Þjóðviljinn - 10.01.1992, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 10.01.1992, Blaðsíða 11
F r é t t i r Ofbeldi á heimilum aldrei verib grófara Morðhótanir, grófara ofbeldi og alvarlegri líkamsáverkar sem skjólstæðingar Kvennaathvarfs- ins hafa orðið fyrir, einkennir árið 1991. Á síðasta ári leituðu einnig fleiri konur til athvarfsins en nokkru sinni fyrr. Þrátt fyrir umræðuna um heim- ilisofbeldi virðist því miður enn til sá hugsunarháttur að ofbeldi inni á heimilum sé réttlætanlegra en ann- að ofbeldi og þolandinn er gerður ábyrgur. Heimilisofbeldi afmarkast hvorki við stétt né hóp í þjóðfélag- inu, og allar konur geta orðið fyrir því. Til að auðvelda konum að hafa samband við neyðar- og ráð- gjafarsima Kvennaathvarfsins hef- ur verið tekið upp nýtt „grænt númer“, 99- 6205, en það hefúr þann kost að símtöl þangað koma ekki fram á sundurliðuðum síma- reikningum. Þegar þær Jenný Baldursdóttir og Guðrún Ágústsdóttir hjá Sam- tökum um kvennaathvarf litu yfir nýliðið ár sögðu þær að þvi miður hafi það skorið sig úr að þvi leyti að alvarlegir áverkar eru miklu tíð- ari en áður. „Konur koma til okkar af Slysadeildinni mjög illa farnar," sagði Jenný. Beinbrot í andliti og á útlimum, djúpir skurðir eftir hníf- stungur eða spörk, brunasár, mar um allan líkamartn, tognun á hálsi og heilahristingur eru meðal áverka sem konum hafa verið veittir. Einnig voru dæmi um að konum hafi verið hent niður stiga, kyrkingartilraunir og ógnanir með hnífum eða skotvopnum. „Þetta eru mjög alvarlegir ofbeldisglæp- ir,“ sagði Jenný og lagði áherslu á að heimilisofbeldi sé ekkert einka- mál eða réttlætanlegra en annað of- beldi. Alls leituðu 217 konur til at- hvarfsins á síðasta ári, en mesta aðsókn þar á undan var árið 1990, en þá komu 179 konur. Aðsókn hefúr aldrei verið meiri. 116 böm dvöldu í athvarfinu á síðasta ári. Líkamlegt og andlegt ofbeldi, bæði gagnvart konunum og bömunum, nauðganir og morðhótanir em meðal ástæðna fyrir því að konur leita til athvarfsins. Þær Jenný og Guðrún sögðu að alvarlegar morð- hótanir væm greinilega að færast í vöxt. En þær sögðu jákvætt að fleiri konur en áður þora að segja frá siíjaspellum og ofbeldi gegn bömum. Slíkt auðveldar alla að- stoð. Stór hluti aðstoðarinnar sem Kvennaathvarfið veitir er með við- Engum er visað frá Kvennaathvarfinu, ef allt er fullt er bara bœtt við dýnum i stofuna og oft er þröng á þingi. Hér eru fjórar af starfskonum Samtaka um Kvennaathvarf þær Guðbjörg Jónsdóttir, Þorbjörg Valdimarsdóttir, Jenný Bald- ursdóttir ög Guðrún Ágústsdóttir. Mynd: Jim Smart. tölum, bæði við þá sem leita til at- hvarfsins og eins í gegnum síma. Þar sem konur í ofbeldissambúð búa oft við eftirlit og grunsemdir makans hefur Kvennaathvarfíð opnað græna línu, síma 99-6205. Nú er hægt að hringja í neyðar- og ráðgjafarsímann án þess að símtal- ið verði rakið eða komi ffam á sundurliðuðum simareikningi. Einnig sitja konur hvar sem er á landinu við sama borð hvað kostn- að varðar. Jenný sagði að svo virtist sem of fáar konur leiti sér hjálpar áður en til líkamlegs ofbeldis kemur og Farþegar í vanda Farþegar Feröamiðstöðvarinnar Veraldar á Kanaríeyjum lentu í vandræðum með hótelgistingu sína í gær. Hótelhaldarar á eyj- unni kröfðust þess að farþegarn- ir skrifuðu undir skuldabréf fyr- ir gistingunni á þeirri forsendu að Veröld væri gjaldþrota. Far- þegarnir höfðu allir greitt Ver- völd fyrir gistinguna og fengið inni á hótelunum með framvísun bókunarseðla (voucher). Nú vilja hótelin ekki viður- kemia þessa seðla og hafa farar- stjórar Veraldar hótað farþegunum skuldafangelsi, að sögn Jóhannesar Gunnarssonar, formanns Neyt- endasamtakanna, á Rás 2 í gær. Farþegamir höfðu samband við Neytendasamtökin hér heima og ráðlagði Jóhannes ferðamönnunum að skrifa ekki undir. Ferðaskrifstofur þurfa að greiða sex miljóna króna trygg- ingu, sem samgönguráðuneytið geymir. Peningana á að nota til að hjálpa fólki að komast heim við aðstæður sem þessar, sem og að greiða hótelkostnað. Auk þess þarf að greiða tryggingu vegna far- seðlaútgáfu. Sólrún Halldórsdóttir hjá Neytendasamtökunum sagði að svo virtist sem upphæðin dygði einungis til að greiða fyrir heimfor farþeganna, sem búist var við að kæmu heim í dag. Fulltrúar Flug- leiða fóru utan i gær til að sækja um 120 manns sem biðu heimfar- ar. -gpm Ferðamiðstöðin Veröld er gjald- þrota og óvissa rikir meðal jjölda farþega, heima og heiman. Mynd: Jim Smart. Jón Baldvin gagnrýndur fyrir aó sinna ekki GATT Steingrímur J. Sigfússon, fyrr- verandi landbúnaðaráðherra, gagnrýndi Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra í þingræðu í vikunni fyrir að hafa ekki sinnt GATT-viðræðunum sem skyldi. Þessu vísar Jón Bald- vin á bug. Sjálfsbjörg mót- mælir skeróingu á lífeyri öryrkja Fullur skattur er greiddur af líf- eyri öryrkja ef aðrar tekjur eru yfir skattleysismörkum. Því mótmælir Sjálfsbjörg, lands- samband fatlaðra, harðlega þeim fyrirætlunum ríkisstjórn- arinnar að skerða grunnlífeyri örorkulífeyrisþega. í ályktun frá Sjálfsbjörg er bent á að þeir sem eru meira en 75 prósent öryrkjar verði óhjákvæmi- lega fyrir töluverðum aukakostn- aði vegna fotlunar sinnar og að grunnlífeyririnn nægi ekki fyrir þeim kostnaði. Því er skorað á rík- isstjóm og Alþingi að draga þessar tillögur til baka. -ag Steingrímur sagði við Þjóðvilj- ann í gær að það hefði ekkert gerst í þessum málum hér fyrr en bændasamtökin og landbúnaðar- ráðuneytið fóru af stað á sínum tíma. Hann gagnrýndi sinnuleysi ráðherra og sagði hann sennilega engan ráðherrafund hafa setið í viðræðunum, sem hafa staðið í fimm ár og eru kenndar við Urúgvæ. Steingrímur sagðist til dæmis hafa setið fúnd í Brússel í desember 1990 sem landbúnaðar- ráðherra. Á þann fúnd hafi Jón Baldvin boðað komu sína en ekki látið sjá sig. Þetta hafi þó átt að vera lokafundur í GATT- viðræð- unum, þótt sú hafi ekki orðið raun- in. Steingrímur sagði að gagnrýni sín beindist að ráðherra og utanrík- isráðuneytinu, en ekki að sendi- nefnd Islands í Genf sem hefði haldið vel á málum. Steingrímur sagði að vissulega væri mikið að gera í ráðuneytinu, en svo virtist sem ráðherra hefði verið heldur upptekinn við önnur mál, svo sem Evrópumálin. Jón Baldvin sagði málið fyrst og ffemst hafa verið unnið af emb- ættismönnum, sem væri eðlilegt. það séu vonbrigði að ffæðsla og umræða skyldi ekki hafa skilað sér betur. Bæði Jenný og Guðrún lögðu áherslu á ábyrgðina gagnvart bömunum, þeim þolendum sem ekki geta haft áhrif á aðstæður sín- ar. Erlendar rannsóknir benda til að ekkert bam kemur alveg óskaddað úr ofbeldissambúð, sama hve for- eldranir telja sig geta leynt brest- unum. -ag Byróarnar ó breióu" öryrkjabökin // Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja mótmælir harðlega skattahækkunum og auknum álögum sem bitna harðast á sjúkiingum, barnafólki, ellilíf- eyrisþegum og öryrkjum. í fféttatilkynningu ffá BSRB segir að um leið og rætt er um að bæta kjör öryrkja eigi að gera það með því að leggja auknar byrðar á „breiðu" öiyrkjabökin, þ.e þeirra sem hafa yfir 68 þúsund króna launatekjur, í stað þess að leggja auknar byrðar á fjármagnseigendur og stóreignafólk. Skerðingin á elli- lífeyrinum lúti i grundvallaratrið- um sömu lögmálum; tekjur af eignum, íjármagnstekjur, eru und- anþegnar skerðingu en launatekjur eru skattlagðar. „Þetta er fullkomið siðleysi," segir í tilkynningunni. Lækkun skattleysismarka, auknar álögur á sjúklinga, bama- fólk, ellilífeyrisþega og öryrkja grefúr undan afkomumöguleikum almennings á sama tíma og vegið er að velferðarþjónustunni, segir í ályktun stjómar BSRB. I umfjöllun um menntamál tek- ur stjómin það fram að stórt skref yrði stigið afturábak ef áform rík- isstjómarinnar varðandi niður- skurð í þeim málaflokki yrðu að veruleika. Ef kennsluskylda minnkaði, fjölgað yrði í bekkjar- deildum, námslán skert og skóla- gjöld sett á, þýddi það að grafið yrði undan þvi þjóðfélagi sem al- menningur hefðir um áratugi verið að byggja upp á íslandi. -sþ Hann benti á að Kjartan Jóhanns- son fastafulltrúi í Genf hefði ein- beitt sér að málinu. Auk þess hafi utanríkisráðuneytið haft gott sam- ráð við fagráðuneyti og að hann hafi til dæmis samþykkt að Stein- grimur J. Sigfússon færi á fundinn i Brússel í desember 1990. „Það er undirbúningurinn hér heima sem skiptir máli, ekki fundasetur," sagði Jón Baldvin. Aðspurður um hvort ekki hefði mátt kynna málið betur hér heima og þá sérstaklega aðra þætti en þá sem snúa að landbúnaði sagði Jón Baldvin að það væri merkilegt með kynningar að gagnrýnt væri að mál væm ekki kynnt, en efTir viðamiklar kynningar, líkt og með samninginn um evrópskt efnahags- svæði, kæmi eftir á gagnrýni á kynninguna. Oft væm svo málin jafn illa kynnt eflir sem áður. Þá benti utanríkisráðherrann á að GATT- viðræðumar hefðu verið kynntar rækilega í skýrslu sem var lögð fram fyrir jól, en að þá skýrslu hafi ekki borið hátt í um- ræðunni. Hann viðurkenndi þó að þrátt fyrir þessa annmarka yrðu ráðamenn að gera sitt besta. -gpm Greiöslur fyrir læknisþjónustu og heilsugæslu breytast 15. janúar. Sjá nánar í nýjum upplýsingabæklingi. TRYGGINGASTOFNUN ^RÍKISINS NÝTT HELGARBLAÐ 1 1 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.