Þjóðviljinn - 30.07.1991, Side 3
tr
IBAG
30. júlí
er þriðjudagur.
211. dagur arsins.
Sólarupprás í Reykjavík kl.
4.26- solarlag kl. 22.40.
Þjóðviljinn
fyrir 50 árum
Nýtt Dagblað: Bann Þióðvilj-
ans og handtaka blaða-
manna hans rædd fjórum
sinnum í brezka þinginu.
Fjórar stærstu þjóðir heims
sameinaðar gegn nazisman-
um. Churschill kveður aðall-
oftárásahættuna vera yfir-
vofandi. Rauði herinn byrjar
gagnsókn á öllum aðaívig-
stöðvum.
fyrir 25 árum
Bandaríkjamenn Ijósmynda
Island til kortagerðar. ís-
lenzku landmælingarnar flár-
vana, en starfsmönnum
þeirra er leyft að lesa próf-
arkir og aðstoða Kanana.
Alltaf vex leiguokrið. Mið-
stjórn AS( segir um bráða-
birgðalögin: Öfbeldisaðgerð-
ir gegn verkalýðshreyfing-
unm.
Sá spaki
Eldri menn hafa oft réttar
leikreglur í heiðri vegna þess
að þeir eru ekki lengur færir
um að gefa slæmt fordæmi.
(Francois de La
Rochefoucauld)
á yfirlýsingum Jóns Baldvins
Hannibalssonar um myndun
nefndar um endurskoðun sjáv-
arútvegsstefnunnar
VilKjálmur Egilsson
alþingismaður
Ég vona að þetta mál leysist
farsællega og ég mun leggja
mitt af mörkum til þess að svo
verði. Ég mun að sjálfsögðu
tala bæði við Jón Baldvin
Hannibalsson og Þorstein
Pálsson.
Ég held að það hafi verið gefn-
ar út alltof margar stórorðnar
yfirlýsingar í þessu máli og ég
ætla ekki að bæta neitt við
þær. Ég held ekki að ég geri
neinum greiða með því að
bæta þar neinu við.
Á PÖFINNI
▲ Benedikt Sigurðsson skrifar
Boðuð salaáSR
Ríkisstjórnin hefur boðað sölu Síldarverksmiðja ríkis-
ins í haust. Hrolli hefur slegið að sveitarstjórnar-
mönnum, verkalýðsleiðtogum og almenningi í við-
komandi byggðarlögum, einnig ýmsum þeirra sem þekkja
best til rekstrar fyrirtækisins.
Kunnur Sjálfstæðismaður,
Sveinn Benediktsson, sat í stjóm
verksmiðjanna í rúm 40 ár, þar af 3
ár sem formaður. Hann var talinn
hafa gott vit á sjávarútvegi og þótti
stýra fyrirtækjum af hagsýni.
Sveinn lofaði oft í blaðagrein-
um vin sinn, Óskar Halldórsson,
fyrir að hefja 1924 baráttu fyrir
stofnun Síldarverksmiðja rikisins,
þvert ofan í ofstæki og andstöðu
frjálshyggjuíhalds þess tíma, sem
þá eins og nú og ærðist þegar ríkis-
rekstur var nefndur.
Ekki fara sögur af því að þeir
Sveinn og Óskar hafi nokkumtíma
hreyft því að ríkið losaði sig við
verksmiðjumar. Vom þeir þó taldir
mjög hollir og hlynntir Sjálfstæð-
isflokknum, einkum Sveinn.
Nú mundu Sveinn Ben. og
Óskar Halldórsson varla teljast
hlutgengir í liði íhaldsmanna. Nú
er boðað eignarhald og rekstur rík-
isins á fyrirtækum sé trúvilla og
óeðli sem skilyrðislaust verði að
útrýma hvað sem hagsýni og
hefðubundnum skynsemissjónar-
miðum líður.
Síldarverksmiðjur rikisins em
eitt af stærstu fyrirtækjum lands-
ins. Eignir þeirra skipta miljörð-
um. I krafli stærðar sinnar og að-
stöðu urðu þær forustuafl í þróun
fiskimjöls- og lýsisframleiðslu
þjóðarinnar.
Siglufjarðarverksmiðjan var
fyrir fáum ámm talin ein full-
komnasta fiskimjölsverksmiðja
heimsins. Hún hefúr reynst eins og
til var ætlast þegar hún var endur-
byggð að miklu leyti fyrir tæpum
áratug, og gerbreytti hugmyndum
manna um fiskimjölsverksmiðjur
sem vinnustað. Nú telst ekki leng-
ur boðlegt að slíkar verksmiðjur
séu reykspúandi og grútarklistmð
sóðabæli, þar sem kröftum manna
og heilsu er ofboðið með þrældómi
og mengun. Nú er sýnt að þær geta
verið þrifalegir vinnustaðir, þar
sem snyrtilegir starfsmenn tölvu-
stýra þróuðum vélbúnaði til fram-
leiðslu á fyrsta flokks afurðum. Á
Seyðisfirði er nær fullbyggð (end-
urbyggð) samskonar verksmiðja,
þó líklega betri. Svo óheppilega
vildi til að loðnan brást þetta árið.
Slík áfoll koma öðm hveiju í
sjávarútvegi, en hafa fram að þessu
ekki talist ein sér tilefni til að
leggja fyrirtæki niður. Nú er sem
sagt boðað að verksmiðjurnar
verði seldar, jafnvel sundurlimaðar
í smáparta, líkt og þegar sjoppu-
básum er úthlutað í Kringlunni.
Hver um sig hlytu þessir partar að
verða reknir af vanefnum, án þess
styrks sem stærð og aðstaða veitir
fyrirtækinu nú til myndarlegs
rekstrar, hvað þá að þeir yrðu færir
um að hafa forustu um þróun í
framleiðsluháttum.
Ekki er þó vitað um neinn aðila
i landinu sem hefur efni á að borga
neitt nálægt sannvirði fyrir verk-
smiðjumar, sem em miljarða virði,
og leggja að auki fram fé til að
halda þeim í sæmilegum rekstri og
fleyta honum þau erfiðu ár, sem
öðm hverju ganga yfir í sjávarút-
vegi. Mestar líkur em til að „salan"
verði bara nafnið eitt, og að þessar
miljarðaeignir almennings, eða
a.m.k. bestu hlutar þeirra, verði af-
hentar (yrir smánarverð nýbökuð-
um en gersamlega fjárvana „at-
„Nú er boðað að
eignarhald og
rekstur ríkisins á
fyrirtækjum sé
trúvilla og óeðli“
„Nú er sem sagt
boðað að verk-
smiðjurnar verði
seldar, jafnvel
sundurlimaðar í
smáparta, líkt og
þegar sjoppubásum
er úthlutað í
Kringlunni“
hafnamönnum" af heimaslóðum,
ef til vill í félagi við einhver íjár-
málaskáld af höfuðborgarsvæðinu.
Mikið er i húfi fyrir viðkom-
andi sveitarfélög að þeirri skyssu
sem stefnt er að með sölu verk-
smiðjanna verði afstýrt.
Síldarverksmiðjur rikisins hafa
aldrei safnað skuldum hjá sveitar-
félögum. Þær hafa aldrei haldið
inni útsvörum starfsmanna, ekki
heldur lífeyrissjóðsgjöldum, or-
lofsfé eða öðrum greiðslum sem
þeim bar að inna af hendi. Skatta
sína hafa þær ætíð borgað undan-
bragðalaust.
Aldrei hafa sveitarfélögin verið
pínd með hótunum um lokun fyrir-
tækisins til að breyta inneignum
hjá því í hlutafé, eða afskrifa þær.
Samkvæmt fenginni reynslu
um hallærisrekstur fjárvana fyrir-
tækja í einkaeign má vænta þess að
eftir „söluna" verði partamir ýmist
ekki í rekstri eða að reksturinn
verði að meira og minna leyti á
kostnað sveitarfélaganna, opin-
berra sjóða, lánastofnana, verka-
fólks, lífeyrissjóða o.s.frv., sem
síðan verða að fóma félagslegri
þjónustu og bráðnauðsynlegum
framkvæmdum til að afstýra yfir-
vofandi gjaldþrotum, atvinnuleysi
og byggðaröskun.
Áð óreyndu verður að draga í
efa að spámenn einkavæðingarinn-
ar, sem nú heimta eins og ósveigj-
anlegur Jehóva að fijálshyggjulög-
málinu um miskunnarlausa tortim-
ingu ríkisfýrirtækja verði fylgt út í
æsar, geri sér ljósar liklegar afleið-
ingar af sölu verksmiðjanna.
Sfða 3
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. júlí 1991