Þjóðviljinn - 22.11.1991, Side 4

Þjóðviljinn - 22.11.1991, Side 4
Landsfundur Alþýðubandalagsins Tíundi landsfundur Alþýðubandalagsins var settur í gær. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður flokksins, setti fundinn og drap á flest meginatriði þjóðmálaumræðunn- ar um þessar mundir. Staða Alþýðubandalagsins við upphaf tíunda lands- fundarins er sterk. Fylgi flokksins mælist um 20% í skoðanakönnunum, síöast í könnun SKÁÍS sem birtist í þessari viku. Flokkurinn hefur frá því í sumar hlotið stuðning um fimmtungs kjósenda í skoðanakönnunum, en það er ekki ósvipað, og jafnvel ívið meira fylgi en flokkurinn hafði á sjöunda og áttunda áratugnum. Þegar haft er í huga að Kvennalistinn hefur síðan komið til sögunnar og tekið eitthvert fylgi frá Alþýðubandalaginu, má segja að þessi árangur flokksins í skoðanakönnun- um sé jafnvel enn meiri en tölurnar sýna. Málefnalega stendur flokkurinn tvímælalaust vel. Þingmenn flokksins hafa í sumar farið vítt og breitt um landið, fundað með launafólki og forráðamönnum fyrirtækja og sveitarfé- laga. ( þeirri yfirreið kom glöggt í Ijós ótti fólks við at- vinnustefnu núverandi ríkisstjórnar, og málflutningur Al- þýðubandalagsins átti augljóslega hljómgrunn hjá landsmönnum. Það kemur æ betur að í Ijós hversu miklum árangri fyrrverandi ríkisstjórn náði í efnahags- og atvinnumálum. Nú er verið, undir stjórn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks, að rífa niður þann árangur í óþökk landsmanna. Meirihluti þjóðarinnar treystir heldur ekki núverandi stjórn, ef marka má skoðanakannanir. Af þessum sökum er brýnt að landsfundurinn styrki flokkinn enn frekar. Það gerist ef tekið verður á mikil- vægustu málum fundarins af sannfæringu og trúverð- ugleika og ef það verður samhentur flokkur sem lýkur landsfundarstörfum á sunnudaginn. Áfundinum verða lögð fram drög að nýrri stefnuskrá. Nýja stefnuskráin er, ef samþykkt verður, mun styttri en núverandi stefnuskrá frá 1974, og að sama skapi hnit- miðaðri. Margt hefur breyst frá því gildandi stefnuskrá var samþykkt. Ekki síst á það við um breytingar í al- þjóðamálum, en sömuleiðis hafa komið til nýjar áhersl- ur. Umhverfismálin fá t.d. mun veglegri sess í stefnu- skrárdrögunum en áður í samræmi við aukið vægi þeirra mála í samfélaginu. Ennfremur er í stefnuskrár- drögunum lögð áhersla á að í samstarfi íslands við aðr- ar þjóðir beri að tryggja full yfirráð yfir sameiginlegum auðlindum. Evrópumálin hljóta tvímælalaust að koma til ítarlegr- ar umfjöllunar á landsfundinum. Alþýðubandalagið átti þátt í að ákveðið var að fara í viðræður ásamt hinum EFTA- ríkjunum um evrópskt efnahagssvæði. Þá voru settir margs konar fyrirvarar sem í tíð núverandi ríkis- stjórnar hafa flestir fokið fyrir lítið. Alþýðubandalagið er því óbundið af þætti fyrrverandi ríkisstjórnar í Evrópu- málinu nú þegar heildarsamningur hefur verið gerður og taka þarf afstöðu til hans. í fyrsta lagi hlýtur landsfundur Alþýðubandalagsins að ítreka kröfu forystumanna flokksins, ASÍ, BSRB o.fl. um þjóðaratkvæðagreiðslu. í öðru lagi hlýtur landsfundurinn að hafna aðild að Evr- ópubandalaginu og taka þá afstöðu til samningsins um EES sem tryggir að ekki komi til aðildar að EB um miðj- an þennan áratug, þegar flest hinna EFTA- ríkjanna verða gengin EB á hönd. Og í þriðja lagi hlýtur flokkur- inn ennfremur, í samræmi við drögin að nýrri stefnu- skrá, að hafna hvers konar afsali valds til yfirþjóðlegra stofnana eða þjóðríkja. Atvinnumálin munu setja svip sinn á landsfund Al- þýðubandalagsins. Þar er þörf heildstæðrar og upp- byggilegrar atvinnustefnu í stað „kemur-mér-ekki-við“ stefnu ríkisstjómarinnar. Á þessu sviði á Alþýðubanda- lagið góð sóknarfæri, enda var það ekki sist atvinnu- stefna flokksins sem kom atvinnulífinu á réttan kjöl haustið og veturinn 1988-1989, eftir kafsiglingu ríkis- stjórnar Sjálfstæðis-, Framsóknar- og Alþýðuflokks. Alþýðubandalagið á því tvímælalaust góða mögu- leika um þessar mundir að styrkja mjög stöðu sína ef rétt er á málum haldið. ÁÞS Helgarblaö Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson. Ritstjórnarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Sigurður Á.Friðþjófsson Umsjónarmaður Helgarblaðs: Bergdis Ellertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson Afgreiðsla: » 68 13 33 Auglýsíngadeild: «68 13 10-68 13 31 Símfax: 68 19 35 Verð: 170 kr. í lausasölu Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Aðsetur: Síðumúla 37, 108 Reykjavík B æ k u r Slitnar þráðurinn? Stefán Jón Hafstein Guðirnir eru geggjaðir Ferðasaga frá Afríku Mál og menning 1991 Stefán Jón Hafstein starfaði nokkrum sinnum tímabundið á veg- um Rauða krossins í Afriku á árun- um 1985-1988. Mest í Eþíópíu en einnig í Súdan að því er þessi bók hermir. Sem kemur við í gamalli og nýrri sögu, þjóðháttum, annarlegum siðum og mörgu öðru, en snýst þó mest um mannfellinn mikla í þessum löndum, hungursneyð, sem og um neyðarhjálp og aðstoð til sjálfsbjarg- ar og annað sem mikið hefur verið á dagskrá á Vesturlöndum á seinni ár- um. Hefur margur skrifað um það sem smærra var. Bókin göfgar fjölmiðlarann Nú er kannski fyrst að spyrja: hvenig reiðir útvarpsmanni, fjöl- miðlahauki svonefndum, af sem rit- höfundi? Stefán Jón er reyndar ekk- ert yfir sig hrifinn af frammistöðu kollega sinna í hungurlöndum. Við getum til dæmis vísað í grimma lýs- ingu á belgísku sjónvarpsliði sem kemst ekki leiðar sinnar til að mynda neyðina og tekur mikið út yfir því óréttlæti heimsins: „Hvergi er neyðin stærri en hjá myndaiausum sjón- varpsfréttahauki. Hvemig er ástandið upp við iandamæri Eþíópíu? Ég staðfesti orðróm um vaxandi straum (flóttamanna) frá Eritreu og Tígrei. Þá glaðnar yfir þeim og þeir eygja von um að ferðinni sé bjargað". Þeir eygja von - þetta er stutt og laggott og segir margt um fréttabras- kið með neyð miljóna manna, sem stundum fyllir sjónvarpsskjái vikum saman og dettur síðan út aftur eins og hendi væri veifað. Ekki vegna þess að neyðin sé liðin hjá - heldur vegna þess að sjónvarpið er svo aumur miðill að geta ekki verið nema á einum eða tveim stöðum í einum með allar sínar græjur: því meira af sjónvarpi, þeim mun meira af því sama. Nema hvað: við skulum slá því föstu að höfúndurinn geri sitt til að færa sönnur á að ferðabókin þurfi ekki að liða undir lok, hvað sem ljóðsvakamiðlar andskotast í sinni sí- bylju. Við getum líka sagt: bókin (með sinni sérkennilegu eilífð) göfg- ar dagskrárgerðarmanninn. Hann á sér dágóða lýríska spretti um marga hluti, til að mynda yfirþyrmandi flugnasæg Afríku. Hann hefúr gott auga fyrir hinu sérstæða þar sem hann eigrar sem svo margir aðrir Afríkufarar á milli þess að vita af sér meðal gamalla „sammannlegra" kunningja (ég kannast við þessa stráka sem sparka bolta, við þessar konur sem eru sífellt að reyna að ná endum saman) - og þess að vita af sér í öðruvísi heimi. Eins og sjá má í kafla af lygilegu brúðkaupi mitt í hörmungunum. Þama er líka mjög skemmtileg saga af langt aðkomnum gesti sem verður var við vaxandi kurr meðal heimamanna vegna þess að svo virðist sem hann fyrirlíti þann unað sem hafa má af eþíópskum konum: gott ef hann er ekki orðinn sönn óheillakráka í héraðinu. Svo mikið er víst að ekki kemur dropi úr lofti og er þó löngu tími til kominn. Og svo þegar hann loksins sýnir nokkum lit í þessu máli, þá er eins og við manninn mælt: regnið lang- þráða steypist yfir bæinn! Og um stund finnst lesandanum að hann sé kominn aftur í einhveija af þessum notalega hlálegu sögum sem Somer- set Maugham og hans nótar settu saman um uppákomur nýlendutím- ans: tja hvað breytist i heiminum og hvað breytist ekki? Er hægt að hjálpa? En það er hungrið og hjálpar- starfið sem mestu skiptir, eins og fýrr segir. Vel mæhi segja að bókin væri skrifúð í þversögninni miðri. Höf- undur er ekki einn þeirra sem hafa allt á homum sér, tína saman allt það sem er að hjálparstarfí fulltrúa hins velmegandi minnihluta heimsbúa á neyðarsvæðum - til þess að sveia svo öllu saman. Hann veit hinsvegar vel af því öllu: bmðli í hjálparstofn- unum, okri á flutningum, spillingu valdhafa og embættismanna á hung- ursvæðunum. Hann gerir líka grein fýrir þverstæðum í því starfi sem einna skynsamlegast virðist: að styðja fólic til sjálfsbjargar. Einnig það getur snúist í andstæðu sína: fólk verður háð áffamhaldandi aðstoð. Með öðmm orðum: Stefán Jón gefúr sér ekki neina þægilega bjartsýni, öðm nær. En hann vill heldur ekki nota vandamálasúpuna til að sturta henni yfir hjálpameistann og slökkva hann. Bæði vegna þess að slíkar hundakúnstir em siðlausar og svo vegna þess að hér og þar er eitthvað sem gerir gagn. Eða svo sýnist að minnsta kosti enn snemma í bókinni þar sem segir frá áætlun um að lyfta búskap öllum í litlu héraði: „Kannski klúðrast þetta allt - eða sumt. Ef sæmilega gengur munu 250.000 manns njóta þess á einhvem hátt. Þetta er íbúafjöldi lítillar eyju norður við ysta haf. Kostnaður er rúmlega 3000 krónur á mann. Fram- tíð gerist varla ódýrari nú á dögum“. Þar með er að vísu ekki öll saga sögð. Höfúndur á eftir að fara til Súdan og svífa í þyrlu milli hungur- plássa vestast í landinu þar sem eyði- mörkin skríður fram jafnt og þétt, þar sem eymdin er stærri en orð lýsa. Og það er þá sem honum finnst að „guðimir séu geggjaðir": guðimir eru hann sjálfur og aðrir þeir sem fljúga á milli örvæntingarplássa að skrásetja hungurstig og dauðalíkur bama (svo talað sé skriffinnskumál- ið) og reikna út þörf fýrir neyðar- hjálp sem mun sannarlega berast of seint. Þá er svo komið að „sammann- legi þráðurinn" sem tengir höfúndinn og hans líka við heim neyðarinnar, hann er blátt áfram slitinn. Það virð- ist engin brú til að ganga eftir: „Milli guðsins sem kom af himnum og mannanna á jörðunni var ekkert". Dapurleg niðurstaða vitaskuld, en skiljanleg - og kannski tengd sjálf- svamarþörf gestsins: ég get þetta ekki lengur, ég verð að klippa á þennan þráð. Hver veit - nema ef að endanlega væri á „bláþráðinn“ klippt, þá yrði bókin varia til. Hjálparfólk, pólitík Ótal spumingar em á kreiki yfir slíkri bók og fleiri en svarað verði. Til dæmis vegna þess að dvöl höf- undar er of stutt til að hann kynnist einstaklingum sem skyldi. Væri þó meir en forvitnilegt að kynnast nánar til dæmis þeim „málaliðum mannúð- arinnar", hjálparstarfsliðsmönnum, sem hann rekst á hér og þar og gefúr nokkuð svo kaldranalega mynd af. Þegar skýrt er frá ástæðum hugnurs- neyðar kemur skýrast fram sá þáttur sem tengist vítahringnum: fátækt, rangir búskaparhættir, hnignun landsins, þurrkar sem drepa mann- fólkið, ofsaregn sem skolar burt landinu. Stjómmálaþátturinn er ra- kinn að nokkru en mörgum spum- ingum þar ósvarað eins og vænta mátti. Lesandinn getur til dæmis átt- að sig á því að „marxisminn" hjá herforingjunum í Addis Ababa á þessum tíma risti ekki sérlega djúpt og lítur einatt út eins og hláleg skop- stæling á allt öðmm samfélögum. En að öðru leyti er allt sem heitir pólit- ískir valkostir í Austur-Afríku eins og utan dagskrár. Aftur á móti er því einkar vel lýst hve fáránlegar afleið- ingar á þessum slóðum hefúr hin gamla og einfalda arabíska formúla: Övinur míns óvinar er minn vinur. Hér er ekki síst átt við það hvemig stjómir Sómalíu og Eþíópíu hölluðu sér á víxl að Sovétríkjunum og Bandarikjunum - án þess að það skipti í rauninni nokkru máli fyrir ástandið innanlands hver studdi hvem. Ekki má gleyma því að mynda- kostur mikill er í bókinni eftir höf- undinn. Ágætar myndir margar hveijar en einhverra hluta vegna finnst manni að þær hefðu allar átt að vera svarthvítar, það hefði hæft efhinu betur. Litmyndir hafa þá nátt- úm að vera ískyggilega flottar. NÝTT HELGARBLAÐ 4 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.