Þjóðviljinn - 16.10.1991, Blaðsíða 7
ElLENDAK W& FKETTER
EB ákveður
orkuskatt
Fyrsta sameiginlega skatt-
lagningin, sem ganga á
jafnt yfir ðll 12 aðildarríki
EB, hefur verið samþykkt
af ráðherranefnd EB. Um er að
ræða orkuskatt sem ætlað er að
draga úr brennslu jarðoh'u og
kola og draga þannig úr þeirri
loftmengun sem leiðir til gróður-
húsaáhrifa.
Skattlagningin á að koma til
framkvæmda 1993, með 3 dollara
skatti á hvert olíufat. Skatturinn á
síðan að hækka með árunum þar til
hann verður kominn upp i 10 doll-
ara um aldamótin 2000.
„Þessi ákvörðun markar tíma-
mót í mótun umhverfisstefnu og
hún var samþykkt mótatkvæða-
laust“, sagði Carlo Ripa di Meana,
umhverfismálafulltrúi EB, eftir
fúnd ráðherranefndarinnar í Amst-
erdam um siðustu helgi.
Skattlagningin mun bæði koma
fram sem kostnaðarauki fyrir fyrir-
tæki og heimili, en honum verður
mætt með niðurskurði á annarri
skattlagningu. Reiknað er með að
þegar skattlagningin verði að fúllu
komin til framkvæmda muni hún
skila 60 miljörðum dollara á ári.
Hún mun koma misjafnlega niður.
Þannig mun verð á bensíni á bíla
hækka um 6% af völdum skattsins
en verð á kolum til iðnaðarfram-
leiðslu mun hækka um 58%.
Skatturinn á að hjálpa löndum
EB til að standa við þau fyrirheit
að stöðva aukningu á koltvísýr-
ingslosun í andrúmsloftið, þannig
að hún verði svipuð árið 2000 og
hún var árið 1990.
Þótt ráðherrar aðildarþjóðanna
hafi náð samkomulagi um skatt-
lagninguna voru skoðanir skiptar
um framkvæmdina. Þannig gagn-
rýndu Spánveijar og Danir þá hug-
mynd að skattlagningin miðaðist
að hálfu við orkuinnihald og að
hálfu kolefnisinnihald eldsneytis-
ins á þeim forsendum að með
þessu væri verið að hygla hinni
kolefnissnauðu kjamorkufram-
leiðslu Frakka.
Ráðgert er að ráðherranefndin
leggi ffam endanlegt lagaffumvarp
í desember.
-ólg.
Lettland og Sovét taka
upp stjómmálasamband
^gær var formlega tekið upp
¥ stjórnmálasamband milli
I Lettlands og Sovétríkjanna,
JLviku eftir að Sovétríkin tóku
upp samskonar samband við
Litháen og Eistland.
Tass fréttastofan skýrði frá því
að Borsi Pankín, utanrikisráðherra
Sovétríkjanna, og Janis Jurkans,
utanríkisráðherra Lettlands, hefðu
skipst á nótum í gær varðandi
stj ómmálasambandið.
Fyrir mánuði viðurkenndu
stjómvöld í Moskvu sjálfstæði
Eystrasaltsríkjanna og felldu þar
með úr gildi innlimun landanna í
Sovétríkin frá árinu 1940. Þrátt
fyrir stjómmálasambandið hafa
deilur um brottkvaðningu sovéska
setuliðsins í Lettlandi valdið
spennu milli ríkjanna. Fyrr í þess-
um mánuði kröfðust Eystrasaltsrík-
in þess að sovéskt herlið yrði kvatt
heim frá höfðuborgunum þremur
fyrir 1. desember og að brottflutn-
ingur þeirra frá ríkjunum þremur
hæfist fljótlega eftir það. Stjóm-
völd í Moskvu hafa hins vegar sagt
að brottflutningamir hefjist ekki
fyrr en snemma árs 1994 þegar
brottflutningi sovéskra herliða
verður lokið frá Póllandi og Aust-
ur-Þýskalandi. Astæða þess að
sovésk stjómvöld treysta sér ekki
til að kveðja hermenn sína heim
fyrr er sögð húsnæðisskortur.
áþs
Willy Brandt veikur
Fyrrum kanslari Vestur-
Þýskalands, Willy Brandt,
er talinn í lífshættu eftir
mikinn uppskurð sem
hann gekkst undir fyrir nokkr-
um dögum. Brandt var skorinn
upp til að fjarlægja krabba-
meinsæxli í ristli.
Foryslumenn jafnaðarmanna-
flokksins segja að heilsa Brandt sé
eftir atvikum eftir uppskurðinn en í
þýskum blöðum er því haldið fram
að krabbameinið hafi dreift sér og
ekki hafi tekist að fjarlægja það
allt.
Prófessor Heinz Pichlmaier,
sem stjómaði aðgerðinni, segir að
líðan Brandts sé eftir atvikum en
dregur ekki dul á að svo stór að-
gerð geti haft mikla hættu í for
með sér fyrir mann á aldur við
Brandt, sem er 77 ára. Brandt ligg-
ur á gjörgæsludeild háskólasjúkra-
hússins í Köln og þar vakir eigin-
kona hans, Brigitte Seebacher-
Brandt yfir honum allan sólar-
hringinn. áþs
Þrátt fyrir vopnahlé ( Júgóslaviu halda strfðandi fylkingar uppteknum hætti og litlar llkur enj taldar á að rlkjasambandinu
verði haldið saman miklu lengur. Sjálfstæðisyfiriýsing Bosnlu- Herzegóvlnu eykur enn frekar llkurnar á upplausn Júgó-
slavlu.
Bosnía lýsir
yfir sjálfstæði
ing júgóslavneska lýð-
veldisins Bosníu-Herze-
góvínu samþykkti í gær
að lýsa yfir sjálfstæði
lýðveldisins. Þar með er júgó-
slavneska ríkjabandaiagið kom-
ið enn nær uplausn en fyrr.
Múslímskir og króatískir
þingfulltrúar á þinginu sam-
þykktu tvær ályktanir um sjálf-
stæði lýðveldisins og um úrsögn
úr ríkjabandalaginu. Þingfundur-
inn þar sem samþykktin var gerð,
var bæði stormasamur og langur
að því er Tanjug fréttastofan
skýrir frá.
Lögmæti þingsályktunarinnar
hefur verið dregið í efa vegna
þess að þingforselinn, Momcilo
Krajisnik, sem er Serbi, hafði
sagt þingfundi slitið þegar at-
kvæðagreiðslan fór fram.
Lýðveldið Bosnía-Herzegó-
vína hefur löngum verið kallað
þjóðemispúðurtunna Júgóslavíu.
Engin ein þjóð er í meirihluta í
lýðveldinu, múslímar eru um
44%, Serbar um þriðjungur og
Króatar tæp 20% af 4,2 miljónum
sem þar búa. Margir óttast að Bo-
snía- Herzegóvína verði vígvöllur
borgarasfyijaldar vegna þjóðem-
issamsetningarinnar í lýðveldinu.
Búast má við að átökin í Króatíu
færist einnig yfir í Bosníu en
landamæri þessara tveggja lýð-
velda liggja saman. Tanjug frétta-
stofan hefur eftir forseta Bosníu-
Herzegóvínu, múslímanum Alija
Izetbegovic, að það sé ekkert rúm
fyrir þá í Júgóslavíu, og þykir sú
yfirlýsing sýna að upplausn ríkja-
samþandsins verði ekki umflúin.
í þeim tilgangi að rjúfa bið-
stöðuna sem nú einkennir gang
mála í Júgóslavíu, áttu forsetar
Serbíu og Króatíu, Siobodan Mi-
losevic og Franjo Tudjman, fundi
í gær með Mikhail Gorbatsjov,
forseta Sovétríkjanna. Var jafnveí
búist við að Sovétforsetinn myndi
halda sameiginlegan fund með
forsetunum tveimur.
Bosnía-Herzegóvína var undir
tyrkneskri stjóm um fimm alda
skeið en var hertekin af keisara-
dæminu Austurríki- Ungveijaland
fyrir fyrri heimsstyrjöldina en
gekk í júgóslavneska ríkjabanda-
lagið strax við upphaf þess árið
1918. Það var í höfuðborg Bo-
sníu, Sarajevo, sem austurríski
krónprinsinn, Franz Ferdinand,
var myrtur af serbnesk-bosnísk-
um þjóðemissinna árið 1914, en
það varð upphaf heimsstyrjaldar-
innar fyrri. í seinni heimsstyijöld-
inni varð Bosnía vígvöllur hörð-
ustu bardaga í Júgóslaviu.
Lýðveldið þekur um fimmt-
ung af flatarmáli Júgóslavíu og á
landamæri að Serbíu í austri,
Króatíu í norðri og vestri, Svart-
íjallalandi í suðri og auk þess er
lítil strandlengja við Adríahafið.
áþs
Eystrasaltsríkin mynda
sameiginlegan markað
Eistland, Lettland og Lit-
háen ætla sér að mynda
sameiginlegt markaðs-
svæði án tollahindrana,
en ætla ekki að ganga inn í hið
nýja efnahagsbandalag Sovét-
lýðveldanna. Hins vegar horfa
löndin til þess að geta tengst
efnahagssamstarfi EFTA-ríkj-
anna nánari böndum.
Þetta er haft eftir Gedimilas
Vagnorius, forsætisráðherra Lit-
háens. Löndin stefna að því að
halda pólitísku sjálfstæði sínu, en
að öll viðskipti verði hindrana-
laus milli ríkjanna.
„Við höfum mátt þola 50 ára
sovéska nýlendustefnu í efna-
hagslífi okkar. Þetta verður erfitt,
en við munum leggja okkur fram
í sameiningu við að leysa vand-
ann,“ sagði Lennart Meri, utan-
ríkisráðherra Eistlands, við frétta-
mann. Þrátt fyrir sjálfstæðið em
Herskáir sikha múslím-
ar, sem berjast gegn
yfirráðum stjórnar-
innar í Nýju-Delhi yfir
Punjab-rikinu á Norður-Ind-
landi, rændu í gær rútubifreið
og skutu til bana sex hindúa
sem voru meðal farþega.
Að sögn lögreglu var rútan í
áætlun á milli Ludhiana, iðnaðar-
borgar í Punjab, til Raikot, um 45
km leið. Sikhamir drógu hindú-
Eystrasaltsríkin enn háð hinu sov-
éska hagkerfi með margvíslegum
hætti.
ana út úr rútubifreiðinni og skutu
þá með vélbyssum. Herskáir sik-
har hafa oft gert skotárásir á
hindúa sem ferðast með lestum
og rútum, sem lið í áratuga langri
baráttu þeirra fyrir sjálfstæðu ríki,
Khalistan á Norður-lndlandi. I
siðustu árás sinni á rútubifreið,
þann 28. september, myrtu sikhar
4 hindúa.
áþs
-ólg.
Sex hindúar myrtir
Síða 7
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. október 1991