Þjóðviljinn - 22.05.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.05.1991, Blaðsíða 7
FMÉTTIK Breið samfylking félagshyggj u- fólks gegn stjóm fjármagnsins Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að valið í ríkisfjár- málum stæði á milli vaxtahækkana eða skattahækkana en að aðrar leiðir svo sem niðurskurður ríkisútgjalda og sala ríkisfyrirtækja yrði að bíða. Þetta sagði hann í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi. Hann sagði að vandinn hefði verið búinn til af fyrri ríkisstjórn sem meðal annars hefði haldið vöxtum niðri af óskhyggju en ekki á efnahagslegum for- sendum. Hann sagði að lítið svigrúm yrði til skattalækkana, en boð- aði að í framtíðinni yrði bil útgjalda og tekna ríkisins brúað með lækkun útgjalda og frestum framkvæmda, með sölu ríkisfyrirtækja og einkavæðingu og með því að taka í auknum mæli gjald fyrir þjón- Ólafúr Ragnar Grimsson for- maður Alþýðubandalagsins sagði að forsætisráðherra lýsti stefiiu- leysi ríkistjómarinnar sem ekki boðaði annað en vaxtahækkun og aftur vaxtahækkun. Hann sagði Davíð varla minnast á húsnæðis- kerfíð sem væri hinn raunverulegi vandi ríkisíjármálanna og væru húsbréfin tabú í stjóminni. Hann sagði að á stuttum tíma væri ríkis- stjómin á góðri leið með að eyði- leggja þann mikla árangur sem fyrri stjóm hefði náð í efnahags- málum. Árangur sem hefði verið reistur á rústum hávaxtastefnu Sjálfstæðisflokksins sem nú væri verið að innleiða á nýjan leik. Davíð sagði að fijálsir vextir og fjármagnsmarkaður væri undan- tekningarlaust sú regla sem gilti hjá öðmm þjóðum sem íslendingar bera sig saman við. Hann boðaði tillögur sem fjár- málaráðherra myndi kynna með skýrslugerð í dag. Um væri að ræða aðgerðir i húnæðismálum og samdrátt í lánsfjáráformum opin- berra aðila. í gær, áður en ræðan var flutt, sáu sumar aðgerðimar dagsins ljós, en vextir spariskír- teina vom hækkaðir um 32 prósent og vextir í gamla húsnæðiskerfinu hækkuðu, á lánum eftir 1984, um 9-40 prósent aftur í tímann. Ólafur Ragnar bauð jafnaðar- mönnum og félagshyggjufólki til breiðs samstarfs. Hann boðaði að farið yrði í sumar um allt land og efnt til viðræðna, heimsókna og samræðna við þann fjölda fólks sem nú væri heimilislaust í íslensk- um stjómmálum og væri reiðubúið til að ganga til liðs við Alþýðu- bandalagið um það brýna verkefhi að mynda sterka og öfluga breið- fylkingu til að bjóða ríkisstjóminni byrginn. Ekki einungis til að hrekja stjómina frá völdum, heldur líka til að vera viðbúinn þegar hún fer ftá til að reisa á ný merki jafhaðar og réttlætis. -gpm Verðlaun veitt í teiknimyndasamkeppni Landsbanki íslands og Um- ferðarráð veittu í gær verðlaun fyrir teikni- myndasamkeppni sem haldin var í tengslum við leikritið „Keli þó!“. Verðlaunaafhending fór fram í aðalbanka Landsbank- ans. Leikritið var samvinnuverkefni fjögurra aðila: Landsbanka Islands, Umferðarráðs, menntamálaráðu- neytisins og Alþýðuleikhússins. Megintilgangur þessa framtaks var að gera tilraun með að setja umferðarboðskapinn fram á ný- stárlegan hátt. Leikritið var sýnt við góðar undirtektir í grunnskól- um víðsvegar um landið á síðasta vetri. Einnig hefur verið gefin út segulbandsspóla með lögum úr leikritinu. I framhaldi af þessu leikriti ákvað Landsbanki Islands að efna til sérstakrar teiknimyndasam- keppni á meðal bama á aldrinum 6-9 ára. í fyrsta sæti varð Samúel Kristjánsson, Furugrund 40 Kópa- vogi, og fékk hann fjallareiðhjól í verðlaun. Tilgangurinn með þess- ari samkeppni var að efla enn frek- ar umferðarvitund bama á þessum aldri og festa boðskap leikritsins þeim enn frekar í minni. Skilaffestur í teiknimyndasam- keppninni rann út 15. mars og bár- ust alls 1.057 myndir. Alls vom veitt tíu verðlaun, en allir þátttak- endur fengu sérstaka viðurkenn- ingu fyrir þátttökuna. Hér sjáum við atriði úr leikritinu „Keli þó!“. Mynd: Kristinn, Vaxtahækkun skilar engum árangri essi hægri stjórn er byrj- uð á sömu vaxtaskrúfunni og hér var í fullurn gangi á árunum 1986-88 og við náðum niður með mikilli þraut- seigju og töluverðu erfiði, sagði Ólafur Ragnar Grímsson fyrrum fjármálaráðherra um hækkun ríkisins á vöxtum spariskírteina sinna í gærmorgun. „Með einni ákvörðun eru tekjur fjármagns- eigenda auknar um 30 prósent með þvi að stökkva með raun- vextina úr sex prósentum í um átta. Á sama tíma er svo ijár- málaráðherrann að neita launa- fólki um sjálfsagða leiðréttingu vegna viðskiptakjarabata um 2,5 prósent,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann telur að þessi hækkun muni engum árangri skila nema hækka vaxtastigið í landinu í heild sinni. „Húsbréfin fara um leið í tæp níu prósent raunvexti og bankamir munu fylgja í kjölfarið með veru- legar vaxtahækkanir. Þannig koll af kolli. I tíð síðustu ríkisstjómar, i tæplega tvö ár, var búið að finstilla hagkerfið svo að breytingar vom allar orðnar núll komma eitthvað. Með þessari ákvörðun er ekki að- eins gjörbreytt um stefnu heldur búið til algerlega nýtt ástand í þjóð- félaginu. Astand gamla verðbólgu- tímans þegar raunstærðir tóku risa- stökk uppá við,“ sagði Ólafur Ragnar og bætti við að ríkisstjómin hefði átt að beita allt öðmm aðferð- um. Hann telur að ekki sé tekið á vandanum í húsbréfakerfinu, að samkeppni húsbréfa og spariskír- teina sé áffam á fullri ferð. „Enda er það greinilegt á stefhuræðu for- sætisráðherrans að hann gerir sér enga grein fyrir hinum raunvem- lega vanda,“ sagði Ólafur Ragnar sem taldi að það eina sem hefði komið frá rikisstjóminni væm vaxtahækkanir, almennar vaxta- hækkanir, vaxtahækkanir á húsbréf- um og vaxtahækkanir á húnæðis- lánum. Allt væm þetta miklar álög- ur á venjulegar fjölskyldur og gætu numið hundruðum þúsunda króna á ári aukalega vegna húsnæðismála. „Og svo segjast þessir menn ekki vera að hækka skattana. Auð- vitað em þeir að hækka skattana með þessum hætti þó það heiti öðm nafni. Og auðvitað mun þetta valda Bæjarþing Reykjavíkur hefur dæmt Borghildi Önnu Jónsdóttur, fyrr- um biaðamanni hjá Dagblaðinu-Vísi, bætur vegna fyrirvaralausrar uppsagnar í veikindaforföllum. Fellst bæjar- þingið i megin atriðum á allar kröfur Borghildar gegn Frjálsri fjölmiðlun hf, sem gerir DV út. Er Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða Borghildi 655.000 krónur, að álögðum vöxtum og máls- kostnaði. Forsaga málsins er sú að í sept- ember 1987 fór Borghildur Anna, sem hafði urmið sem blaðamaður hjá DV ffá 1983 og þar áður við Vikuna sem þá var var einnig í eigu Fijálsrar fjölmiðlunar hf, fiam á að sér yrði veitt launalaust þriggja mánaða leyfi frá 1. október að telja og óskáði skriflegs svars frá vinnuveitanda. í bréfi sem stefhdi ritaði 6. október var Borg- hildi sagt fyrirvanjlaust upp störf- um, með þeim orðum að hún ætti atvinnulífinu í landinu miklum erf- iðleikum. Þeir hafa ekki Iagt ffam aðrar tillögur en þessar. Þær eru ekki annað en gamla formúlan sem Sjálfstæðisflokkkurinn og Seðla- bankinn hafa ávallt trúað á. Þetta fengu þeir að prófa árin 1986-88," sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði að sú ákvörðun að láta vexti spariskírteinanna fylgja markaðnum væri sama dellan og boðuð var 1986-88 og að það þess kost að hætta störfum þegar í stað eða fara í launalaust leyfi þann tíma sem uppsagnarffestur gilti. Borghildur hafði verið í sumar- leyfi og sérstöku launuðu leyfi samkvæmt ákvæði í kjarasamningi Blaðamannafélags Islands og blaðaútgefenda, en átti að hefja störf um líkt leyti og hún fór ffam á lengingu leyfis. Nokkru áður lagðist stefnandi inn á sjúkrahús og gekkst undir skurðaðgerð vegna veikinda sem hún hefur átt við að stríða. Samkvæmt örorkumati trygg- ingayfirlæknis dagsettu 20. nóv- ember sama ár var Borghildur 100% öryrki um þetta leyti. Stefnandi taldi uppsögnina ólögmæta og taldi sig eiga rétt á greiðslu veikindalauna í sex mán- uði og hálfra launa i aðra þijá skv. ákvæði í kjarasamningi Blaða- mannafélagsins og vinnuveitenda að viðbættum orlofsgreiðslum á launaliði. myndi ekki leiða til annars en vaxtakapphlaups sem þegar væri komið í fullan gang. „Hveijir munu græða á því? Það eru bankamir og fjármagnseig- endur. Ríkisstjómin er að tilkynna BSRB og Kennarasambandi íslands að það eigi að skila árangrinum af þjóðarsáttinni til fjármagnseigenda og bankanna. Á sama tíma og fjár- málaráðherra neitar að láta launa- fólk njóta viðskiptakjarabatans er Eftir að stefnandi hafði árang- urslaust reynt með fulltingi stéttar- félags síns og lögmanns félagsins að fá þá leiðréttingu á sínum mál- um sem hún taldi sér bera, var málinu skotið til dómstóla. Stefndi telur að uppsögnin hafi verið lögmæt. Stefnandi hafi ekki tilkynnt vinnuveitanda um veikindi sín og ekki mætt til vinnu á tilsett- um tíma að loknu launuðu orlofi, þann 1. október 1987. Þar með hafi stefnandi vanefnt starfssamning sinn. Þá telur stefhdi einnig að stefnanda hafi borið að tilkynna vinnuveitanda veikindi sín og leggja fram læknisvottorð, en hvomgt hafi verið gert og því hafi stefhandi ekki öðlast rétt til veik- indaforfalla. Borghildur Anna heldur því aftur á móti fram að hún hafi ár- angurslaust reynt að ná tali af rit- stjóra DV, en að lokum afhent fréttastjóra ósk sína um lengra leyfi vegna veikinda ásamt afriti af læknisvottorði. Stefnandi segist hann að færa fjármagnseigendum stórkostlegan tekjuauka," sagði Ól- afur Ragnar og bætti við að lokum að þetta væri gamli verðbólgutím- inn sem aftur væri genginn í garð og að það væri sérkennilegt að Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra og Alþýðuflokkurinn skuli taka þátt í þeirri tilraun. -gpm síðan hafa náð íali af ritstjóra 6. eða 7. október, en þá hafi hann tjáð henni að búið væri að skrifa henni uppsagnarbréf og að stefndi „teldi sig eldci getað rekið ritsjóm blaðs- ins með veiku fólki, en hún mætti hafa samband aftur ef henni batn- aði.“ Við málflutning fyrir Bæjar- þingi kom engin skýrsla af hálfu stefnda og engin munnleg sönnun- argögn fram. Hins vegar fylgdi skrifleg aðilaskýrsla greinargerð stefnda. I dómi Bæjarþingsins segir að til grundvallar dómsorðum verði að gera ráð fyrir því að stefnda hafi verið fullkunnugt um að stelhandi var alvarlega veik og hvers vegna hún hafi óskað eftir leyfi. Jafn- framt sejgir í dómnum að ekki verði talið að stefnandi hafi va- nefnt ráðningarsamning með brott- hlaupi úr starfi eins og stefhdi heldur fram. Því verði uppsagnar- bréfið vart öðru vísi skilið en sem tafarlaus brottvísun úr starfi. —rk DV dæmt til að greiða starfs- manni laun í veikindaforföllum Síða 7 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. mal 1991 v* r )L4'tv vv iðfcmjivwku.'í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.