Þjóðviljinn - 28.05.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.05.1991, Blaðsíða 7
Sjúkraliðar gengu út af BSRB- ing Bandalags starfs- manna ríkis og bæja (BSRB) var sett í gær. í upphafi þingsins kom fram tillaga frá fulltrúum Sjúkraliðafélags íslands um að þær fengju atkvæðisrétt á þessu þingi. Ögmundur Jónasson for- maður BSRB lagðist gegn þess- ari tillögu. Þegar þingið hafnaði framkominni tillögu sjúkralið- anna gengu þær út af fundinum. Sjúkraliðafélag Islands var formlega stofnað 11. maí sl., en þeir hafa hingað til verið í starfs- mannafélögum víðs vegar um landið. A þessum fyrsta fundi Sjúkraliðafélags Islands var sam- þykkt að leita eftir aðild að BSRB. Tillaga um þessa aðild var borin upp á þingi BSRB sem hófst í gær og var hún samþykkt einróma. Strax eftir setningarræðu Ög- mundar Jónassonar, kom frarn til- laga sem Kristín Guðmundsdóttir flutti fyrir hönd þeirra sjúkraliða sem valdir höfðu verið á fyrr- 3Íngi nefndum fundi Sjúkraliðafélags ís- lands. „Þeir tíu fulltrúar tilnefndir á aðalfundi Sjúkraliðafélags ís- lands, 11. maí 1991 á þing BSRB, 27. maí 1991, fara fram á að kjör- bréf fulltrúa félagsins verði sam- þykkt og þeir njóti fulls og óskor- aðs réttar til þátttöku í störfum þingsins, atkvæðisgreiðslum og ákvörðunum um stefiiumótun sam- takanna næstu þijú ár,“ sagði í til- lögunni. Við atkvæðagreiðslu á þinginu var þessi tillaga felld með 114 at- kvæðum gegn 70. Síðan var borin upp til samþykktar tillaga Ög- mundar Jónassonar um að fulltrúar sjúkraliða á þinginu, mættu sitja þingið með fullt málfelsi og til- lögurétt. Sú tillaga var samþykkt samhljóða. Kristín Guðmundsdóttir kvaddi sér þá hljóðs þar sem hún harmaði niðurstöðu þingsins í þessu máli. Hún las og upp hluta af bréfi því sem Sjúkraliðafélag íslands lagði fram með umsögn sinni í BSRB. Þingfulltrúarfylgjast með umræðum Þar segir, „Beiðni Sjúkraliðafélags íslands um aðild að BSRB, er sett fram af stjóm þess með fyrirvara um að stjóm Bandalagsins sam- þykki fullgilda aðild sjúkraliða og þátttöku fulltrúa þess á þingi sam- takanna í maí nk., að öðrum kosti áskilur stjóm Sjúkraliðafélags ís- lands sér rétt til að endurskoða um- rædda beiðni um aðild að BSRB,“ sagði Kristín. Kristín sagði og, „ I ljósi niðurstöðu þingsins, væri stjóm Sjúkraliðafélagsins sammála um að fulltrúar þeirra ætti ekkert erindi á þessu þingi, og í ljósi um- ræddra fyrirvara gæti hún ekki séð um sjúkraliða í gær. Mynd: Kristinn annað en þær myndu sækja um að- ild að Bandalaginu seinna,“ sagði Kristín. Eftir ræðu formanns Sjúkraliðafélags íslands stóðu full- trúar félagsins upp og gengu út úr salnum. Kristín Guðmundsdóttir for- maður Sjúkraliðafélagsins sagði aðspurð að útganga sjúkraliðanna núna þýddi í raun endurskoðun þeirra á inngöngu í BSRB. Kristín sagði að hún skildi ekki þessa af- stöðu þingsis þar sem til væri for- dæmi um samþykkt eins og sjúkra- liðar hefðu lagt fram. En það var á þingi Bandalagsins fyrir þremur árum síðan er Fóstmfélagið og Fé- lag meinatækna var samþykkt með fullan atkvæðisrétt um leið og fé- lögin vora samþykkt í BSRB. Ögmundur Jónasson sagði i þessu sambandi, „þær sætta sig ekki við að hafa ekki full réttindi á þinginu, ég hafði lagt til að þær hefðu málfrelsis- og tillögurétt, sama rétt og ég hef reyndar sjálf- ur,“ sagði Ogmundur. „En hitt er staðreynd að þær hafa fengið full- gilda aðild að BSRB og því fagna ég mjög,“ sagði Ögmundur. Kringlan stækkar enn, þann 1. júnf næstkomandi opna fjörtíu versl- unar- og þjónustufyrirtæki I svonefndri Borgarkringlu. Framkvæmdir við þessa miklu verslunarhöll er nú á lokastigi, og brá Ijósmyndari Þjóðviljans sér á staðinn í gær til að sjá hvemig iðnaðarmönnum gengi að leggja síðustu hönd á verkiö. Rennistiginn er kominn upp og í notkun. Enn er þó langt í land þar til allt verður fullbúið svo að líklega verður nótt lögð við dag, eins og (slendingum er einum lagið, svo að opna megi með pompi og pragt eftir tæpa viku. Mynd: Jim Smart. Raforkuverð til álversins enn órætt Páll Pétursson sagði í gær að mikilvægt hefði verið að ná samkomulagi um endurskoðunarákvæði fyrirhugaðs orkusamnings vegna nýs álvers á Keilisnesi á fundi samninganefndar Landsvirkjun- ar og Atlantsáls i Atlanta í Bandaríkjunum fyrir helgi. Páll, sem á sæti í viðræðuneftid Landsvirkjunar, sagði að fulltrúar Alumax hefðu sæst á orðalag um endurskoðunarákvæði sem samn- ingamenn Landsvirkjunar hefðu lagt til en áður hafi þessu sama orðalagi verið neitað. Þannig væri greinilega komið jákvætt hljóð í samningamenn. Alumax á þó eftir að bera þetta samkomulag undir hin fyrirtækin tvö sem einnig mynda Atlantsál-hópinn. Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar sagði að á þessum fundi og fúndi nokkra áður í Zu- rich hefði miðað veralega í átt til samkomulags um orkusöluna sem væri að sjálfsögðu einn mikilvæg- asti þátturinn i álmálinu. Halldór sagði að á fúndinum í Zurich 16. og 17. maí hefði náðst samkomu- lag um ábyrgðir og tryggingar varðandi orkusamninginn t.d að því er varðar ábyrgð á að lokið verði við byggingu álversins á rétt- um tima og á rekstri þess og um skilmála er varðar lágmarkskaup- skyldu. Hann sagði að á fundinum í Atlanta 20.-23. maí hefði auk end- urskoðunarákvæðisins náðst sam- komulag um raftæknilega skil- mála, samrekstur álversins og raf- orkukerfisins og afhendingarör- yggi raforku. Þannig sagði Halldór að fyrir lægi samkomulagsgrand- völlur að því er varðar orkusamn- inginn þó útfæra þurfi ýmiss atriði. Páll Pétursson sagði að raf- orkuverðið stæði enn útaf og að lit- ið hefði verið komið inná það á fundinum í Atlanta. Hann sagði að jákvæðara hljóð í Atlantsáls- mönnum mætti ef til vill rekja til þesss að aðstoðarforstjóri Alumax hafi verið hér á ferð og þá hafi mörgum efasemdum verið eytt. Ljóst er þó að erfitt verður fyrir Atlantsál-hópinn að semja um end- anlegt raforkuverð fyrr en þeir vita með vissu hve mikið fjármögnun álversins kemur til með að kosta. -gpm Yfirlæknum Heilsuhælisins vísað á dyr I' Ijósi fyrirvaralausrar brottvikningar beggja yfirlækna Heilsu- hælis NLFÍ í Hveragerði, telur stjórn L.I. ekki forsvaranlegt að þar dvelji veikt fólk, „segir m.a. í tilkynningu er stjórn Lækna- félags íslands hefur sent frá sér. En þar vísar L.í. til atburða er áttu sér stað sl. Iaugardag, en þá sagði rekstrarstjórn Heilsu- hælisins tveimur yflrlæknum þess upp störfum fyrirvaralaust. í tilkynningu Læknafélagsins allar sjúkrastofnanir til þess að þær segir og, „Stjómin beinir þeim ein- dregnu tilmælum til lækna, að þeir sendi ekki sjúklinga til innlagnar á hælið, að óbreyttum aðstæðum. Stjóm L.í. bendir á, að sam- kvæmt lögum um heilbrigðisþjón- ustu er skylt að yfirlæknir sé við megi starfa sem slíkar. Stjómin áréttar að félagið ber fyllsta traust til þeirra yfirlækna, sem nú hefúr verið vikið úr starfi, bæði að þvi er varðar faglega og stjómunarlega hæfni. Stjóm L.I. lýsir ábyrgð á hend- ur stjómendum hælisins og hvetur heilbrigðiyfirvöld til tafarlausra aðgerða þannig að tryggð verði nauðsynleg umönnun þeirra sjúk- linga, sem nú era á hælinu,“ segir i tilkynningu Læknafélagsins. Siguijón Skúlason skrifstofu- stjóri Heilsuhælisins í Hveragerði segir að ástæða uppsagna yfirlækn- anna sé trúnaðarbrestur sem hafi myndast á milli rekstrarstjónar Heilsuhælisins og læknanna. Það sem endanlega gerði út um sam- starf stjómar og umræddra lækna Kvennalistinn vill skerpa línur Vorþing Kvennalistans var haldið um helgina og voru kvennalistakonur almennt ánægðar með útkomuna. Kvennalistakonur telja ekki þörf á neinum pólitískum breyting- um þó svo þær hafi misst fylgi í síðustu kosningum, en ætlunin er hinsvegar að skerpa línur hreyfing- arinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði að kvennalistakonur hefðu óneitanlega verið ósáttar við úrslit kosninganna, en það hefði kannski verið óraunsæi að halda að svona nýtt pólitískt afl eins og Kvenna- listinn gæti stöðugt bætt við sig. „Svona hreyfmgar eiga sín bemskuár og það má kannski segja að Kvennalistinn sé á unglingsár- unum,“ sagði Ingibjörg. Hún sagði að ef til vill væri þörf á að skerpa línur Kvennalist- ans. „Við þurfum að koma sér- stöðu okkar betur til skila en verið hefúr.“ Ingibjörg sagði framtiðina ekki bjarta ef samfélagið héldist óbreytt. „Maðurinn gengur sífellt á þessar auðlindir jarðar sem við eig- um öll að lifa af, og við eram sann- færðar um að það verði að grípa í taumanna og skipuleggja þetta samfélag á allt annan hátt en gert hefur verið.“ -KMH. var bréf er þeir sendu heilbrigðis- ráðneytinu, sagði Siguijón. í umræddu bréfi sem yfirlækn- amir Gísli Einarsson og Snorri Ingimarsson sendu kemur m.a. fram að þeir hvetja ráðuneytið til að íhlutast i málefni Heilsuhælisins í Hveragerði. í lok bréfsins segir m.a. „Komið verði á fót sjálfseign- arstofnun þar sem hagsmuna þeirra sjúklinga sem þangað sækja þjón- ustu sína sé gætt með stjómaraðild viðkomandi félagssamtaka, t.d. Krabbameinsfélagsins, Styrktarfé- lags lamaðra og fatlaðra, Gigtarfé- lagsins o.s.frv. Auk þess gæti t.d. Rauði krossinn átt aðild. Mikil- vægast er að einn aðili nái aldrei framar þeim heljartökum á starf- seminni og fjármögnun hennar, svo sem raunin hefur verið með Náttúralækningasamtökin,“ segir í bréfinu. Siguijón segir að það sé aug- ljóst að stjóm Heilsuhælisins geti með engu móti starfað með aðilum sem svo óumdeilanlega vinni gegn hagsmunum þeirra aðila er standi bak við hælið. Aðspurður um hvort ekki þyrfti að loka Heilsuhælinu nú þegar yf- irlæknamir væra famir, sagði Sig- uijón, „Það er einn læknir starfandi hér i augnablikinu. Það er nóg nú í skamman tíma, enda búið að fá óbeint samþykki fyrir því frá yfir- völdum,“ sagði Siguijón. Sigurjón veit ekki hvemig framtíð Heilsuhælisins verður, það gæti komið til að Heilsuhælið yrði svipt starfsleyfi vegna vöntunar á læknum. „Það er heilmikil ábyrgð hjá þeim yfirvöldum sem loka einn tveir og þrír, þannig það hlýtur að verða aðdragandi ef það kemur til að Heilsuhælinu verði lokað,“ sagði Siguijón. -sþ Leiðrétting í laugardagsblaðinu var birt viðtal við Reyni Má Einarsson og urðu þau leiðu mistök, að hafl var rangt eftir honum að öll þau lyf fyrir einstaklinga er greinst höfðu með HIV smit, þyrftu smitaðir að borga sjálfir. Þetta er ekki rétt, því þessir ein- staklingar fá lyfin greidd, en þurfa hinsvegar að borga öll sín aukalyf sjálfir. Hér með biðjum við Reyni og lesendur velvirð- ingar á þessum leiðu mistökum. Síða 7 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. maí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.