Þjóðviljinn - 23.08.1991, Page 8
Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f. Auglýsingadelld: « 68 13 10 - 68 13 31
Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Símfax: 68 19 35
Ritstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guömundsson, Verð: 150 krónur (lausasölu
Umsjónarmaður Helgarblaðs: Bergdls Ellertsdóttir Setning og umbrot: Prentsmiöja Þjóðvtljans hf.
Fréttastjórl: SiguröurÁ. Friöþjófeson Prentun: Oddi hf.
Auglýslngastjóri: Stelnar Harðarson Aösetur: Slöumúla 37,108 Reykjavlk
Afgreiðsla: « 68 13 33
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis
Vaxtahækkun og aukiö misrétti
Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnar Dav-
íðs Oddssonar var að hækka vexti á rík-
isskuldabréfum. Þetta var að sögn gert í
því skyni að auka sölu sparískírteina:
Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa haldið
því fram að þetta sé tímabundin aðgerð
og forsætisráðherra sagði á sínum tíma
að vextir myndu aftur fara lækkandi þeg-
ar liði á árið.
Nú er komið í Ijós að árangur af þess-
ari aðgerð er enginn, en afleiðingin hins
vegar sú að bankarnir hafa hækkað vexti
og stóraukið þannig kostnað atvinnulífs-
ins og heimilanna.
Ríkisskuldabréf seldust fyrir tvo millj-
arða á fyrra helmingi ársins, en innlausn-
ir eldri skírteina námu tveimur og hálfum
milljarði. Ný skuldabréf, sem ríkið selur,
hafa með öðrum orðum ekki dugað fyrir
þeim eldri skuldabréfum sem ríkið þurfti
að greiða á sama tíma, á það vantar hálf-
an milljarð króna.
í fyrra voru seld ríkisskuldabréf fyrir
rúmlega sjö milljarða, en það var um
fimm milljörðum hærri upphæð en ríkið
þurfti að endurgreiða vegna eldri bréfa.
Skiptar skoðanir eru um það hvort sal-
an muni aukast í haust að óbreyttum
vöxtum. Hinir kokhraustu í ríkisgeiranum
halda því fram að salan muni aukast þeg-
ar fólk kemur úr fríum og má raunar vel
vera að eitthvað af endurgreiddum skött-
um og vaxtabótum verði notað í þessu
skyni. Hinir raunsæju halda því hinsvegar
fram að ekki verði aukning á sölu ríkis-
skuldabréfa nema vextirnir verði hækk-
aðir að nýju. Þetta þýðir að sú vaxta-
skrúfa sem ríkisstjórnin gangsetti í vor er
enn í gangi og ekki komin fram einkenni
enn um að hún verði stöðvuð á næstunni.
Það sem mesta athygli vekur í þessu
sambandi er sú staðreynd að stærstu
kaupendur ríkisskuldabréfa, lífeyrissjóð-
irnir, hafa keypt miklu minna en í fyrra.
Ríkisskuldabréfin freista ekki þeirra sem
spara til langs tíma og þeir kaupa fremur
húsbréf, sem með hinum miklu afföllum
sem á þeim hafa verið gefa meiri ávöxt-
un.
Ríkisstjórnin situr nú dag eftir dag á
stífum fundum við undirbúning fjárlaga.
Hún hefur óbreytta skatta að markmiði á
sama tíma og hún segist ætla að skera
niður ríkisútgjöld um fjórtán til fimmtán
milljarða. Hvort hún er að tala um niður-
skurð frá óskalistum ráðherranna eða frá
raunvirði gildandi fjárlaga liggur ekki Ijóst
fyrir, en þeir eru nú að takast á um útgjöld
hvers ráðuneytis fyrir sig. Það sem af
þessum hugmyndum hefur frést bendir
allt til að áhrifanna af stefnu ríkisstjórnar-
innar gæti fyrst og fremst í því að ýmist
verði lögð á allskyns gjöld fyrir þjónustu,
eða gjöld sem áður hafa verið tekin verði
hækkuð, en auk þess verði skorið niður
svo mikið af velferðarkerfinu sem nokkur
kostur er í einni lotu. Heildaráhrifin af öllu
þessu verða þau að staða þeirra sem la-
kast voru staddir fyrir mun enn versna, en
aðstaða hinna efnuðu batnar. Hingað til
hefur ekki frést af einni einustu tillögu um
það hvernig auka mætti jöfnuð í þjóðfé-
laginu. Ríkisstjórnin hefur ekki heldur
bent á neina leið til þess að láta þá sem
betur mega sín taka á sig hluta þess
vanda sem stjórnin telur nú við að glíma.
Vaxtahækkun, hækkun þjónustu-
gjalda, ný þjónustugjöld, niðurskurður
velferðarkerfisins, ábyrgðarleysi í at-
vinnu- og byggðamálum eru þau úrræði
sem ríkisstjórn Davíð Oddssonar veifar
framan í þjóðina um það leyti sem næst-
um allir kjarasamningar eru lausir. Það er
vissulega í góðu samræmi við stefnu
stjórnarinnar, en ekki að sama skapi lík-
legt til að greiða fyrir sáttum í þjóðfélag-
inu.
hágé.
Skáldkonan
níræöa og
ódauöleikinn
ÖII skáld dreymir um ódauðleikann
og hefur svo lengi verið. Hóras Róm-
verjaskáld orti „Exegi monumentum“:
hann kvaðst með skáldskap sinum hafa
reist sér minnisvarða sem lengur mundi
standa en pýramíðarnir. Eilífðarsókn-
inni hefur ekki slotað síðan og tekur
hver við af öðrum: Púshkín þjóðskáld
Rússa, hann tók stefið upp með sínum
hætti á fjórða áratug liðinnar aldar,
Halldór Laxness þýddi það kvæði
Bautastein hefi ég sett mér - og svo
mætti lengi telja.
Ég elskaöi lífiö
Nína Berberova heitir rússnesk skáld-
kona sem nú er níræð og hefur búið í út-
legð frá heimalandi sínu frá Jtví hún var
um tvítugt. Árið 1965 kom út sjálfsævi-
saga hennar, „Kúrsív moj“ („Leturbreyt-
ingar eru rnínar"), sem þykir hin fróðleg-
asta íyrir þær sakir að Berberova segir svo
vel og viturlega bæði frá sjálfri sér og öðr-
um rússneskum skáldum og menntafröm-
uðum á byltingartímanum og svo þeim
sem stóðu fyrír merkilegum skáldskap í út-
legð. Berberova var ein af þeim yngstu í
hópi skrifandi útlaga (en meðal hinna eldri
voru stórstimi eins og ívan Búnín, Zamja-
tín, Konstantín Balmont, Dmítríj Mer-
ezhkovskíj og fleiri). Einn af hennar kyn-
slóð var Vladimír Nabokov sem náði meiri
frægð en allir aðrir höfundar hcnnar til
samans. Það er um kynni sín af Nabokov
sem Berberova skrifar þessar línur hér í
ævisögunni:
„Sumir eiga ekki ódauðleikann skilinn,
sumir eiga hann ekki skilinn í skugga hans
(þ.s. Nabokovs) sumir - og þá er ég með
talin - elskuðu lífið of mikið til þess að
ciga minnsta rétt á að lifa áfram í mtnningu
komandi kynslóða, elskuðu lífið meira en
bókmenntimar og frægðina.“
Aö hætta öllu til
Þetta er merkileg setning og fróðleg.
Hér er uppi sú gamla kenning að ódauð-
leikinn sé eitthvað sem menn vinna sér rétt
til með því að leggja sig allan fram, hætta
öllu til (annars iara þeir í „hnappasteyp-
una“). Ekkert má tmfla skáldið og lista-
manninn frá því að brenna upp í tærandi
eldi listarinnar: þá aðeins mun hann rísa úr
öskunni aftur um allan aldur. Hér er sam-
viskubit yfír því að hafa ekki staðist þessa
raun. Hér er um lcið cinskonar réttlæting:
Ég varð ekki fræg og ódauðleg fyrir list
mína, en ég elskaði lífið og naut þess!
HELGARPISTILL
Árni
Bergmann
Spaug veruleikans
En nú er að hafa það í huga að veru-
leikinn hendir gaman að hverri kenningu.
Líka þessari kenningu um fómina miklu
og ódauðleikann í listinni.
Þegar Berberova skrifaði ævisöguna
Eá var hún lítt þekkt utan fremur þröngs
óps rússneskra útlaga. Svo hefur lengst af
verið. Svo seint sem árið 1989 er hennar
getið í einni línu í mikilli Rússneskri bók-
menntasögu, kenndri við Cambridgehá-
skóla. Og hennar er aðeins getið með nei-
kvæðum fonuerkjum: að hún (og jafnaldr-
ar hennar í útlegðinni) hafi EKKl náð
neinum þeim hæðum i skáldskap sem Na-
bokov gat stært sig af!
En bíðum við. Um þetta leyti er heims-
frægð (með öðrum orðum einskonar
„ódauðlciki") Berberovu að verða til. Það
cr á allra síðustu misserum að Frakkar
fyrstir manna og svo hver á eftir öðmm
fara að þýða eða endurútgefa verk Ber-
berovu, pessar hógværu og þó kynlega út-
smognu stuttu skáldsögur eða löngu smá-
sögur um fólk sem tíminn vill ekki tengja
sig við, fólk sem er útlægt frá gæfunni eða
föðurlandi sínu, nema hvorttveggia væri.
Þessi síðbúna frægð Berberovu hefur einn-
og ungt skáld I Parls 1927.
ig komist til Islands: í fyrra gaf Mál og
menning út stutta skáldsögu eftir hana,
„Undirleikarinn", og nú er verið að þýða
aðra, sem heitir „Svarta meinið".
Og Berberova hefur líka komist heim
eftir nær sjö áratuga útivist, hún hefur
heimsótt Rússland mikilla breytinga og
þar var henni fagnað eins og gömlum vini
og höfðingja og allir vom fúsir til að taka
þatt í þeirri gleði sem hún sjálf kveðst vilja
vekja með sér við það að færa í orð fortíð-
ina.
Ekki er Drottinn
alveg dauöur
Berberova elskaði líftð, og kannski sló
hún þá slöku við Ódauðleikann - en hann
barði samt að dyrum hjá henni níræðri og
sagði: Hér er ég! Ódauðleiki skálda er að
sönnu ekki sá sem hann var, ekki vegna
þess endilega að skáldin séu ómerkilegri,
heldur em móttökuskilyrðin sem eilifð
þeirra þrífst á önnur og duttlungafyllri en
einatt aður. En hvað um það: afit er þetta
dæmi um að uppákomur heimsins þurfa
ekki endilega að vera hörmungar tomar,
enn geta mattarvöldin gert að gamni sínu
svo okkur vel líki.
8.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 23. ágúst 1991