Þjóðviljinn - 23.08.1991, Qupperneq 3
SÝNÍNGAR:
Árbæjarsafn: Sunnudaginn
25. ágúst verður fombíladagur í
samvinnu við fombílaklúbbinn.
Ásmundarsalur, Freyjugötu
41: Birgitta Ósk Óskarsdóttir
sýnir Ijósmyndir 22. ágúst - 2.
september.
Ásmundarsafn við Sigtún:
Sýningin „Bókmenntimar ( list
Ásmundar Sveinssonar". Ný
viðbygging hefur verið opnuð.
Opið 10-16 alla daga.
FÍM-salurinn, Garðastræti 6:
Sharon Norman frá Kanada
sýnir. Sýningin er opin alla daga
vikunnar og henni lýkur 1. sept.
Gallerí 8, Austurstræti 8:
Kynning á leirmunum eftir lista-
konuna Bryndísi Jónsdóttur.
Gallerí einn einn: Stefán Geir
Karisson sýnir hluti, myndverk.
Sýningin verður opin daglega
frá kl. 14.00-18.00 og stendurtil
5. september.
Gallerí Hulduhólar: Sumar-
sýning 13. júlí til 1. september.
Opið daglega kl. 14.00-18.00.
Gallerí Nýhöfn: Valgarður
Gunnarsson sýnir verk unnin
með olíu á striga og gvass á
Einhverjar næstu vikur eiga
íslenskir kvikmyndahúsagestir
von á að berja augum nýjustu
mynd breska kvikmyndaleik-
stjórans Kens Russels: Hóruna.
Eins og nafn myndarinnar gef-
ur til kynna er sðguþráðurinn
sóttur í lífshlaup og daglegt
amstur portkonu. Myndin sem
nýlega var frumsýnd í Bret-
landi hefur valdið talsverðum
úlfaþyt, enda þykir ekki tekið á
málinu með neinum vettlinga-
tökum - raunsæið situr í fyrir-
rúmi í stað þess að líf gleðikon-
unnar sé lofsungið, eins og oft
vill brenna við á hvíta tjaldinu.
Er þar skemmst að minnast
kvikmyndarinnar Pretty Wo-
man, sem nýverið var sýnd í
bíóhúsum borgarinnar við
mikla aðsókn.
Söguþráður myndar Russels
er tekinn að láni úr leikriti Davids
Hines, er nefnist I ánauð (Bon-
dage) - leikriti sem þykir fara
ótrúlega nærri þeim napra veru-
leika sem einkennir líf gleðikon-
unnar.
Hines, sem ekið hefur leigubíl
í ein tuttugu ár, heíur haft sér það
helst til dundurs að safha í sarpinn
sögum úr lífi gleðikvenna. Lengst
af á leigubilstjóraferlinum heftir
Hines verið staðsettur nærri
King’s Cross-lestarstöðinni í
miðborg Lundúna þar sem gleði-
konur leggja gjaman net sin. I
leigubílaakstrinum hefur hann oft
og einatt þurft að deila með stúlk-
unum gleði og sorg, en það er ein-
mitt sú reynsla sem Hines vinnur
úr í leikritinu.
pappír. Sýningin opnuð laugar-
daginn 24. ágúst kl. 14.00-
16.00 og stendurtil 11. septem-
ber. Opið virka daga kl. 10.00-
18.00 og 14.00-18.00 um helg-
ar.
Gallerí Sævars Karls: Ólöf
Nordal sýnir myndverk 2.-30.
ágúst. Opið alla virka daga kl.
10.00-19.00.
Hafnarborg, Hafnarfirði:
Bandaríska myndlistarkonan
Joan Backes sýnir „Egg temp-
era á panel" í Aðalsal. Sýning-
unni lýkur 25. ágúst.
Jón Þór Gíslason sýnir í kaffi-
stofu Hafnarborgar. Sýningin
stendur til 25. ágúst.
Sýning á teikningum úr teikni-
myndum: 23. ágúst til 1. sept-
ember.
Hótel Blönduós: Svava Sigríð-
ur Gestsdóttir sýnir. Sýningunni
lýkur að kvöldi sunnudags, 24.
ágúst.
Kjarvalsstaðir: Sýning á jap-
anskri nútímalist sem kemur frá
Seibu safninu (Tokyo. Sýningin
verður í öllu húsinu og stendur
til 25. ágúst. Kjarvalsstaðir eru
opnir daglega frá kl. 11.00-
18.00.
Listasafn Einars Jónssonar:
Opið alla daga nema mánu
í ánauð segir frá konu að nafni
Liz. Eftir að hafa gengið í gegn-
um stormasamt hjónaband þar
sem eiginmaðurinn gekk í skrokk
á henni, fyllt raðir atvinnulausra
og reynt að framfleyta sér og
bami sínu á „heiðarlegan" hátt, er
þrautalendingin hjá Liz að selja
blíðu sína.
Þetta er ekki lífsmáti sem Liz
hefur kosið sér - hún á einskis
annarra úrkosta. Hún gengur ekki
með neinar „félagsráðgjafahug-
myndir“ um þá iðju sem hún
leggur stund á. Hún hefur ekki
minnstu samúð með þeim þurf-
andi körlum sem leita fylgilags
við hana og hvað þá að ánægjan
sé til staðar. Hún stundar götuna
aðeins til að sjá fyrir sér og sín-
um. Greiðsla fyrir veitta þjónustu
er það eina sem skiptir hana máli.
- Liz hefur trúlega enga hug-
mynd um kenningar Miltons Fri-
edmans og hans nóta. Engu að
siður em henni vel kunn lögmál
markaðarins og hvemig markaðs-
hagskerfið hefur rekið hana og
hennar líka út í hom, segir Hines.
I leikritinu og kvikmyndinni
rekur Liz píslarsögu sina fyrir
áhorfandanum. Hún greinir frá
því víti sem hjónabandið var,
hvemig hún kynntist einföldum
og vægðarlausum leikreglum
vændisins, hvemig dólgurinn
mergsýgur hana og hún er niður-
lægð af viðskiptavinunum sem
,Jiafa engan áhuga á kynlífi, en
þeim mun meiri áhuga á að ná sér
niðri á kvenþjóðinni.“
Myndin víkur að vísu í ýmsu
tilliti frá leikritinu. Að kröfu
daga kl.13.30-16.00, Högg-
myndagarðurinn opinn alla
daga 11.00-16.00.
Listasafn íslands: Sumarsýn-
ing á verkum úr eigu safnsins.
Opið frá kl. 12.00-18.00 alla
daga nema mánudaga.
Listasafn Sigurjóns Ólafs-
sonar: Yfiriitssýning á andlits-
myndum Sigurjóns ffá árunum
1927-1980. Opið um helgar
14.00-18.00 og á kvöldin kl.
20.00-22.00, virka daga, nema
föstudaga.
Menningarstofnun Bandaríkj-
anna, Laugavegi 26: Anna
Concetta Fugaró sýnir Collage-
myndir. Sýningin er opin frá kl.
11.30- 17.00 alla virka daga og
14.00-17.00 um helgar, 24.-25.
ágúst og 7.-8. sept.
Minjasafnið á Akureyri, Aðal-
stræti 58: Opið daglega kl.
11.00-17.00. Sýning á manna-
myndum Hallgríms Einarsson-
ar, Ijósmyndara. Laxdalshús,
Hafriarstræti 11, er opin dag-
lega kl. 11.00-17.00. Þar stend-
ur yfir sýningin: „Öefjord hand-
elssted, brot úr sögu verslunar á
Akureyri".
Myndlistarskólinn á Akureyri:
Dósla sýnir olíumálverk. Sýn-
ingin opin alla daga frá kl.
14.00-18.00 þangað til 25. ág-
úst.
framleiðanda myndarinnar er
sögusviðið látið vera á breiðstræt-
um Los Angeles borgar í stað
öngstrætanna við King’s Cross og
sjálfsagt finnst ýmsum Liz vera
full tilhöfð og líkamlega vel á sig
komin. Þetta em allt smámunir,
segir Haines. - Mest um vert er að
i myndinni er ekki reynt að gylla
líf gleðikonunnar eins og tilhneig-
ing hefur verið til í kvikmyndum
upp á síðkastið. Ég held að enginn
sem sér þessa mynd velkist í vafa
um þann hrylling sem vændiskon-
ur ganga nauðbeygðar í gegnum.
Hines er ekki allskostar
ánægður með titil myndarinnar.
Hann segir að heiti leikritisins, í
ánauð, komist mun nær því að
lýsa lífi portkvenna.
- Ég valdi þetta heiti á leikrit-
ið vegna þess að það gefur til
kynna að vændiskonan hefur ekki
sjálfdæmi um þær aðstæður sem
hún býr við - hún er föst í neti
sem kringumstæðumar hafa flækt
hana i, segir Hines.
- Stúlkumar sem ég hef
kynnst hafa allar svipaða sögu að
segja. Þær eru í þessu af illri
nauðsyn. Eg gef þess vegna ekki
mikið fyrir þá sjálfskipuðu frels-
ispostula sem krefjast þess að
vændi verði lögleyft, segir Hines
og vísar til orða Liz í leikritinu:
„Eg vil ekki að vændi verði lög-
legt. Ég vil einfaldlega að það sé
ekki þörf fyrir vændi.“
- Ég er sammála því, að fólk á
að vera fijálst að því að selja
vinnuafl sitt. En vændi kemur val-
frelsi ekki hið minnsta við. Eng-
inn velur sér vændi að atvinnu
Norræna húsið: Sumarsýning
Norræna hússins. Málverk eftir
Þorvald Skúlason. ( anddyri
stendur yfir höggmyndasýning
Sæmundar Valdimarssonar.
Mokka-kaffi: Helgi Jónsson
sýnir vatnslitamyndir I ágúst.
Póst- og símaminjasafnið,
Austurgötu 11 Hafnarfirði:
Opið á sunnud. og þriðjud. 15-
18.
Safn Ásgríms Jónssonar:
Sýning á þjóðsagnamyndum og
myndurn frá Þingvöllum. Opið
frá kl. 13.30- 16.00 alla daga
nema mánudaga.
Sjóminjasafn íslands, Vestur-
götu 8 Hafnarfirði er opið alla
daga nema mánudaga kl.
14.00-18.00. Þar stendur yfir
sýningin: „Skipstjómarfræðsla á
(slandi, Stýrimannaskólinn í
Reykjavík 100 ára“.
Slunkaríki á ísafirði: Sýning
Nínu Gauta stendur yfir. Sýn-
ingin verður opin frá fimmtudegi
til sunnudags kl. 16.00-18.00 til
1. september.
Stofnun Áma Magnússonar:
Handritasýning ( Ámagarði við
Suðurgötu alla virka daga (
sumar ffam til 1. september, kl.
14.00-6.00.
Torfan, Amtmannsstig 1:
Gígja Baldursdóttir sýnir myndir.
nema hann sé neyddur til.
Þetta er ekki spuming um að
velja á milli þess að vera heila-
skurðlæknir eða leigubílstjóri.
Fyrir flestar stúlknanna á King’s
Cross stendur valið einfaldlega á
milli þess að starfa á götunni eða
stunda búðahnupl. Þetta er ekki
ákvörðun sem tekin er yfir bolla
af tei eina kvöldstund. Þetta er
ekki ákvörðun heldur örvænting,
segir Hines.
Þótt Hines hafi ýmislegt smá-
vægilegt að setja út á þá meðferð
sem leikurinn hefur fengið hjá
kvikmyndagerðarmanninum og
handritshöfundi myndarinnar,
veldur honum meiri vonbrigðum
að framleiðandi myndarinnar, Tri-
mark, hefur ekki séð sóma sinn í
því að veita Hines hans skerf í
sköpunarverkinu.
- Yfirstandandi ár heföi getað
verið það ánægjulegasta í lífi
mínu. Þess í stað er það á góðri
leið með að verða með þeim öm-
urlegri, segir Hines sem er nýlega
búinn að stefna ffamleiðanda
myndarinnar fyrir að bijóta á sér
höfundarréttarlög.
- Ég hafði vonast til þess að
geta lagt leigubílnum og helgað
mig skriftum um tíma. Þessi von
er að engu orðin - ég hef meira að
segja ekkert ffekar efni á því nú
en áður að sletta ærlega úr klauf-
unum, segir hinn vonsvikni leik-
ritshöfundur, sem kveðst hafa
rekist á Ken Russel á götu og gef-
ið honum leikritið með þeim orð-
um af hann mætti gera við það
það sem hann helst kysi.
En þegar á allt er litið segist
Veitingahúsiö í Munaðamesi:
Þoriákur Kristinsson, Tolli, sýnir
myndverk í allt sumar frá kl.
18.00 á fimmtud., föstud., laug-
ard., og sunnud.
Þjóðminjasafnið: Þar stendur
yfir sýningin Stóra-Borg, Fom-
leifarannsókn 1978-1990. Sýn-
ingin verður opin ffam í nóvem-
ber.
HITT OG ÞETTA
Félag eldri borgara: Göngu-
Hrólfar! brottförkl. 10.00 laugar-
dag frá Risinu, Hverfisgötu 105.
Upplýsingar á skrifstofunni í
síma: 28812.
Félag eldri borgara, Kópa-
vogi: Spilað veríur og dansað
að venju, föstudagskvöldið 23.
ágúst að Auðbrekku 25, kl.
20.30. Húsið öllum opið.
Hana nú: Vikuleg laugardags-
ganga. Lagt af stað frá Fann-
borg 4, kl. 10.00. Nýlagað mola-
kaffi.
Útivist: Básar á Goðalandi og
Fimmvörðuháls og Básar. Miða-
pantanir á skrifstofú Útivistar,
Grófinni 1. sími: 14606.
Laugardagur 24. ágúst kl.
09.00: Sveppaferð og ferð á
Botnssúlur. Brottför í báðarferð-
imarfrá BSl kl. 10.30.
Sunnudagur 25. ágúst: Póst-
gangan, 17. áfangi. Kálfholt -
Votleifsholtshverfi.
kl. 13.00: Grænadyngja - Sog.
Theresa Russel I hlutverki hórunnar
í mynd Ken Russels á lítið sameig-
inlegt með hórunum við King's
Cross-lestarstööina i miðborg Lund-
úna, sem David Hines þekkir
manna best eftir að hafa deilt með
þeim gleði og sorg f tvo áratugi.
leigubílstjórinn, leikritahöfundur-
inn og sálusorgari stúlknanna á
King’s Cross sæmilega sáttur við
að athygli almennings skuli vera
vakin á miskunnarleysi öngstræt-
anna þar sem markaðslögmálin
fái að leika óbeisluð öllum hlut-
aðeigandi til tjóns og ama.
-rk byggði á Morning Star
Portkonu til málsbótar
SIEMENS
Kœl hjá i- og frys' S&N! N1 ■œl i kjagnótt Kœllskápar stórlr og smáir, frystikistur og frystiskápar. Muniö að SIEMENS samelnar gœði, endingu og fallegt útlit.