Þjóðviljinn - 30.08.1991, Page 15
Eiður kærir
sig kollóttan
Ekki kærir hann bandaríska herinn.
I lok síðustu viku staðfestu
mælingamenn umhverfisráðu-
neytisins mengun af völdum
lífrænna efna á Heiðarfjalli á
Langanesi.
Lengst af hafði verið gert lít-
ið úr fullyrðingum landeigenda
að þama kynnu að leynast
hættuleg efhi á fjallinu sem gætu
borist í grunnvatn.
Nefnd sérffæðinganna Ólafs
Péturssonar og Davíðs Egilsson-
ar undir forystu professors
Jónasar Elíassonar lagði til á síð-
asta ári að breitt yrði yfir málið,
ef svo má segja, en í álitsgerð
þeirra segirm.a.:
„Frágangur á haugstæði.
Samstarfsaðilamir hafa
komist að þeirri niðurstöðu að
ekki sé ráðlegt að grafa upp
haugana og setja sorpið á þétt
undirlag, vegna mikils kostnað-
ar. Þá hefur ekki verið sýnt ffam
á neina mengun í grunnvatni á
Eiði þrátt fyrir að liðin eru um
35 ár síðan þeir voru teknir í
notkun. Hins vegar þykir ráðlegt
í ljósi jarðfræði og aðstæðna á
svæðinu að draga verði sem
mest úr þvi að vatn komist i
snertingu við soipið. Það er í
raun etn af meginreglum við
rekstur og ffágang urðunarstaða
til að araga úr hugsanlegri
mengun afþeim...
...Þar sem ekki hefur verið
sýnt ffam á mengun ffá haug-
stæðinu þykir tæpast veijandi að
nota þyk^an þéttidúk sakir
kostnaðar. I stað þess er lagt til
að nota þolplast sem lagt er á
jarðvegsdúk (síudúk). Loks yrði
haugstæðið þakið með 50 cm af
jarðvegi og sáð yfir.“
Sérffæðingur Náttúruvemd-
amáðs sem þama átti hlut að
máli er jarðffæðingur að mennt,
sérhæfður i mannvirkjagerð.
Eðlilegt er því að honum detti
byggingarplast í hug, þegar
veija þarf fyrir raka. Þama er
hins vegar um 10.000 tonn af
jarðvegi að ræða, svo það sér
hver heilvita maður ao ofan-
greindaf ráðleggingar eru vit-
firrtar. I þeim felst reyndar sú
von og trú, að þama sé engin
mengun.
Nú hefúr sem sagt hið gagn-
stæða verið staðfest og sá jarð-
ffæðingur sem mælinguna ann-
aðist vill ekki breiða yfir málið 4
sama hátt og fyrirrennari hans. I
viðtali við Mbl. 27. ágúst, sl.
segir hann hins vegar:
„Tveir olíublettir fúndust á
yfirborði sorphaugsins á Heiðar-
fjalli og sló mælitækið þar hátt
ut. Ekkert sker samt þess^ hauga
fyá öðrum sorphaugum á Islanai.
Eg segi þetta ekki til að réttlæta
umgengnina á fjallinu. Sorpið
þar er afskaplega illa staðsett.
Haugamir eru efst á fjallinu og
ef um mengun ffá þeim verður
að ræða getur hún dreifst óhindr-
að í allar áttir.“
Fyrr í viðtalinu segir Snorri
P. Snorrasonjarðffæðmgur:
„Mun hærri mæligildi hafa
fúndist hérlendis með sama
mælitæki, meðal annars við
aflagt æfmgasvæði slökkviliðs-
ins a Keflavíkurflugvelli og við
gamla fiskverkunarbragga í
Njarðvíkum.“
Þetta kemur mér ekki á ó-
vart.
Það er á margra vitorði, að
gífúrlegt magn eiturefna hefúr
farið niður í hraunið í grennd við
Keflavíkurflugvþll og athafna-
svæði hersins. Eg gerði tilraun
til að kortleggja þetta árið 1974 í
samráði við kunnuga heima-
menn, sem höfðu verið vitni að
mengunartil-
fellum, svo og
Svein heitinn
E i r í k s s o n
Einar Valur
Ingimundarson
slökkviliðsstjóra. Lýsti hann
m.a. flaumi aflsingarefna, sem
áratugum saman hefðu farið nið-
ur í hraunið.
40-50 svæði voru afmörkuð
á kort, sem síðar átti að vinna
nánar úr. Þetta var unnið á veg-
um stofnunar, sem hét Heil-
brigðiseffirlit ríkisins. Kortið
varð eftir í umsjá stofnunarinnar,
er ég hvarf þar frá störfúm.
Fyrir nokkrum árum var síð-
an haft samband við mig af
sveitarstjómarmönnum af Suð-
umesjum, sem höfðu veður af
kortinu, og ég spurður hvort ég
ætti afrit af því. Uppmnalega
kortið fyndist nefnilega hvergi.
Því miður gat ég ekki greitt götu
þeirra en benti í staðinn á nokkra
af heimildamönnum mínum,
sem enn em á lífi.
Fyrir nokkrum ámm vom
svo gerðar mælingar á svæðinu,
en niðurstöður þeirra hafa enn
ekki birst opinberlega. Það er
hins vegar haft fyrir satt að fúll-
trúum bandaríska hersins hafi
blöskrað svo mengun gmnn-
vatnsins að þeir hafi að eigin
frumkvæði lagt til 600 miljónir
króna til að flytja vatnsból Suð-
umesjamanna.
Það var hins vegar aldrei
viðurkennt formlega að þetta
væri vegna mengunar gömlu
vatnsbólanna og nú er það
spumingin hvort fúlltrúar ís-
lensku utanríkisþjónustunnar
hafa afsalað öllum skaðabóta-
rétti vegna þessarar mengunar
líkt og Páll Ásgeir Tryggvason
var látinn gera arið 1970 vegna
hauganna á Heiðarfjalli.
Jón Oddsson hæstaréttarlög-
maður hefúr kallað þá samninga
landráð og telur það ekki stand-
ast alþjóðalög að nokkur opinber
fúlltrúi geti gert slíka samninga
fyrir hönd þjóðar sinnar.
Eg hef undir höndum frá-
sagnir af skaðabótamálum á
hendur bandariska hemum víða
um lönd, þar sem krafist er
skaðabóta fyrir mengun jarð-
vegs og gmnnvatns sem nemur
upphæðum er gera 600 miljón-
imar hlægilegar. Og þar er ekki
um að ræða lönd sem státa af „-
besta drykkjarvatni heims", eins
og heyrist sagt um islenskt vatn.
Tíðindin af Heiðarfjalli em
mjög alvarleg. Vegna einarðrar
framgöngu landeigendanna að
Eiði nefur þeim tekist að beygja
kerfið, sem reyndi að breiða yfir
málið, eins og áður er frá greint.
Ef ráðherra umhverfismála
væri jafn ötull varðmaður fyrir
hönd íslenskra þegna, mundi
hann þegar taka saman höndum
við Eiðismenn og krefja amer-
íska herinn skaðabóta.
Þjónkun kratanna við vemd-
arana er hins vegar með þeim
eindæmum, að fátítt má teljast.
Þannig lét alþingismaðurinn og
verkalýðsleiðtoginn Karl Steinar
Guðnason hafa það eftir sér að
hann mætti ekki hugsa þá hugs-
un til enda að hennn færi. Þá
vildi hann helst fara líka.
Utanríkisráðherrann hefúr
líka verið einkar ósamvinnufús,
regar óskað hefur verið gagna í
ressu máli. Hann er einn yfir-
rreiðslumannanna.
Landeigendur hafa þvi valið
þann kostinn að sækja málið fyr-
ír bandarískum dómstólum.
Hefúr mjög virtur lögmaður að
nafni Alan Kanner tekið málið
að sér og telur málið mjög væn-
legt til sóknar.
Verði bandaríski herinn
dæmdur skaðabótaskyldur kann
hann að eiga endurkröfurétt á
hendur íslenska ríkinu vegna
skaðabótaafsalsins frá 1970.
Ekki er víst að kratar verði í
valdastöðum þá, en trúleg þurfa
þeir stóran naus-
Eoka, ætli þeir að
reiða yfir skömm-
ina fyrir undirlægju-
háttinn.
Hörkuleikir
framundan
Dregið hefur verið í 3. um-
ferð Bikarkeppni Bridgesam-
bands íslands (8 sveita úrslit-
um). Eftirtaldar sveitir mætast
(heimasveit talin á undan):
Ásgrímur Sigurbjömsson,
Siglufirði, gegn Roche, Reykja-
vík.
Myndbandalagið, Reykja-
vík, gegn Tryggingamiðstöð-
inni, Reykjavík.
Eiríkur Hjaltason, Kópavogi,
gegn Sigmundi Stefánssyni,
Reykjavík.
Lúsifer (Svavar Bjömsson),
Reykjavík, gegn Landsbréfúm,
Reykjavík.
Síðustu leikimir í 2. umferð
vom spilaðir í síðustu viku.
Landsbréf unnu ömggan sigur á
Ævari Jónassyni, Tálknafirði.
Sama gerðu Eiríks menn Hjalta-
sonar gegn Samtex, Reykjavík,
og Tryggingamiðstöðin var
aldrei í hættu með Ieik sinn gegn
Dodda Bé frá Akranesi. Roche
sigraði Ómar Jónsson, Reykja-
vík, í sviptingasömum leik og
Lúsifer „marði“ sinn leik gegn
Bemódúsi Kristinssyni, Reykja-
vík.
Undanúrslit og úrslit í ís:
landsbanka - Bikarkeppni BSÍ
verða spiluð um helgina 21.-22.
september.
Tveir góðir félagar í bridge-
starfinu hafa nú kvatt okkur.
Grimur Thorarensen úr Kópa-
vogi er látinn. Við Grimur áttum
víða samleið í sameiginlegu
áhugamáli og sátum um tíma
saman í stjóm Reykjanessam-
bandsins. Með Grími er genginn
góður félagi. Megi minning hans
lifa. Þórarinn Guðmundsson
menntaskólakennari er einnig
nýlátinn. Þórarinn var ekki áber-
andi maður í íþróttinni fyrr en
hin seinni ár og þá aðallega fyrir
lfamlag sitt á þýðingum um mál-
efni bridge og annarra spila.
Hann þýddi Vígreif Vöm, sem
Jóhann Þórir í Skákprenti gaf út í
fyrra. Þýðingin er vönduð og
velkomin í okkar litla islenska
bridgeheim. Það tala jú ekki allir
erlend tungumál. Hafi Þórarinn
þökk fyrir.
Velunnarar bridgeíþróttar-
innar era minntir á stuðninginn
við landsliðið í Opnum flokki,
sem er á foram til Japans. Reikn-
ingurinn í Islandsbanka í Garða-
bæ er: 5252 (hvað annað?).
Einnig má greiða heimsenda
gíróseðla, með hvaða upphæð
sem er. Allir með.
I minningu Þórarins Guð-
mundssonar er ekki úr vegi að
rifja upp eitt spilið úr Vígreif
Vöm:
Norður (blindur)
♦ 763
▼ 852
♦ DG754
+ ÁG
Vestur (þú)
♦ 984
▼ 106
♦ Á10862
4* K83
Sagnir hafa gengið:
Suður Norður
1 spaði 2 tíglar
3 grönd Pass
Og þú átt út. Eftir sagnir vel-
BRIDGE
Ólafur
Lárusson
urðu hjartatiu. Lítið, sjöa firá fé-
laga og kóngur frá sagnhafa.
Lauf á gosa og laufaásinn tek-
inn. Spaði upp á írottningu (það
kom fimman hjá félaga) og síðan
laufadrottning. Þú tekur á kóng.
Hvað nú?
Hafi sagnhafi fjögur lauf og
fimm spaða (sem hljóta að vera
traustir, eftir þessa laufaspila-
mennsku hjá sagnhafa) þá era
eftir 4 spil fyrir rauðu litina. Eigi
sagnhafi hjartaásinn, er þetta
ekkert vandamál. Næsta spil. En,
ef sagnhafi á ekki ásinn í hjarta,
þá hvað? Neyðum hann til að
„tapa“ spilinu. Við tökum á ás í
tígli, félagi setur níuna. Og spil-
um meiri tígli. Gosi, kóngur hjá
félaga og sagnhafi lætur spaða.
Og félagi okkar er vandanum
vaxinn. Hann spilar spaða.
Hendur Suðurs og Austurs vora:
Austur:
♦ 105
▼ ÁG974
♦ K9
4*9652
Suður:
♦ÁKDG2
▼ KD3
♦ 3
4* D1074
Við sjáum hvar sagnhafi
gerði sín mistök. Inni á laufaás,
gat hann spilað hjarta að drottn-
ingu og tryggt sér 9 slagi. Að
vísu var hann þá að voga spilinu,
ef Vetur hefði byijað með ásinn.
Höfúndur bókarinnar, Hugh
Kelsey, tekur fram, að þegar
spilið kom fyrir í keppni, í East-
boume í Englandi 1964, hafi
flestir Vesturspilaramir lent í
vandræðum og sagnhafi unnið
sitt spil.
AUGLYSING
UM INNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00
1984- 2.fl. 1985- 2.fl.A 1985-2.fl.B 1988-2.fl.D 3 ár 10.09.91-10.03.92 10.09.91-10.03.92 10.09.91-10.03.92 01.09.91 kr. 59.331,84 kr. 38.578,09 kr. 25.706,21**) kr. 18.147,75
*)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
**)Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, ágúst 1991.
SEÐLABANKI ÍSLANDS
Föstudagur 30. ágúst 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 15