Þjóðviljinn - 30.07.1991, Síða 16
ÞjóðviijinnHUII *w
Þriðjudagur 30. júlí 1991
TVÖFALDUR1. vinningur
Mengunarslóð hersins
liggur um veröld víða
Bandarísk stjórnvöld ráðgera að verja allt að 341 miljón
Bandaríkjadala er jafngildir um 2,2 miljörðum íslenskra
króna á næstu fimm árum til að hreinsa upp mengun sem
bandaríski herinn hefur valdið þar sem hann hefur haft
bækistöðvar heima og að heiman. Þar á meðal er ráðgert, að um
1022.000 dölum, eða um 66 og hálfri miljón íslenskra króna verði
varið í tiltektir hér á landi.
Eins og Þjóðviljinn hefur greint
frá að undanfornu, standa landeig-
endur Eiðis á Langanesi í ströggli
við íslensk og banaarísk stjómvöld
vegna skaðabóta sem þeir fara
fram á vegna meintrar efnameng-
unar frá sorphaugum ratstjárstöðv-
ar Bandaríkjahers sem starfrækt
var á Heiðarfjalli á Langanesi frá
1954 til 1970.
Samkvæmt nýlegri skýrslu um
eiturefnamengun fra bandarískum
herstöðvum frá samtökum sem
nefnast National Toxic Campaign
Fund, er því haldið fram að alls
hafi 10 þúsund tonn af úrgangi, þar
með talið talsvert magn eiturefna
og olíu, frá ratsjárstöðinni verið
urðuð á Heiðarfjalli á þeim 15 ár-
um sem stöðin var starfrækt.
Sorpmálin á Heiðarfjalli em þó
langt í frá að vera einsdæmi. Víoa
ar sem Bandaríkjaher hefúr haft
ækistöðvar hafa landeigendur,
stjómvöld viðkomandi ríkja og
íbúar gert kröfúr um að herinn bæti
fyrir þann skaða sem hann hefur
valdið með losun eiturefna í jarð-
veg.
í grein sem birtist í bandaríska
dagblaðinu Los Angeles Times 18.
júní á síðasta ári, er því haldið
fram að herinn hafi skilið eflir sig
mengunarslóð um veröld víða.
A heimaslóð hersins, í Banda-
ríkjunum er vitað um ríflega 14000
tilfelli vítt og breitt um Bandaríkin
þar sem efnamengun í jarðvegi,
grunnvatni og yfirborðsvatpi er
rakin til bækistöðva hersins. Aætl-
aður kostnaður við að hreinsa upp
sorann er talinn geta numið frá 20-
200 biljónum Bandaríkjadala.
I greininni í Los Angeles Tim-
es er pað staðhæft að herinn haldi
upplýsingum um mengun frá her-
stöðvum sínum á erlendri gmndu
leyndum I lengstu lög tii þess að
forðast að valda heimamönnum
„óþarfa áhyggjum“ og af ótta við
að sá kostnaður sem félli á meng-
unarvaldinn væri óyfirstíganlegur.
Talsmenn hersins eru þó sagðir
viðurkenna að víðast hvar þar sem
herstöðvar Bandaríkjanna hafa ver-
ið á erlendri grundu hafi mengun-
arvamir og reglugerðir viðkomandi
ríkja verið þverbrotnar og miklu
magni eiturefna, olíu, þungmálma
og annarrar óæskilegrar ólyfjanar
hafi verið veitt árum saman út í
jarðveg, ár og andrúmsloft.
I vesturhluta Þýskalands er vit-
að um 300 tilfelh þar sem efna-
mengunar gætir í vatni eða jarð-
yegi frá bandarískum herstöðvum.
I 25 tilfellum er um það alvarlega
mengun að ræða að talið er að það
taki mörg ár að vinna bug á meng-
uninni.
Ekki er ástandið skárra á
Kyrrahafseyjunni Guam, en þar
hafa Bandaríkjamenn haft stóra
herstöð til Iangs tíma. Hermálayfir-
völd hafa viðurkennt að miklu
magni eiturefna hafi þar verið
sturtað niður í jarðveg með þeim
afleiðingum að drykkjarvatn
heimamanna sé ekki lengur
drykkjarhæft, og svo mætti lengi
upp telja annars staðar frá þar sem
Bandaríkjaher hefúr haft aðsetur.
Þegar til þessa er litið er ekki
að furða þótt bandarískum yfir-
völdum kunni að reynast mikill
akkur í þeim samningi sem islensk
stjómvöld undirrituðu árið 1970,
þar sem íslenska ríkisstjómin af-
salar sér fyrir sína hönd og ís-
lenskra ríkisborgara, fæddra sem
ófæddra, öllum hugsanlegum
skaðabótakröfum vegna veru
Bandaríkjamanna á Heiðarfjalli.
Reynast getsakir landeigenda Eiðis
og þeirra sérfræðinga sem þeir
hafa leitað til um efnamengun frá
sorphaugunum á fjallinu á rökum
reistar og verði samningnum ekki
hnekkt, má vera lióst að það er ís-
lenska ríkið sem ber allan kostnað
við hreinsun fjallsins, en ekki
mengunarvaldurinn, bandaríski
herinn. Hvort þar er komin skýr-
ingin á tregðu íslenskra stjómvalda
og embættismanna við að fá botn í
þetta mál, skal lesendum látið eftir
að meta.
-rk
Ratsjárskermar bandarlska hersins á HeiðarfjaHi standa enn uppi. Yfirborðsmengunin er þó litilræði miðað við að komi á
daginn að eiturefnum, olíum og annarri ólyfjan hafi veriö sturtað niður í sorphauga stöðvarinnar á fjallinu. Allt f allt er talið
aö 10000 tonn af úrgangi hafi verið grafin á fjallinu í þau 15 ár sem ratstjárstöðin var starfrækt, frá 1954 til 1970.
Stríðsleikur á tíma afvopnunar
Heræfing Atlantshafsbandalagsins hófst af fullri, alvöru í
sveitum Iandsins í dag. Herstöðvaandstæðingar í Árnessýslu
héldu í gærkvöldi mótmælafund í Tungnarétt í Biskups-
tungum, þar sem æfingum hersins í uppsveitum Árnessýslu
var harðlega mótmælt.
Steingrímur J. Sigfússon, al-
þingismaður, sagði eflir fund utan-
ríkismálanefndar í gær að hann
hafi komið á framfæri mótmælum
Alþýðubandalagsins við heræfing-
unum, bæði umfangi þeirra og
hvemig var að því staðið að leyfa
þær. Hann sagði það undarlegt að
þær skuli haldnar út um allt land
auk þess sem þær hafi verið
ákveðnar og tilkynntar án nokkurs
samráðs við utanríkismálanefnd.
- Afstaða Alþýðubandalagsins
er að þetta hemaðarbrölt sé enn
meiri timaskekkja nú en nokkum
tíma fyrr á tímum batnandi sam-
búðar og afvopnunar. Það er kal-
hæðnislegt að í sömu viku og ein-
hver stórfelldasti afvopnunarsamn-
ingur allra tima START verður
undirritaður þá standi yfir þessar
víðtæku heræfingar á Islandi, sagði
Steingrímur.
Herstöðvaandstæðingar í Ár-
nessýslu mótmæltu í gærkvöldi
harðlega þeim ákvörðupum að
leyfa heræfingar Nató á lslandi á
tíma afvopnunar um heim allan.
Þar kom m.a. fram að einkennilegt
væri að menn gráir fyrir jámum
gætu farið allra sinna ferða um
sveitir landsins, án þess að við-
komandi sveitarstjómir hefðu hug-
mynd hvað væri um að vera. Einn-
ig töldu herstöðvaandstæðingamir
að um hreinan yfirgang væri að
ræða ekki aðeins frá bandarískum
herstjómm heldur og af þeim ís-
lensku ráðamönnum sem athuga-
semdalaust og með gleði afhenda
erlendum her land sitt til afnota.
Samtök herstöðvaandstæðinga
hafa sent frá sér fréttatilkynningu
vegna boðs frá vamarmálaskrif-
stofu utanríkisráðuneytisins um
kynnisferð á Keflavíkurflugvöll á
meðan varaliðsæfingin fer fram.
Þar segir: „Samtök nerstöðvaand-
stæðinga hafa opinberlega beitt sér
gegn heræfingunum nú, sem og
öðrum heræfingum Nató. Umfang
æfinganna, sem verða haldnar víða
um land, er meira en verið hefur
undanfarin ár og virðast íslensk
stjómvöld ekki hika við að láta æ
meira land til afnota fyrir hemað-
arbrölt. Samtökin telja stríðsleiki
þessa móðgun við íslensku þjóðina
og algera tímaskekkju.
Samtök herstöðvaandstæðinga
em að sjálfsögðu tilbúin til að
kynna fyrir hersveitinni sem hing-
að er komin viðhorf okkar til her-
íefinganna og herstöðvarinnar hér.
I því sambandi viljum við ítreka þá
sjálfsögðu lýðræðiskröfu að hætt
verði að hindra okkur í að koma
upplýsingum um stefnu okkar og
starf á framfæri við bandaríska
herliðið hér á landi. Hingað til hef-
ur samtökunum til dæmis verið
meinað að dreifa ensku útgáfúeíni
sínu inn á heimili hermanna á
Miðnesheiði.
Samtök herstöðvaandstæðinga
telja að umferðarbann um svo-
nefnd „vamarsvæði", hafi ekki
lagastoð, heldur sé Islendingum
frjálst að ganga um eigið land. Fé-
lagar samtakanna hafa því þegar
skipulagt sínar eigin könnunarferð-
ir a meðan á heræfingunum stend-
ur og sjá sér því ekki fært að
þiggja ofangreint boð.“ -sþ/gmp
Varaliðar bandaríska hersins flykktust til landsins I gær.
Styttist í stjóm-
málasamband
við Litháen
Eyjólfur Konráð Jóns-
son formaður utanríkis-
málanefndar Alþingis sagði
eftir fund nefndarinnar í
gær að nefndarmenn væru
sammála um að hraða upp-
töku stjórnmálasambands
við Litháen. Alþingi sam-
þykkti í febrúar síðastliðn-
um þingsályktun um að
taka upp stjórnmálasam-
band við Litháen svo fljótt
sem verða má. Eyjólfur
Konráð sagði að allt væri
tilbúið Litháen megin og að
hér strandaði aðeins á
tæknilegum atriðum.
Vináttusamningur Lithá-
ens og sambandslýðveldisins
Rússlands var undirritaður í
gær af þeim Vytautas Lands7
bergis og Boris Jeltsín. í
samningnum felst viðurkenn-
ing Rússlands á sjálfstæði
Litháens, samkvæmt frétta-
skeyti frá Reuters.
I utanríkisráðuneytinu
fengust þær upplýsingar að
enn væri beðið eftir samn-
ingnum og þýðingu á honum.
Liklegt er að samningurinn
muni auðvelda lausn þeirra
tækniatriða sein staðið nafa í
vegi stjómmálasambands. Þá
er eftir að taka pólitiska
ákvörðun í málinu, en ríkis-
stjómin hefur ekki ljallað um
þetta mál nýlega. Engin
ákvörðun var tekin á fundi ut-
anríkismálanefndar.
-gpm