Þjóðviljinn - 30.08.1991, Qupperneq 18
1— 2 3 ¥ £— ¥ 2 52 9 10 U 12 7 V
/3 92 12 % 9 Ý 15- 10 11 Í i ¥ 17
+ ie T )9 % /I 12 2/ 22 52 22 3,—
$2 >2 23 1 52 )0 w 12 52 Z/ 21 10 T
■H 1Z 2/ t ¥ 25- 7- 20 9 1) 10
T7 )o 12 T 10 1 11 5/ 2i 10 27- 2T * T 17-
¥ 25- ? 2¥ 2l Ý 28 I é> 20 10 ¥ 2l 27 27
2 !(> 2É 1 i lb y T' 7 52 lo 7
28 & ¥ /6 Zl rf~ 22 il /0 T 9 17 ¥ z2 52
llo 21 isr 3Ð 5^ 12 21 9 2) 10 52 22 21 T~
/f l(r 7 Y l¥ 11 T~ ¥ s io 22 21 21
s 52 10 TT ý 21 12 u ¥ 12 !0 3/
<! yr 21 10 2o 52 if 15 * 1 T i 23 11 U T
AÁBDÐEÉFGHlf JKLMNOÓPRS TIJHVXYÝÞ/fA
Krossgáta nr. 162
Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá bæjar-
nafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðvilj-
ans, Síðumúla 37, 108 Reykjavík, merkt „Krossgáta nr. 162“. Skila-
frestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa.
)2 n % y 1 19 /2 25 10
Lausnarorð á krossgátu nr. 158 var Smjörhólsá. Dregið var úr rétt-
um lausnum og upp kom nafn Guðnýjar Ragnarsdóttur, til heimil-
is að Austurvegi 12B, Seyðisfirði. Hún fær senda bókina Milljón pró-
sent menn eftir Ólaf Gunnarsson. Uglan, íslenski kiljuklúbbur-
inn gaf út árið 1991.
Verðlaun fyrir kross-
gátu nr. 162 er Blaðiö okkar, þætt-
ir úr sögu Þjóðviljans I saman-
tekt Árna Bergmanns. Þjóðvilj-
inn gaf út árið 1986.
MEÐ FLUGU
í HÖFÐINU
Það er margt skemmtUegt í
veiðifréttum ef vel er skoðað.
Hinar og þessar sprænur þar
sem lítið veiðist, verða hinar
merkilegustu veiðiár ef þeirra
er nógu oft getið í fréttum. Ég
hef hitt ýmsa ágæta veiðimenn
sem vilja vita meira um Laxá
og Bæjará í Reykhólasveit og
Staðarhólsá og Hvolsá í Saur-
bæ.
„Þetta eru víst meiri veiði-
ámar,“ segja þeir. Mér vefst
tunga um tönn útaf þessu en verð
að segja eins og er að þessi
frægð er meira að þakka Gunnari
Bender en nokkra öðra. Hann
sagði einatt fréttir þama að vest-
an. Fyrir skömmu var G.G. með
fréttir af Vatnsá. Hún var víst líf-
leg.
Læsi maður örlítið lengra
kom í ljós að ekki gilti það sama
um fiskinn. Hann var tæplega
eins líflegur og áin, því veiðin
var sáralítil. Allt er hey í harð-
indum, segir máltækið. Flestir
kaupa veiðileyfi á vetuma og
miða þá frekar við afla næsta árs
undan, en horfur varðandi sum-
arið sem í hönd fer. Þetta hefur
margur fengið að reyna austur í
Rangánum í sumar. Kannske var
það nú jafngott, þ.e.a.s. ef núlif-
andi menn ætla komandi kyn-
slóðum einhvem rétt varðandi
laxveiðar.
Við skulum vera lífleg eins
og Vatnsáin og líta á flugu vik-
unnar.
Hún heitir Bloody Butcher
og er Klettaíjallafluga eins og ég
lofaði.
Þessi fluga er ekki lík nöfnu
sinni frá Englandi. Ég er ekki
farinn að prófa hana en geri það
núna í september. Líklega hentar
hún bæði fyrir urriða og bleikju.
Uppskriftin er svona:
1. Ongull númer 4-8, einkrækja
með aðeins lengdum legg 2xL
eða 3xL.
2. Skott: Frekar langur brúskur
af fönum. Litur: Skarlatsrautt
og gult blandað saman.
3. Búkur: Bronslitar páfúglsf-
anir.
4. Búkskegg: 2 fjaðrir vafðar á
búkinn hlið við hlið. Sömu lit-
ir og í skotti. Þetta er tryggt
með gullvír.
5. Vængur: Grátt urriðaskott,
dálítið flatt út.
6. Annar vængur úr sömu hár-
um styttur. Flattur út.
7. Haus: Bronslitar páfuglsfanir.
Urriðaskott, kallaði Stefán
Jónsson skott af gráum íkoma.
Yndisleg taugaveiklun
Charlie Parker/Dizzy Gillespie:
Bebop’s heartbeat
Savoy/Vogue
Lög: A night in Túnisia/Dizzy
atmosphere/ Groovin’high/
Confirmation/ Koko/ Dizzy
boogie/ Popity pop/ Flat foot
floogie/ Slim’s jam.
Flytjendur m.a.: Charlie Par-
ker altósaxófónn/ Dizzy Gillespie
trompet/ John Lewis píanó/ Slim
Gaillard píanó, gítar og söngur.
Fyrstu fimm lögin á þessum
geisladiski era frá tónleikum i
Camegie Hall i New York í sept-
ember 1947 og afgangurinn tek-
inn upp í Kalifomíu í árslok 1945
þar sem Parker og Gillespie vora
ráðnir sem sólistar í búgí- vúgí
kenndri sveitaballamúsik Slims
Gaillards. Um tónlistina úr Car-
negie Hall er það að segja að
sjaldan hafa staðið saman og blás-
ið betri sólistar en þessir bylting-
armenn í bíboppi. Þótt ótrúlegt
kunni að virðast era upptökur með
þeim tveimur saman bæði fáar og
misjafnar. Leiðir þeirra lágu ekki
oft saman eftir 1945. Þeir mögn-
uðu hvom annan upp og er það
auðheyrt í sumum lögunum, krafl-
urinn er þar hvergi sparður. Þótt
kvintett Parkers með Miles Davis
eða Red Rodney væri gott band,
þá gat hvoragur þessara trompet-
leikara veitt Parker neina sam-
keppni. Dizzy Gillespie var einn
um það og þess vegna er þessi
tónleikaupptaka mikils virði. Að
heyra þá félaga spila þessa tauga-
veikluðu stórborgartónlist á geð-
veikislegum hraða og spýta út úr
sér seníölum línum utan enda, er
ótrúleg upplifun. Manni finnst
eins og þetta hljóti að vera eitt
mesta kjaftshögg aldarínnar í
músíklegum skilningi - frjálsdjass
Omettes Coleman eða rafdjass
Miles og Weather Report hljóma
eins og síðasta lag fyrir fréttir í
samanburði við þennan trylling.
Slim Gaillard var skemmti-
kraftur og búgí-vúgí djammari af
finustu sort. Hann naut mikillar
hylli á fimmta áratugnum og
hljómsveit hans öragglega vin-
sælli en bíboppsveit þeirra Par-
kers og Gillespies þegar þeir
komu til Los Angeles haustið
1945 og spiluðu á móti bandi
hans. En sá hafði vit á að fá þá í
plötuupptöku og afraksturinn varð
hreint ekki svo slæmur. Þeir félag-
ar vora ekki með öllu ókunnir
ballmúsík og það er góður filingur
í gangi - menn spjalla saman í
sumum lögunum.
Oróinn og spenningurinn í
kjölfar heimsstyrjaldarinnar, að
partýstemmningunni ógleymdn,
titrar hvarvetna á þessum diski.
Og þó að hljómurinn sé misjafn,
ágætur á blásuranum en síðri á
ryþmasveitinni, þar sem sá ágæti
píanisti John Lewis hljómar eins
og dinnergutlari sem hefur rekist
inn á bar, þá skiptir það ekki máli,
því Parker og Gillespie hafa orðið
mestallan timann.
Þessu geisladiskur fæst í Jap-
is, Brautarholti 4, og þar má auk
hans finna ýmsa fleiri diska með
Charlie Parker.
Boleró, þjóölaga-
sveifla og djass
á Púlsinum
A Púlsinum við Vitastíg munu
ýmsir góðir gestir taka lagið í
september og á miðvikudaginn í
næstu viku, 4. september, spilar
þar kvartett og dúó franska band-
oneónleikarans Olivier Manoury.
Olivier er Islendingum ekki með
öllu ókunnur, hann hefur margoft
haldið tónleika hérlendis á liðnum
áratug. Tangóinn hefúr þar hljóm-
að oftar en ekki, enda hljóðfærið
bandoneón þaðan komið. En það
verður ekki tangóinn sem verður í
öndvegi á miðvikudaginn kemur,
heldur suður-amerisk tónlist af
öðra tagi: bóleró, samba og fleiri
Iatínættaðir dansar. I kvartett Ol-
iviers Manoury leika auk hans
Kjartan Valdimarsson á píanó,
Tómas R. Einarsson á bassa og
Einar Valur Scheving á trommur.
Islensk þjóðlög munu þó hljóma
fyrri hluta kvöldsins, því Olivier
Manoury mun ásamt Agli B.
Hreinssyni píanóleikara leika út-
setningar hins síðamefnda á þjóð-
legum stefjum.
Viku síðar, eða 11. september,
kemur hingað samnorrænn sex-
tett, Yggdrasil, undir stjóm pían-
istans og tónskáldsins Kristians
Blak frá Færeyjum. Yggdrasil er
tíu ára gömul sveit, spilaði sína
fyrstu tónleika í Þórshöfn 1981 og
SVEIFLAN í HUGA MÉR
var það tónlist Kristians Blak við
kvæði Williams Heinesen. Hljóm-
sveitin hefúr á liðnum tíu árum
leikið víða um Norðurlönd og
mannaskipan verið breytileg í ár-
anna rás. Tónlist hennar er bræð-
ingur ýmissa áhrifa; hljómsveitar-
stjórinn er ekki síst þekktur fyrir
þjóðlagatónlist, en meðspilarar
hans flestir norrænir djassmenn,
sumir úr ffjálsdjassaðri kantinum.
Þeir sem skipa sveitina á tónleik-
unum 11. september era auk
Kristians Blak, Anders Hagberg á
flautu og saxófóna, Tore Brun-
borg á tenór og sópransaxófón,
Lelle Kullgren spilar á gitar og
jóðlar, Anders Jormin er á kontra-
bassa og Karin Korpelainen á
trommur. Kunnastir í sveitinni era
Norðmaðurinn Tore Branborg,
sem kom hingað til lands með
hljómsveitinni Masqualero árið
1986, og svo Anders Jormin, en
hann hefur um langa hríð verið
einn af fremstu djassbassistum
Svía.
Ekki er þar með skrúfað fyrir
allar heimsóknir ffá Svíþjóð, því
fimmtudaginn 19. september spil-
ar á Púlsinum trommuleikarinn
Pétur Östlund, en nánar verður
fjallað um þá tónleika í næsta
pistli.
Tómas R.
Einarsson
18 SfÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 30. ágúst 1991