Þjóðviljinn - 30.08.1991, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 30.08.1991, Qupperneq 11
Hollenskir karimenn virðast vera bestu elskhugarnir I EB. Þýskar konur kvarta undan þv( að bólfélagar þeirra séu heldur fljótir að Ijúka sér af. Á hleri í evrópskum svefnher- bergjum Nú er 1992 á næsta leiti en enn hefur ekki tekist að samræma kynhegðun í Evrópubandalaginu Rúmlega helmingi (tala leiðast oft bólbrögðin. Tæplega helmingur þýskra karlmanna telur sig mjög myndar- legan, tvö prósent franskra kvenna langar aö lifa kyn- óra sína klæddar sem nunnur. Þriðjungur spænskra kvenna á sér ekkert kynlíf en Portúgalar eiga heims- metið í endaþarmssamförum (40 prósent portúgalskra kvenna hafa reynt það samanborið við 5 prósent breskra kvenna). Helmingur breskra kvenna segist aldrei hafa sogið tippi þótt um 70 prósent breskra karla hafi notið þess. Það hefur að vísu aldrei verið gerð samanburðarkönnun á kyn- hegðun í álfunni en evrópska tímaritið Marie Claire freistaði þess að safna upplýsingum um kynhegðun og skoðanir ná- granna okkar í austri, og látum við þær flakka hér á eftir. Þegar eyðniumræðan stóð sem hæst á Islandi var sí og æ verið að tala um að kortleggja þyrfti kyn- hegðun Islendinga. Enn eiga lækúar erfitt með að spá um útbreiðslu sjúk- dómsins í ffamtíðinni vegna þess að engin könnun hefur verið gerð á því hvemig Islendingar hegða sér á við- kvæmari sviðum mannlífsins. Ef frá em taldir nokkrir pervertar sem hringja í konur og spyrja þær spjör- unum úr um kynlíf þeirra hafa engir fræðingar fengið það verkefni að gera slíkt hið sama. Við verðum því að láta okkur nægja að ímynda okk- ur með hvaða þjóðum við eigum mesta samleið á hinu evrópska kyn- lífssviði. Ekkert kynlíf, takk Við erum Bretar Bretar em eins og kunnugt er mjög viðkvæmir fyrir allri umræðu um kynlíf og frægir fyrir að vera freðýsur í rúminu. Þar í landi hefur aldrei verið gerð könnun á kynhegð- un og viðhorfum til kynlífs sem gæfi heildstæða mynd af öllu Bretlandi. Thatcher neitaði að fjármagna slíka könnun árið 1989. En það sem vitað er um tjallana er þetta: tæpur helm- ingur breskra kvenna á aldrinum 18- 24 ára og þeirra sem komnar em á sextugsaldur em ánægðar með kyn- líf sitt. 46 prósent breskra kvenna halda því fram að þær hafi aðeins átt einn elskhuga, en fjögur prósent þeirra viðurkenna að hafa átt fleiri en tíu elskhuga. Hæsta uppgefna elskhugatalan meðal kvenna á aldr- inum 25-34 ára var í könnun nokk- urri 26, en meðal karla á aldrinum 16-34 þóttust þeir bestu hafa komist yfir 100 dömur. Meðal karla á aldr- inum 35-44 var hæsta bólfélagatalan 300. Rúmur þriðjungur giftra kvenna í Bretlandi segist hafa haldið framhjá karli sinum og 60 prósent þeirra segjast ekki sjá eftir því. Og rúmlega 40 prósent sögðu eigin- manni sínum frá öllu saman. Lítill eldur í Spánverjum Þá skulum við halda til Spánar. Spánverjar hafa gaman af því að velta sér upp úr „sexskandölum", þar er gula pressan á höttunum eftir þotuliðinu og greinir ítarlega ffá ffamhjáhöldum. Á suðrænum slóð- um hendir það eigi sjaldan að full- orðnir menn sjást I fylgd með Iétt- klæddum smástelpum og er fátt sem almenningur gleypir jafnvel við og sögusögnum af stjómmálamönnum í slagtogi með léttúðardrósum. Þrátt fyrir að nú sé nokkuð iiðið frá falli Frankós em Spánveijar enn nokkuð bældir á kynlífssviðinu. Þriðjungur spænskra kvenna njóta ekki neins kynlífs og 40 prósent spænskra kvenna vildu gjaman gera það oftar. Spánveijar missa sinn mey- og sveindóm oftast í kringum 18 ára aldurinn eða um fjómm ámm síðar en flestir unglingar í öðmm löndum álfunnar. Samkvæmt könn- unum em þeir spænsku þó mun aktí- fari I kynlífinu á sumrin, þá er streit- an minni, frístundimar fleiri og bert sólbaðsliðið kyndir undir lostanum. Blíö hönd Hollendinga Hollendingar em ofsalega líbó og afslappaðir eins og allir vita, og þeir em líka duglegastir við ból- brögðin í Evrópu. Að meðaltali gera Hollendingar það tvisvar og hálf- sinnum í viku sem er Evrópumet. I könnun sem birt var í norrænu riti, „Kærlighed og ligestilling", kemur í ljós að íslenskar konur gera það átta sinnum í mánuði og karlamir átta komma ljórum sinnum. Þannig að vinnulúnir íslendingar mega vel una samanburðinum við Evrópubanda- lagsþjóðimir í þessum efnum. Þá em hollenskar konur mjög ánægðar með frammistöðu karla sinna, tveir þriðju hlutar þeirra segjast yfirleitt hafa mikla ánægju af samforunum (talía ólöglegt Grikkland ólöglegt Frakkland ólöglegt Holland ólöglegt en í raun þolað í afmörkuðum hverfum í stærri borgum eins og þeir sem komið hafa til Amsterdam þekkja. Portúgal löglegt Spánn löglegt Þýskaland löglegt undir vissum kringumstæðum. England löglegt en bannað er að reka vændis- hús. 88% þýskra karla hafa heim- sótt vændiskonu. 22% franskra karla hafa reynslu af gleðikonum. 33% þýskra karla fara í hóru- hús einu sinni I mánuöi. 25% ítalskra stúlkna á aldrin- um 13 til 21 árs hafa þegið peninga fyrir blíðu sína. sem tengist áreiðanlega þeirri stað- reynd að hollenskir karlmenn segj- ast fremur kjósa að fullnægja einum bólfélaga almennilega en komast yf- ir marga. í Hollandi geta allir sem orðnir eru tólf ára fengið getnaðar- vamir og í sjónvarpinu eru sýndar klámmyndir. Annar næmasti lík- amshiuti Hollendinga, á eftir kyn- færum, em hvorki brjóst né rass- kinnar heldur eym. Þýskt mikil- mennskubrjálæöi Þjóðveijar þykja ekki allra þjóða skemmtilegastir og varla að menn geti ímyndað sér að Hans og Helga geri það. Ekki vantar þýska karla sjálfstraustið því 47 prósent þeirra telja sig meira en í meðallagi mynd- arlega. Rúmlega helmingur þýskra kvenna og um fjörtíu prósent karla þola ekki vöntun á hreinlæti þegar samskiptin verða intím. Þriðjungur þýðverskra þolir alls engan líkams- þef og 28 prósent þýskra karlmanna kunna illa hárvexti á konum annars staðar en á höfði og kynfæmm. Þeir sem kynnst hafa fáklæddum þýskum stúlkum vita að þær em óvenjuloðn- ar svo að þar hlýtur að vera vanda- mál á ferðinni. 80 prósent þýskra kvenna vilja ólmar sjá elskhuga sinn í fullnægingargrettunum en aðeins 31 prósent karlanna em sama sinnis. Karimenn telja sig mun betri elskhuga en þeir em I raun og vem, er ein helsta niðurstaða könnunar- flakksins um Evrópu. 75 prósent þýskra karla telja sig gera það nógu lengi í senn, en tæp 80 prósent kvenna telja þá allt of snögga að ljúka sér af. Karlar í Þýskalandi segjast gera það þrisvar í viku í tuttugu mínútur en konumar segjast gera það tvisvar í aðeins tólf mínútur. Margir kannast við klám- drottningu Þýskalands, prestdóttur- ina Beate Uhse, sem nú er orðin sjö- tug og hefúr í þijátíu ár ráðið ríkjum á þýska klámmarkaðinum. Tveir þriðju karlmanna þar í landi horfa á klámmyndir og meira en helmingur kvenna, og fer þeim fjölgandi sem neytendum I klámbúllunum. Enginn Frakki án hjákonu Þá emm við komin að Frökkun- um sem telja sig mestu og bestu elskhugana á þessari jörð. Þeim þykir ekki mikið til framhjáhaldssk- andala koma eins og nágrönnum þeirra á Spáni. Fremur þætti þeim athugavert að framámenn í Frakk- landi ættu sér ekki ástkonur. Þó var ekki laust við að það hafi valdið nokkurri ólgu þegar Felix French forseti lést úr hjartaáfalli árið 1899 þegar hann var að njóta ásta með viðhaldi sínu í stól sérhönnuðum fyrir slíka iðkan. Tæp 60 prósent franskra para undir 35 ára telja streitu og tímaskort koma í veg fyrir gott kynlíf í sambandi sínu. 40 pró- sent segja að ekkert sé betra en að eyða kvöldstund með fjölskyldunni. Könnun sem gerð var 1988 leiddi í ljós að þriðjungur franskra kvenna þætti ánægjulegra að lesa góða bók en að hamast uppi í rúmi. Helming- ur þeirra sagðist aðeins hafa átt einn elskhuga um ævina. Tíu af hundraði Frakka eða svo taka sér minna en tíu mínútur til samfara. Þriðjungur Frakka kýs að elskast á morgnana, 60 prósent vill heldur bíða til myrk- urs. Rúmlega helmingur viðurkenn- ir að hafa „lesið“ klámtímarit og nokkru færri gefa upp að hafa farið á klámmynd í bíó. Fimmtungur Frakka hefur farið I bólið með manneskju sama dag og þeir hittu hana. Fimm prósent segjast hafa tekið þátt í ástarleikjum þar sem þátttakendur voru fleiri en tveir. Fjögur prósent franskra kvenna segjast hafa notað hjálpartæki ástar- Iífsins og þrjú prósent hafa skipst á bólfélögum. Þriðjungur Frakka seg- ir að ströndin sé besti staðurinn til að elskast, fast á eftir fylgir rúmið, þá akurinn og skóganjóðrið, siðan bátar, baðherbergi, bílar, lyftur, eld- hús og síðast skrifstofúr. Frönskum konum eru augu karlmanna mikil- vægust (53 prósent) og bijóst kvenna eru eftirlætispartur franskra karla. Til þess að ganga í augun á frönskum karlmanni er vænlegast að vera fyrirsæta (40 prósent kusu þær helst), hjúkkumar eru einnig vinsæl- ar og leikkonur era í þr$ja sæti. Portúgal er ódýrt og sólríkt land, þar er auðvelt að ná sér í smokka, hins vegar gilda þar engar reglur um gæði þeirra. Þótt vændi sé leyft í Portúgal og Pillan fáist án lyfseðils segja 75 prósent para þar í landi að gönguferðir séu eftirlætis tómstund- ariðja þeirra. Níu prósent giftra manna í Lissabon telja konur sínar vera sér ótrúar en aðeins sjö prósent þeirra hafa rétt fyrir sér. Um tíu pró- sent giftra kvenna telja að eigin- menn þeirra haldi fram hjá þeim, tæp fjörtíu prósent giftra kvenna una því grunlausar glaðar við sitt þvi hið rétta er að helmingur giftra karla í borginni halda fram hjá konum sín- um. Ó sóle míó ítalir eru ástríðufullir elskhugar ...segja þeir. Þar hefúr pomóstimið Illona Staller lengi skemmt slúður- dálkalesendum og hneykslisgjöm- um. Cicciolina, eins og hún er köll- uð, er ungversk að upprana og talar sjö tungumál. Hún er með próf í lög- fræði og lætur nær aldrei smella af sér mynd í fúllum skrúða. Eftir henni er haft: Eg sýni á mér bijóstin af því að þau era tákn um kynferðis- legt frelsi mitt. Þá á hún einnig að hafa sagt: Því reiðari sem ég verð því fleiri klæðum kasta ég. Sem sagt ekki amalegt að reita hana til reiði. Þrátt fyrir það orð sem af ítölskum elskhugum fer segja um 40 prósent ítalskra kvenna kynlíf sitt vera ófúll- nægjandi. Um helmingur ítalskra para segist fremur svartsýnn á sam- bandið. Á áttunda áratugnum var gróft klám sýnt af einkareknu stöðv- unum í sjónvarpinu en því var hætt vegna skorts á áhuga hjá áhorfend- um. Það er því ljóst af þessu hoppi milli nokkurra EB-landa að enn á Brassel langt í land með að sam- ræma kynhegðun í Evrópufjölskyld- unni. be byggði á Marie Claire . Þú pakkar...........við flytjum...........ekkert mal Samskip flytja búslóðir námsmanna á leið til útlanda heim að dyrum SAMSKIP hf Fersht nafn í flutningum KIRKJUSANDI - 105 REYKJAVÍK - S í M I : 6 9 8 3 OO Við komum með gáminn heim til þín, þú setur námsbækurnar og búslóðina í hann og síðan sjáum við um flutninginn heim að dyrum á nýja staðnum. - Hafðu samband við sölufulltrúa okkar í síma 91-69 83 00 og við munum veita þér þá þjónustu sem þú þarft. Gott m/slA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.