Þjóðviljinn - 30.07.1991, Síða 13
ll
SMÁFRÉTTIR
Þkándum skmfajr
Hálendið
að Fjallabaki
Bæklingur, ætlaður erlendum
ferðamónnum á (slandi, eink-
um göngufólki, er nýkominn
út. Bækíingurinn fjallar um
hálendið að Fjallabaki og þar
í nánd. Sagt er frá aðkomu-
leiðum, ýmsum hættum oa
umgengnisreglum við landið.
Upplýsingar eru um útbúnað
til gönguferða og nokkur ör-
yggisatriði. Meginefni bæk-
lingsins eru lýsingar á göngu-
ferðum á Heklu, a Löðmund,
um landsvæði við Fjallabaks-
veg nyrðri og Fiallabaksveg
syðri og á svæoinu við Land-
mannaíaugar og Eldgjá. Þá
er lýst gönguleiðinni vinsælu
úr Lanamannalaugum til
Þórsmerkur, Laugaveginum
svokallaða. Tvö svæðiskort
eru í bæklingnum en ætlast
er til að hann sé notaður með
sérkorti Landmælinga ríkisins
af svæðinu milli Lauga og
Þórsmerkur. Bæklingurinn er
á ensku og þýsku og heitir
Fjallabak. Flöfundar eru þeir
Ari Trausti Guðmundsson
jarðfræðingur og Helmut Hin-
richsen kennari og leiðsögu-
maður. Höfundar gefa út en
Félag leiðsögumanna vinnur
með'þeim ao afgreiðslu bæk-
lingsins og mæhr með hon-
um.
Anna María Jónsdóttir.
Að eiga sér
draum
Út er komin Ijóðabókin Að
eiga sér draum eftir Önnu
Maríu Jónsdóttur. Bókin er
52 síþur og í henni eru 38
Ijóð. Utgefandi er Ljósbrot. I
fréttatilkynningu um bókina
segir að í Ijóðunum speglist
viðnorf og tilfinningar ungrar
konu með talsveroa lífs-
reynslu. Oft er fjallað um ást-
ina, gleði hennar og fögnuð,
en einnig sorgir og voribrigði.
Nokkur Ijóðanna fjalla um
börn og viðhorf þeirra og við-
brögð gagnvart umhverfí sínu
og aðstæðum.
Landssamtök hjartasjúklinga
efna til göngudags fyrir al-
menning laugaraaginn 31.
ágúst og nefnist átakið
HÍartagangan 1991. Stefnt er
að fjölaaþatttöku fólks á öll-
um aldri og með mismunandi
þrek og getu. Félög hjarta-
sjúklinga eru starfanai I öllum
kjördæmum landsins og
munu þau skipuleggja Hjarta-
gönguna á sínu félagssvæði
og væntanlega kalla til lið-
sinnis fleiri samtök og áhuga-
sama einstaklinga. Áformað
er að velja gönguleiðir á sem
flestum þéttbýlisstöðum sem
verða um 3,5 kílómetrar til 4
kílómetrar fyrir almenning og
einnig styttri leið og helst
greiðfæra fyrir fatlaða og
göngustirða þátttakendur. Á
Reykjavíkursvæðinu verður
gengið um Elliðaárdalinn og
laat af stað frá Mjódd. Þátt-
takendum verður öllum af-
hent merki Hjartagöngunnar
1991. Þeir sem bua fjarri
skipulögöum göngustöðum
eru hvattir til að taka sig
saman þennan dag og ganga
tvo til fjora kílómetra í smá-
um eða stærri hópum.
Af umhyggju fyrir velferð ungdómsins
Lögregluyfírvöldin eiga við
margvíslegan vanda að stríða.
Þjóðin er fyrir löngu þekkt af því
að gera lögin ekki að hitamáli og
finna leiðir til að sniðganga þau.
Svo ríkt er þetta í þjóðarsálinni að
strax árið 1000 þegar Alþingi lög-
tók kristnina til að menn slitu ekki
friðinn í landinu, lögfestu þeir
veikleika þjóðarinnar um leið. I
þeim séríslenska kristindómi sem
staðfestur var á Þingvöllum þá um
sumarið var gert ráð fyrir að menn
mættu halda áfram að blóta sína
fyrri guði í laumi. Þetta reyndust
hyggindi sem í hag komu um lang-
an aldur, en gömlu guðimir töpuðu
i samkeppni um vinsældir, enda er
miklu einfaldara að trúa á einn guð
en marga þar sem hver hefur sitt
sérstaka ráðuneyti.
Þannig sluppu löggæslumenn
fyrri alda við mikinn vanda og erf-
iðan, fólk hélt áfram að dýrka sína
guði löglega þótt það væri strangt
til tekið bannað. Nú á tímum em
vandamálin því miður ekki svona
einfold úrlausnar og leikur gmnur
á að þjóðin sé farin að taka upp siði
sem verða ekki löglegir jafnvel
þótt þeir séu iðkaðir á náttarþeli
þegar góðborgarar sofa svefni til-
tölulega réttlátra. Þetta kemur m.a.
ffam í athafhasemi fólks í miðborg
Reykjavikur á nóttunni, eins og
Þrándur minntist lítillega á um
daginn.
Af umhyggju fyrir velferð ung-
dómsins hefur verið komið fyrir
nokkmm tugum vínveitingahúsa í
miðborg höfuðstaðarins, þar sem
ungmennum er bannaður aðgangur.
Þó munu í gildi reglur sem heimila
tilteknum aldurshópi inngöngu en
veitingamönnunum er stranglega
bannað að selja þessu fólki þær
veitingar sem þeir lifa á að rétta yf-
ir barborðið. Trúir hinum þúsund
ára gamla arfi um klókindi sem
fylgja því sem enginn veit hafa þeir
gripið til þess sjálfsagða ráðs að
láta ógert að spyija gestina um ald-
ur og selja þeim veitingar eins og
öðmm. Þetta er fullkomlega skilj-
anlegt vegna þess að 18 og 19 ára
unglingar em að sögn jafh sólgnir í
dýran mjöð og þeir sem eldri em,
og þeirra peningar em síst verri en
annarra.
Fyrir utan að geta keypt guða-
veigar af ýmsum gerðum inni í öld-
urhúsum miðborgarinnar em þar
fram reiddar veitingar af öðm tagi
og herma ffegnir að veitingamenn
beri dýrðlega málsverði fyrir hvem
sem óskar gegn hóflegu gjaldi,
mælt á mælikvarða þeirra sem hafa
forstjóralaun. Utan við húsin em á
hinn bóginn þeir sem ekki hafa náð
löggiltum aldri til að vera hleypt
inn. Munurinn á hegðan þeirra og
gestanna innan dyra er í stómm
dráttum sá að utangarðsfólkið hef-
ur með sér brennivín á plastbrúsum
og í stað þess að kaupa vel úti lát-
inn málsverð af virtum veitinga-
manni lætur það sér næga eina með
öllu. Nokkrir menn hafa komið sér
fyrir með vagna sína í miðbænum
til að veita þessa sjálfsögðu þjón-
ustu og taka lágmarksgjald fyrir.
Um þetta fyrirkomulag á
skemmtanahaldi og veislugleði
borgarbúa má náttúmlega deila
eins og sjá má af því að á lögreglu-
yfirvöldin renna tvær grímur þegar
gestunum er vísað út af veitinga-
stöðunum og aldurshópamir taka
að blanda geði í skjóli nætur. Þarf
ekki að fara mörgum orðum um
það að oft verður ffamkoma fólks-
ins óþarflega uppáþrengjandi með
tilheyrandi leiðindum, ryskingum
og rúðubrotum. Þetta finnst lög-
reglustjóranum auðvitað ekki gott
og það er einmitt á þessu augna-
bliki, ef svo mætti segja, sem úr-
lausnarsnilli hans rís hæst. Hann
hefur stofnað nokkurskonar her
manns til að taka í lurginn á óróas-
eggjum og leggur fyrir herinn að
hika ekki við að ganga á ystu mörk
hins löglega og segir lögreglustjór-
inn þegar komna góða reynslu á
hina nýju skipan. Þó vantar enn
nokkuð á að allt sé eins og það á að
vera, en lögreglustjórinn kann ráð
við því: Lokum pylsusjoppunum
og sveltum lýðinn heim til sín!
Þetta finnst Þrándi snjallt því eins
og hver maður skilur er diukkinn,
soltinn og illa á sig kominn ung-
lingur miklu auðveldari viðfangs
fyrir herinn sem starfar á mörkum
hins löglega en hífaður og saddur
unglingur að ekki sé nú talað um
þá sem kunna að vera bæði alls-
gáðir og mettir.
- Þrándur.
I dag veröur hæg suðaustan átt með hlýindum og léttir þá smátt og smátt til um
landið norðan og vestanvert, en áfram veröur skýjað suðaustanlands.
KROSSGÁTAN
Lárétt: 1 ein 4 hreyfa 8 hár 7 mjög 9
heill 12 svik 14 blaöur 15 hegðun 16
vökvi 19 nuddir 20 vaxi 21 nes
Lóörétt: 2 seinkun 3 mögl 4 ragn 5
skjót 7 undinn 8 svipur 10 meiri 11 illir
13 brún 17 óníska 18 ótta
Lausn á síöustu krossgátu
Lárétt: 1 þeyr 4 sókn 6 ask 7 last 9 ýtni
12 titri 14 svo 15 fen 16 ráðna 19 samt
20 óðra 21 aukni
Lóðrétt: 2 eða 3 rati 4 skýr 5 kæn 7 lýs-
ast 8 storma 10 tifaði 11 inntak 13 tíð 17
átu 18 nón
APÓTEK
Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla
lyfjabúða vikuna 26. júlf til 1. ágúst er í
Laugarnesapóteki og Arbæjarapóteki.
Fyrrnefnda apótekið er opið um helgar og
annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til
10 á frídögum).
Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin kl.
18 til 22 virka daga og á laugardögumkl. 9-
22 samhliða hinu fýrmefnda.
LÖGGAN
Reykjavik...................« 1 11 66
Neyöarn....................« 000
Kópavogur...................« 4 12 00
Seltjamarnes................n 1 84 55
Hafnarfjörður...............n 5 11 66
Garðabær....................« 5 11 66
Akureyri....................« 2 32 22
Slökkviliö og sjúkrabílar
Reykjavik...........
Kópavogur...........
Seltjamarnes........
Hafnarfjörður.......
Garðabær............
Akureyri............
LÆKNAR
Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjarn-ames
og Kópavog er i Heilsuverndar-stöð
Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 8,
á laugardögum og helgidögum allan
sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
símaráðleggingar og tímapantanir I
n 21230. Upplýsingar um lækna- og
lyfjaþjónustu eru gefnar I símsvara 18888.
Borgarspítalinn: Vakt virka daga frá kl. 8 til
17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni
eða ná ekki til hans. Landspttalinn:
Göngudeildin er opin frá kl. 20 til 21.
Slysadeild Borgarspít-alans er opin allan
sólarhringinn,
« 696600.
Neyðarvak Tannlæknafélags Islands er
starfrækt um helgar og stórhátlðir.
Simsvari 681041.
Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæsl-an, *
53722. Næturvakt lækna,
» 51100.
Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt,
w 656066, upplýsingar um vaktlækni
«51100.
Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á
Læknamiöstöðinni, » 22311, hjá Akureyrar
Apóteki, « 22445. Nætur- og
helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985-
23221 (farsími).
Keflavik: Dagvakt, upplýsingar i
« 14000.
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna,
« 11966.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknartímar: Landspítalinn: Alla daga
kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar-spítalinn:
Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl.
15 til 18 og eftir samkomulagi.
Fæöingardeild Land-spitalans: Alla daga
kl. 15 til 16, feðra-timi kl. 19:30 til 20:30.
Fæðingar-heimili Reykjavíkur v/Eiríksgötu:
Al-mennur timi kl. 15-16 alla daga, feðra-
og systkinatimi kl. 20-21 alla daga.
Öldrunarlækningadeild Landspital-ans,
Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir
samkomulagi. Grensásdeild Borgarspitala:
Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til
19:30. Heilsu-verndarstööin við
Barónsstíg: Heimsóknartlmi frjáls.
Landakotsspítali: Alla daga kl. 15 til 16 og
18:30 til 19. Barnadeild: Heim-sóknir
annarra en foreldra kl. 16 til 17 alla daga.
St. Jósefs-spitali Hafnar-firöi: Alla daga kl.
15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspitalinn:
Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19.
Sjúkrahús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15
til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness:
Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30.
Sjúkrahúsið Húsavik: Alla daga kl. 15 til 16
og 19:30 til 20.
ÝMISLEGT
Rauöa kross húsið: Neyðarathvarf fyrir
unglinga, Tjarnargötu 35,
« 91-622266, opið allan sólarhringinn.
Samtökin 78: Svarað er i upplýsinga- og
ráðgjafarsima félags lesbia og homma á
mánudags- og fimmtudags-kvöldum kl. 21
til 23. Slmsvari á öðrum tímum. « 91-
28539.
Sálfræðistöðin: Ráðgjöf i sálfræði-legum
efnum, * 91-687075.
Lögfræðiaöstoö Orators, félags laganema,
er veitt I sima 91-11012 milli kl. 19:30 og
22 á fimmtudagskvöldum.
MS-félagið, Álandi 13: Opiö virka daga frá
kl. 8 til 17, « 91-688620.
„Opiö hús" fyrir krabbameinssjúk-linga og
aðstandendur þeirra I Skóg-arhlíð 8 á
fimmtudögum kl. 17 til 19.
Samtök áhugafólks um alnæmis-vandann
sem vilja styðja smitaða og sjúka og
aöstandendur þeirra f « 91-22400 og þar
er svaraö alla virka daga.
Upplýsingar um eyðni: « 91-622280, beint
samband við lækni/hjúkrunar-fræðing á
miövikudögum kl. 18 til 19, annars
simsvari.
Samtök um kvennaathvarf: « 91-21205,
húsaskjól og aðstoð við konur sem beittar
hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun.
Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vestur-
götu 3: Opið þriðjudaga kl. 20 til 22,
fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til
22,« 91-21500, simsvari.
Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa
fyrir sifjaspellum: « 91-21500, slmsvari.
Vinnuhópur um sifjaspellsmál:
» 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17.
Stígamót, miðstöð fyrir konur og böm sem
orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi.
Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vesturgötu
3. « 91-626868 og 91-626878 allan
sólarhringinn.
Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu:
« 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt I
« 686230.
Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt,
« 652936.
GENGIÐ
29.júli 1991 Kaup Sala Tollg
Bandaríkjad.. .61,560 61,720 63,050
Sterl.pund... 103,095 103,362 102,516
Kanadadollar. .53,579 53,719 55,198
Dönsk króna.. ..9,076 9,099 9,026
Norsk króna.. ..8,992 9,015 8, 938
Sænsk króna.. . .9,679 9,704 9, 651
Finnskt mark. .14,561 14,599 14,715
Fran. franki. .10,315 10,342 10,291
Belg. franki. . .1,704 1,708 1, 693
Sviss.franki. .40,195 40,300 40,475
Holl. gyllini .31,134 31,215 30,956
Þýskt mark... .35,101 35,193 34,868
ítölsk lira.. ..0,047 0,047 0,046
Austurr. sch. . .4,986 4,998 4,955
Portúg. escudo.0,409 0,410 0,399
Sp. peseti... . .0,560 0,561 0,556
Japanskt jen. . .0,445 0,446 0,456
írskt pund... .93,817 94,061 93,330
LÁNSKJARAVÍSITALA
Júni 1979 » 100
1986 1987 1988 1989 1990 1991
jan 1364 1565 1913 2279 2771 2969
feb 1396 1594 1958 2317 2806 3003
mar 1428 1614 1968 2346 2844 3009
apr 1425 1643 1989 2394 2859 3035
mai 1432 1662 2020 2433 2873 3070
jún 1448 1687 2020 2475 2887 3093
júl 1463 1721 2051 2540 2905 3121
ágú 1472 1743 2217 2557 2925
sep 1486 1778 2254 2584 2932
okt 1509 1797 2264 2640 2934
nóv 1517 1841 2272 2693 2938
des 1542 1886 2274 2722 2952
« 1 11 00
« 1 11 00
« 1 11 00
«5 11 00
«5 11 00
W 2 22 22
Síða 13 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. júlí 1991
-V . QU!U