Þjóðviljinn - 30.08.1991, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.08.1991, Blaðsíða 12
SUMARFERÐ UM NORÐUR-NOREG III Við komum þarna að kvöldi í mígandi rigningu og það var engan kofa að fá. Okk- ur hraus hugur við að siá upp tjaldinu og leituðum á tjaid- stæði fyrir utan bæinn, en þar var ails staðar sama saga, því miður, allir kofar uppteknir. Veiviijað starfsfóik tjaldstæð- anna hringdi fyrir okkur í enn fjarlægari tjaldstæði, en það bar allt að sama brunni. Á hverju sumri kemur fjöldi þýskra ferðalanga tii Narvik að sjá staðinn þar sem hann pabbi féll eða afi særðist eða báðir siuppu með skrekkinn. Þess vegna er svo erfitt að fá þar kofa. Loks ákváðum við að tjalda og ókum inn á lítið tjaldstæði og bárum upp erindi okkar við hús- ráðanda, sem tók okkur vel og sagðist að vísu engan kofa hafa lausan, - „en það er tjaldvagn á bak við húsið,“ - sagði hann. „Krakkamir nota hann til að leika sér í þegar rignir. Þar er bæði gas og rafmagnsofn og dýnur. Setjist inn og fáið ykkur kaffi hjá konunni meðan ég tek svolítið til eftir krakkana, svo getið þið fengið tjaldvagninn fyrir hundraðkall.“ Við tókum þessu fegins hendi og vitjuðum húsfreyju, sem bar okkur góð- gerðir rétt eins og við værum komin til íslands. Þetta vom ung hjón, hann var nýbakaður verk- fræðingur frá Narvik og hún var rafvirki frá Lofoten og hétu Za- chariassen. Þau vom bæði alvön því að umgangast Islendinga, höfðu verið á vertíð í skólafríum sínum, — „og það em alltaf ein- hverjir íslendingar í Lofoten,“ sögðu þau. Við vomm nú búin að vera á nær stanslausri keyrslu í nokkra daga, skiptumst á að keyra tvo tíma í senn og að baki okkar lágu 2269 kílómetrar. Rétt fyrir aust- an Narvik birtist svo lokatak- mark ferðarinnar á skilti i fyrsta sinn, þar stóð: Kirkenes 1030 km! Og svo ætluðum við auk þess að gera nokkra útúrdúra, alla upp á fleiri hundmð kíló- metra, skreppa til Tromsð og Hammerfest oe Nordkam). oe áæltlunina og ákváðum að sleppa Tromsö. Við ókum því svo stanslaust yfir Tromsðfylki, sinntum ekki Sömunum sem nú fóm að skjóta upp kollinum. Einn og einn Samakofi stóð þar við veg, vafinn í plastdruslu til að verjast vindi og vatni og var ekki beinlínis til piýði. Á Alta- eiðinu miðju milli Kvennanagurs og Langafjarðar liggja fylkis- mörkin milli Tromsö og Finn- markar. Innst inni í Altafirðin- um, sem hét Álftafjörður til foma, er svo þéttbýlið Alta. Þar er mikill fjöldi bjargristna sem steinaldarþjóð meitlaði á klappir fyrir óralöngu, sumir halda allt að því fyrir 11 þúsund ámm og að þar séu ef til vill elstu menjar um mannlif í Skandínavíu. Nýtt safnahús hefur verið reist mið- svæðis innan um bjargristumar og er það allt til fyrirmyndar. Þar em líka á safninu menjar yngri sögu, átakanna um virkjun Alta- elfunnar, þar sem stóð til að sökkva stóram hluta Finnmerkur og sýndist sitt hverjum. gengur í hægðum sínum og talar norðlensku og er bæði hjálpsamt og hupplegt. Einnig í Hammer- fest, sem Norðmenn segja að sé nyrsta borg í heimi. Það þótti okkur skrýtið, því Honningsvog á Mageröya er næstum jafnstór og Hammerfest, en hefur bara ekki borgarstatus. I Hammerfest, sem einnig var brennd til gmnna Böðvar Guðmundsson skrifar í stríðslok, stendur mjög falleg og nýtískuleg kirkja. Við sáum á uppsláttartöflu í anddyri hennar að þar hafði kirkjukórinn í Murmansk verið með tónleika fyrir viku. Hefði ég vitað það hefði ég reynt að flýta mér, því það er fátt sem hljómar betur en Magarðya og þarf að taka bíl- fetju til að komast þangað. Á þesari hijóstmgu eyju em sumar- beitilönd Samanna í Kautokeino, rúmlega 300 kílómetmm sunnar. Það þætti íslenskum fjárbændum áreiðanlega langt til afréttar, og kalla þó ekki hvað sem er ömmu sína. Á Mageröya er víða vondur vegur, sums staðar með engu slitlagi, allt til norðurhöfða eyj- arinnar, sem Englendingurinn Richard Chancellor gaf nafnið Nord Cape árið 1553 þegar hann sigldi þar um í leit að færri sigl- ingaleið til Kína. Sæfarar Rich- ards höfðu vetursetu við Hvíta- hafið og dóu allir með tölu úr kulda og næringarskorti, en Richard sjálfur göslaðist á sleða til Moskvu og var vel fagnað af ívani grimma, saman stofnuðu þeir kumpánar til ensk-rúss- neskra verslunarviðskipta og högnuðust vel. Nú hefur verið reist á Nordkapp mikil verslun- ar- og túristahöll, þar sem enginn vandi er að losna við aurinn sinn. Þangað streymir fólk sunnan úr álfu til að horfa á miðnætursól- ina og kannski hlustar einn og einn eftir einmanalegu góli bjargfuglsins. Bílamir á bíla- stæðinu skiptu hundruðum, ef ekki þúsundum, og bílalestin sem silaðist upp síðasta sneið- inginn var til að sjá eins og kúr- dísk bílalest á flótta undan Sadd- am Hussain. Þama skipast fljótt veður, við fengum góðviðri frameftir kvöldi en svo dró upp bakka i norðri og gekk á með rigningarhryðjum svo við nennt- um ekki að bíða fram til klukkan tólf. En þegar við vomm komin í kofann okkar undir miðnættið þá birti upp og við klifraðum upp á svolitla hæð og sáum þar ágæta rönd af miðnætursól, alltaf finnst mér jafn vænt um blessaða sól- ina, hvort sem hún skín um næt- ur eða daga, og mér varð hugsað til séra Bjama í Þingmúla sem orti svo, rúmum hundrað ámm eftir fund þeira ívans grimma og Richards Chancellors: Vegarskilti austan við Narvik. Lltið dæmi um vegalengdirnar í Norður-Noregi. Nordkapp. Þrátt fyrir gráan himin er bjart- sýnisfólk á vappi í von um miðnætursól. svo lágu i undirmeðvitundinni nokkrir sögustaðir Haustskip- anna, Lebesby og Kjölleíjord á Norkinnskaga, Laxafjörður, Tan- angurfjörður, Berðluvogar og Bátsfjörður á Varrengerskaga og loks Vadsö og Vardö. Eftir að Kirkjunesskiltið skaut upp koll- inum endurskoðuðum við ferða- Þó að Alta Iiggi hundrað kilómetra fyrir norðan heims- skautsbaug er veðurfar þar milt, þar er stunduð nyrsta komrækt í heimi. Og láglendi allt er þakið beinvöxnum og háum birkitrjám. Og skyndilega er ekki þverfótað fyrir hreindýram, þama em sum- arbeitilönd Samanna. Og fólkið rússnesk lítúrgía. 6. júli, eftir tæplega 3500 kílómetra akstur vorum við svo á Nordkapp. Þaðan em 2070 kíló- metrar til Norðurpólsins og nær honum segja Norðmenn ekki hægt að aka á bíl, og reyndar er ekki hægt að aka bíl alla leið, því Nordkapp er á eyju sem heitir INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í2. FL. B.1985 Hinn 10. september 1991 ertólfti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 2. fl.B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr.12 verður frá og með 10. september n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini = kr. 4.241,55 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. mars 1991 til lO.september 1991 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. september 1985 til 3185 hinn 1. september 1991. Athygli skal vakin á því að inniausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr.12 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. september 1991. Reykjavík, 30. ágúst 1991. SEÐLABANKI ÍSLANDS Hvað er betra en sólar sýn, þá sveimar hún yfir stjörnu- rann? Hún vermir, hún skín og hýrt gleður mann. Frá Nordkapp fómm við svo í björtu veðri en nokkuð snörp- um vindi fyrir botn Porsanger- fjarðarins, það er hér sem fjörð- unum fer að halla til landnorð- urs. Vatnsmiklar ár, hreinustu stórfljót í samanburði við ís- lenskar ár, falla hér til norðurs og era stútfúllar af laxi og mér varð hugsað til vinar míns Þjóðvilja- ritstjórans, hér þætti honum gaman að standa með stöng. Firðimir em svo langir að í botn- um þeirra gætir meginlandslofts- lags, innst em þeir vaxnir þéttum birkiskógi og bregði til sólar get- ur mýbitið orðið heiftarlegt. Og hér er langt á milli mannabústaða og víða aðeins fært af sjó. Og vegalengdir með ólíkindum. Það var komið undir hádegi 8. júlí þegar við komum í Lebes- by við Laxafjörð, en þar segja Haustskip að Jón Benediktsson hafi borið beinin 28 ára gamall, sjö ámm eftir að Jón Eggertsson, sýslumaður í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd, dæmdi hann til brennimerkingar á enni og lífs- tíðar þrælkunar fyrir að hafa öðm sinni stolið sér lítilræði til matar. Þó nú séu liðin 227 ár síð- an þessi ógæfúsami Borgfirðing- ur var huslaður hér, þá er aldrei að vita nema einhveijir aðrir lausgefnir Islendingar eða af- komendur þeirra eigi sér hér stein í kirkjugarði. Tæplega hef- ur þó nokkur verið til að reisa stein yfir Jón Benediktsson. Le- besby er agnarlítill bær, eigin- lega bara nokkur hús og kirkja og það var engan mann að sjá. Loks kom þó gömul kona gang- andi í áttina til okkar og ég sveif á hana og spurði hvort kirkju- garðurinn handan við veginn væri elsti grafreiturinn á staðn- um. I stað þess að svara því, spurði kerla mig hvort ég ætti hér nokkum ættingja í gröf, og ég varð að segja hið sanna, að ég væri Islendingur að leita að gröf- um óbótafólks, sem ég að öllum líkindum væri eitthvað skyldur. „Hnohno", - hló kerla. „Ég hef nú séð þá nokkra íslendingana áður.“ Hún vildi ekkert útskýra það frekar, en sagðist halda að til væri eldri grafreitur, þar sem hætt var að grafa sökum vatns- elgs. Kvaddi svo og gekk leiðar sinnar. Við gengum þá út í þann eina grafreit sem við sáum og lásum þar um stund á steina, það vora allt nýlegir steinar og eng- inn Islendingur undir þeim, stærsti steinninn í kirkjugarðin- um var minnismerki um rús- neska stríðsfanga sem létu lífið í nálægum fangabúðum í heims- sfyijöldinni. Við vomm á leið út úr garðinum þegar karl á rauðu mótorhjóli kom ríðandi til okkar og kallaði á okkur, spurði hvort við hefðum verið að leita að gröfum. Hann var hinn fróðasti og sagði að kerlingin vissi ekkert um þessi mál, hún væri handan fjarðarins og ókunnug. Hins veg- ar vissi hann ekkert um grafir ís- lenskra sakamanna, sagði að það hefðu hvort sem er verið tómir illvirkjar og bófar sem þangað vom sendir forðum tíð frá Kaup- mannahöfn. Meira að segja léns- maðurinn var fyrrverandi fangi. En hann gat líka frætt okkur um það að nú væri það tíska að ryðja burt öllum gömlum legsteinum og henda, því einu gilti hvort duftið biði upprisunnar undir steini eða ekki. Þetta þótti okkur dálítið leiðinleg tíðindi, og kvöddum svo þennan ágæta þul með virktum og ókum áleiðis til Kjöllefjarðar, sem er mjög ein- angrað fiskiver 80 kílómetmm norðar á Norkinnskaganum og yfir háfjöll að fara. Við sáum það á leiðarlýsingu norska bifreiða- eigendafélagsins að þama var nýlagður vegur, áður var einung- is fært af sjó. En í Kjðllefjord festi Jón Magnússon ráð sitt, ein- hver erfiðasti fangi í gæslu, sem smaug úr öllum jámum og eng- inn kofi hélt. Hér eignaðist hann konu og böm eftir að hafa fengið æmna. 12 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 30. ágúst 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.