Þjóðviljinn - 23.05.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.05.1991, Blaðsíða 3
ÍBAG 23. maí er fimmtudagur. 143. dagur ársins. 5. vika sumars byrjar. Sólarupprás í Reykjavík kl. 3.49 - sólarlag kl. 23.02. Viðburðir Jón Engilberts listmálari fæddur 1908. Verkalýðsfé- lag Norðfirðinga stofnað 1921. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Þjóðviljinn bannaður. fyrir 25 árum Stór kosningasigur Al- þýðubandalagsins í Reykjavík. íhaldið aftur í minnihluta meðal kjós- enda. Góður árangur Al- þýðubandalagsins víðs- vegar um land. Stórfellt fylgistap íhaldsins megin- einkenni kosninganna. Sá spaki ( hræsninni er það heimsk- an fremur en illmennskan, sem er yfirgnæfandi. (Sri Ramatherio) á afturvirkri vaxta- hækkun húsnæðislána. Sigurður T. Sigurðs- son formaður Verka- mannafélagsins Hlífar, Hafnarfirði. Það sem búið er að semja um áð- ur og fólk hefur gert greiðsluáætl- anir út frá, á ekki að breytast. Ef breytinga er þörf verða þær sjálf- sagt að koma til, en að hafa þær afturvirkar er ekki hægt að gera neinum manni. Hjá sumum dekka svokallaðar vaxtabætur þessar viðbótargreiðslur, en hjá öðrum ekki, því vaxtabætumar hafa þak sem ýmsir einstaklingar eru nú þegar komnir upp í. Fjárhagsamál fólks eru svo margbreytileg, að ekki er hægt að gera neina reglu í formum sem koma á móti aftur- virkri vaxtahækkun húsnæðis- lána. Þetta hefúr þegar haft áhrif á fasteignamarkaðinn, þannig að íbúðir hafa hækkað í verði. Það sér það hver maður að nú verður enn verra íyrir hinn almenna launamann að eignast sitt eigið húsnæði. ■ T •% r ~ ift ASteinunn fóhannesdóttir skrifar / I sömu sporum Ef sú kenning er rétt að árangur baráttunnar velti á þeim sem sækja, þá kann að vera að klofningi í íslenskri kvennahreyfingu sé að einhverju leyti um að kenna, að við erum komnar skemmra en skyldi, hvort sem við erum á leið til jafn- réttis eða kvenfrelsis“. Hvar standa íslenskar konur eft- ir úrslit seinustu alþingiskosninga? Hvað hefúr áunnist á nýliðnu kjörtímabili? Hvemig mælist árang- ur eða árangursleysi kvennabaráttu s.l. íjögurra ára? Hvað segir Félags- vísindadeild Háskólans? Hvað segir Kvenréttindafélag Islands? Hvað segir Kvennalistinn? Hvað segja aðrar stjómmálakonur í fylkingar- bijósti? Og hvað segja jafnréttis- flokkamir Alþýðuflokkur og Al- þýðubandlag? Segir enginn neitt? Rikir al- menn ánægja með útkomuna? 25% alþingismanna em konur. 1/10 ráð- herranna er kona. Forseti alþingis er kona. Allt var þetta nákvæmlega eins fyrir og eftir 20. apríl s.l. og ekki líklegt að hlutföllin breytist að ráði næsta kjörtímabil. En þess ber að geta að á því seinasta tóku tvær konur sæti á þingi sem varamenn karla (Alþfl. og Sjálfstfl.) og festu sig í sessi i kosningunum. Til samanburðar má skoða stöðu kvenna annars staðar í heim- inum og sjá að hún er víðast verri en á Islandi. En það má líka líta til annarra Norðurlanda þar sem hún er skárri, jafnvel miklu skárri, af því það vill svo til að almenn kjör kvenna og áhrif þeirra í stjómmál- um fara nokkuð saman. I Noregi em konur nú fonnenn þriggja stórra stjómmálaflokka. Þar hefúr sama konan tekið við embætti forsætisráðherra öðm sinni og ráðu- neyti hennar er skipað jafh mörgum konum og körlum. í Svíþjóð em 40% alþingismanna konur og þriðj- ungur ráðherraembættanna hvílir á þeirra herðum. Finnar standa Svíum og Norðmönnum nokkuð að baki og sömuleiðis Danir, en Islendingar reka klárlega lestina. Ef önnur atriði em skoðuð og borin saman eins og launamunur karla og kvenna, þá kemur sama upp á teninginn. Islenskar konur fara verst út úr þeim samanburði á Norðurlöndum. Launamunur milli kynjanna er mestur hér og fór held- ur vaxandi á seinasta kjörtímabili. Þátttaka þjóðfélagsins í umönnun barna er stjúpmóðurleg í meira lagi á Islandi miðað við hin Norður- löndin, þótt þátttaka kvenna í at- vinnulífinu sé sambærileg. Einkum er samanburðurinn við Svíþjóð Is- lendingum afar óhagstæður. Það er því meiriháttar áfall fyrir konu með bam á forskólaaldri að flytja aftur heim til fósturlandsins frá Svíþjóð. Og ég segi þetta af tvítekinni, bit- urri reynslu. Hvað veldur þessum íslenska drætti i jafnréttisbaráttunni sem fleygir fram í nágrannalöndum okk- ar? Er einhver félagsleg skýring á því af hverju íslenskir karlmen eru svona þéttir fyrir í vöminni, saman- borið við kynbræður þeirra á öðrum Norðurlöndum? Er það séríslensk karlmennska að þumbast við að sitja, þó að jafnréttishugsjónin sem margir hverjir aðhyllast segi þeim að annar hver maður hljóti að verða að standa upp. Eða er sú kenning sönn sem ég heyrði karlmann halda ffarn í Ríkisútvarpinu fyrir fáum dögum, að árangur baráttunnar velti á þeim sem sækja? Það fannst mér hörkuleg kenn- ing. Hún þýðir að fátækar þjóðir heims geti sjálfum sér um kennt hvað þær em fátækar. Böm geti sjálfúm sér um kennt hvað þau em vamarlaus. Og að sjálfsögðu að það sé sök kvenna ef lítið miðar í jafh- réttisbaráttunni. Samt hefúr íslensk kvennabar- átta oft vakið heimsathygli. Kvennaverkföllin tvö '75 og '85. Kjör Vigdísar Finnbogadóttur for- seta, sem var fyrsta konan í heimin- um sem kosin var í embætti þjóð- höfðingja í lýðræðislegum kosning- um. Og stofnun og gengi Kvenna- listans, sem var kröftug kvennaupp- reisn og hefur skilað mörgum kon- um inn á þing. En tilvist Kvennalistans stað- festir einnig þann ágreining sem er meðal íslenskra kvenna, jafnt um markmið og leiðir. Konur í kyn- blönduðum stjómmálaflokkum beijast fyrir jafnrétti, á meðan kjör- orð Kvennalistans er kvenfrelsi. Konur í karlaflokkum vilja breyta þeim innan frá með því að saxa smátt og smátt á völd karlanna og setja konur til áhrifa í staðinn. Það er einmitt sú aðferð, sem nú er að skila miklum árangri á hinum Norðurlöndunum. En Kvennalista- konur afheita þessari leið í baráttu sinni fyrir kvenffelsi. Kvennalistinn sleit stjómmálasambandi við karla til þess að geta ráðist á vamarmúra þeirra með sameinuðu afli utan frá. Og til þess að geta verið í friði fyrir þeim með sín mál. Slit stjómmálasambands er áhrifamikil refsing þegar henni er beitt í alþjóðastjómmálum og hún þýðir oft langvarandi kalt stríð. Sambandsleysið einangrar málsað- ila hvom ffá öðmm, þar til sá sem tapar meiru gefst upp. En einangr- unin kennir líka báðum að lifa án hins. Það ástand getur varað lengi. Eg fæ heldur ekki séð, að Kvenna- listinn sé á þeim buxunum að gefast upp. Stofnun Kvennalistans var rót- tækasta aðgerð íslenskra kvenna í stjómmálum í langan tíma. Hún kom eins og reiðarslag yfir marga karlmenn, einkum þá sem litu á sig sem jafnréttissinna og enga kúgara. En enginn gerir uppreisn að ástæðulausu. Ekki þrælar. Ekki þjóðir. Ekki unglingar. Ekki konur. Það þarf ofbeldi til að bæla uppreisn niður. Það þarf stjómlist og samningavit til að sjatla málin og komast að nýju samkomulagi. Það þarf sáttfysi til að byija sam- vistir á ný. Kvennalistinn er einstakt, en einangrað afl í stjómmáiunum. Það kann að vera styrkur hans, en einn- ig veikleiki. Og hann er kreddu- flokkur að því leyti að hann gerir tilkall til þess að vera flokkur „sannra“ kvenna. Jafhréttissinnaðar konur í blönduðum flokkum hafa verið ásakaðar um svik við hinn „sanna“ málstað, það hefur verið bent á þær sem karlkonur og varað við slíkum konum. Ef sú kenning er rétt að árangur baráttunnar velti á þeim sem sækja, þá kann að vera að klofhingi í ís- lenskri kvennahreyfmgu sé að ein- hveiju leyti um að kenna, að við er- um komnar skemmra en skyldi, hvort sem við emm á leið til jafn- réttis eða kvenffelsis. Eg vona að niðurstöður seinustu alþingiskosninga og óhagstæður samanburður við önnur Norðurlönd verði jafht til þess að íslenskar kon- ur taki baráttuaðferðir sínar enn einu sinni til endurskoðunar og að íslenskir karlar sjái að sér og láti konur njóta sannmælis. Kvennalistinn sleit stjómmálasambandi við karla til þess að geta ráðist á varnarmúra þeirra með samein- uðu afli utan frá. Og til þess að geta verið í friði fyrir þeim með sín mal. Síða 3 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. maí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.