Þjóðviljinn - 22.05.1991, Blaðsíða 5
Ehlenbar W fhethr
A. Umsjón: Dagur Þorleifsson
Mengistu flúinn -
samt óvíst um frið
Mengistu fyrir nokkrum árum [ heimsókn hjá Erich Honecker, þáverandi aðalvaldhafa Austur- Þýskalands - ætlar llklega
að byrja búskap I Zimbabwe.
Einræðisherrann
Mengistu Haile Mari-
am, forseti Eþíópíu og
einræðisherra þess
hrjáða Austur-Afríku-
lands síðan 1977, flýði
land í gær og var sagður á leið til
Zimbabwe. Ríkisráð Eþíópíu,
æðsta valdastofnun landsins,
kvað Mengistu hafa látið af völd-
um og mæltist til þess við upp-
reisnarmenn að vopnahlé yrði
þegar gert og þar með stöðvað
borgarastríðið, er staðið hefur
yfir þarlendis í hartnær þrjá
áratugi.
Mengistu sagði í s.l. mánuði að
hann myndi láta af völdum ef það
mætti verða til þess að greiða fyrir
þjóðareiningu, en fáir tóku það al-
varlega. Fullvíst má telja að aðal-
ástæðan til afsagnar hans og land-
flótta sé sigrar uppreisnarmanna
undanfarið. Þeir hafa verið í sókn
síðan í febr., hafa norðurhluta
landsins að mestu á sínu valdi og
eru innan 100 km frá höfuðborg-
inni Addis Ababa. Hefur stjómar-
herinn að sögn orðið fyrir miklum
skakkafollum í bardögum við þá
síðustu mánuði.
Það mun hafa leitt til þess að í
innsta hringnum kringum Meng-
istu hefur komið fram mótþrói við
hann og það átt sinn þátt i afsögn
hans og flótta. Við forsetavöldum
til bráðabirgða hefur tekið Tesfaye
Gabre Kidan, sem verið hefur
varaforseti Mengistus.
Margt er óljóst um uppmna og
fyrri hluta ævi Mengistus og ekki
einu sinni vitað með vissu hve
gamall hann er, en giskað er á að
hann sé um fimmtugt. Hann var
einn herforingja þeirra, sem
steyptu af stóli Haile Selassie keis-
ara 1974 og afnámu keisaradóm.
1977 náði hann völdunum að
mestu í sínar hendur og hefur síðan
stjómað af hörku og ekki sparað
stórfelld manndráp og hryðjuverk
til að bæla niður alla andstöðu við
stjóm sína. Hann stjómaði lengi
eftir fyrirmyndum ffá ríkjum undir
stjóm kommúnista og fékk þaðan
mikla hjálp í vopnum, fjármagni
og ráðgjöf, einkum frá Sovétrikj-
unum og Kúbu. En úr því hefur
stómm dregið ffá því að Gorbat-
sjov kom til valda og s.l. ár hóf
Mengistu að tileinka sér stjómun
efhahagsmála að vestrænum fyrir-
myndum.
Astandið í landinu hefúr verið
hið versta í stjómartíð hans, enda
hafa tekjur ríkisins að meirihluta til
farið í að kaupa vopn, borgarastríð-
in (og um tíma stríð við Sómal-
íland) hafa valdið gífúrlegu mann-
tjóni og eyðileggingu og Eþíópía
er eitt af mestu hungurlöndum
heims. 1984-85 er talið að allt að
miljón landsmanna hafi soltið til
bana.
Af uppreisnarhreyfingum
þeim, sem gegn Eþíópíustjóm beij-
ast, em nú tvær öflugastar, EPLF
sem vill Eritreu sjálfstæða og
EPRDF sem sagst hefur vilja
steypa stjóm Mengistus og setja til
valda stjóm fúlltrúa allra þjóða og
þjóðflokka landsins. Talsmenn
hreyfmga þessara sögðu í gær að
þær myndu ekki hætta að beijast
fyrir það eitt að Mengistu væri á
brott, heldur þyrftu til að koma
gagngerar breytingar á stjómarfari.
Kann að vera að EPRDF, sem er
komin með hersveitir í grennd við
höfúðborgina, telji nú fullan sigur
sinn innan seilingar og því þarf-
leysu að koma til móts við eftir-
menn Mengistus.
Talið er líklegt að Mengistu
ætli að leita hælis í Zimbabwe, en
með honum og Robert Mugabe,
forseta þar, er vinátta kær, að sögn
sumra fréttamanna. Kona Mengist-
us er þegar komin þangað. Meng-
istu er sagður eiga þar búgarð, sem
hann trúlega hefúr fest kaup á til
að hafa í bakhöndinni ef allt um
þryti fyrir honum í ríki hans.
Sveltandi svertingjar seljast ekki
A Ámi Bergmann skrifar um fiölmiðla
Fjölmiðlar eru allir að tala
um sömu atburði í einu, og
því hverfa heilar heimsálf-
ur út af korti þeirra um lengri
tíma. Ekki veit ég hvort þið haflð
tekið eftir því, en fjölmiðlar taka
ekki eftir nema einum eða tveim
stöðum í einu í heiminum.
Um leið og þeir stunda þá per-
sónudýrkun að sýna allt sem
nokkrir menn gera og vitna til
þeirra oft í viku, hvort sem þeir
segja eitthvað sem máli skiptir eða
ekki. Menn eins og Bush og Gor-
batsjov og kannski einn eða tveir í
viðbót.
Þegar Persaflóastríðið er, þá
sést ekkert í sjónvarpi nema Persa-
flóastríð. Bangladesh kemst aldrei
á blað, nema þegar flóðbylgjur
færa það örsnauða land í kaf. Og
um skeið hafa allir horft á neyð
Kúrda, sem er mikil og skelfileg.
Og vonandi að fátt sé svo með
öllu illt að ekki boði nokkuð gott.
Vonandi hefúr sjónvarpsathyglin
sem Kúrdar fá, dugað til að þeir fái
hjálp sem um munar og stendur
lengur en bein hungursneyð. Of ofl
og of lengi hafa þeir gleymst. 1
rauninni gleymast flestir á fjöl-
miðlamarkaðnum. Og sú árátta
fjölmiðla að vita ekki nema af einu
eða tveim löndum í einu, hún eflir
þessa gleymsku.
Til dæmis sá ég um daginn
samtal við ágætan afrískan blaða-
mann, Kenyamann reyndar. Hann
hefúr lengi verið yfirmaður Vis-
hnews í Afríku. Hann hefur gert
margar merkilegar heimildarmynd-
ir og náð mörgum „sögum“, sem
hverr blaðamaður mætti vewra
stoltur af. Og hann hefur sem betur
fer ekki gert það sjálfum sér til
dýrðar.
Árið 1984 fóru fféttamyndir
hans af neyð stríðshijáðrar Eþíópíu
víða um lönd. Og höfðu mikil áhrif
í þá veru að stjómir og samtök og
einstaklingar sameinuðust í mikilli
neyðaraðstoð við Eþíópa (þar und-
ir féll frægur alþjóðlegur sjón-
varpskonsert Bob Geldofs og fé-
laga). Má vera að þessi frétta-
mennska hafi átt dijúgan þátt í því,
að bjarga tugum og hundruðum
þúsunda mannslífa. En þessi sami
fréttamaður, hann er mjög dapur
núna. Vegna þess að „sveltandi
svertingjar seljast ekki lengur“,
eins og hann segir. Yfirmenn sjón-
varpsstöðva sem spanna allan
hnöttinn með sinni þjónustu, þeir
hafa ekki lengur áhuga á hungurs-
neyð í Afríku. Það er alltaf hung-
ursneyð í Afríku. Ef ekki í Eþíóp-
íu, þá í Súdan. Ef ekki í Súdan, þá
í Sómalíu. Og þeir leggja ekki pen-
inga í að senda menn og búnað á
vettvang. Þeir eru annarsstaðar.
Kannski í Persaflóastriði. Kannski
í Kúrdistan. En Afrika er gleymd.
Hún er ekki á fréttamarkaði. Hún
er vondur bissness. Og það sem
verra er: Þessi gleymska, hún kem-
ur líka niður á neyðaraðstoð til
Afriku með einum og öðrum hætti.
Vítahringnum er lokað.
Olíubrákin 18 ára stúlka dæmd
komin uti ' -t o ' r t ♦
Hormuzsund i lo ara tangelsisvist
Klippti úr sér
tunguna
Cao Hungxi, ungur bóndi i
fylkinu Jiangsu í Kína, átti að stríða
við þá raun í einkalífinu að kona
hans og faðir voru aldrei sammála
um neitt og rifust án afláts. Bæði
ætluðust þau til þess af Cao að
hann væri þeirra megin, en hann
vildi umftam allt ekki taka afstöðu
í deilum þeirra. Þreyttist hann um
síðir á ásókn þeirra, skæri og
klippti úr sér tunguna. Ættingjar og
nágrannar flýttu sér með hann og
tunguna á sjúkrahús, en læknar
gátu ekki grætt hana í hann.
Olíubrákin frá Persaflóastríði
er komin í mynni Persaflóa og
hefur mengað þar m.a. höfn ír-
önsku hafnarborgarinnar Bandar
Abbas, að sögn Teheranútvarps-
ins.
Aðilar stríðsins sökuðu hvorir
aðra um að hafa valdið olíu-
streyminu i sjóinn.
Að sumra áliti runnu þá allt að
sex miljónum tunna af hráolíu út í
Persaflóa frá Kúvæt.
Patricia Cahill, 18 ára gömul
bresk stúlka frá Birming-
ham, var í gær í Bangkok,
höfuðborg Taílands, dæmd til 18
ára og níu mánaða fangelsisvist-
ar fyrir að reyna að smygla her-
óíni. Karyn Smith, 19 ára bresk
stúlka sem handtekin var ásamt
henni, var í des. dæmd til 25 ára
fangelsisvistar.
Stúlkumar segjast ekki hafa
vitað að heróín var í farangri þeirra
og halda því fram að kínverskur
maður eða taílenskur hafi komið
því þangað. Þær voru í sinni fyrstu
ferð erlendis, er þær urðu fyrir
þessu.
Patrick Cahill, faðir Patriciu,
hét því að dómi föllnum að unna
sér ekki hvíldar fyrr en hann hefði
hafl uppi á þeim, sem sett hefði
eitrið í farangur dóttur hans, og
komið fram hefndum.
Þriðjungur
Argentínu-
manna
í höfuðborg
Um það bil þriðjungur íbúa
Argentínu, sem eru um
32.370.000 samkvæmt nýafstöðnu
manntali, búa í höfúðborginni þar,
Buenos Áires, og útborgum henn-
ar. Alls búa í höfuðborginni með
útborgum um 10.884.000 manns.
Samkvæmt manntalinu hefúr íbú-
um Argentínu fjölgað um 15,8 af
hundraði frá því 1980 er næsta
manntal á undan var tekið.
Síöa 5
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. mal 199t