Þjóðviljinn - 22.05.1991, Síða 11

Þjóðviljinn - 22.05.1991, Síða 11
Vésteinn þriðji Vésteinn Hafsteinsson, Is- landsmethafi í kringlukasti, varð þriðji á íyrsta stigamóti al- þjóðlega fijálsiþróttasambands- ins í Sao Paulo í Brasilíu á sunnudag. Kast Vésteins mæld- ist 60,94 metrar. Annar varð Bandaríkjamaðurinn Mike Buncvic með 65,60 metra og Ungverjinn Adilla Horvart kastaði lengst, 67,02 metra. Píanótónleikar í Norræna húsinu Franski píanóleikarinn Luc Benoit heldur tónleika í Nor- ræna húsinu á morgun, fimmtu- dag, kl. 20.30. Hann er verð- launahafi ífá Tónlistarskóla Ly- on-borgar og gegnir herþjón- ustu um borð í skipinu „Jeanne d’Arc sem kemur til Reykja- víkur í dag. Á efnisskrá tón- leikanna eru verk eftir Mozart, Schubert, Lizt, Chopin, Ger- schwin og Debussy. Lokatónleikar Söngskólans í Reykjavík Söngskólinn i Reykjavík útskrifar að þessu sinni einn söngkennara, Ragnheiði Lárus- dóttur. Þá luku 7 nemendur prófi úr almennri deild og halda nú sína lokatónleika í Tónleikasal Söngskólans að Hverfisgötu 44 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. í gær voru tónleikar Elínar Guðjóns- dóttur og Ágústu Sigrúnar Ág- ústsdóttur sópransöngvara. í kvöld eru tónleikar Öldu Ingi- bergsdóttur sópran og Guðrún- ar Finnbjamardóttur contra-alt og leikur Ólafur Vignir Al- bertsson undir á píanó. Fimmtudagskvöld verða þau Auður Gunnarsdóttir sópran og Loftur Erlingsson bariton, und- irleikari Katrín Sigurðardóttir á píanó. Á þriðjudag i næstu viku eru lokatónleikar hjá Ellen Freydísi Martin sópran og Ragnheiði Lárusdsóttur mezzo- sópran ásamt píanóleikurunum Ólafi Vigni og Jómnni Viðar. Tónleikamir hefjast kl. 20.30 öll kvöldin. Ragnheiður Lárusdóttir söng- kennari Líkn við lífslok Á morgun, fimmtudag, verður haktin ntoistefna á veg- um Öidninarfélags íslands I ráðstefiiusal Hótels Loftleiða. Efni námstefnunnar er: Líkn við lífslok, aldraðir á sjúkra- húsum og heimilum. Fram- sögumenn verða sr. Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur, Hmnd Helgadóttir hjúkmnar- ffæðingur, Auður Harðardóttir hjúkrunarffæðingur og Bjöm Einarsson læknir. Námstefnan hefst kl. 13.15 og lýkur kl. 16 og er opin öll- um. Þátttökugjald kr. 800. VIÐHOIF Eydís Sveinbjarnardóttir og Guðný Anna Eyþórsdóttir skrifa Hver á að gæta bróður míns? Alþjóðlegur dagur hjúkmnar- ífæðinga, 12. maí, er að þessu sinni helgaður málefnum fólks sem á við andleg og félagsleg vandamál að striða. Hjúkmnarffæðingar hafa einatt látið sig varða andlega og félagslega heilbrigði skjólstæðinga sinna jaíht inni á sjúkrahúsum sem utan þeirra. í okkar flókna samfélagi er hægt að fúllyrða, að fæstir komist í gegn- um lífið án þess að þurfa að takast á við einhver andleg eða félagsleg vandamál - streitu, svefntmflanir og húsnæðisbasl svo eitthvað sé nefnt. Geðsjúkdómamir em líka algengari en margur kýs að trúa, s.s. geðdeyfð, kvíðatmflanir, alkóhólismi og geð- klofi. Innan og utan sjúkrahúsanna er boðið upp á margvíslega meðferð og stuðning handa þeim sem eiga við slíka vanheilsu að striða. Það telst til gmndvallarmannrétt- inda að geta fengið bót meina sinna ef hægt er, eða hjálp við að lifa við þau, séu þau ólæknanleg. Þann 27. janúar 1989 gáfu Alþjóðasamtök um geðheilbrigðismál einmitt út yfirlýs- ingu þess efnis að mannréttindi geð- veikra skyldu vera þau sömu og heil- brigðra. í yfirlýsingunni var lögð áhersla á að samfélagið stæði vörð um málefhi geðsjúkra. Alþjóðasam- tök hjúkrunarffæðinga (Intemational Council of Nurses) hafa tekið undir þessa yfirlýsingu af heilum hug. Ósakhæfir afbrotamenn og geð- sjúkir fangar er hópur sem hefúr orð- ið afskiptur innan íslenska heilbrigð- iskerfisins. Eins og alþjóð veit er hvorki til sérstök deild fyrir geðsjúka afbrotamenn inni á sjúkrastofnunum né fangelsum landsins. Dómsmála- ráðuneyti og heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneyti hafa ekki sinnt málefhum þessa hóps sem skyldi, enda hér um minnihlutahóp að ræða sem á sér ekki sterka málsvara í sam- félaginu - eða hvað? Bandalag kvenna í Reykjavík hefúr verið málsvari þessa hóps um árabil. Á aðalfúndi Ðandalags kvenna I Reykjavík sem haldinn var 22. og 23. febrúar síðastliðinn, ítrekaði fund- urinn fyrri áskoranir varðandi það, að ósakhæfir afbrotamenn og geðsjúkir fangar skyldu eiga sama rétt á heil- brigðisþjónustu og vistun á heilbrigð- isstofnun og allir aðrir landsmenn svo sem lög um heilbrigðisþjónustu nr. 59/1983 kveða á um. Aðalfúndurinn lagði einnig á það þunga áherslu, að málefhi ósakhæffa afbrotamanna og geðsjúkra fanga væru heilbrigðismál og skyldu því heyra undir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti eigi síður en dómsmálaráðuneyti. Það er ekki til sóma fyrir Alþingi Islendinga að réttargeðdeild skuli ekki vera komin í gagnið ennþá, svo miklum tíma sem búið er að eyða í umræður og nefndarstörf um málefni geðsjúkra afbrotamanna. Sem betur fer virðist þó loksins núna hilla undir stofnun slíkrar deildar á íslandi. En hvað þurfti til? Aðdragandinn er hörmulegur og verður ekki rakinn hér. í lögum um fangelsi og fangavist nr. 48/1988, 8. grein segir: „Fangi sem á við andlega eða líkamlega fotl- un að striða eða þarfnast af öðrum ástæðum sérstaks aðbúnaðar skal af- plána í þvi fangelsi sem uppfyllir þau skilyrði um slíkan aðbúnað.“ Það er ljóst að þessum lögum hefúr ekki ver- ið ffamfylgt. Mikilvægt er að réttar- geðdeildin standi undir nafni hvað varðar aðbúnað og sinni ekki ein- vörðungu gæsluhlutverki sínu eins og hvert annað fangelsi, heldur að áhersla verði lögð á geðmeðferð veitta af sérmenntuðum læknum og hjúkrunarfólki. Sú umræða hefúr heyrst í samfé- laginu, að ekki sé vert að eyða fjár- magni og tíma í meðferð geðsjúkra afbrotamanna vegna slæmra eða engra batahorfa þeirra. Slíkar skoðan- ir hljóta að byggjast á þröngsýni eða vanþekkingu, nema hvoru tveggja sé. Einstaklingur með líkamlegan sjúk- dóm og slæmar eða engar batahorfúr fær sína læknis- og hjúkrunarmeðferð á stofnunum samfélagsins, og sem betur fer hefur enginn neitt við það að athuga. Það er siðferðlleg og Iagaleg skylda íslenska samfélagsins að sinna málefnum ósakhæfra af- brotamanna og geðsjúkra fanga í ljósi heilbrigis- og fangelsislaga, og síðast en ekki síst í Ijósi mannrétt- inda. Málefni geðsjúkra virtust eiga upp á pallborðið í kosningabaráttunni fýrir síðustu Alþingiskosningar. í fjölmiðlum landsins birtist hver greinin á fætur annarri um málefni geðsjúkra. Þessar greinar voru skrif- aðar af fólki á firamboðslistum stjóm- málaflokkanna. Greinarhöfundar lögðu áherslu á hversu brýnt væri að samfélagið sinnti þessum málaflokki sem skyldi. Fagna ber þeirri umræðu með von um að hún skili sér ekki að- eins í aukinni umræðu um málefhi geðsjúkra - en orð eru til alls fyrst - heldur einnig í auknum fjárveiting- um ríkisvaldsins til geðheilbrigðis- mála. Eydís Sveinbjarnardóttir er hjúkr- unarfræðingur og er verkefnastjóri á Geðdeild Borgarspítalans. Guðný Anna Arnþórsdóttir er hjúkrunarframkv.stj. Geðdcildar Borg- arspitalans og lektor i geðhjúkrun við H.Í. „Það er siðferðileg og lagaleg skylda íslenska sam- félagsins að sinna máletnum ósakhæfra afbrota- manna og geðsjúkra fanga“ Mmnmg Finnbogi Þorsteinson Fæddur 2.12.1920-Dáinn 13.5 1991 „Til moldar oss vígði hið mikla vald, hvert mannslíf, sem jörðin el- ur.“ Einar Benediktsson skáld segir eftir föður sinn, orðin sem við öll samstarfsmenn Finnboga Þor- steinssonar vildum sagt hafa að morgni 14. maí þegar okkur var tilkynnt um andlát hans: „Með tryggð til máls og muna á mátt hins góða og sanna þú trúðir traust ogfast. Hér er nú starfsins endi. I æðri stjómar hendi er það, sem heitt í hug þú barst Fregn um andlát samferðar- manns og félaga er alltaf jafn köld, jafnvel þótt vitað sé að hann eða hún hafi troðið brautir mikilla þrauta. Helfregnin er alltaf jafnóvæg- in, en þjóðskáldið orðar hugsanir og vonir allra samferðamanna hins látna, þegar hann segir „Ég sá á allra sorgar vegi er sólskin til með von og náð“. Finnbogi var fæddur í Fossvogi 2. desember 1920. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Greipsdóttir frá Haukadal í Biskupstungum og Þorsteinn Finnbogason sem alinn var upp í Hjallanesi I Rangárvalla- sýslu. Jóhanita var fædd 20. júlí 1880 eg dáin 16. mars 1924 og Þorsteinn fæddur 6. janúar 1884 og dáinn S.^úní 1966. Systkini Finnboga voru sex, þau; Jóhann, Hildur, Friðþjófur, Haukur, lnga, Katrin og var Finn- bogi yngstur sinna systkina. Katrín er ein eftirlifandi af þessum stóra systkinahóp. Á sínum yngri árum stundaði Finnbogi mikið íþróttir, hann var í sýningarflokki í fimleik- um og stundaði hnefaleika og fleiri íþróttir. Finnbogi Iærði dans hjá Rigmor Hansen, og sýndi dans með hennar dansflokki, meðal annars erlendis. Hann kvæntist 16. október 1948 Línu Knútsdóttur frá Færeyj- um og varð þeim 10 bama auðið sem öll komust til fullorðinsára. Lína eignaðist dótturina Sheilu fyr- ir hjónaband hennar og Finnboga og var hún alin upp sem þeirra bam ásamt systkinum sínum. Bömin em: 1. Sheila Jensen býr í Dan- mörku, gift Ole Jensen. 2. Jóhanna Maria búsett í Vest- mannaeyjum, gift Atla Olafssyni. 3. Þorsteinn býr í Vestmanna- eyjum, ókvæntur. 4. Jómnn býr í Reykjavík, gift Herði Hjartarsyni. 5. Þorbjöm sem býr í Yakima í Washington fylki i Bandaríkjunum, kvæntur Jacklyn. 6. Knútur búsettur_ á Homa- firði, kvæntur Mary frá lrlandi. 7. Inga búsett í Norðurgarði á Skeiðum, gift Sævari Eiríkssyni. 8. Bára búsett á Hjarðarfelli á Snæfellsnesi, gift Högna Gunnars- syni. 9. Heiðrún búsett á Eskifirði, gift Ara Hallgrímssyni. 10. Ásdís búsett í Grindavik, gift Sigurði Ólafssyni. 11. Finnbogi búsettur í Vest- mannaeyjum, kvæntur Kolbrúnu Ólafsdóttur. Lina og Finnbogi hafa notið bamaauðs og em niðjar þeirra nú 31, þar af 24 bamaböm og 7 bamabamaböm. Eins og að líkum lætur hefur þurft baráttukjark og dugnað til að ala upp svo stóran bamahóp. Þeim eiginleikum hefur þeim hjónum verið í blóð borinn og þar með gert íslenska þjóð sterkari og ríkari með sínu stóra framlagi. Baráttumaður var Finnbogi á öllum sviðum og þá ekki síst á fé- lagsmálasviði. Hann var trúnaðar- maður hjá Verkamannafélaginu Dagsbrún og i fulltrúaráði félagins í mörg ár. Að stjómmálaskoðunum var hann harður vinstrí baráttujaxl, og ég held ég megi segja að hann hafi ævinlega stutt Alþýðubanda- lagið og forvera þess. Finbogi var gagnfræðingur að mennt, en sjálfmenntun hans var með eindæmum, hann talaði og las erlend mál af mikilli kunnáttu og fáa þekki ég hérlendis sem las er- lend dagblöð af meiri áhuga en hann gerði. Hann var hrókur alls fagnaðar á góðum stundum og þekking hans á góðum borðvínum var með ein- dæmum og kom mörgum aristó- kratanum í opna skjöldu. Finnbogi var sannur og heill, hann var heiðarlegur og sannur Is- lendingur. Um hann segjum við fé- lagar hans, - hann var drengur góður. Finnbogi Þorsteinsson hóf störf hjá Rafmagnsveitum ríkisins 29. júní 1959. Áður hafði hann starfað hjá fyrirtækinu Verklegum fram- kvæmdum og verið við nám í Tex- as í Ameríku í meðferð og vinnu með staurabora á þeirra vegum. Meðferð slíkra tækja krefst langrar þjálfúnar og kunnáttu á vélrænan- um búnaði. Fram til þess tíma að staurabor var tekirni í notkun, höfðu allar holur verið handgrafhar, nema í mýrí og blautu sandlendi þar sem staurar voru sprengdir niður. Stauraborun var mikil bylting og stytti byggingartíma til mikilla muna i flestum trlvikum. Vinna með borinn var erfið og kröfúhöFð. Það var ekki bara lík- amleg áreynsla, þar sem mikla út- sjónarsemi og nákvæmni þurfti til að velja hentugar leiðir yfir mýrar, móa og skurði og allskonar torfær- ur, á þungu og erfiðu farartæki. Starfinu fylgdi einnig mikill vélahávaði, óhreinindi af opnum smurflötum, kuldi og vosbúð við vinnu, að vetri til, þar sem ekkert skýli var á borunum. öll sín störf við linubyggingar og bonm vann Finnbogi með bros á vör og engir erfiðleikar voru svo miklir að ekki væri sigrast á þeim. Finnbogi var afar vinsæll með- al samstarfsmanna sinna og auðfús starfsmaður í alla línufloldca Raf- magnsveitnanna með sína stóru vinnuvél. Finnbogi var samstarfsmaður minn við margar línubyggingar á Austurlandi frá 1967-1975, svo ég get með sanni sagt að með honum var gott að vinna erfið verk. Um og eftir 1970 hófst notkun á vélgröfum við línubyggingar, og mörg önnur stórvirk vinnutæki komu til sögunnar. Samhliða eltist borvél Finnboga og var að mestu tekin úr notkun 1975, en þá var hann eftirlitsmaður vinnuvéla Raf- magnsveitnanna. Árið 1984 tók Finabogi að sér stjóm á bíla- og véladeild Raf- magnsveitna ríkisBtó, og sinnti þvf starfi til dauðadags. Finnbogi Þorsteinsson vann öll sín störf af stakri kostgæfni og vandvirkni og með honum þótti mönnum gott að starfa. Við samstarfsmenn hans og vinir sendum frú Línu, bömum og bamabömum hughéilar samúðar- kveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í soig þeirra. Guð blessi minningu Finnboga Þorsteinssonar. Erliog Garðar Jónassoo ÞJÓÐVUJINN MMWikudagur 22. maí 1991 SMa 11

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.