Þjóðviljinn - 23.05.1991, Blaðsíða 2
Af litlu að státa
Talsmönnum stjórnarandstöðunnar þótti lítið til
stefnuræðu hins nýja forsætisráðherra koma
eins og glöggt kom fram í umræðum á Alþingi í
fyrrakvöld. Olafur Ragnar Grímsson rakti það í
sínu máli, að stefna stjórnarinnar, sem margauglýst
hefur verið eftir, hún væri áfram óútskýrður leyndar-
dómur í mörgum greinum. Það eina sem forsætis-
ráðherra hefði sagt skýrt í sinni ræðu væri tengt boð-
skap hans um vaxtahækkun - sem þýddi mikla tekju-
aukningu til fjármagnseigenda um leið og launafólki
er neitað um 2,5% hækkun launa vegna viðskiptakj-
arabatans. Og taldi Ólafur Ragnar að með þessu og
öðru því um líku væri ríkisstjórnin komin á fulla ferð
með að eyðileggja þann árangur sem fyrri ríkisstjórn
náði í efnahagsmálum og þá einkum í baráttu við
verðbólgu.
Og satt er það: ræða forsætisráðherra er heldur
bragðdauf. í stórmálum eins og Evrópumálum og
sjávarútvegsmálum er sem rækilegast sneitt hjá öllu
öðru en almennum viljayfirlýsingum: Koma skal í veg
fyrir að íslenska þjóðin einangrist - um leið og hún á
að halda sjálfstæðri tilvist sinni, segir um fýrra málið.
Um hið síðara segir á þá leið að nú skuli stefnt að
víðtækri sátt um stjórn fiskveiða með því að setja
málin í nefnd, sem „ekki verður sagt fyrir verkum sér-
staklega". í báðum dæmum er um að ræða eitthvað
sem ekki hljómar illa úr fjarska en getur í raun þýtt
hvað sem vera skal.
Það er þó ekki í öllum dæmum sem forsætisráð-
herra talar út úr þoku. Hann mælti fyrir vaxtahækk-
unum og sagði þá sem svo að hér væri um það að
ræða að velja annaðhvort skattahækkun eða vaxta-
hækkun til að leysa ákveðna hnúta. Ögmundur Jón-
asson, formaður BSRB, hefur svo bent á að vaxta-
hækkun sé í raun ekki annað en skattahækkun.
Vaxtahækkanir eru reyndar að verða enn stærra mál
en fram kemur í sjálfri stefnuræðunni. Nú berast þær
fregnir inn á borð að ríkisstjórnin hafi samþykkt að
hækka vexti af húsnæðislánum með afturvirkum
hætti. Sakar þá ekki að geta þess, að í gær var
Morgunblaðið í leiðara sínum að mæla gegn slíkri
fólsku: það væri „óþolandi kækur" í þjóðfélaginu að
gjörbreyta forsendum fyrir fjárhagslegum ráðstöfun-
um fólks með stjórnvaldsákvörðunum - eins og gert
er með því að hækka vexti á húnsæðislánum sem
fólk hefur þegar tekið.
Davíð Oddsson boðaði líka einkavæðingu, sem
enginn veit hvernig út lítur enn. Hann boðaði það líka
að nú ætti „í auknum mæli að taka gjald fyrir þjón-
ustu sem fyrirtæki og stofnanir á vegum hins opin-
bera veita". Við vitum að sönnu ekki enn um hvers-
konar gjöld er hér að ræða. En þegar allt dæmið er
lagt saman: vaxtahækkanir og hækkun á verði fyrir
ýmsa opinbera þjónustu (sem oftar en ekki er þess
eðlis að menn snúa sér ekki annað til að fá hana)
eru í raun ekki annað en hækkun álagna á fólkið í
landinu. Eini metnaður stjórnarinnar um þessar
mundir virðist vera fólginn í því að sneiða hjá því að
slíkar hækkanir séu kallaðar skattahækkanir - vegna
þess að þaö hefur lengi verið trúaratriði í Sjálfstæðis-
flokknum að það ætti að lækka skatta. En þessar til-
færingar, þessi feluleikur, breyta litlu um þaö að út-
koman er ein og hin sama.
Morgunblaðið sagði í leiðara í gær að fyrstu yfir-
lýsingar ríkisstjórnarinnar lofuðu góðu, ræður þeirra
Davíðs og Friðirks Sophussonar voru taldar „sterkar"
og einkennast af krafti. Jamm, það er nú svo. Litlu
verður Vöggur feginn...
ÁB
Þtódviltinn
Málgagn sósfalisma þjóðfrelsis og verkalýöshreyfingar
Síðumúla 37 — 108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f..
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Rltstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guðmundsson
Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson.
Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Slöumúla 37, Rvik.
Auglýsingar. 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verð i lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr.
Er í aðsigi atlaga
Þrautin þyngri
Það er kannski eins og að
nauðga miðlungsgóðum brandara
að fjasa eina ferðina enn um
mannraunir í borgarstjómarflokki
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
En þó verðu það nú gert eina ferð-
ina enn. Tilefnið er klausa sem
birtist í Morgunblaðinu á laugar-
daginn var. Fyrirsögnin hefúr það
eftir borgarstjómarflokknum að
„Umræður um val borgarstjóra
laefjast lengri tíma“. Síðan em all-
ir vonbiðlar embættisins leiddir
fram og látnir vitna um það, að rétt
hafi Davíð gert þegar hann fór í
sumarfrí sem borgarstjóri til að
geta unnið betur „hjá öðm fyrir-
tæki“ eins og það heitir víst í þeim
lögum um sumarleyfi sem banna
mönnum að fara í ffí í þykjustunni.
Borgin er ríkinu
meiri
Allir em sáttir við þessa stöðu
mála, eða svo sverja þeir. Þurfi
borgarstjómarliðið góðan tíma til
að ræða valið á eftirmanni Davíðs
„enda væri hér um afar mikilvæga
ákvörðun að ræða“.
Og þama kviknaði einmitt á
þeirri pólitísku grútartýru! Það er
ekki ncma rétt, að tafir þær sem
verða á að velja eftirmann Davíðs,
þær endurspegla vissan vemleika.
Sem sagt þann, að val á borgar-
stjóra í Reykjavík er miklu mikil-
vægara fyrir Sjálfstæðisfiokkinn
sem slíkan en til dæmis myndun
ríkisstjórnar. Enda em söguleg
hlutfoll eftir því: það tók ekki
nema fjóra sólarhringa að sögn, að
mynda nýja ríkisstjóm. En það
tekur sex eða átla vikur að ræða
um það hver getur tekið við Borg-
inni Sjálfri.
Reykjavík er nefnilega lífakk-
eri Flokksins, enda var hann nær
lamaður af sorg þegar meirihlutinn
eitt sinn gekk honum úr greipum.
Ríkisstjómir koma og fara - en
Reykjavík blífur....
Hættan af
Allaböllum
Margir segja að þjóðarsáttin sé
í hættu. Og vegna hvers? Um það
hefur frumlegasta kenningu Þröst-
ur Olafsson hagfræðingur og ný-
legur Alþýðufiokksmaður. Hann
skrifar grein í Morgunblaðið um
atlögu að þjóðarsátt sem kunni að
vera í hættu. Að hans dómi kemur
atlagan úr þessari átt hér:
„Það er ástæða til að vera
hræddur við forystumenn Alþýðu-
bandalagsins, því þjóðarsáttinni
stendur ógn af þeim. Þeir hóta að
sprengja hana í loft upp.“
Nú er vitaskuld ekki nema gott
um það að segja að stjómarliðar
séu hræddir við forystumenn Al-
þýðubandalagsins. En að öðru
leyti stendur hér allt á hvolfi.
Þröstur leggur út af hugsanlegum
áhrifum oddvita Alþýðubandalags-
ins á kröfúgerð verklýðsfélaga á
næstunni og sér í þeim fjandann á
veggnum. Og ætti hann þó í fyrsta
lagi vel að vita að sá tími er löngu
liðinn að stjómmálaflokkur, Al-
þýðubandalag eða hver annar, móti
kröfúgerð launþegasamtaka. Það
gera þau reyndar sjálf. í öðru lagi
hleypur Þröstur sér til þæginda
gjörsamlega yfir þau skilaboð til
„þjóðarsáttar" sem nú berast dag
hvem frá ríkisstjóminni. Vaxta-
hækkanir einn daginn - og nú í
gær var það boðað að hækka
skyldi vexti af húsnæðilánum aftur
á bak. Davíð forsætisráðherra boð-
aði að hækka skyldi gjöld fyrir
þjónustu sem fyrirtæki og stofnan-
ir á vegum hins opinbera veita (og
er oftar en ekki þess eðlis að menn
hljóta að nota hana).
Þetta eru þau tilræði við þjóð-
arsátt sem þegar liggja á borðinu:
og þau, koma öll frá stjóminni
sjálfri. I ljósi þessa verður ákæra
Þrastar Ólafssonar á hendur Al-
þýðubandaiagi í ætt við þá norð-
lensku fyndni að kalla einn ágætan
mann Jón þjóf. Af þeirri ástæðu að
það var stolið frá honum.
Hvers menn væntu
Þröstur víkur heldur ekki einu
orði að mjög mikilvægu atriði: en
það eru þær væntingar sem skapast
hafa hjá launafólki í tengslum við
efnahagsbata. Þjóðarsáttin var
fóm, sem kom eins og fyrri daginn
mest niður á ósköp venjulegu
launafólki. Það virtist einhvers-
konar „pólitísk þjóðarsátt" um
það, að þegar þessi fóm skilaði ár-
angri þá væri komið að launafólki
að fá umbun sinnar þolinmæði.
Þetta sögðu stjómarliðar í vinstri-
miðjustjóminni sem var. Og þetta
sagði stjónarandstaðan líka.
Það var einmitt rifjað upp í
umræðum frá Alþingi í fyrrakvöld
(Ingibjörg Sólrún Gísladóttir)
hvemig Morgunblaðið kynti undir
einmitt þessar væntingar rétt fyrir
kosningar. í Reykjavíkurbréfi var
um það skrifað að efnahagsbati
væri staðreynd og launafólk ætlaði
sér að njóta góðs af og það þýddi
ekki fyrir atvinnurkendur að vísa
því máli frá sér! Þetta gerðist sem
sagt fyrir kosningar. Eftir kosning-
ar gerist svo blaðið aftur samstíga
pólitískum þörfúm dagsins hjá sín-
um flokki með því að slá á þá
strengi helst, að ekkert sé til skipt-
anna, fé er ekki fyrir hendi, þrauk-
ið áfram í þjóðarsátt, elskuleg guðs
böm. Og takið á ykkar nýjar hirt-
ingar (vaxtahækkanir og fleira) án
þess að mögla, því slikur er vilji
Órlaganna (það er að segja Mark-
aðarins).
Stétt með stétt
Ekkert af þessu telur Þröstur
Ólafsson þess virði að vikið sé að
einu orði í pistli um veika stöðu
þjóðarsáttar og má með sanni
segja að lítið legst fyrir skilgrein-
ingarkappann. Hann lætur sér
nægja að hafa fundið fjandann
sjálfan: „meðal stjómmálaflokka
landsins er einn sem hefur hafið
undirbúning að pólitískri skemmd-
arstarfsemi á efnahagskerfi lands-
ins“. Þetta er náttúrlega Alþýðu-
bandalagið, sem fyrr segir. Og af
hveiju er sá flokkur svo illur í
áformum? Jú - það stafar af því,
segir Þröstur, að Alþýðubandalag-
ið lítur á sig sem flokk stéttabar-
áttu og stéttabarátta er í hans
munni ill og skaðvænleg og fer
eflir því að tilgangur helgi meða-
lið.
Þetta er býsna ffóðlegt. Við
skulum ekki vera að fjasa um það
að stéttabarátta er ekki eitthvað
sem tiltekinn flokkur finnur upp:
það takast á ólíkir hagsmunir í
samfélaginu, menn taka sér stöðu í
þeirri glímu ekki síst eftir því hvar
þeir em niður komnir í stétt og
stöðu, þetta er eitt af því sem ræð-
ur því að til em fleiri en einn
flokkur í landinu. En ef halda ætti
áfram með röksemdafærslu Þrastar
Ólafssonar þá er eins gott að allir
sameinist í flokki allra flokka,
Sjalfstæðisflokknum. Þar er ein-
mitt að fmna sterkasta hefð fyrir
þvi að „stéttabarátta" sé laumuspil
djöfúlsins, en hægt sé að samfylkja
stétt með stétt í samstillingu hags-
muna a sameiginlegum vett-
vangi,“hinum eðlilega vettvangi
málamiðlunar í þjóðfélaginu“ eins
og Morgunblaðið kallar jafnan
Sjálfstæðisflokkinn. Gáum að
þessu.
ÁB
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. maí 1991
Síða 2