Þjóðviljinn - 28.05.1991, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 28.05.1991, Blaðsíða 15
SeeAAr Koma úr Viðey kempurnar... H.G. hringdi og sagðist vera fullur iðrunar.Tlann hefði glæpst á að kjósa Alþýðuflokkinn í kosning- unum og væri nú viss um að hann hefði aldrei ann- að eins póiitískt glapræði framið. Hann lét fylgja með stjórnarmyndunar- vísu þa sem her fer á eft- ir. Hún vísar til annarrar Viðeyiarferðar og fræki- legri: þar talar Jon Ara- son um „flæðar flaustur“ og segir vísnasmiður að menn skuli hafaþað í huga að hér sé átt við bát: Koma úr Viðey kempumar klúka í flaustri graar. Heiðursmarma hempurnar heldur reynast snjáðar. Rækjukokkteill í Skutli. Litlu munaði að illa færi í (safjarðarhöfn um Hvíta- sunnuhelgina þegar rækjutogarinn Skutull (S, (áður Hafþór RE), sigldi lanaleiðina upp í Ijöru á Pollinum. Skipið la við bryggju og enn er óvitað hvað olli ohappinu. Svo virðist sem „einhver hafi rekið sig í takka“ eins og ísfirskur heimildarmaður orðaði það en skipverji sem var um borð tókst að afstýra slysi með því að láta akkeri og hlera fara og stöðva þannig skipið. Skutull var nýkominn úr fyrsta túrnum og þetta sama kvöld kynntu nokk- ur fyrirtæki nyjan tækja- búnað um borð. Gárung- amir vestra telja að ef til vill hafi þetta ónapp verið afleiðing þess að kokkt- eilboðið hafi kannski byrj- að fýrr en áætlað hafði verið... Kæri Sáli Vestfirðingar hafa lengi verið sálfræðingslausir og lét ritstjóri Vestfírska fréttablaðsins einhvern tímann að því liggja að þeir, fremur en margir aðrir, mættu illa við slíku ástandi. Nú eru líkur á að úr rætist þar sem sál- fræðingurinn Sigtryggur Jónsson, hefur sótt um stöðu félagsmálastjóra bæjarins. Sigtryggur þessi sá lengi um vinsæl- an útvarpsþatt sem nefndur var „Kæri Sáli.“ Vissara að vera hægra megin Á Galakvöldi (þróttasam- bands fatlaðra sem var á Hótel Islandi á sunnu- dagskvöldið opinberuðu þau Stefán Jón Hafstein og Edda Andrésdóttir, sem voru veislustjórar að þau hefðu bæði viljað standa hægra megin á sviðinu. En eftir nokkurt japl og fuður þeirra á milli á æfinau fyrir sjálft kvöld- ið gaf Edda Stefáni eftir hægra plássið á sviðinu með þeim orðum að sá vægir sem vitiö hefur meira. Því svaraði Stefán Jón að það væri vissara að vera hægra megin um þessar mundir með tilliti til þess hverskonar ríkis- stjórn væri við völd í land- inu. En meðal gesta á Galakvöldinu voru fjórir ráðherrar, þau Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra, Ólafur G. Einars- son menntamálaráð- herra, Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaraðherra og Jón Sigurðsson iðnað- arráðherra. RÚSÍNAN... bendi til þess að þriðja kolkrabbaplágan á þess- ari öld sé í gerjun. Kolkraobar þessir, sem eru um einn metri í þvermál, eru ekki sérlega nættulegir, en nef þeirra er beitt og gæti sundfólk sem ekki gáir að sér fengið smástungu. Nef þessara kolkrabba er ekki ólikt nefi á páfagaukum og ótrúlega beitt. Nef sitt nota kolkrabbamir til að brjóta harða skel krabba- dýra svo að þeir geti gætt sér á ljúffengu kjöti þeirra. be/Reuter Syngjandi Kúrdar í Svíþjóð Margir sátu við skjáinn eigi alls fyrir löngu þegar heimsfrægar poppstjörnur sungu fyrir Kúrda, og myndir af bar- áttu þeirra fyrir lífinu voru sýndar milli léttra laga og gleði- öskra áhorfenda á tónleikunum. Einn þeirra sem tróð upp var Kúrdinn Sivan Perwer. Daginn eft- ir birtust myndir í breskum dag- blöðum af Sivan með vefjarhött að taka í hönd prinsessunnar Díönu eftir konsertinn. Sivan sem sungið hefur um þjáningar Kúrda árum saman hlaut meiri athygli á einni nóttu en í öll þau ár sem hann hef- ur reynt að ná eyrum Vesturlanda- búa með lögum sínum. Það eitt að taka í höndma á Díönu gerði mig frægan, þetta er óréttlátur heimur, sagði Sivan í viðtali við blaðamenn skömmu seinna. Sivan er í útlegð á Vesturlönd- um, eins og margir Kúrdar, og býr ásamt konu sinni í Stenhagen fyrir utan Uppsali í Svíþjóð. Þau hjónin troða upp saman og hafa haldið tónleika víða um heim. Sivan er mjög þekktur meðal Kúrda, sér- staklega i Tyrklandi þar sem hann er dáður mjög. Tónlist Kúrda er sérstök, sagði Sivan, í henni birtist barátta okkar og ástriða. Bækur má banna og brenna, en tónlist er lík vindinum. Tungumál og bók- menntir Kúrda hafa oft verið bann- aðar, t.d. var Kúrdum í Tyrklandi bannað að tala mál sitt eða prenta það. Þessu banni var aflétt fyrr á pessu ári, en fram að því hafði fjöldi Kúrda verið handtekinn fyrir að reyna að halda menningu sinni á lífí. Sivan varð að flýja frá Tyrk- landi vegna þess að hann átti yfir sér fangelsisdóm fyrir það eitt að syngja Ijóð Kúrda. Mörg þeirra eru barattuljóð, sem segja frá löngun Kúrda til sjálfstæðis og sameigin- legs heimalands. Vegna þess að bækur Kúrda voru bannaðar hafa heilu sögumar verið gerðar að ljóð- um og lögum sem tekið geta allt að tíu klukkustundir í flutnmgi. Sivan er ekki eini trúabadorinn, eða dengbej eins og þeir nefnast á kúrdnesku, en hann er þeirra allra frægastur og kallaður Bob Dylan þeirra Kúrda. be/Reuter/Svenska Dagbladet Kúrdneski trúbadorinn Sivan Perwer ásamt konu sinni Gulistan fyrir utan heimili þeina í Stenhagen. Hljóðfærið sem Sivan heldur á kallast kaz á kúrdnesku og er ekki ólikt mandólíni. Kolkrabbar plaga sundfólk Þeir sem hafa ánægju af því að dýfa sér í olíu- mengað, grátt og kalt vatnið í Ermarsundi geta átt von á því að rekast sér til geðshræringar á urmul af koikröbbum. Sjávarliffræðingar í Bretlandi hafa varað sund- glaða vjð þessari kolkrabba- plágu. Astæðan fyrir þessari miklu fjölgun koíkrabba em hlýindi undanfarinna ára. Segja fróðir menn að allt ■ 1 » Hugsa sér, að þar séu verur sem eru komnar miklu lengra á þróunar- . brautinni en við. i h1:rr' -«! 14-^-l.i L.t- L y > . , • * . * Síða 15 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 25. maí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.