Þjóðviljinn - 12.10.1991, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 12.10.1991, Qupperneq 2
Það sem dylst bakvið pókerfésið Það sem ekki var sagt vakti mun meiri athygli þeirra sem hlustuðu á stefnuræðu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra heldur en það sem sagt var. Það kom fáum á óvart, nema kannski einstaka Alþýðuflokksmanni, að stefna ríkis- stjórnarinnar er ómenguð frjálshyggja, það hafa orð og gjörðir ráðherranna sýnt á þeim fáu mánuðum sem liðnir eru frá því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks tok við. Davíð eyddi megninu af tíma sínum í að kenna síð- ustu ríkisstjórn um allt sem aflaqa fer í íslensku sam- félagi. Það teljast varla nýmæli því forsætisráðherra hefur varla opnað munninn án þess að ráðast á björg- unaraðgerðir síðustu ríkisstjórnar til að reisa við at- vinnulíf landsmanna eftir að ríkisstjórn Þorsteins Páls- sonar hafði nær rústað það. Davíð talaði hinsvegar ekkert um hvernig ríkis- stjórnin ætlaði að bregðast við þeim vanda sem nú blasir við atvinnuvegunum vegna aflasamdráttar og vaxtastefnu ríkisstjórnarinnar. Stefna ríkisstjórinnar gagnvart atvinnuvegunum kristallast í orðunum: Þetta kemur mér ekki við. Hann minntist ekki orði á það að samningar flestra launamanna eru nú lausir, né á hvern hátt ríkisstjórnin ætlaði að koma inn í samningaviðræðurnar. Ekki einu orði á mikilvægi þess að ró haldist á vinnumarkaðin- um og mikilvægi þess að ný þjóðarsátt skapist. Slík sátt skapast ekki nema lægstu launin hækki verulega. Slík sátt skapast ekki nema ríkisvaldið komi inn í samningana með jöfnunaraðgerðum, t.d. með því að leggja SKatt á fjármagnstekjur og hátekjuskattþrep og nota þær tekjur til að hækka skattleysismörkin og til annarra tekjujafnandi aðgerða. En ríkisstjórnin aí- greiðir kjaramálin á sama hátt og atvinnuvegina: Þetta kemur okkur ekki við. Jafnvel þótt ríkið sé stærsti ein- staki atvinnurekandinn. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubanda- lagsins, benti á í ræðu sinni um stefnuræðu forsætis- ráöherra að þjóðin þyrfti ekki stjórnarherra sem væru að keppa til heimsmeistaratignar í pókerspili, heldur ríkisstjórn sem leiddi saman fólkið í landinu og væri til- búin að jafna lífskjörin. Hann benti á að fyrir kosningar hefði Sjálfstæðis- flokkurinn talað um að lækka skatta og draga úr ríkis- útgjöldum, en reyndin væri hinsvegar sú að á næsta ári myndi Sjálfstæðisflokkurinn standa fyrir meiri ríkis- umsvifum en nokkru sinni fyrr og hærri skattaálagn- ingu en dæmi væru um í sögu þjóðarinnar. Það vekur athygli að það eru ekki breiðu bökin í bjóðfélaginu sem eiga að bera þessa auknu skatta- byrði og aðhaldið í rikisrekstrinum beinist ekki að prjálinu, einsog bílakaup ráðherra eru til vitnis um. pað eru sjúkir, aldraðir, barnafólk og námsmenn sem eiga að bera höfuðþungann af þeim auknu skattaálög- um sem fjárlagafrumvarpið boðar. Niðurskurðurinn bitnar svo fyrst og fremst á heilbrigðismálum og menningarmálum. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar um velferð koma ber- lega í Tjós í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar. Þar segir í kaflanum um heilbrigðis- og tryggingamál að leitað verði leiða til að gefa almenningi kost á að velja um mismikla sjálfsáhættu gagnvart heilbrigðisþjónustunni með breytilegu iðgjaldi í einhverri mynd. Þetta plaqg kallar ríkisstjórnin „Velferð á varanleg- um grunni", pegar réttnefni krógans er: Atlaga að vel- ferðinni. Þetta er það sem formaður Alþýðubanda- lagsins átti við þegar hann talaði um pókerspilarana í ráðuneytunum. Þeir segja eitt en meina annað. Sá sleipasti þeirra er þó forsætisráðherrann, því hann varaðist að segja nokkurn skapaðan hlut í stefnuræðu sinni sem skipt gæti landsmenn máli. En landsmenn sjá í gegnum pókerfésið og bví er nú meira spáð í það sem ekki var sagt heldur en það sem sagt var. -Sáf Þióðviliinn Málgagn sósíalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Ritstjómarfulltrúar: Árni Þór Sigurösson, Sigurður Á. Friðþjófsson. Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Siðumúla 37, Rvík. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu: 110 kr. Nýtt Helgarblaö: 170 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1200 kr. LIPFT & SKORIiÐ Jón Ormur hefur orðið I blaði sem stúd- entafélagið Röskva gaf út í tilefni áttræðisaf- mælis Háskóla Islands, er birt fróðlegt viðtal við Jón Orm Halldórs- son lektor í stjómmála- fræði. En Jón Ormur hefur oftar en ekki komið við sögu með sérstæðum hætti: Hann var aðstoðarmaður Gunnars Thoroddsens forsætisráðherra og hraktist úr Sjálfstæðis- flokknum fyrir bragð- ið. Og hann hefur valið sér svið sem ekki er sérlega hátt skrifað hjá Islandsbúum kærum, en það eru stjómmál þriðja heimsins. Er þess skemmst að minn- ast að meðan obbinn af íjölmiðlum hélt uppi mjög svarthvítri og einfaldaðri mynd af tíðindum við Persaflóa og styrjöld þar kom Jón Ormur til útvarps- hlustenda mörgum fróðleik sem drjúgur má vera til sæmilegs skilnings á vemleika þeirra þjóða sem játa Islam. Við erum ekki með Jón Ormur talar í viðtalinu mikið um það hve rækilega Islend- ingum tekst að vísa frá sér vandamálum þriðja heimsins. Þetta kemur m.a. fram í því, að Is- lendingar eru (að því er skoðanakannanir herma) hæstánægðir með framlag sitt til þróunarmála og hjálparstarfs í þriðja heiminum - eins þótt í raun séum við einna aílast á merinni í þessum efnum, einna sínkastir á aðstoð, hverju nafni sem hún nefnist. Jón Ormur tengir þessa sjálf- umgleði (og þá skort á sjálfsgagn- rýni) meðal annars við það að Is- lendingar séu skelfílega uppteknir af sjálfum.sér, finnist engin vanda- mál á dágskrá nema þau sem að þeim sjálfum snúa (og eru vitan- lega mesti tittlingaskítur í saman- burði við þann vanda og þá neyð sem steðjar að fjölda þriðjaheims- þjóða). Nokkuð til í þessu. Að minnsta kosti hafa mörlandar haft einstakt lag á því að vísa því böli frá sér sem þeir kæra sig ekki um að sjá. í framhaldi af því hefur það orðið nokkuð frekur siður að ís- lcndignar taki þátt í alþjóðlegu samstarfi ýmisskonar með því hugarfari að það sé sjálfsagt að þcir njóti góðs af - en alls ekki sjálfsagt að þeir láti citthvað af hcndi rakna scm um rnunar. Hér hclst römm sérgæska í hendur við vanmctakennd í hörðum hnút. Vanmctakcnnd scm scgir: við cr- um svo fáir að við getum ckki gert neitt sem um munar. Og heldur áfram - sér til þæginda: en HINA munar ekkert um að láta okkur hafa eitthvað scm okkur munar um - vcgna þess hvc VIÐ erum fáir! Eðlisávísun og hægrikenning Ekki vill Jón Onnur tclja að allir séu alveg á sama báti í þcss- um efnum. Þegar hann talar um áliuga sinn á málum þriðja heims- ins segir hann sem svo: „Þar fannst mér eðlisávísun niín allt önnur cn félaga minna í Sjálfstæðisflokknum. Það var frek- ar að ég fyndi til samstöðu nieð vinstri mönnum í þeim efnum. Það er einfaldlega þessi spuming að standa með þeim sem eiga erfitt, standa með þeim undirokuðu gegn þeim sem í skjóli máttar síns nota þennan mátt með einhverjum hætti.“ Jón Ormur notar hér fróðlcgt orð: „eðlisávísun“. Og gerir þá þann greinarmun á vinstri og hægri að milli þessara tveggja pól- itísku hópa sé misskipt samstöðu með þeim undirokuðu, þeim sem eiga erfitt. Það er ærin ástæða til þess að taka undir þetta mat. Ekki vegna þess að vinstrimenn hafi alltaf verið duglegir og sjálfum sér samkvæmir í samstöðumálum, heldur vegna þess að þeir hafa þó sýnt áhuga, tekið mál þróunarríkja allrækilega inn í sína heimsmynd, á dagskrá yfir það sem brýnt er. Hinsvegar hefur sú viðleitni farið vaxandi meðal hægrimanna að vísa málum frá sér. Notfæra sér allskonar mistök í þróunaraðstoð til að „sanna“ að hún eigi ekki rétt á sér yfir höfuð. Það eina sem þriðjaheimsþjóðir þurfi að gera sé að koma sér upp markaðsbúskap og þá muni allt veitast þeim að auki. Með þessu móti er skapað þægileg „fjarvistarsönnun" ef svo mætti segja. Allri ábyrgð á bág- bomu ástandi í tilteknu þriðja- heimslandi er velt yfir á lands- menn sjálfa og ekki spurt um neitt annað. Hver ber ábyrgð? Það er að sönnu rétt að vandi fátækra landa er ekki barasta bund- inn síversnandi viðskiptakjörum þeirra við hinn iðnvædda lieim. Hér koma og við sögu mikilvægir þættir eins og afleitt stjómarfar. En þá má aftur spyrja: hvers á saklaus ahnenningur að gjalda? Á dögun- um var þessi KJippari hér að lesa grein þar scm vikið var að vanda Filippseyinga. Þeir skulda lifandis býsn og verða - að fyrirskipan Al- þjóðabankans og annarra lánar- drottna - að herða enn sultarólina til að fá einhverja fyrirgreiðslu áfram. Sá „niðurskurður á ríkisút- gjöldum" sem hljóniar eins og englasöngur í eyrum herskárra frjálshyggjumanna, kemur m.a. fram í niðurskurði á lélegri heil- brigðisjijónustu. Sem leiðir til þess beinlínis að mikill fjöldi bama deyr á Filippseyjum á ári hverju blátt áfram í nafni afborgana og vaxta á skuldum við hinn ríka heim. Og hvemig vom þær skuldir til komnar? Þær urðu ekki síst til á dögum Marcosar forseta og ein- ræðisherra, sem drottnaði yfir eyj- unum með sínu spillta stjómarfari í skjóli bandarísks hervalds — enda talinn mjög liðtækur bandamaður gegn kommúnisma. Þessi sami Marcos stal dtjúgum hluta af þeim lánum og þeirri aðstoð sem landið fékk og kom úr landi - þar er um að ræða upphæðir sem svara mil- jörðum dollara. Og eftir situr sak- laus almenningur með „þjóðar- skuld“ sem er að sliga þetta fátæka land sem nú er einna helst þekkt á Vesturlöndum fyrir þá svívirðilegu notkun á bömum og unglingum sem fram kemur í umfangsmiklum „kynlífstúrisma“. Af valkostum Jón Ormur kemur víða við - m.a. talar hann um það að flokka- kerfið íslenska sé ónýtt, flokkamir séu „algerlega vanmegnugir til þess að móta stefnu“. Eða þó ekki væri nema valkosti. Það er ekki nema satt og rétt að íslenskir flokkar eru vanburða og ístöðulitlir í stefnumálum. En þá má spyija: emm við mjög frá- bmgðnir öðrum Vesturlandabúum í þessu efni? Menn hafa ofl átt erf- itt með að koma auga á „valkost- inn“ jafnvei í einföldu tveggja flokka kerfi eins og í Bandaríkjun- um. Menn hafa átt erfitt með að átta sig á stökkbreytingum i flokk- um eins og Sósíalistaflokki Spán- ar: hann er innanlíðar orðinn allt annar flokkur en sá sem menn kusu. Menn búast sjaldan við miklum breytingum þegar stjóm- arskipti verða. Astæðan er einna helst sú að flestir flokkar gerast nokkuð miðsæknir efiir því sem þjóðfélagið gildnar um miðjuna (þeas. þeim fjölgar sem búa við miðstéttarkjör og hafa miðstéttar- viðhorf). Önnu1- ástæðan fyrir óskýrleik margra flokka er sú, að þeir verða allir að eltast við þá merkilegu höfuðsannfæringu kjós- enda að það eigi bæði að skera niður rikisútgjöld og lækka skatta og um leið auka útgjöld til allra helstu velferðarmála. En kannski ætlar Davíðsstjóm nú loksins að taka af okkur ómakið og vafann með svo eindreginni hægristefnu að línur skýrist á nýj- an leik. Fátt er svo með öllu illt... ÁB ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. október 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.