómum EB-ríkja og yfir- þjóðlegu stofnununum í Bmssel. í banka- og fjármálum hafa leiðarljós Pöhls fyrst og ffemst ver- ið að standa vörð um sjálfstæði Bundesbank gagnvart pólitískum stjómvöldum, tryggja sterka stöðu þýska marksins og halda verðbólgu kyrfilega niðri. Það síðastnefnda hefur raunar verið meginregla í þýskum fjármálum frá þvi eftir heimsstyrjöldina síðari, enda lifa þarlendis enn ógeðfelldar endur- minningar um óðaverðbólguna á árunum eftir heimsstyijöldina fyrri. Pöhl er rúmlega sextugur að aldri, kraft- og fjörmaður sagður og ekki líkur dæmigerðum bankastjóra, eins og flestir hugsa sér þá, eða þannig orðar a.m.k. einn fréttamað- urinn það. Hann hefur verið aðal- bankastjóri Bundesbank síðan 1980. Jafnaðarmaður hefur hann verið síðan 1945 og kann það að hafa takmarkað eitthvað innileik- ann milli hans og núverandi ráða- manna Þýskalands í flokkum kristi- legra demókrata og Kristilega sósí- alsambandsins. Ekki er talið ólík- legt að hann hugsi sér til hreyfings við alþjóðlegar Qármálastofnanir. Pöhl -jafnaöarmaöurslðan 1945. Vinningstölur laugardaginn 18. maí 1991 VINNINGAR FJÖtDI J VINNINGSHAFA I UPPHÆÐÁHVERN | VINNINGSHAFA 1. 5af 5 j 1 6.905.124 a pujSfÆK Z. 4af5i^ð 5 150.582 3. 4af 5 302 4.300 4. 3af 5 8.431 359 Heildarvinningsupphæd þessa viku: 11.983.363 kr. I Ath. Vinningar undir 12.000 krónum eru greiddir út á Lottó sölustöðum. Erfiðara að vera forseti en andófsmaður Vaclav Havel, forseti Tékkó- slóvakíu, sem í gær var staddur í Osló, sagði þá að sér þætti ívið erfiðara að vera forseti en andófsmaður. Kvaðst Havel, sem einnig er frægur sem leikritahöfundur, ekki hafa haft tíma til að skrifa leikrit frá því að hann tók við forsetaembætti. Leikrit Havels vora bönnuð í 20 ár í foðurlandi hans, meðan kommúnistar réðu þar. Hann var í fylkingarbrjósti andófsins gegn þeim og sat fyrir það í fangelsi í samtals fimm ár. Arthur Miller, bandarískur leikritahöfundur fræg- ur, kallaði hann „fyrsta súrrealíska forseta sögunnar“. Havel - „Ekki er hollt að hafa ból...“ Var Alexander Haig jjDccp Throat"? I nýútkominni bók um Wat- ergate- hneyksiið, sem varð Richard M. Nixon að falli sem Bandaríkjaforseta 1974, er því haldið fram að maður sá, sem lak upplýsingum um málið til blaðsins Washington Post, hafi verið Alexander Haig, þá starfs- mannastjóri Hvíta hússins. Var sá uppljóstrari kallaður Djúp- háls (Deep Throat). í bókinni, sem hefur titilinn Si- lent Coup og er eftir Robert Gettl- in og Len Colodny, er því og hald- ið fram að John Dean, ráðgjafi Nixons, hafi fyrirskipað innbrotið í aðalstöðvar demókrataflokksins í Watergate-byggingunni, sem öllu kom af stað, í þeim tilgangi að hafa þar uppi á sönnunum fyrir því að forustumenn í þeim flokki hefðu sambönd við vændishring. Dean, sem nú er kaupsýslumaður í Kalifomíu og Haig segja báðir að það sem um þá sé sagt í bókinni sé lýg'- Miðvikudagur 22. maí 1991 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.