Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1995, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 9 dv Stuttar fréttir Áfram refsiadgeröir Christopher, utanríMsráöherra Bandarílganna, viU aö refsiaö- gerðum gegn írak verði haldið tii streitu. FjaHiöþagriar Ruapehu eldöalhð á Nýja-Sjá- landi þagnaði í morgun eftir hálfs mánaðar umbrot. Bráðnauðsynlegt Bill Clinton Bandarikjafor- seti undirbýr nú framboð sitt á næsta ári af fullu kappi og segir enn nauð- synlegra að hann nái kjöri þá en árið 1992 þarsem andstæð- ingar hans séu niöurrifsmenn. EkkertframsaS Líbýumenn segjast ekM ætla að framselja mennina sem grunaðir eru um aö sprengja flugvél Pan Am yfir Lockerbie í Skotlandi. MannfelliráspítaSa Tæplega níutíu manns hafa lát- ist af völdum vanhirðu á sjúkra- húsum í Úganda frá því læknar og hiúkrunarkonur fóru í verk- fall. Vonin dvinar Herstjórínn í Nígeríu hefur dregið úr vonum manna um að hann láti kunna fanga lausa þeg- ar hann flytur ræðu á sjálfstæðis- degi landsins. Mandelaharmar Nelson Mand- ela, forseti Suö- ur-Aíríku, segir í viðtall aö hann þurfi að berjast fyrir ör- htlu næði meö kjafti og klóm og hann segist harma áhrifin sem starf hans hefur á fjölskylduna en hann sé þó i grundvallaratriðum ham- ingjusamur maöur. Arafat leitar samþy kkis Yasser Arafat, leiðtogi PLO, er farinn til Túnis að leita samþykk- is framkvæmdastjórnar PLO fyr- ir samningi um aukna sjálfstjórn Palestínumanna. EnnámótiESB Margareta Winberg, landbún- aðarráðherra Svíþjóðar og hugs- anlegur frambjóðandi um leið- togasæti krata, sagðist enn mundu greiöa atkvæöi gegn aöíld að ESB. Ciiler bidlar Tansu Ciller, staríándi forsæt- isráðherra Tyrklands, hefur biöl- að til stærsta stjómarandstöðu- flokksins og vill samstarf. SoUíúrsjónvarpi Rússneska ríMssjónvarpið hefur teMð reglulega þætti rithöfundarins Alexanders Solzhenítsyns af dagskrá þar sera hann mæti ekM lengur þörfum áhorfenda, eins og það var orðaö. loksvann Anand Indverski skákmaðurinn An- and rauf kyrrstöðuna í einvíginu við Kasparov og sigraði hann í níundu skákinní en til þessa höfðu þeir gert átta jafntefli. KötturinntaUnnaf Nú ríkir sorg í Downingstræti 10, bÚ8tað forsætisráðherra Bret- lands, þar sem heimiliskötturinn Humphrey er týndur og talinn af. Reuter Utlönd Tilgátur um ástæður fjöldamorðanna 1 Frakklandi: Geðtruf laður ný- nasisti í ástarsorg Ástarsorg og geðkloíl á alvarlegu stigi kunna aö hafa verið meginá- stæöur þess að 16 ára unglingspiltur, Eric Borel, myrti þrettán manns í Suður-Frakklandi um helgina. Skólasystir Borels sagði í viðtali við franska sjónvarpsstöð að Eric hefði verið ástfanginn af hálfsystur sinni. Hún hafi hins vegar farið að heiman og oröið ófrísk. Sá fyrsti sem Borel myrti, eftir aö hafa myrt móður sína, stjúpföður og ellefu ára hálfbróður með hamri og hafnarboltakylfu, var skólabróöir hans sem átt hafði í ást- arsambandi við hálfsysturina. Eftir verknaðinn á heimih sínu í þorpinu Solhes-Pont hélt Borel til nálægs þorps þar sem hann skaut skólabróður sinn og síðan tilviljana- kennt á vegfarendur með riflli. Átta manns létust strax en tveir á sjúkra- húsi. Vitni segja Borel hafa verið sallarólegan meðan hann hlóð riffil- inn milli morða. Hann virtist stað- ráðinn í að drepa. Þannig hafi hann einu sinni snúið við til að ganga frá manni sem hann hafði hæft í fótinn skömmu áður. Aö morðunum lokn- um skaut hann sjálfan sig í höfuðiö. Nágrannar lýsa Borel sem hlé- drægum ungum manni sem aldrei endurgalt kveöjur þeirra. Nágrannar fjölskyldu Borels segja hann hafa veriö á kafi í nýnasisma, haft bækur um nasisma og myndir af Hitler á herbergi sínu og hakakross á her- bergishuröinni. Skólafélagar hans og þorpsyfirvöld segja hann hafa verið mjög upptekinn af vopnum og nas- isma og að hann hafi sóst mjög eftir að komast í herinn. Hafi hann borið tómt skothylki í keðju um hálsinn. Haft er eftir skólafélaga Borels að hann hafi sagst ætla að drepa sig, hann væri hundleiður á öllu saman. Geðlæknir segir augljóst aö Borel hafi þjáðst af geðklofa á alvarlegu stigi. I blaðaviðtah sagði læknirinn að sjálfsmorðið eftir morðin undir- strikaði veiMndi hans. Rcuter VINNIN LAUGA ©( (S GSTÖLUR RDAGINN 23.9.1995 ! ) (w VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 al 5 0 4.765.175 2. piús5 w 121.310 3. 4a(5 97 8.620 4. 3af5 3.296 -590 Heildarvlnnlngsupphæð: 8.031.195 m i BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Diana prinsessa var í Paris i gær þar sem hún sótti m.a. kvöldverð til fjár- öflunar fyrir ýmsar góögerðarstofnanir. Hér sést hún ganga í salinn í Petit Palais, eða litlu höllinni, með Bernadette Chirac, forsetafrú Frakklands. Diana var einnig viðstödd opnun sýningar á verkum málarans Cézannes. Símamynd Reuter Andreotti segir guði vera kunnugt um sakleysi sitt Réttarhöld aldarinnar á Ítalíu hóf- ust í rammgerðu fangelsi í Palermo á Sikiley í morgun þegar Giulio Andreotti, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, kom fyrir dómara, ákærður fyrir samstarf viö mafiuna. Gengiö var frá ýmsum formsatrið- um í morgun en síðan var reiknað með að réttarhaldinu yrði frestað þar til í október. Gert er ráð fyrir að rétt- arhöldin taM rúm tvö ár og á Andre- otti yfir höfði sér tuttugu ára fang- elsi, verði hann funduinn sekur. Andreotti hefur neitað öllum sak- argiftum og segir ásakanirnar vera samsæri mafíunnar gegn sér vegna aðgerða sinna gegn sMpulögðum glæpasamtökum. „Mennirnir eiga til að vera ill- kvittnislegir en það er guð ekki og guð veit vel að ég hef ekkert átt sam- an að sælda við mafíuna," sagði Andreotti viö ítalska ríMssjónvarpið. Reuter Nr. Leikur;__________________ Röðin 1. Degerfors - Örebro 2. Halmstad - Trelleborg 3. Malmö FF - Norrköping 4. Frölunda - Helsingbrg 5. Newcastle - Chelsea 6. Wimbledon - Leeds 7. Liverpool - Bolton 8. Sheff. Wed - Man. Utd. 9. Aston V. - Notth For. 10. Arsenal - Southamptn 11. Blackburn - Coventry 12. West Ham - Everton 13. Man. City - Middlesbro Heildarvinningsupphæð: 86 milljónir 13 réttir 1.538.860 1 - - --2 - -2 --2 1 -- - -2 1 - - -X- -X- 1 - - 1 -- 1 -- - -2 kr. 12 réttir 27.210 kr. 11 réttir| 10 réttir^ 2.460 kr. kr. Hr. Lelkur:_____________________Röðln Nr. Lelkur:_______________Röðln 1. Parma - Fiorentina 1 - - 2. Torino - Sampdoria -X - 3. Napoli-lnter__________1 - - 4. Cagliari - Juventus -X - 5. Cremonese - Roma - -2 6. Piacenza - Bari_______1 - - 7. Vicenza - Padova 1 - - 8. Milan - Atalanta 1 - - 9. Lazio - Udinese________-X - 10. Verona-Bologna -X - 11. Fid.Andria - Ancona --2 12. Cosenza - Chievo --2 13. Lucchese - Palermo -X - Heildarvinningsupphæð: 11 milljónir 13 réttir 12 réttir 11 réttir 10 réttir kr. kr. kr. kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.