Þjóðviljinn - 24.10.1991, Blaðsíða 3
24. október
er fimmtudagur.
297. dagur ársins.
Vetumætur.
Sólarupprás ( Reykjavík kl.
8.44 - sólarlag kl. 17.39.
Viðburðir
Dagur Sameinuðu þjóðanna.
Guðmundur Friðjónsson skáld
fæddur 1869. Karl Ó. Runólfs-
son tónskáld fæddur 1900.
Verðbréfahrun í New York
1929. Sjómannafélagið Jötunn
í Vestmannaeyjum stofnað
1934.
Sameiningarflokkur alþýðu -
Sósíalistaflokkurinn stofnaður
1938. Konur á Islandi leggja
niðurvinnu 1975 og 1985.
Þjóðviljinn
fyrir 50 árum
Nýtt Dagblað: Ráðherra Al-
þýðuflokksins lagði til að halda
kaupinu niðri með „frjálsum
samtökum“. Alþýða Bretlands
krefst þess að meira verði að
gert. Stúdentaráðskosning:
Samfylking vinstrimanna gegn
samfylkingu nazista og Sjálf-
stæðismanna.
fyrir 25 árum
Brauðin hækka - mjóikin lækk-
ar. Gamaveiki enn í Borgar-
firði. III umgengni rjúpnaskytta.
Hitaveitan brást i gamla bæn-
um. Laxness forseti Alþjóða-
ráðs leikritahöfunda.
Sá spaki
Sannur heiðursmaður er mað-
ur sem kann að leika á sekk-
japípu, en gerir það ekki.
(Wail Street Journal)
MÍN
SKOÐUN
...á árangri
jafnréttisbaráttunnar
Elínbjörg
Magnúsdóttir,
formaður
fiskvinnsludeildar
Verkalýðsfélags
Akraness.
Vissulega hefur árangur náðst
síðustu 15-20 árin. Það er t.d.
hægt að merkja á því, að þátt-
taka kvenna í ýmsum nefhdum
og ráðum hefur aukist mikið á
þessu tímabili. Launamisréttið
er aftur á móti of mikið ennþá
og mál til komið að það lagist.
Þátttaka kvenna í stjómmálum
er orðin meiri í dag en áður, og
á Kvennalistinn sjálfsagt
ákveðinn þátt i þeirri þróun.
Árangur hefur náðst, en engan
veginn nógu mikill. Það er enn
langt í land. Útrýming launa-
mismunar á milli kynjanna ætti
að geta náðst þegar haft er i
huga að fólk, hvort sem talað
er um karla eða konúr, hefur
aukinn skilning á að þetta
gangi ekki lengur.
EES-samninginn
á að bera undir þjóðina
Það er eðlileg, lýðræðisleg
krafa að samningurinn um
evrópska efnahagssvæðið
verði borinn undir þjóðina í at-
kvæðagreiðslu, segir Ögmundur
Jónasson, formaður Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja. Að
öðru Ieyti hefur BSRB ekld tekið
afstöðu tíl samningsins enda er
hann fyrst núna að líta dagsins
ljós. „Þetta er einhver mikilvæg-
asti samningur sem Islendingar
hafa gert og því eðlilegt að þjóð-
in fái að segja álit sitt á honum
og ákveða hvað úr verður. I öðru
lagi höfum við í BSRB álitið
mjög skynsamlegt að efna til
þeirrar umræðu sem óhjá-
kvæmilega yrði í tengslum við
þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá
kæmu öll sjónarmið upp á borð-
ið og það er án efa öllum til
gagns,“ segir Ögmundur.
Ymislegt er enn óljóst og
óklárt og því mun BSRB fara
vandlega yfir EES-dæmið á næst-
unni. Ógmundur segir að þótt auð-
vitað sé nauðsynlegt að fara vand-
lega yfir kosti og galla aðildar að
EES í krónum talið þá sé einnig
önnur hlið á málinu. Hann spyr:
„Hvemig mun 250 þúsund manna
þjóð reiða af í þessu stóra samfé-
lagi þjóðanna?" og bætir við: „Þar
er ýmsum Spumingum enn ósvar-
að, t.d. varðandi eignaraðild _út-
lendinga að íslensku landi.“ Ög-
mundur bendir einnig á þann
möguleika að hugsanlega þurfi að
endurskoða áform stjómvalda um
einkavæðingu orkuiðnaðar í kjöl-
far aðildar að EES og segir: „Þetta
er aðeins eitt af mörgum atriðum
sem þjóðin þarf að gaumgæfa.“
-ag
Ögmundur Jónasson:
- Mynd Jim Smart
umræðunni sem fýlgdi þjóðaratkvæðagreiðslu um EES kæmu öll sjónarmiö upp á borðið.
ÞbAnDURSHBFAR
Sáuð þið hvemig ég tók hann?
Nú er búið að semja þjóð-
ina inn á Evrópskt efna-
hagssvæði. Svæði þetta,
sem á að verða að veruleika eftir
rúmlega ár, hefur fram að þessu
valdið skelfilegum leiðindum og
diplómatískum þrautum, sem
sýndust um tima ætla að leiða
margan góðan dreng í ógöngur.
Þannig lýsti utanríkisráðherr-
ann okkar því yfir fyrir
skemmstu að hann væri orðinn
hundleiður á þvarginu um það
sem hann kallar nú aðgöngu-
miða þjóðarinnar inn í 21. öld-
ina.
Samkvæmt íyrstu fregnum af
umræddum samningi hafa samn-
ingamenn íslands reynst hinar
mestu hetjur og kraftaverkamenn
og beinlínis snúið á samninga-
menn Evrópubandalagsins. Um
það hefur verið leiddur til vitnis
hundfúll en háttsettur kontóristi í
Brussel sem segir að okkar menn
hafi á ruddafenginn hátt fengið allt
íýrir ekkert. Sé þetta rétt á maður-
inn alla samúð Þrándar, því ekkert
er eins ergilegt og að gera vond
kaup og geta engum um kennt
nema sjálfum sér. Getur væntan-
lega hver séð sjálfan sig í því að
láta eitthvað af hendi og fá ekki
nokkum skapaðan hlut í staðinn.
Svoleiðis gerir fólk ekki nema við
ástvini sína eða af hugsjónaástæð-
um og þykir engum mikið. Okkar
menn hafa verið i hlutverki þjófs-
ins, að mati kontóristans, misnotað
sér aðstöðuna til að hafa sitt fram
með þröng. Boðberar hinna góðu
tíðinda eru engir aðrir en þeir sem
verið hafa á vettvangi með utanrík-
isráðherrann okkar fremstan í
flokki. Hann hefur reynst svo
ósvífinn i gleði sinni yfir því að
hafa haft viðsemjendur sína að
háði og spotti, að hann segir opin-
berlega að geðsveiflur kontóristans
hljómi sem tónlist í eyrum sér.
Þegar Þrándur sá þetta og heyrði í
sjónvarpi hugsaði hann með sér:
Það er nú meira lánið að sá fúli
skilur ekki orð í ástkæra ylhýra
málinu.
Þrándur er ekki alveg viss um
hvemig á að taka lofgjörðum hátt-
settra manna um eigin verk. Ein-
hversstaðar í hugskoti þjóðarinnar
liggur efinn um réttmæti þess að
menn hrósi sjálfum sér. Ekki svo
að skilja að þjóðin hafi ekki af
nógu að taka, enda mestan part
samsett úr konungbomum snilling-
um, stórættuðum konum, víkingum
og þrælum. Samt er það nú svo að
hún spymir gjaman við fótum, eða
leggur kollhúfur og leiðir talið að
öðru, þegar menn taka að segja af-
rekssögur af sjálfum sér: „Sáuð þið
hvemig ég tók hann,“ er einhvers-
staðar í skáldverki haft eftir raup-
sömum vinnumanni, þegar hann
hafði orðið undir í áflogum út af
engu.
Þrándur getur auðvitað ekkert
um það sagt hvort okkar menn
hafa staðið sig eins og af er látið,
þar sem enginn hefur enn fengið
að sjá stafkrók um hin meintu af-
reksverk. Forsætisráðherrann sagði
að vísu í sjónvarpi i fyrrakvöld að
hagsmunaaðilar hefðu: „kynnt sér
samningana, þeir þekkja eðli þeirra
og þeir fagna þeim. Það fagna
þessum samingum allir þeir sem í
rauninni líta á þá hlutlausum aug-
um.“ Eftir þessu að dæma telur
ráðherrann hagsmunaaðilana hlut-
lausa og fognuð þeirra því meira
virði en hinna sem engra hags-
muna hafa að gæta og hljóta sam-
kvæmt því að vera hlutdrægir.
Út af þessu öllu ætlar Þrándur
að bíða og sjá hvað setur, ekkert
liggur á. Þegar sigurgleðin og hinn
hlutlausi fögnuður er mnninn af
mönnum kemur líklega í ljós að
samningur þessi er ekki jafn góður
og af er látið. Um stundarsakir er
líklega rétt að bregða sér í gervi
framsóknarmanns og benda á að
samningurinn geti haft einhveija
kosti í för með sér. í þeim dúr má
svo halda áfram útreikningum og
spyrja hvort kostir og gallar vegist
ekíci einfaldiega á og útkoman
verði eitt mildilegt núll. Hér er rétt
að setja amen eftir efninu, því með
sama áframhaldi tekst Þrándi að
færa haldbær rök að því, að allt
hafi þetta mál verið óþarfi og
kannski bara tóm della frá upphafi
til enda. En meðal annarra orða:
Getur það verið?
- Þrándur.
Síða 3
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. október 1991