Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Þjóðin ræður í raun Þjóöin hafnar ekki bara hugmynd menntaráðherra um íslenzkt þjóðvarðliö, heldur einnig því, að hún sé yf- irleitt til umræðu. Níu af hverjum tíu eru andvígir og aðeins einn fylgjandi, samkvæmt skoðanakönnun DV í gær. Svo eindreginn munur er nánast einsdæmi. Þetta er að vísu miður, því að margt er gott um þessa hugmynd. Það hefur verið rökstutt áður í þessum dálk- um og verður ekki endurtekið. Það þýðir ekki að deila við dómarann, ef það er þjóðin, sem er í sæti hans. Um- ræða um þjóðvarðlið fellur því niður. Málið er afgreitt. Skoðun þarf fylgi öflugs minnihluta til að hún sé í al- vöru til umræðu og til greina komi að vinna að auknu fylgi hennar. Fimmtungs eða Qórðungs fylgi er alls ekki slæmur grunnur til að byggja á í upphafi fremur lítt kunns máls, en tíundi hluti er of lítill grunnur. Annað mál er hins vegar örugglega til umræðu, því að meira en þriðjxmgur þjóðarinnar styður það, viðræður um aðild íslands að Evrópusambandinu. Það er minni- hlutaskoðun, en öflug minnihlutaskoðun samt; skoðun, sem hægt er afla meirihlutafylgis með tímanum. Forsætisráðherra hefur nokkrum sinnum sagt á und- anfömum misserum, að viðræður um þessa aðild séu ekki til umræðu. Það er rangt, því að það er þjóðin, sem ákveður, hvað sé til umræðu og hvað sé ekkitil um- ræðu. í lýðræðisríki getur landsstjórnin ekki ráðið slíku. Því hefur málið haldið áfram að vera til umræðu. Það verður til umræðu á minnihlutastigi, þangað til hin póli- tíska stífla brestur vegna þróunar efnahagsmála í Evr- ópu og á íslandi. Sú breyting, hæg eða hröð eftir atvik- um, verður málflutningi stuðningsmanna aðildar í vil. Oft kemur í ljós, að munur er á sjónarmiðum þjóðar og yfirstéttar stjórnmálanna. Það kom vel í ljós í skatt- svikamáli Alþingis, sem varð því til mikillar vansæmd- ar. Umræðan um það leiddi í ljós, að yfirstéttin gerði sér ekki einu sinni grein fyrir, um hvað umræðan var. Umræðan var um skattsvikaákvæði fyrir yfirstéttina, sem hún setti sér sjálf. Umræðan var ekki um niður- stöðu Kjaradóms, eins og forsætisráðherra vill halda. Og hún var ekki um mismun á kjörum íslendinga og ná- grannaþjóða, eins og yfirmenn Alþingis vilja halda. Raunar telur forseti Alþingis og tekur sérstaklega fram, að stjómendur þess hafi ekki gert nein mistök í málinu. Þeir séu bara að taka tillit til múgsefjunar til að róa landslýðinn, rétt eins og menn róa stundum börnin sín, þótt þau eigi það ekki málefnalega skilið. Annað mál er til umræðu í þjóðfélaginu og verður það áfram með vaxandi þunga, þótt atferli landsstjórnar- manna í ýmsum búvöruhöftum bendi ekki til þess, að þeir telji svo vera. Það er eindregin andstaða stjórnvalda við hagsmuni neytenda, skattgreiðenda og launafólks. Einhvem tíma segir þjóðin, að nú sé komið nóg. Ekki verði lengur þolað, að ráðamenn landsins gæli svo grimmt við hagsmuni fámennrar stéttar í bændahöllum Reykjavíkur, að þeir fórni möguleikum þjóðarinnar til að fylgja nágrönnum sínum eftir í lífskjörum. Vaxandi munur á lífskjörum og lífsgæðum íslendinga og nágranna okkar í austri og vestri mun fyrr en síðar gera öflugar minnihlutaskoðanir í málefnum Evrópu, viðskiptafrelsis og landbúnaðar að öflugum meirihluta- skoðunum. Á meðan verða þau mál áfram til umræðu. Þjóðin getur haft rangt fyrir sér og jafnvel slátrað góð- um framfaramálum. Eigi að síður á hún sjálf að ráða umræðunni og síðan niðurstöðunni. Og hún gerir það. Jónas Kristjánsson Umskiptingarnir Framsóknarmenn ætla aö verða framsóknarmönnum verstir. Hörð- ustu andstæðingar þeirra nú, þeg- ar þeir eru komnir í ríkisstjórn, verða þeir sjálfir frá því í fyrra og hittifyrra, þegar þeir voru í stjórn- arandstöðu. Dæmin verða legíó. Umskiptingarnir eru svo margir. Hálldór Ásgrímsson er að verða eins og átján bama faðir í álfheim- um. „Aldrei hef ég séð svona langa þvöru í svo lítilli grýtu“. Nú verður ekki um Ipgibjörgu Pálmadóttur sagt að hún sé ein- staklega löng þvara en athyglis- vert er að fylgjast með viðbrögðum hennar nú, þegar rætt er um rekst- ur Fæðingarheimilis Reykjavíkur, og bera það saman við ummæli hennar fyrir umskiptin. Eins og kunnugt er hefur verið unnið tölu- vert að endurbótum við Fæðingar- heimili Reykjavíkur í þeim til- gangi, að það geti áfram nýst fæð- andi konum og átti undirritaður m.a. hlut að því að tryggja Land- spítalanum fjármuni til þess að hægt væri að endurbæta fæðingar- heimilið og reka það siðan hluta ársins fyrir fæðandi konur og sængurkonur. Sá hinn sami var harðlega gagnrýndur fyrir það, m.a. af Ingibjörgu Pálmadóttur, að sjá ekki til þess að reksturinn gæti gengið allt árið um kring. Hver er nú til vansa? Nú hefur verið boðað, að Fæð- ingarheimili Reykjavikur verði ekki starfrækt áfram. Heilbrigðis- ráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, var spurð um afstöðu sína til þess í morgunþætti Rásar 2 sl. fimmtu- dag. Ráðherrann var nú ekki mjög skýrmæltur en ræddi um nauðsyn forgangsröðunar og „fagleg sjónar- mið“ og ekki annað að heyra en hún styddi umrædda ákvörðun. A.m.k. ætlaði hún ekki að beita sér fyrir neinni breytingu. Á fundi í Alþingi 11. desember 1992 ræddi þessi sama Ingibjörg Pálmadóttir málefni Fæðingar- heimilis Reykjavíkur við umræð- ur um fjárlög ársins 1993. Hún sagði orðrétt: „Það er til verulegs sóma sú mikla endurbygging og viðhalds- framkvæmdir, sem áttu sér stað á Fæðingarheiinili Reykjavíkur og ótcddir peningar, sem fóru til end- urbyggingarinnar áður en ráð- herra lokaði síðan starfseminni. Mér vitandi fer engin starfsemi fram þar núna, þó búið sé að kosta miklu til endurbyggingarinnar. Það er út af fyrir sig sorgarsaga, en ég fagna því, að Kvennalistinn er með tillögur á borðum þing- manna þar sem gert er ráð fyrir því að endurreisa Fæðingarheimil- ið því sú krísa, sem við búum við varðandi fæðingardeildina, er óverjandi. Þar þrengir svo mikið að fæðandi mæðrum í dag, að þær eru allar reknar út á fjórða degi nánast hvemig sem ástatt er fyrir þeim. Þetta kostar þjóðfélagið mikla peninga, því að þær þurfa mikla sérfræðiþjónustu og ýmsar aukaverkanir sem af því hljótast að þær eru reknar út svona snemma. Þegar menn eru að tala um velferð á varanlegum grunni Kjallarinn Sighvatur Björgvinsson alþingismaður hljóta menn að endurskoða það, sem er til vansa fyrir þjóðfélagið." Svo mörg og stór eru þau orð. Hver er nú til vansa fyrir þjóðfé- lagið, Ingibjörg Pálmadóttir? Umskiptingur Og þau eru mörg fleiri, ummæl- in. Þeir sem nenna geta gáð í Al- þingistíðindi og flett upp á umræð- um utan dagskrár, sem fram fóru um Fæðingarheimili Reykjavíkur þann 13. apríl 1992. Þar gagnrýnir Ingibjörg harðlega að ekki skuli vera tryggður áframhaldandi rekstur Fæðingarheimilis Reykja- víkur, talar um neyð fæðandi kvenna í því sambandi og stofnEui- ir í fjársvelti sem sé að blæða út. Hvort sem endurfæðing fram- sóknarmanna hefur átt sér stað á fæðingardeildinni eða Fæðingar- heimili Reykjavíkur eftir kosning- ar er ljóst að umskipti hafa átt sér stað. Átján bama faðir í Álfheim- um hefur fjarlægt Ingibjörgu Pálmadóttur og sett aðra Ingi- björgu í hennar stað. Eða trúir þú ekki á álfasögur, umskiptingur góður? Sighvatur Björgvinsson „Átján barna faðir í Álfheimum hefur fjariægt Ingibjörgu Páimadóttur og sett aðra Ingibjörgu í hennar stað,“ segir greinarhöfundur. „Hvort sem endurfæðing Framsóknar- manna hefur átt sér stað á fæðingardeild- inni eða Fæðingarheimili Reykjavíkur eft- ir kosningar er ljóst að umskipti hafa átt sér stað. Skoðanir armarra Öruggast er umhugsunarlaust „Öruggast er að fara alltaf sömu leiðina í vinn- una, þá verður enginn fyrir óvæntri truflun. Best er að lesa bækur með upphafi, miðju og endi. Hentug- ast að stunda árekstrarlaus samskipti við aðra. Því tamari sem hegðunin verður, því sjálfvirkara verð- ur lífið í heild. Þaö verður eins og klukka meö stolta vísa sem ekki hætta að tifa hringina sína fyrr en raf- hlaðan tæmist. Umhugsunarlaust má þannig líða þægilega gegnum lífið.“ Gunnar Hersveinn í Mbl. 24. sept. * Hallaverkandi mistök „Meginmarkmið fjárlagagerðarmanna er útópía, sem heitir „hallalaus fjárlög", en það er eins með fjárlögin og halla turninn í Pisa, þau hallast alltaf meira og meira og ættu samkvæmt turnlögmálinu að geta haldið því áfram næstu aldir. Eitt erfiðasta viðfangsefni hallaviðgerðarmanna, eru þau mis- tök skaparans að byggja inn í „kórónu sköpunar- verks síns“ sjúkdóma, elli og dauða. Þessi hallaverk- andi mistök leiða af sér árlega umræðu viturra manna um það hvemig minnka megi hallaverkun mistakannaö...Sérstaða hallaviðgerðarmannanna á Alþingi er sú, að þeir eru ekki að ráðstafa eigin fé, heldur sameiginlegu fé landsmanna." Árni Bjöfnsson læknir í Mbl. 23. sept. Hvenær er nóg nægilegt? „Það er áreiöanlega hæpinn ávinningur fyrir sveitarfélög að rogast með skuldabyrði vegna meira og minna óþarfra bygginga, sem þau hafa stofnað til eða ábyrgjast eða eru skuldbundin til að kaupaö...Að hinu leytinu hlýtur það að teljast til mannkosta þegar menn gera sér grein fyrir hvenær nóg er nægilegt. Svo augljóst sem það sýnist samt vera.“ Oddur Ólafsson í Tímanum 23. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.