Þjóðviljinn - 12.10.1991, Síða 5

Þjóðviljinn - 12.10.1991, Síða 5
Fkéthr Málshöfðun gegn fjár- málaráðherra vegna bamsburðarleyfa Lögmanni BSRB hefur verið falið að höfða mál gegn fjár- málaráðherra til að fá úr því skorið hver réttur starfs- manna ríkisins er til barnsburðarleyfa. Ástæða þessa er sú túlkun Launaskrifstofu ríkisins að kona sem verið hefur í barnsburðarleyfi sé ekki í starfí og því eigi sú sama kona ekki rétt á fullu barnsburðarleyfí ef hún fer í annað leyfi innan sex mánaða frá því fyrra. Móðirinn Oddfríður Ósk Óskarsdóttir með sonum sínum sem valdið hafa ágreiningi milli BSRB og Launaskrifstofu ríkisins um túlkun á reglugerð um barnsburðarleyfi. Arnar Barri Slmonarson t.v. og Haukur Barri Sfmonarson t.h. - Mynd: Kristinn. Oddfríður ósk Óskarsdóttir hefur undanfarin ár starfað á skrif- stofu Blóðbankans í fullu starfi. Árið 1990 fór hún í bamsburðar- leyft og lauk því um áramótin 1990-91. Ekki sex mánuðum frá lokum þess ól Oddfríður annað bam og þá vildi svo til að í fyrstu útborgun eftir að hún hóf nýtt bamsburðarleyfi fékk hún aðeins greitt eins og hún væri í 75% starfí. Þegar Oddfríður kannaði málið hjá Launaskrifstofú ríkisins, var henni tjáð að þar sem hún hefði ekki verið í fullu starfí síð- ustu sex mánuði fyrir seinna bams- burðarleyfið fengi hún aðeins greitt í hlutfalli við meðaltalslaun síðustu tólf mánaða. Aðspurð sagðist Oddfriður ekki hafa unað þessu og leitað til síns stéttarfélags. Þar hafi komið upp úr kafínu að hún væri ekki sú eina sem hafi fengið skerðingu á sínum launum vegna bameigna. Af þeim sökum var ákveðið að höfða mál gegn fjármálaráðherra sem um leið yrði prófmál á túlkun reglu- gerða um bamsburðarleyfi. Samkvæmt grein í fréttabréfi BSRB hefur bandalagið falið Gesti Jónssyni hæstaréttardómara málið svo það fáist endanlega úr því skorið hver sé réttur starfsmanna ríkisins til bamsburðarleyfa. Að beiðni BSRB hefur Gestur þegar samið álitsgerð um þetta mál sem Launaskrifstofa ríkisins hefur þeg- ar hafnað. í álitsgerð Gests segir að sam- kvæmt 1. grein reglugerðar 410/1989 um barnsburðarleyfi starfsmanna ríkisins eigi fastráðnar konur í þjónustu ríkisins, sem starfað hafa samfellt í sex mánuði fyrir bamsburð, rétt til sex mánaða launaðs bamsburðarleyfis. Sam- kvæmt því hljóti málið að snúast um það hvort Oddfríður hafi verið í fullu starfi meðan hún var í bamsburðaleyfi eða ekki. I fréttabréfinu segir að túlkun Launaskrifstofu ríkisins um bams- burðarleyfi sé öfúgt við það sem gildi um starfsmann sem lendi í langvarandi veikindum. Hann telj- ist þrátt fyrir veikindin vera í fullu starfi. Þrátt fyrir það að launaskrif- stofan liti svo á að kona sé ekki í fullu starfi í bamsburðarleyfi við- urkennir hún að þessi sama kona ávinni sér starfsaldur launa í leyf- inu. Gestur hefur einnig bent á að greiðslur til konu í bamsburðar- leyfi séu í engu frábmgðnar venju- legum launagreiðslum; það sé greitt jafnt sem áður í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjald innheimt og or- lofs- og veikindaréttur ávinnist. Oddfríður segir að hún geti varla litið öðmvísi á þetta mál en að ver- ið sé að takmarka bameignir ríkis- starfsmanna. „Einnig verður réttur- inn á bamsburðarleyfi að komast á hreint, þar sem fólk geri yfirleitt fjárhagsáætlanir fram í tímann. I mínu tilfelli t.d. hafa áætlanir rask- ast vegna þessa,“ sagði Oddfríður. I fréttabréfi BSRB er einnig vitnað í álitsgerð Gests varðandi þetta. „Mér þykir ólíklegt að það hafi verið ætlun reglugerðarhöf- undarins að takmarka réttinn til bamsburðarleyfis þannig að réttur- inn sé ekki fyrir hendi ef síðasta bamsburðarleyfi lauk innan 6 mán- aða. Mér finnst ekki ástæða til þess að ætla að meiningin hafi verið að gera mun á réttindum kvenna í rík- isþjónustu í þessu tilliti, eftir því hversu langur tími liði milli bams- fæðinga.“ -sþ Fjallið tók jóðsótt og það fæddist hvít mús Hringur Jóhannesson listmálari við myndir slnar í Gallerí Borg. Mynd: Kristinn. Hringur í GaUerí Borg 1 fyrradag var opnuð sýning á A sýningunni em 35 pastel- myndum eftir Hring Jóhannesson í myndir sem listamaðurinn hefúr Gallerí Borg við Aysturvöll. flestar gert á þessu ári. Síldarvertíðin hafin Hvítbók ríkis-stjórnar- innar kom fyrir sjónir landsmanna á fimmtudag. Viðmælendur Þjóðviljans fundu lítið bitastætt í bókinni og fátt nýtt. „Það má vissulega segja að fjallið tók jóðsótt og það fæddist lítil mús,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðu- bandalagsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þingkona Kvennalista sagði að á heildina litið væri meira talað um magn og kostnað í stefnunni en minna um gæði og þannig væri þetta rekstrarleg stefna, annað ekki. Steingrimur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins sagðist ekki hafa lesið verkið enn- þá, en samkvæmt því sem fram hefði komið í fréttum sýndist sér lítið bitastætt í bókinni. „Hún er skrítin þessi ríkis- stjóm. Frá Viðey komu nokkrar setningar á tveimur blöðum og sagt var að síðan myndi birtast veglegur stjómarsáttmáli í haust. Hunn er nú kominn í hvítri bók,“ sagði Ólafur Ragnar og líkti út- komunni við það þegar fjallið tók jóðsótt. „Þetta kver er mestmegnis al- mennt snakk og sjálfsagðir hlutir og síðan er kittað uppí með hinu og þessu efni úr skúftum ráðuneyt- anna sem við þekkjum vel sem vomm húsbændur á síðustu árum,“ sagði Olafur Ragnar. „Að vísu er við og við skotið inn faðirvori ftjálshyggjunnar, einkavæðingu og íoðurlegum boðskap um einskonar sjálfsábyrgðarstefnu fyrir sjúka og aldraða. Þegar þessi einkavæðing- arboðskapur Sjálfstæðisflokksins er tekinn frá er ekkert nýtt i þessu kveri." Ingibjörg Sólrún tók undir þetta og sagði að ekkert í bókinni hefði komið á óvart. „Það er samt greinilegt á þessu að til stendur að fara út í ákveðnar grundvallar- breytingar, ekki síst í skóla- og heilbrigðismálum. Órækasta dæmi um það er þessi svo kallaða sjálfs- áhætta í heilbrigðismálum," sagði Ingibjörg Sólrún, en hún telur stjómina ekki hafa leyfi tii þess að fara út í slíkar breytingar án þess að hafa náð um það sátt í þjóðfé- laginu. Henni fannst það stinga í stúf að ná á viðtækri sátt um sjáv- arútvegsmálin en að stjómarherr- unum detti ekki í hug að minnast á slíka hluti þegar kemur að daglegri tilveru fólks. „Það er bara þannig að það munu engar kerfisbreyting- ar ganga nema um það náist lág- markssamkomulag,“ sagði Ingi- björg Sólrún. Hún sagði að þrátt fyrir það að hægt væri að taka undir margt í bókinni þá væri í henni holur hljómur því stefna og aðgerðir fæm ekki saman. Hún benti á mál- efni fjölskyldunnar og menningu í því sambandi. Sagði að til stæði að styrkja nýsköpun í menningarstarfi á sama tíma og framlag til Alþýðu- leikhússins væri skorið niður. „Þannig að þetta em ekki annað en orðin tóm,“ sagði Ingibjörg Sólrún. „Það er líka athyglisvert að það er ekkert af svo kölluðum baráttu- málum Alþýðuflokksins í þessari hvítu mús,“ sagði Ólafur Ragnar. „Kaflinn um landbúnaðinn er til dæmis búinn til úr búvömsamn- ingnum og athyglisvert að Alþýðu- fiokkurinn er nú ánægður með hann,“ bætti hann við og benti á að sjávarútvegsstefna Alþýðuflokks- ins væri líka skilin útundan sem og öll nútímaleg jafnaðarmannastefna. Ingibjörg Sólrún taldi ýmislegt í stefnunni mótsagnakennt. „Ann- arsvegar er þessi afgerandi frjáls- hyggja, en hinsvegar em í stefn- unni mjög sterkar miðstýringar- hugmyndir,“ sagði hún og benti á að í kafianum um menntmál væm viðraðar skoðanir á námsmati í gmnnskóla. En hún taldi fáránlegt að ríkisstjómin færi að skipta sér af innra starfi skólanna. Sú faglega vinna ætti auðvitað að fara fram innan skólanna og í menntamála- ráðuneytinu. „Ríkistjómin á að skapa skólunum rekstrarskilyrði, rétt einsog atvinnulífinu, en ekki að vera að atast í innra starfi þeirra,“ sagði hún. -gpm að er geysilegur hugur í mannskapnum eftir afía næturinnar og þá sérstak- lega í Ijósi þess að áður vorum við búnir að vera hátt í þrjár vikur við síldarleit, sagði Óli Björn Björgvinsson, stýrimaður á Geirfuglinum GK 66. Um miðjan dag í gær voru þeir á landstíminu út af Alviðruhömr- um í blíðskaparveðri með um 150 tonn eftir nóttina. Var búist við að þeir yrðu í landi á þriðja tímanum í nótt sem leið. Hátt í 10 sildveiðibátar vom við veiðar út af Homafjarðardýpi aðfaranótt gærdagsins óg var afii þokkalegur. Mestan afia fékk Há- bergið GK eða um 500 tonn. Ein- hver söltun mun þegar vera hafin en viðbúið er að margir séu nú í startholunum, bæði síldarverkend- ur og útgerðaraðilar síldveiðibáta. Óli Bjöm sagði að síldin væri blönduð og ekki neitt sérstaklega góð af þeim sökum. Hann sagði að svo væri jafnan í byijun vertíðar en síldin mundi fara batnandi þegar hún gengi upp á gmnnið. Óli bjóst við að stærsta síldin yrði söltuð en sú minnsta fryst til beitu. Þeir á Geirfúglinum fengu afl- ann í þremur köstum, en þó sýnu mest i tveimur síðustu köstunum. Fyrst þegar nótin fór í sjóinn var síldin á um 30 faðma dýpi en alveg upp undir yfirborð í því síðasta. -grh Síða 5 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. október 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.