Þjóðviljinn - 30.08.1991, Síða 4

Þjóðviljinn - 30.08.1991, Síða 4
nJti þJÓÐVILJINN Útgefandl: Útgáfufélagiö Bjarki h.f Framkvaemdastjóri: Hallur Páll Jónsson Afgrelðsla: « 68 13 33 Augtýsingadeild: w 68 13 10-681331 Rltstjórar: Áml Bergmann, Helgi Guömundsson Símfax: 68 19 35 Verö: 150 krónur t iauss sðlu Umsjónanmaður Helgarblaös: Bergdís Slertsdóttlr Fréttastjórf: Slgurður Á. Frlðþjófsson Setning og umbrot: Pr Prentun: Oddi hf. entsmiöja Pjóðviljans hf. Auglýsingastjóri: Steinar Haröarson Aðsetur. Slöumúia 37. 108 Reykjauk Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Hverskonar velferö? Það er með vilja gert að fyrirsögn þess- arar greinar er hin sama og á leiðara Morgunblaðsins í gær þar sem höfundur- inn spyr ýmissa spurninga um velferðar- kerfið sem byggt hefur verið upp á íslandi, m,a. hvort það tryggi velferð allra þjóðfé- lagsþegna, jöfnuð og réttlæti. Síðan rekur blaðið nokkur dæmi um að hinir ríku njóti sama réttar í velferðarkerfinu og hinir fá- tæku og bendir auk þess á þann mikla mismun í lífeyrisréttindum sem blasir við augum, þar sem opinberir starfsmenn njóti „viðunandi eftirlauna", eins og það er orðað, en ýmsir afar vel launaðir hópar séu „beinlínis á mjög háum eftirlaunum". Meginspurningunni svarar blaðið svo á þann hátt „að óbreytt velferðarkerfi trygg- ir ekki jöfnuð á milli þjóðfélagsþegna heldur hefur þrifist í skjóli þess stórfellt ranglæti.“ Svo virðist sem Morgunblaðið hafi af því áhyggjur að velferðarkerfið tryggi ekki nauðsynlegan jöfnuð og réttlæti, heldur leiði beinlínis til aukins misréttis. Þetta eru umhugsunarverðar vangaveltur á þeim dögum sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks veður nú um velferðar- kerfið með hnífinn á lofti. Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar, tillögur hennar og hug- myndir sem til umræðu eru um þessar mundir ganga algerlega gegn því mark- miði að tryggja aukin jöfnuð og réttlæti. Velferðarkerfið er sérstakur þyrnir í augum þeirra sem nú eru komnirtil mikilla metorða í Sjálfstæðisflokknum. Þeir sækja hugmyndir sínar til postula mark- aðshyggjunnar og eru um þessar mundir að hefja alvarlegustu atlögu að velferðar- kerfinu sem reynd hefur verið um árabil. „Spamaðurinn" sem grípa á til kemur í öllum tilfellum harðast niður á þeim sem minnst hafa fyrir og hvergi örlar á tilraun- um til að jafna kjörin. Þegar Morgunblað- ið spyr um það hverskonar velferð eigi að skapa á íslandi hefir ríkisstjórnin þegar svarað spurningunni. Það stendur ekki til að jafna kjörin, það stendur ekki til að bæta aðstöðu þeirra sem minna mega sín, það stendur ekki til að lækka skatta á þá sem litlar skatttekjur hafa og það stendur alls ekki til að hækka skatta á þá sem hafa mjög háar tekjur. Það er þvert á móti ætlunin að þeir sem hingað til hafa notið þjónustu samfé- lagsins, með atbeina skattakerfisins, greiði sjálfir aukinn hluta kostnaðarins, og beri á þann hátt auknar skattabyrðar. Það liggja yfirleitt engar tillögur fyrir um að bæta kjör þeirra sem lakast eru settir. í landinu situr ríkisstjórn sem hefur vel- ferð hinna ríku að leiðarljósi. Þegar hún hefur komið stefnu sinni í kring verður þjóðfélagið ranglátara en áður. Allur sá vandi í ríkisfjármálum sem ríkisstjórnin þykist nú vera að leysa verður fluttur yfir á herðar þeirra sem minna mega sín, en hinir verða með allt sitt á þurru. Þetta er engin tilviljun. Hugmyndafræðingar ríkis- stjórnarinnar sækja efni sitt í sjóði mark- aðshyggjunnar þar sem sérhyggjan er markmið í sjálfu sér en félagsleg ábyrgð ekki til. Tilraunir með breytingar í þá veru sem ríkisstjórnin er nú að hefja hafa áður verið reyndar í Bretlandi og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Með einka- væðingu og markaðshyggju að leiðarljósi tókst Margréti Thatcher að greiða breska velferðar- og menntakerfinu slíkt högg að nú búa Bretar við eitt frumstæðasta vel- ferðarkerfi í gervallri Evrópu. Stefna ís- lensku ríkisstjórnarinnar, þar sem Jafnað- armannaflokkur íslands situr á hnjánum á flokki markaðshyggjunnar, er að fara í sama farveg, með þeim afleiðingum að íslendingar muni innan tíðar búa við vel- ferðarkerfi að breskum hætti. hágé. Neysluhjónin og gestur þeirra Nokkur orð um sjónvarpsleikrit eftir Vaclav Havel. Á sunnudaginn var sýndi Sjónvarpið ágætan einþáttung eftir Vaclav Havel, forseta Tékkó- slóvakíu. Hann var um hjónakorn sem höfðu lokið við að búa glæsi- lega um sig í nýrri ibúð og gamlan vin sem er þeirra fyrsti gestur. I þeirri neysluparadís þar sem hvorki vantar rafknúinn möndlu- skrælara frá Sviss né heldur gamlan skriftastól úr rifinni kirkju til að lyfta flottheitunum á sögulegt og listrænt plan. A6 ala upp gestinn Þau eru afskaplega ánægð með íbúðina og matinn og viskíið sitt og kynlífið og bamið sitt og allt sem þau taka sér fyrir hendur. En það er samt eitthvað að. Og það er víst gesturinn, hann Bedrich. Hann er svo ómögulegur og úr takt við tim- ann og það sem skemmtilegt er og þægilegt. Hann er ekki í heilsurækt, hann safhar ekki mublum, er ekki á uppleið í samfélaginu og lætur sér það í léttu rúmi liggja. Vafasamt líka að hann kunni réttu tökin á konunni sinni í rúminu. Og hjónin góðu, þau geta ekki sætt sig við þetta. Þau mega ekki til þess hugsa að „besti vinur okkar" sé ekki jafn yndislega hamingjusamur og þau. Þau ætla að taka hann til bæna, ala hann upp, kenna honum að lifa. Við getum ekki látið þetta af- skiptalaust, segja þau. Nú er fyrst að lofa það sem vert er, hve vel Havel vinnur úr þessu þema. Hve úrræðagóður hann er í þeirri list sem Tékkar kunna manna best: að draga fram fáránleikann í atferli manna, án þess þó að ijúfa traustar og vel færar brýr milli hins fáránlega og veruleikans. Gestgjaf- inn er til dæmis að státa sig af konu sinni, hve falleg hún er og vel til höfð, og sú sjálfúmgleði öll fær mátulega lyftingu með því að sækja smám saman út fyrir sennileikann: þvi ekki að sýna á konunni brjóstin fyrst hún er þessi öndvegismubla hvort sem er? Og kannski vill gest- urinn sjá hvað við erum flink að gera hitt? Andófstíminn En hvað um það: hver er brodd- urinn í þessu öllu saman? I kynn- ingu á sjónvarspleikritinu var sagt á þá leið að einþáttungur Havels væri ádrepa á neysluþjóðfélagið og hefiir ofl meiru verið logið. En málið er ekki svo einfalt. Eins gott að gera ráð fyrir því að á slíku verki séu fleiri en einn og Við getum ekki látiö þig afskiptalausan, þú ert besti vinur okkar.... KELGARPISTTILL kannski fleiri en tveir botnar. Eitt er nú það, að tími þessa leikrits nær aftur til þeirra ára þegar Havel sjálfúr var andófsmaður í rit- banni. Gestur hjónanna neysluglöðu er skáld sem ekki getur skrifað (það er ekki skýrt tekið fram hvers vegna en áhorfandinn hlýtur að hafa rit- bannsárin í huga) og vinnur í brugg- húsi, sem er augljóslega ekki starf við hans hæfi, hvemig sem á er litið. Það er eðlilegt að skoða leikinn fyrst út frá þessum tíma einum. Þá kemur í ljós ádrepa sem felst í því að stilla upp andstæðum: annarsvegar er sá sem heldur fast við sannfæringu sína þótt það kosti hann margar kár- ínur, hinsvegar hjónin sem lýsa allt slíkt óþarft, gagnslaust og heimsku- legt og finna sér athvarf í því að sanka að sér dóti sem aðrir hafa ekki ráð eða „vit“ á. Höfundur kemur því svo að undir lokin, að þetta „at- hvarf* er skammgóður vermir, hús hjónanna er reist á sandi, þau þurfa í rauninni meir á vini sínum, hinum óhagsýna og þvermóðskufúlla og neyslugranna að halda, en haim á þeim. Árni Bergmann Neyslutíminn Og einmitt í þessu fer leikritið út fyrir ramma andófstimanna í Tékkó- slóvakíu og verður að „ádrepu á neysluþjóðfélagið". Sá tómleiki í neyslugleði hjónanna sem Havel afhjúpar áður en leiknum lýkur, hann er einmitt sá sami sem rithöfúndar á Vesturlönd- um hafa margir hverjir dregið upp á liðnum áratugum. Og þar höfúm við andstæður sem má lýsa með nokkuð öðrum hætti en að ofan var sagt. Annarsvegar er maðurinn sem er „öðmvísi“ vegna þess að hann tekur ekki mark á gildum neyslugleðinnar sem vinir hans í nýju íbúðinni trúa á. Og hann er ekki barasta „öðmvísi" í sérvisku, heldur á hann um leið eitt- hvað sem þau skortir, eitthvað sem þau þurfa á að halda. Eitthvað sem er skírra og blárra en samræmið á milli sófans og madonnumyndar- innar í veggnum, eitthvað sem er sannara en formúlur fyrir réttri hegðun hjóna sem þau hafa tuggið upp úr síð- asta vikublaðinu. Það er reyndar einhver kostulegasti kafli leikritsins þegar gestgjafamir hamast í miklum móð við að demba því yfir vin sinn, hve vel þeim gangi að rækta sjálfs- þroskann og samræmið, áhugamál- in, húmorinn, og matseldina ásamt hugkvæmni í ástaleikjum. Þessir tékknesku samtíðarmenn okkar eiga vitaskuld ótalmargt sameiginlegt með þeim sem eignaglaðastir eru á íslandi eða i Bandaríkjunum og hafa f leiðinni lesið rétta handbók f því ,Jfow to be a perfect wife“ - hvem- ig verða skal fúllkomin eiginkona (eiginmaður, foreldri, ástmaður, sælkeri, jákvæður persónuleiki....) Vestriö og austriö Og þetta elskulega fólk, það er um leið harðstjórar: það vill ekki leyfa Bedrich að vera í friði með sína sérvisku og sinn skáldskap. Hann á að vera eins og þau. Og þá er komið að enn einni víddinni í þessu leikriti. Það er hægt að skoða þetta dæmi á þann veg að Bedrich, gesturinn, hann er einskon- ar samnefnari fyrir þá Austur-Evr- ópu sem er að koma út úr kommún- ísku flokksræði. Og hjónin em þá Vestrið sem segja : gakk í bjöig og bú með oss, vertu eins og við, kepptu að því sama og við, annað er ekki til eða skiptir ekki máli. Glögg- ur áhorfandi skaut að mér þessum möguleika og það er meira en nóg ástæða til að geta hans. Líka vegna þess að menn eins og Vaclav Havel, þeir vildú byggja sín þjóðfélög upp á nýtt, ekki alveg með sama hætti og Vesturlönd. Ef nokkur leið væri. Havel sjálfúr hefúr farið gagnrýnum orðum um heimskulega sóun á Vesturlöndum og rétt um það bil sem Tékkar báðu hann um að vera forseta sinn sagði hann á þá leið, að eitt hið mikilvæg- asta í stjómmálum væri að kveða niður draug sérgæskunnar í samfé- lögunum. Sem er því miður hægara sagt en gert - en samur var hans vilji fyrirþví. 4 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 30. ágúst 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.