Þjóðviljinn - 23.08.1991, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 23.08.1991, Blaðsíða 20
mdfirblad pJÓÐtnUINN --Föstudagur 23. ágúst 1991 Málverkið er máttugt Það er síðasta sýningarhelgi á málverkum Jóns Þórs Gísla- sonar í kaffistofunni í Hafnar- borg. Jón Þór er Hafnfírðingur í húð og hár, en hefur búið í Stuttgart í Þýskalandi á þriðja ár. Þar hefur hann verið í myndlistarnámi við Ríkisaka- demíuna og er nú á síðasta sprettinum sem hægt er að taka á þeim bæ. Hann var spurður að því hverslags myndlist hann hefði mest fengist við. - Ég hef svotil eingöngu hald- ið mig við olíumálverkið. Auðvit- að prófaði ég hitt og þetta þegar ég var í Myndlista- og handíða- skólanum en málverkið varð ofa- ná. - Er oliumálverkið ekki gam- aldags? - Nei! Kringum ‘77-’81 voru flestir samnemendur mínir á því að olíumálverkið væri liðið undir lok. Þess vegna vorum við örl'á í Málaradeild. Langflestir voru í Nýlistadeild sem ég held að heiti núna Tilraunadeild. Fólk var að koma inn í stofuna til að líta á þessar örfáu hræður sem voru að mála og hristi bara hausinn og gekk út. Olíumálverkið getur hins vegar ekki liðið undir lok því að möguleikar þess eru ótæmandi. Ég get ekki imyndað mér annað en að þörfin fyrir að nota liti verði alltaf fyrir hendi. Það er vegna þess að list byggist öðru framar á þörf, en ekki einhveijum reglum eða niðurstöðum sem menn kom- ast að um það hvað sé rétt og hvað rangt í ljósi listasögunnar eða einhvers annars stórasann- leiks. - A olíumálverkið eftir að lifa jafnlengi og litaskyn mannanna? - Liturinn heíd ég að verði alltaf hluti af okkur og auðvitað geta menn notað liti án þess að mála, en olíumálverkið er mjög góð aðferð til þess að beita litum. Það er eins með þetta rétthymda form. Það hafa verið gerðar alls konar tilraunir til þess að breyta því, en einhvem veginn stendur það alltaf. - Er algengt að menn gagn- rýni hefðina án þess að kunna hana? - Já, það er til. Margir telja betra að dragnast ekki með gamla þekkingu. Alíta að þá verði það ferskara og nýrra sem þeir hafa fram að færa. Þeir vilja skoða myndina útfrá nýju sjónarhomi og þetta er allt að þróast útí filó- sófíu. Manneskjan hefúr hins vegar ekki breyst neitt ofboðslega mik- ið og þess vegna er það mót- sagnakennt að ætla að kollsteypa listinni til þess að laga hana að samtímanum. Það getur auðveld- lega endað í þröngsýni og kredd- um. Þannig sýnist mér að sé að fara fyrir konseptlistinni. - Ki Sigurður Örn Brynjólfsson með teikningu sem verður á sýningunni í Hafnarborg. Myndir: Kristinn. Norræn teiknimyndahátíð í Hafnarborg Það er nýstárlegt að efnt skuli til teiknimyndahátíðar. Nú stendur ein slík yfír og það er kjörið fyrir fjölskylduna að fara og kanna málið, auðvitað vegna þess að öll börn hafa gaman af teiknimyndum. Fullorðnir eiga oft svolítið erftð- ara með að viðurkenna að þeim finnist teiknimyndir skemmti- legar, en einhver verður að fara með bömin. A sýningunni eiga menn þess kost að taka þátt í nokkurs konar verkstæði sem gefur skemmtilega innsýn í gerð þessa myndefnis. A þessari teiknimyndahátíð em fulltrúar Norðurlanda og Eystra- saltslanda. í Eystrasaltslöndun- um stendur teiknimyndin, eða hreyfimyndin, á gömlum merg og er viðurkennt listform. Þetta þarf ekki að koma þeim á óvart sem kannast við það háþróaða brúðuleikhús sem þekkist í mörgum austantjaldslöndum. Sigurður Öm Brynjólfsson sagði að hugmyndin með þessari hátið væri að hluta til sú að leggja áætlanir um frekari samvinnu hjá þessum hópi. -kj Þeir áttu sér móður Rannsóknastofa í kvennafræðum opnuð við Háskóla íslands Á sunnudaginn verður Rannsóknastofa í kvenna- fræðum formlega opnuð í Odda. Stofan var stofnuð á síðasta ári með reglugerð sem samþykkt var af háskólaráði og undirrituð af Svavari Gestssyni, þáverandi mennta- málaráðherra. 1 júní var fyrsta stjórn stofunnar skipuð og eiga þær sr. Auður Eir Vil- hjálmsdóttir, Guðný Guð- björnsdóttir, Helga Kress, Ragnheiður Bragadóttir, Kristín Björnsdóttir og Guð- rún Ólafsdóttir sæti í henni. Rannsóknastofan er stofnuð að áeggjan hóps kvenna innan og utan háskólans, sem kallar sig Áhugahóp um íslenskar kvennarannsóknir. Hópurinn hefur starfað undanfarin sex ár og er markmið hans að vera vett- vangur fyrir umræður og kynn- ingu á íslenskum og erlendum kvennarannsóknum. Meginvið- fangsefni rannsóknastofunnar er að efla og samhæfa rannsóknir í kvennafræðum og hafa samstarf við innlenda og erlenda rann- sóknaaðila á sviði kvennafræða. Önnur viðfangsefni eru að koma á fót gagnabanka um kvenna- rannsóknir og vinna að og kynna niðurstöður rannsókna í kvenna- fræðum og veita upplýsingar og ráðgjöf varðandi þær. Þá er stof- unni einnig ætlað að leita sam- starfs við deildir háskóians um að auka þátt kvennafræða í kennslu og gangast fyrir nám- skeiðum og fyrirlestrum um kvennafræði og kvennarann- sóknir. Stjórnin hefur undanfarið ár verið að undirbúa starfsemina og afla íjár til hennar. Fyrir til- hlutan rektors og velvild félags- vísindadeildar fékk stofan hús- næði til bráðabirgða á 3. hæð í Odda. Vísindasjóður veitti rúm- lega hálfa miljón króna til að hefja vinnu við gagnabanka og hefur starfskona verið ráðin til að sinna því verkefni. Á opnunarhátíðinni á sunnu- dag mun Guðný Guðbjömsdóttir segja frá stofunni og markmið- um hennar. Inga Dóra Bjöms- dóttir flytur erindi sem hún kall- ar: „Þeir áttu sér móður. Kven- kenndir þættir í íslenskri þjóð- emisvitund.“ Söngkonumur Margrét Pálmadóttir og Jóhanna Þórhallsdóttir munu síðan skemmta gestum með söng við undirleik Bjama Jónatanssonar píanóleikara og Vilbergs Júlíus- sonar fagottleikara. I tilefni opn- unarinnar verður myndlistarsýn- ing í Odda á verkum eftir ís- lenskar konur í eigu Listasafns Háksóla íslands. Hátíðin hefst kl. 16. +

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.