Þjóðviljinn - 24.10.1991, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.10.1991, Blaðsíða 12
Fj árlagafrumvarpið boðar velfero fyrir suma, ekki alla Einu sinni var hlegið um alian Skagafjörð að karli sem tjáð var að kona hans þyrfti að gangast undir aðgerð. Tekur því? spurði kari og tók um budduna. Þetta er nú gömul mann- eskja." Þessa dæmisögu sagði Guðrún Helgadóttir, Abl., við fyrstu umræðu um frumvarp til fjáriaga á Alþingi á þriðjudag og sagði söguna lýsa í hnotskurn heilbrigðismálastefnu stjórnarinnar sem boðaði þjónustu fyrir suma en ekki alla. Hún, líkt og Guðmundur Kristjánsdóttir, Kvl., gagnrýndi rik- Bjamason, Frfl., og Jóna Valgerður isstjómina fyrir að leggja íram Tekur því ekki að innheimta krónu í leigu óraunsætt frumvarp. Hún gagnrýndi fyrirhugaðar breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna, niðurskurð í velferðarkerfinu og tilskipunarað- ferðir rikisstjómarinnar í skóla- og menntamálum. „En þannig virðist þessi gæfúlausa ríkisstjóm ætla að vaða yfir allt og alla án þess að þurrka af sér áður en inn er gengið,“ sagði Guðrún. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði frumvarpið tilraun til þess að innleiða nýja efnahags- stefnu rikisstjómarinnar. Stefnan væri að draga úr ríkisútgjöldum, stöðva hallarekstur, hemja erlenda skuldasöfnun, lækka vexti og skatta. Hann sagði að með frumvarpinu væri lagður grunnur að stöðugleika og bættum rekstrarskilyrðum at- vinnulífs og þar með heimila. Hann sagði um þjónustugjöldin að ekki hefði verið hægt að fara aðrar leiðir en að hækka skatta, minnka þjón- ustu eða auka kostnaðarþátttöku al- mennings. Hann minntist ekki á há- tekjuskatt og nefhdi fjármagnsskatt einungis í sambandi við breytingu á eignaskatti. Fjármagnsskattur er eklci boðaður í þessu frumvarpi. Stefna stjómarinnar er að hækka ekki skatta. Guðmundur Bjamason benti hinsvegar á að skattar lækkuðu ekki þar eð um væri að ræða auknar álögur upp á fimm miljarða króna í formi þjónustugjalda og annars. Jóna Valgerður taldi frumvarpið óraunsætt og setti spumingarmerki við það að tölur þess stæðust. Guð- rún taldi einnig líklegt að útgjöld myndu hækka í meðföram þings enda ljóst að þingmeirihluti væri ekki fyrir öllu framvarpinu - þar eð flokksstjóm Alþýðuflokksins hefði ekki einu sinni lagt blessun sína yfir hvítbókina. -gpm Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra sagði í gær að það tæki því varla að innheimta krónu í leigu, enda væri það ekki frímerkisins virði. Kristinn H. Gunnarsson, Abl., gerði það að umtalsefni i umræðu um fjár- lagafrumvarpið í fyrrinótt að til væri sértekjuleið sem ríkisstjórn- in nýtti sér ekki. Hann benti á að sýslumenn og prestar greiða rík- inu mjög lága leigu fyrir húsnæði sem þeir búa í og að þar mætti auka tekjur ríkissjóðs. Þannig greiða sýslumenn allt ffá 11 krónum í leigu á mánuði uppí tæplega 20.000 krónur. Sýslu- maðurinn á Blönduósi er áberandi lægstur með sínar 132 krónur á ári. Kristinn sagðist gera sér fúlla grein fyrir því að prestar byggju við lök kjör, en þeir borga í leigu frá einni krónu og upp í tæplega 10 þúsund krónur á mánuði. Kristinn gagn- rýndi sýslumennina harðar fyrir þeirra lágu leigu, enda eru þeir tekjuhærri en kirkjunnar menn. Séra Hjálmar Jónsson, Sjfl., sem nú situr á þingi borgar mesta leigu af prestum landsins. Hann sagðist greiða leigu samkvæmt út- reikningi frá fjármálaráðuneytinu og benti á að heimili presta væru einnig vinnustaðir þeirra og að rekstrarkostnaður sem prestar bera sjálfir kæmi á móti lágri leigu. Hann sagði að ef ríkið þyrfti að starfrækja sérstakar skrifstofúr fyrir presta yrði kostnaðurinn mun meiri. “Prestar eiga að þiggja laun fyrir vinnu sína eins og aðrir. Þá er ég líka viss um að þeim yrði kleift að eignast eigið húsnæði og þyrftu ekki að vera upp á það komnir að búa í ódýrum og oft óhentugum húsum þó ekki sé um það að ræða í mínu tilfelli. Prestar vinna mikla yfirvinnu og era oft kallaðir út utan heföbundins vinnutíma og er þá ekki um sérstakar greiðslur fyrir það að ræða” sagði séra Hjálmar Jónsson. Friðrik Sophusson sagði að ráðuneyti hans ætlaði að kalla eftir upplýsingum um tekjur af þessari leigu þannig að til yrði grannur til að byggja á ef menn vildu gera breytingar á fyrirkomulaginu. „En svo virðist sem aukinn vilji sé til þess,“ sagði Friðrik. Þorsteinn Pálsson dóms- og kirkjumálaráðherra sagðist ekki hafa kynnt sér þetta mál ennþá og heföi fyrst heyrt af þessu þegar Kristinn nefndi þetta í umræðunni um fjárlögin. -gpm Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga Mengun frá herstöðvum er meðal þess sem rætt verð- ur á landsráðstefnu Sam- taka herstöðvaandstæðinga næst- komandi laugardag. Einar Valur Ingimundarson umhverfisvcrk- fræðingur og Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður flytja fram- sögur og svara fyrirspurnum. „Undanfarin ár hefur afvopnun- arkapphlaupinu verið snúið við og verið er að fjarlægja kjamorkuvopn og leggja niður herstöðvar víða um heim. Enn sjást þó engin merki slíkrar þróunar hér á landi,“ segir í tilkynningu frá SHA. Samtökin benda á að stjómvöld virðist telja herinn nauðsynlegan þátt í þjóðlíf- inu og nefna sem dæmi þær hug- myndir nefndar um þyrlukaup að í stað þess að kaupa björgunarþyrlur skuli reynt að fá þær frá hemum. „A sama tíma era að koma í Ijós æ fleiri merki um þá mengun jarð- vegs og grunnvatns sem fylgt hefur hálfrar aldar hersetu. Kröfur her- stöðvaandstæðinga um herlaust hlutlaust land hafa því e.t.v. aldrei verið brýnni en einmitt nú,“ segir í tilkynningunni. Landsráðstefna SHA verður haldin í Gerðube'rgi og hefst kl. 10 um morguninn. Fyrirlestrar Einars Vals og Jón Oddssonar hefjast kl. 13:30 og gert er ráð fyrir að ráð- stefnunni ljúki um kl. 18. -ag -v'-'íSbíS Rúnar Loftsson, sem ekur á milli Skagastrandar og Reykjavlkur, og Björn Svavarsson, bifreiðarstjóri hjá Kaupfélagi Skagfiröinga, voru ekki ( vafa um álit sitt á hækkun þungaskattsins: „Þetta er út ( hött og hlýtur að valda hækkun vöru- verðs því hækkunin getur ekki bara bitnað á útgeröaraðilum bílanna." - Mynd: Kristinn. Þungaskattur hækkar vöruverð Sú hækkun þungaskatts, sem boðuð er í fjárlagafrum- varpi ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar, verður að stórum hluta greidd af neytendum á landsbyggðinni í formi hærra vöruverðs. Þetta kemur fram í fréttabréfi Landvara, landsfélags vörubif; reiðaeigenda á flutningaleiðum. I fréttabréfmu er bent á að hækkunin er langt umfram verðlagsforsendur eða 22,6%. Slík hækkun þunga- skatts hefur bein áhrif á rekstrar- skilyrði og samkeppnisstöðu fyrir- tækja á landsbyggðinni þar sem hún hefur í för með sér hærri flutn- ingskostnað. Fyrirtæki á lands- byggðinni verða að flytja sínar vörar að miklu leyti frá Reykjavík, sem er stærsta innflutningshöfn landsins, auk þess sem höfuðborg- arsvæðið er stærsta markaðssvæðið fyrir framleiðsluvörur af lands- byggðinni. Orðrétt segir í frétta- bréfi Landvara: „Fyrirtækjum og heimilum á landsbyggðinni er Iífs- nauðsyn að flutningskostnaður með bifreiðum, sem flytja daglega vörur til og frá byggðakjömum vítt og breitt um landið, sé í algera lág- 2000 marki“. Með btíri vegum og auk- inni hagræðingu hjá flutningafyrir- tækjunum hefur flutningskostnaður með bifreiðum farið lækkandi að sögn Landvara. Slík þróun flutn- inga er í samræmi við það sem átt hefur sér stað erlendis. Hækkun þungaskattsins setur veralegt strik í reikninginn og gerir afkomu vöraflutninga á landi ótrygga með tilheyrandi afleiðingum fyrir neyt- endur og fyrirtæki á landsbyggð- inni. -ag — í 1 ff.fl Nýir áskrifendur Nýir áskrifendur Þjóöviljans eru nú komnir á 15. hundrað. Tökum öll á og tryggjum trausta stööu Ijans

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.