Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1995, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995
Háskólabíó — Indíáni í stórborginni:
irk
Árekstur menningarheima
Ekki er langt síðan hér var sýnd frönsk bíómynd um hvað gerist
, þegar „villimenn“, 1 þessu tilviki víkingar, komast í kynni við nútíma
borgarmenningu. Árangurinn var ein fyndnasta mynd þess árs. Hér
er svo komin önnur mynd um villimanninn í borginni en ekki er
þessi líkt því eins fyndin og hin. Engu að síður ku hún hafa notið
mikilla vinsælda heima í Frakklandi.
Villimaðurinn í þessari mynd er tólf ára gamall piltur sem alist
hefur upp í afskekktu indíánaþorpi inni í miöjum Amasónfrumkógin-
um hjá móður sinni, franskri konu sem fékk nóg af siðmenningunni
þegar hún gekk enn með hann undir belti og stakk af. Faðir piltsins,
sem vissi ekkert um krógann, kemst að hinu sanna þegar hann leitar
uppi móðurina til að ganga frá skilnaði þeirra svo hann geti gengið
að eiga ruglukollinn Charlotte sem er á kafi- í austrænni speki. Atvik-
in haga því svo að pilturinn, sem heitir því indæla nafni Kattarhland,
fer með foður sínum til Parísar. Og þá byrjar fyrst ballið.
Árekstur menningarheimanna tveggja, frumskógarins og stórborg-
arinnar, er uppspretta ýmissa skemmtilegra atvika, sem sum eru
spaugilegri en önnur. Drengurinn hagar sér jú í fyrstu eins og hann
væri heima hjá sér, að svo miklu leyti sem það er hægt, hefur með
sér eitruðu kóngulóna stóru, bogann og örvamar, sem hann notar til
dúfnaveiða, og blástursörvarnar til að drepa flugur á vegg og svæfa
fólk.
Samhliða aðlögun piltsins að borgarlífinu fylgjumst við með til-
raunum yfirstressaðs foður hans, verðbréfasalans og starfsbróður
hans til að losa sig við nokkur þúsund tonn af sojabaunum. Er sá
þáttur alla jafna lítt fyndinn.
Hér er það ærslastUlinn sem er alls ráðandi. Stundum gengur hann
ágætlega upp en oft verða lætin í leikurunum hreinlega þreytandi.
Samt er hægt að ímynda sér þetta sem sumarsmell, með vænum
skammti af væmni í lokin.
Leikstjóri: Hervé Palud. Handrit: Hervé Palud og Igor Aptekman. Kvikmyndataka:
Fablo Conversi.
Lelkendur: Thierry Lhermitte, Patrick Tlmslt, Ludwig Briand, Miou-Miou, Arielle
Dombasle, Jackle Berroyer, Sonia Vollereaux.
Guðlaugur Bergmundsson
DV
KV I K M Y !LD
¥11
Sam-bíóin — Hundalíf:
irirk
Lífið frá sjónarhóli hunds
Það er langt í frá að
Hundalíf (101 Dalmat-
ians) sé eins íburðar-
mikil og skrautleg og
nýjustu teiknimynd-
irnar frá Walt Disn-
ey, svo sem Aladdín,
Fríða og dýrið, Litla
hafmeyjan og Lion
King. Skýringin er
að Hundalíf var gert
árið 1961, en þá voru
teiknimyndir ekki
gerðar með því hug-
.arfari að fara á topp
vinsældalista úti um allan heim. Hundalíf er þó í sama gæðaflokki og
fyrrnefndar myndir og er skemmtileg og ljúf teiknimynd. Munurinn
felst kannski einna helst í að mun minna er gert úr tónlistinni í
Hundalífl, aðeins eitt sungið lag.
Hundalíf gerist í Englandi og segir söguna af hundinum Pongo og
eiganda hans, Roger, og kynnum þeirra af ýmsum, bæði úr dýrarík-
inu og meðal manna. Það sem gerir myndina jafn skemmtilega og
raun ber vitni er kannski helst það að sagan er sögð frá sjónarhóli
hunds. Textinn er fyndinn og skemmtilegur og myndin hefur jafna og
stígandi hrynjandi sem heldur öllum við efnið, sama á hvaða aldri
viðkomandi er.
Við stjórnvölinn á HundalíFi var sjáifur Walt Disney og er myndin
ein af síðustu myndum sem hann kom nálægt og ber hún þess merki
hversu vandvirkur og útsjónarsamur Disney var. Myndin hefur verið
sýnd í kvikmyndhúsum á nokkurra ára fresti hér sem annars staðar
en nú kemur hún í fyrsta skipti fyrir sjónir islenskra kvikmynda-
húsagesta með íslensku tali og hefur Erni Árnasyni og tæknimanni
"hans, Júlíusi Agnarssyni, tekist vel upp, raddir eru góðar, ýktar og
skemmtilegar og hljóð er fyrsta flokks.
Leikstjórar: Wolfgang Reitherman, Hamilton Luske, Clyde Geronimi.
íslenskt tal, leikstjóri: Örn Árnason. Tæknivinnsla: Júlíus Agnarsson.
Hilmar Karlsson
Bíóborgin:
Brýrnar í Madisonsýslu
og húsmóðurinnar Francescu John-
son. Kincaid er' atvinnuljósmyndari
hjá National Geographic, frægur og
lífsreyndur maður sem kemur í
hina fámennu sýslu, Madison,
haustið 1965. Hann hefur villst og
ekur heim að sveitabæ þar sem
Francesca (Meryl Streep) er ein
heima en eiginmaðurinn og börn
hennar tvö hafa farið í ferðalag.
Francesca hefur verið gift í fimmtán
ár og kann því vel að fá að vera ein
með sjálfri sér í smátíma. Hún er
því í fyrstu ekkert hrifin af þessum
ókunnuga manni sem spyr til vegar.
Það á þó eftir að breytast þegar
kynni takast með þeim.
Brýrnar í Madisonsýslu hefur
verið mjög vinsæl hvar sem hún
hefur verið sýnd og þykja Clint
Eastwood, sem einnig er leikstjóri,
og Meryl Streep sýna góðan leik en
þau eru nánast einu persónurnár í
myndinni.
- dýrasta kvikmynd sem gerð hefur verið
Bíóborgin frumsýndi í gær Brým- henni voru um síðustu helgi. Mynd-
ar í Madisonsýslu (The Bridges of in segir frá kynnum ljósmyndarans
Madison County) en forsýningar á Roberts Kincaids (Clint Eastwood)
Ljosmyndarinn og bóndakonan. Clint Eastwood og Meryl Streep í hlutverk-
um sínum.
Dennis Hopper leikur þann illræmdasta af sjóræningjunum.
Háskólabíó og Sam-bíóin:
Vatnaveröld
Sam-bíóin og Háskólabíó frum-
sýna á fostudaginn hina umtöluðu
kvikmynd, Vatnaveröld, sem er
dýrasta kvikmynd sem gerð hefur
verið. Aðalhvatamaður að gerð
hennar og aðalleikari myndarinnar
er Kevin Costner. Það gekk mikið á
meðan verið var að kvikmynda og
mörg óhöppin urðu til þess að
kostnaður fór fram úr áætlun. En
áfram var haldið og þrátt fyrir
hrakspár hefur verið ágæt aðsókn
að myndinni í Bandarikjunum þótt
ekki hafi hún náð upp í 200 milijón
dollara kostnaðinn og muni sjálfsagt
ekki gera það.
Vatnaveröld gerist í framtíðinni
eftir að heimskautapólarnir hafa
bráðnað og sett allt land á kaf. íbúar
jarðarinnar hafa reynt að aðlagast
nýjum aðstæðum eftir bestu getu og
búa á tilbúnum fljótandi eyjum og
ferðast um á bátum. íbúarnir búa
þó við stöðuga ótta því að sjóræn-
ingjahópar sigla um og sæta færis á
að komast inn fyrir varnarmúra eyj-
anna tO að stela öllu steini léttara.
Eyjarskeggjar eru að öllu jöfnu
friðsamir og vilja vinna saman en
sjóræningjarnir eru miskunnarlaus-
ir morðingjar sem svífast einskis til
að komast yfir verðmæti þau er
finnast á eyjunum. Allt á þetta fólk,
jafnt sjóræningjar sem eyjarskeggj-
ar, þann eina draum að finna þurrt
land. Lítil stúlka geymir lausnina á
bakinu, tattóverað landakort. Að-
eins einn maður, Sæfarinn, sem get-
ur andað bæði í landi og vatni, get-
ur verndað hana fyrir sjóræningjun-
um og hjálpað eyjarskeggjum að
finna þurrt land.
Auk Kevins Costners leika stór
hlutverk í myndinni Dennis Hopper,
Jeanne Tripplehorn og Tina Major-
Kevin Costner og Jeanne Trippelhorn skima eftir landi í Vatnaveröld.
ino. Leikstjóri er Kevin Reynolds
sem leikstýrði nafna sínum Costner
í Robin Hood: Prince of Thives.
Áður en tökum lauk slettist heldur
betur upp á vinskapinn hjá þeim fé-
lögum og var Reynolds látinn fara
og Costner sá um lokaútgáfu mynd-
arinnar. Vatnaveröld gerist að
mestu úti á rúmsjó og það sem
hleypti kostnaðinum upp voru hinar
hrikalega stóru sviðsmyndir því að
allt þurfti að vera sem raunveruleg-
ast. Eru menn sammála um að
tæknilega séð sé myndin mikil
veisla fyrir augað.
ik Jf-
kvi